Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Anthony Sher kolvitlaus í hlut-
verki Tartuffes.
Höfundurinn Moliére í gervi Ses-
ars á málverki frá 1658.
Tartuffe — eða
hræsnarinn
Sjónvarp
Arnaldur Indriðason
Mánudagsleikrit sjónvarpsins
taka oft öðru efni fram á dag-
skránni, gefa góða og kærkomna
hvíld frá bíómyndum og mis-
góðum framhaldsmyndaflokkum
og auka fjölbreytileika dagskrár-
innar. Rétt eins og laugardags-
kvöldin eru tími bíómyndanna
eru mánudagskvöldin tími leik-
ritanna og leikritið í gær var
fyrsta flokks. Gleðileikurinn
„Tartuffe — eða hræsnarinn"
eftir Frakkann Moliére
(1622—1673) í uppsetningu Kon-
unglega Shakespeare-leikhóps-
ins með Anthony Sher og Nigel
Hawthorne í aðalhlutverkum var
sérstaklega vel fluttur, hraður,
fyndinn og hressilegur og leikur-
inn var hreinasta afbragð.
Anthony Sher var mjög hrósað
fyrir frammistöðu sína í titilhlut-
verkinu á sviði í London og hann á
allt gott skilið. í meðförum hans
var Tartuffe magnaður blendingur
af smeðjulegum falshundi og
hræsnara, sem gjepur velgjörðar-
mann sinn, Orgon kaupmann, með
auðmýkt og lítillæti. Hann er full-
trúi kirkjunnar, heittrúaður
guðsmaður, sönglandi bænir og
krossandi sig á bak og fyrir, en
hann er illur í gegn, eins og púki,
svartklæddur með sítt svart hár og
djöfullegt glott á vörum. „Synd er
engin synd ef syndgað er með
leynd" er hans mottó.
Þegar leikritið hefst hefur hann
komið ár sinni vel fyrir borð á heim-
ili Orgons kaupmanns (Nigel
Hawthome), sem er hinn mesti
skaphundur en einfeldningur og
auðtrúa og eins og smjör í höndun-
um á Tartuffe. Hann trúir í blindni
á þennan mann sem hann hefur
hirt af götunni til að verða sér leið-
arljós í myrkri hinna andlegu
málefna. En Tartuffe notar sér
góðmennsku Orgons til að níðast á
honum og heldur honum með klækj-
um og bellibrögðum í þeirri trú að
hann sé í beinu sambandi við guð
almáttugan. Allir aðrir vita betur.
Og þegar líður nær endalokunum
hefur Tartuffe tvisvar reynt að
fleka Elmíru (Alison Steadman),
eiginkonu Orgons, fengið hann til
að veita sér hönd dóttur sinnar
Marianne (Katy Behean), sem er
heitbundin Valére (Ian Talbot) og
hirt af kaupmanninum allar eigur
hans.
„Tartuffe — eða hræsnarinn" var
snörp ádeila á hræsni klerkastéttar-
innar og olli höfundi sínum Moliére
meiri vandræðum og veitti honum
meiri frægð en flest annað sem
hann skrifaði (hann gerði 23 gleði-
leiki um ævina). Það var fyrst sýnt
fyrir Loðvík 14. í Versölum 1664,
en þá var það aðeins í þremur þátt-
um. Moliére breytti því, lengdi í
fimm þætti og lagði sterkari áherslu
á tvískinnungshátt Tartuffs og
þannig var það frumsýnt fyrir al-
menning í París 1667.
Daginn eftir komu kirkjunnar
menn í veg fyrir fleiri sýningar á
verkinu. Tartuffe fór mjög fyrir
bijóstið á þeim; hann lék sér að því
að vera ómannúðlegur og strang-
trúaður andans maður og dyggur
þjónn kirkjunnar þegar hann var í
rauninni gírugur mammonsdýrk-
andi og má nærri geta að kirkjuyfír-
vöidum 17. aldar hafí brugðið í
brún. En Loðvík 14. — sólkonungur-
inn — leyfði sýningar á því aftur
1669 og Moliére þakkaði fyrir sig
með lokaatriðinu þar sem algóður
og réttvís konungurinn kemur hlut-
unum á hreint eftir blekkingar
Tartuffs og veitir Orgon kaupmanni
uppreisn æru.
