Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
25
Leysihnífur þessi var framleiddur af vísindamönnum við Bell rann-
sóknarstofnunina. Með hinum hreyfanlega armi er auðvelt að leiða
geislann að þeim stað sem á að skera í.
leiðari innan sjónpípunnar leiðir ljós
inn í líkamann og lýsir upp þann
hluta sem á að athuga en annar
Ijósleiðari leiðir myndina til baka
til læknisins. Á þennan hátt er
hægt að greina sjúklegar breyting-
ar á innri líffærum. Ef mögulegt
er að meðhöndla greindan sjúkdóm
með leysi er hægt að festa leysitæk-
ið við jdri enda sjónpípunnar og
læknirinn getur tekið sjúklinginn
til meðferðar án þess að fram-
kvæma skurðaðgerð.
Miklar vonir eru bundnar við
notkun leysigeisla til meðhöndlunar
á blæðandi magasárum. Slík sár
geta verið erfið viðureignar og ár-
angur hefðbundinna aðferða er
iðulega ekki nema í meðallagi góð-
ur. Hægt er að brenna slíkt sár og
stöðva blæðingu með leysigeisla
sem ferðast eftir ljósleiðara sem
þræddur hefur verið ofan í maga
sjúklingsins. Það er trú margra að
með aukinni reynslu og frekari þró-
un þessarar aðferðar komi hún til
með að skila betri árangri í með-
ferð á blæðingum í maga og
meltingarfærum. Það er augljós
kostur við þessa aðferð að ekki
þarf að „opna“ sjúklinginn og
leggja á hann óþægindi sem slíkri
aðferð fylgja.
Krabbameins-
lækningar
Um nokkurra ára skeið hafa ley-
sigeislar verið notaðir til meðhöndl-
unar ákveðinna tegunda
krabbameins. Er hér um að ræða
hvoru tveggja, tilraun til lækningar
á sjúkdómum eða mildun á óþæg-
indum af hans völdum.
Vitað er að leysigeislar geta á
árangursríkan hátt grandað
krabbameinsfrumum í þvag-
blöðrunni. Engin sönnun er þó fyrir
því að leysimeðhöndlun blöðru-
krabba gefi betri árangur en
hefðbundnar aðferðir handlæknis-
fræðinnar. Einungis margra ára
samanburður getur skorið úr um
það hvor aðferðin er betri.
Hjá sjúklingum með lungna-
krabbamein getur það gerst að
æxli loka fyrir eðlilegt flæði lofts
til lunguanna, en slíkt hefur veruleg
óþægindi í för með sér. Leysigeislar
hafa verið notaðir á árangursríkan
hátt til að eyða slíkum æxlum.
Hægt er þannig að minnka vanlíðan
sjúklingsins og stytta dvöl hans á
■j----------------------—
sjúkrahúsum.
Krabbamein í briskirtli er iðulega
mjög iilt og erfitt viðureignar.
Skurðaðgerðir til að fjarlægja mein-
semdina eru umfangsmiklar og
áhættusamar fyrir sjúklinginn.
Vonir standa til að einhvem tíma
geti reynst mögulegt að meðhöndla
þennan sjúkdóm án skurðaðgerðar
með því að þræða nál með ljósleið-
ara, sem leysigeisli verður leiddur
eftir inn í briskirtilinn. Leysirinn
getur með staðbundinni hitavirkni
grandað krabbameinsfrumum eða
„Ijósörvað" meðul sem safnast hafa
fyrir í líffærinu.
Niðurstöður
Enn sem komið er hefur notkun
leysis í læknisfræðinni engan veg-
inn valdið byltingarkenndum breyt-
ingum og einungis í fáum tilfellum
hefur hún sýnt óyggjandi yfírburði
fram yfir hefðbundnar aðferðir. Til
þess að leysilækningar geti öðlast
almenna viðurkenningu og út-
breiðslu þarf að þróa þær til það
mikillar fullkomnunar að augljóst
sé að notkun þeirra sé til hagsbóta
fýrir sjúklinga, lækna og fjárveit-
ingaraðila.
