Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 15
dnet ÍEJSM3T«138 (? HIÍ3AOTJIQIH4 ÍÍIÖA_J3M?ÍOflOM
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Fjöregg í höllinni
Haustfagnaður mikill verður
haldinn í Laugardalshöll næstkom-
andi föstudag, 12. september, á
vegum íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur. Verður þar hinu fræga
fjöreggi kastað á loft og því haldið
á lofti allt kvöldið. Þeir sem sjá um
að halda flöregginu á lofti eru, fyrst
til að nefna, hin ástsæla hljómsveit
Stuðmenn. Þetta verða með allra
síðustu tónleikum þeirra á þessu
ári, en við tekur hjá þeim upptökur
fyrir næstu breiðskífu þeirra.
Skriðjöklarnir mæta líka frá
Akureyri í sína aðra opinberu heim-
sókn, en þeir hafa sem kunnugt er
haldið miklu fjöreggi á lofti milli
sín og vinsældalista þessa lands.
Sykurmolarnir er ný hljómsveit
með þekktu tónlistarfólki innan
borðs og spilar molafólk eldhresst
rokk.
Til að halda dampi mæta þeir
fóstbræður Langi Seli & Stutti
Kommi og kyija nokkur búggí-
vúggí lög og viðlög.
Kórónan verður svo bókmennta-
fræðingurinn og húmanistinn
Leoncie Martin sem verður sér-
stakur gestur kvöldsins. Hún mun
stíga léttklæddan dans undir eigin
undirleik og söng.
Auk þess munu Sniglar sjást á
vappi og jafnvel taka lagið síðar
um kvöldið.
Óvæntir kynnar munu sjá um að
kynna dagskrá kvöldsins.
Af ofangreindri dagskrá má sjá
að stórt er Fjöreggið. Verður því
ekki úr vegi að mæta í Höllina og
rifja upp skólaljóðin og fleiri þekkta
slagara við eggjandi undirleik og
breytast í fjörmenni í eina kvöld-
stund eða svo, áður en vetur
konungur gengur í garð.
Fjöregg í Höllinni hefst klukk-
an 21.00 og stendur til 01.00.
Miðaverð er krónur 500.
Metsölublað á hverjum degi!
Skattkerfisbylting
í Bandaríkj unum
eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
Að undanförnu hefur mikið verið
ritað í erlend blöð um nýjar tekju-
skattsreglur í Bandaríkjunum og
menn ganga svo langt að tala um
byltingu í skattalögum. Þann 16.
ágúst sl. afgreiddi sameiginleg
nefnd Öldungadeildar og Fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings frumvarp
um ný skattalög, sem talið er næsta
víst að báðar þingdeildir muni síðan
samþykkja og forsetinn undirrita.
Skattar einstaklinga
En hvað fela þessar nýju reglur
í sér? Megineinkenni þeirra er að
allar skattareglur eru gerðar mun
einfaldari. Samkvæmt eldri reglum
eru skattstigar á einstaklinga 15
að tölu á bilinu frá 11%—50%. Sam-
kvæmt nýju reglunum verða skatt-
stigarnir 2, 15% og 28%. Skattar
hátekjumanna geta þó farið upp í
33%. Rétt er að geta þess að ein-
stök ríki hafa einnig tekjuskatt, sem
er mismunandi eftir ríkjum og er
hann frá 0% upp í 10%, sem bætist
þá við alríkisskattinn. Talið er að
ljórir af hveijum fimm skattgreið-
endum muni greiða skatta eftir
lægri skattstiganum. Áður en skatt-
ur er lagður á fá menn persónufrá-
drátt.
Á móti þessari lækkun skattstig-
ans eru afnumdar ýmsar frádráttar-
heimildir, en þeim hefur fjölgað
undanfarin ár. Þó er áfram heimilt
að draga frá tekjum, áður en skatt-
ar eru íagðir á, skatt þann sem
greiddur er til einstakra ríkja og
sveitarfélaga, vexti af veðlánum
vegna fyrsta og annars heimilis og
lækniskostnað, sem fer fram yfír
7,5% af tekjum. Ýmsar aðrar frá-
dráttarheimildir eru afnumdar sem
fyrr segir og má þar nefna vexti,
af öðrum lánum en til íbúðarhúsa-
kaupa. Eignatekjur, t.d. vextir af
skuldabréfum eða arður af hluta-
bréfum eða söluhagnaður, verða
skattlagðar eins og aðrar tekjur en
voru áður með hámarksskattstiga,
sem var 20%.