Fyrir þá sem misstu af uppsetn-
ingu Nemendaleikhússins á
Tartuffe í vor í þýðingu Karls Guð-
mundssonar var Tartuffe Shake-
speare-hópsins góð sárabót.
Anthony Sher naut sín fímavel í
titilhlutverkinu og dró fram flátt-
skap og falsheit hræsnarans á
einkar kröftugan og skoplegan hátt,
Hawthome úr Já, ráðherra lýsti vel
einfeldningnum Orgon, sem trúir í
blindni á Tartuffe og fær að þjást
fyrir það og Alison Steadman var
sérlega hrífandi í hlutverki eigin-
konu Orgons, sem tekst að afhjúpa
svikarann fyrir framan Orgon.
NÝTT SÍMANÚMER
69-11 -00
Augýsmgar 22480
Afgreiðsla 83033
AF ERLENDUM
VETTVANGI
eftir JOHONNU KRISTJONSDOTTUR
Filippseyjar:
Vandamálin hlaðast upp í
kringum Aquino og togstreitan
innan stjórnarinnar magnast
PÓLITÍSKUR hversdagsleiki er að taka mesta glansinn af hveiti-
brauðsdögum Corazon Aquino forseta. Enginn hefur opinberlega
dregið í efa heiðarleika hennar, einlægni og góðan vilja. En sem
mánuðirnir líða einn af öðrum, án þess að Filippseyingar sjái í
neinni alvöru að breytingar gætu verið í sjónmáli verða öll glæstu
loforðin sem hún gaf eftir að Marcos gaf völd sín upp á bátinn,
heldur léttvæg. Vitanlega bendir hún á og hefur gert frá því
fyrsta, að fólk verði að sýna þolinmæði. Tveggja áratuga sljóm
Ferdinands Marcosar hljóti að hafa skilið eftir sín spor, sem
verði ekki máð út á örfáum mánuðum. í fyrstu var beiðni henn-
ar um þolinmæði tekið vingjarnlega og af nokkram skilningi.
En nú virðist hugarfarsbreyting hjá mörgum farin að gera vart
við sig.
Persónulegur metnaður og
ólíkar hugmyndafræðilegar
sannfæringar innan ríkisstjómar-
innar setja æ meira mark á störf
hennar. Áhrif Aquino og raun-
verulegt vald yfír stjóminni er
dregið í efa og sá áróður er tekinn
að hrífa að í raun og veru sveifl-
ist Aquino milli þessara afla og
hafi hvorki pólitíska hæfni og
leikni né myndugleika til að taka
af skarið, hvorki í einu né neinu.
Það eykur enn á erfiðleika hennar
að iðja kommúnista hefur ekki
verið stöðvuð og tortryggni er á
samskipti, og er þá kurteislega
til orða tekið. Greinilegt er að
Aquino telur Laurel sér ekki holl-
an og Laurel reiddist mjög þegar
Aquino lítillækkaði hann með því
að skipa hann ekki hæstráðanda
meðan hún væri í ferðum sínum
til Singapore og Indónesíu. Hún
hefur einnig sagt fyrir löngu að
hann muni hvergi koma nálægt
æðstu stjóm meðan hún er í
Bandaríkjaferðinni. Eins og gefur
að skilja þykir Laurel, sem er
reyndur stjómmálamaður og um
margt hinn klókasti maður, þetta
Enrile varnarmálaráðherra
báða bóga, þótt forsetinn hafí trú
á því að unnt verði að komast að
samkomulagi við kommúnista.