Uppsetning leysitækja til lækn-
inga er dýr og því er mikilvægt að
þau nýtist sem best. I þessum til-
gangi hefur uppsetningu tækjanna
verið hagað á þann hátt að þau
nýtist sem flestum og það jafnvel
vísindamönnum sem ekki starfa
beint að lækningu sjúklinga. Slíkt
leiðir ekki einungis til hámarks
nýtingar í mældum vinnustundum,
heldur leiðir til árangursríkrar sam-
vinnu fræðimanna á mismunandi
sviðum, en slíkt er algjör forsenda
þess að góður árangur náist á jafn
flóknu og umfangsmiklu sviði sem
notkun leysis til lækninga er.
Nýlega hefur nokkuð verið rætt
um notkun leysigeisla til skurðað-
gerða á einstökum frumum og
erfðaefni þeirra. Hægt er að beina
leysigeisla að ótrúlega litlum bletti,
sem í stærð samsvarar ekki nema
hálfri bylgjulengd geislans. Ef not-
ast er við stuttbylgjuleysi er því
ekki útilokað að hægt sé að „gera
að“ einstökum genum krómó-
sómanna. Takist slíkt, mun lækna-
vísindunum opnast nýjar mögulegar
leiðir til að leiðrétta ýmsa erfða-
galla sem enn hefur ekki tekist að
lækna né fyrirbyggja.
Til ungra
myndlistarmanna
35 ára og yngri
í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi, hyggst fyrirtækið
standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35
ára og yngri.
Yfirskrift sýningarinnar er „Áhrif tölvuvæðingar í 20 ár“. I
tengslum við sýninguna hyggst fyrirtækið veita verðlaun
einum listamanni að upphæð kr. 100.000,- og jafnframt
áskilja sér rétt til kaupa á sýningarverkum. Ætlast er til að
send séu inn ekki færri en þrjú verk eftir hvern listamann og
geta þau verið úr hvaða listgrein sem er innan myndlistar-
innar. Miðað er við að verkunum sé skilað inn fyrir
10. janúar 1987 til IBM, Skaftahlíð 24.
Sýningarnefnd skipa:
Gunnar M. Hansson forstjóri, formaður
Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður
Einar Hákonarson, listmálari
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri
Halldór B. Runólfsson, listfræðingur
SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700
MEGRUN AN MÆÐU
EÐLILEG LEIÐ TIL MEGRUNAR
NYTT NYTT NYTT NYTT
TREFJAB/ETT FIRMALOSS
Kemur I stað máltlöar/máltlöa.
Útilokar megrunarþreytu, þar eö næg vltamln, steinefni
og prótein fyrir þarfir llkamans eru I FIRMALOSS.
Fullgild, seójandi og ófitandi næring.
Þúsundir íslendinga og milljónir manna
um allan heim hafa nú sannreynt gildi
FIRMALOSS grenningarduftsins i
baráttunni við aukakilóin.
Flrmaloss er náttúrulegt efni sem neytt er I stað
venjulegrar máltlðar. Þvl er t.d. blandaö I léttmjólk,
undanrennu eða ávaxtasafa og útkoman er frábær
drykkur sem ekki er bara saðsamur — heldur
inniheldur hann öll þau vltamln,steinefni og
eggjahvltuefnl sem llkamlnn þarfnast, einmitt það
útilokar megrunarþreytu á tlmabilinu.
Firmaloss pakkinn inniheldur 20 skammta ásamt
Islenskum lelðbeiningabæklingi um skynsamlega
megrunaráætlun. Pakklnn kostar 495 kr.,eöa aðelns
24,75 kr. I hverja máltlö.
Útsölustaölr:
Apótek, heilsuræktarstöövar, sólbaðsstofur,
Iþróttavöruverslanir eða samvæmt pöntunarseðli
Ég vil gjanan fá eftirfarandi vöru heimsenda i pöstkröfu:
D Firmaloss:........................pakka á 495 kr. stk.
Nafn_____________________________________________________
Helmili ________
Póstnr./staður .
wm If f f fji /
"Ég þakka \ ' ' ' *f) ■
FIRMALOSS
grennlngarduftinu mMilim
að ég get haldiö mér » Mv}i í I J 1 I
grannri og hraustri jjj
én fyrirhafnar."
Marcia Goebel.
(Sendingarkostnaöur er ekki innlfallnn I verói.)
NÓATÚN 17, sími: 19900
„Okkur er annt um heilsu þína“
AROUS/SlA