Eins og fyrr segir er aðalkostur
Birgir ísl. Gunnarsson
„Hér á íslandi fer nú
fram mikil umræða um
nauðsyn þess að endur-
skoða okkar skattalög
rækilega. Sjáifstæðis-
flokkurinn vill afnema
tekjuskatt af almenn-
um launatekjum“.
þessara nýju tekjuskattsreglna
vegna einstaklinga hin mikla ein-
földun í öllu kerfinu og að þetta
kerfi verður réttlátara en hið eldra,
þar sem tekjumeiri einstaklingar
eiga erfíðara með að komast hjá
því að greiða skatt með því að nota
sér ýmsar frádráttarheimildir. í
heild er talið að skattbyrðin á ein-
staklinga muni minnka og að um 6
milljón tekjulægri einstaklingar
muni engan tekjuskatt greiða eftir
breytinguna.
Skattur fyrirtækja
Skattreglum fyrirtækja er einnig
breytt. Skattstiginn er lækkaður
úr 46% af hagnaði í 34%. Á hinn
bóginn eru afnumdar skattundan-
þágur vegna nýrra fjárfestinga,
afskriftarreglur eru hertar og settar
eru skorður við frádráttarbærum
risnukostnaði fyrirtækja. I heild er
talið að skattbyrði á fyrirtæki muni
þyngjast sem nemur því, er ein-
staklingurinn fær í sinn hlut. Þess
ber þó að geta að 34% tekjuskattur
er ekki hár skattur, ef miðað er við
ýmis Evrópulönd.
Umræða í Evrópu
Eins og fyrr segir fer nú fram
mikil umræða í fjölmiðlum í Banda-
ríkjunum um þessar nýju skattregl-
ur og sýnist sitt hveijum eins og
gengur og skal það ekki rakið frek-
ar hér.
Þessi umræða er einnig hafin í
Evrópu og telja margir að Banda-
ríkin hafi hér vísað veginn um nýtt
skattkerfi, sem OECD-löndin verði
að taka tillit til, ef þau eiga að
geta keppt við Bandaríkin. Athygl-
isverð eru þau ummæli í breska
vikuritinu „The Eeonomist", að slíkt
skattfrumvarp hefði aldrei náð svo
langt að sjá dagsins ljós á borði
ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna
þess að skriffinnarnir í breska fjár-
málaráðuneytinu halda á pennan-
um, þegar verið sé að setja ný
skattalög og slíkar breytingar séu
einfaldlega of róttækar fyrir þá.
Bandaríkjamenn hafi farið aðra
leið. Hinir kjörnu þingmenn hafí
sjálfir sest niður fyrir opnum tjöld-
um og samið nýtt skattafrumvarp
og að sérfræðingar fjármálaráðu-
neytisins hafi á hvetju stigi undir-
búningsins haft sér til aðhalds
þekkta prófessora og endurskoð-
endur utan úr þjóðlífinu.
Hér á Islandi fer nú fram mikil
umræða um nauðsyn þess að endur-
skoða okkar skattalög rækilega.
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema
tekjuskatt af almennum launatekj-
um. Það er hins vegar nauðsynlegt
að mínu mati að íslendingar kynni
sér nú rækilega hið nýja skattkerfí
í Bandaríkjunum og athugi hvort
ekki megi eitthvað af því læra, sér-
staklega ef það mætti verða til að
gera skattkerfíð einfaldara og rétt-
látara.
HaustnámskeiÖin okkar hefjast
15. september nk.
3ja mánaða
námskeiðin kosta:
2 sinnum í viku kr. 5.500
3 sinnum í viku kr. 7.000,
Stúdíókort kr. 8.000,
VIÐ KENNUM:
JAZZ-MODERN-BALLET OG AEROBIK
Mánaðarltort í aerobik kostar kr. 1.840,
Dæmi:
Jazz-modern-ballet 3 sinnum í viku
Jazz-modern 3 sinnum í viku ^
Jazz-ballet 3 sinnum í viku
Jazz 2 sinnum í vikn -
Innritun hefst 8. sept.frá kl.
11—18 isíma 687801 og
687701.
Sóley Jóhannsdóttir
EINNIG HADEGIS-
TÍMAR ÍAEROBIKAÐ
OKKAR HÆTTI
SÓLEYJAR
Sigtúni 9, s: 687701 —687801 ’
Shirlene Alicia Blake