Enginn dregur í efa að Filipps-
eyingar — eða þorri þeirra — anda
léttar og fagna hinu nýfengna
frelsi eftir harðræðis stjóm Marc-
osar. Það blandast heldur engum
hugur um að Aquino sjálf nýtur
óhemju mikilla persónulegra vin-
sælda. En umræður manna á
meðal um það hvort hún hafí
burði til að sameina öll þessi ólíku
öfl og hagsmuna- og hugsjóna-
hópa, benda til efasemda um
einmitt það.
Atburðir upp á síðkastið hafa
óneitanlega ekki orðið til að bæta
stöðu forsetans. Ágreiningurinn
innan ríkisstjómarinnar virðist
nánast fara dagharðnandi.
— Enrile vamarmálaráðherra
er tortryggður af mörgum. Haft
er fyrir satt, að hann bíði eftir
hentugu tækifæri til að kveðja
herinn til og bylta Aquino úr
sessi. Ástæðan fyrir því að hann
studdi ekki „byltingartilraun" Tol-
entinos fyrir nokkm er sögð sú,
að hann hafí séð í hendi sér, að
allt myndi fara út um þúfur vegna
skipulagsleysis.
— Salvador Laurel varaforseti
og Aquino eiga ekki sem bezt
Aquino forseti
hið versta mál og gæti hugsað
Aquino þegjandi þörfína.
— Einn nánasti samstarfsmað-
ur og bandamaður Aquino,
Aquilino Pimentel, hefur sætt
harðri gagnrýni fyrir hversu ein-
ráður hann hefur verið í að skipa
og endurskipa menn í ýmsar
áhrifastöður. Ágreiningur milli
hans og Jose Lina, sem einnig
hefur verið dyggur stuðningsmað-
ur forsetans, hefur magnast og
þykir ekki vita á gott, ef stuðn-
ingsmenn Aquinos fara að deila
fyrir opnum tjöldum. — Djúpstæð-
ur skoðanamunur hefur komið
upp milli tveggja efnahagssér-
fræðinga Aquinos. Það em Winnie
Monsod, sem fer með ráðuneyti
um efnahagsþróun í landinu, og
Jose Concepio viðskipta- og iðnað-
arráðherra. Greinir ráðherrana á
í gmndvallaratriðum um breyt-
ingu á utanríkisviðskiptastefnu
landsins. Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn hefur sett Filippseyingum
ákveðin skilyrði og þeir ráðherrar
sem fara með málaflokkana geta
ekki komið sér saman um afstöð-
una til krafna Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
Þá hafa stjómmálasérfræðing-
ar einnig velt fyrir sér hver hin
raunvemlega staða — að ekki sé
nú talað um afstöðu Fidels Ram-
osar, yfirmanns heraflans, sé.
Ramos taldi á dögunum ástæðu
til að gefa um það yfirlýsingu,
að forsetinn gæti kvíðalaus farið
í utanlandsferðir sínar á næs-
tunni, „það varður allt í lagi í
Manila" eins og hann orðaði það.
Þetta var túlkað svo, að það væri
greinilega ekki allt í lagi í Manila
og Ramos væri tvístígandi og vissi
ekki hvert hann ætti helzt að
halla sér. En einnig að í bili teldi
hann vænlegast að lýsa yfír stuðn-
ingi við Aquino.
Það sem er kannski alvarlegast
er þó sá trúnaðarbrestur sem er
milli Laurels varaforseta og Aqu-
inos forseta. Laurel átti erfítt með
að kingja því að vera varaforseta-
efni Aquinos og hann hafi fengið
ákveðin loforð um athafnafrelsi
og töluverð völd innan stjómar-
innar þegar hann féllst á að verða
það. En Aquino hafí síðan hvað
eftir annað gert lítið úr starfi
varaforsetans og það eigi hann
Laurel varaforseti
mjög örðugt með að sætta sig
við. Hann hafí eindregnari hug-
myndir og kannski raunsærri um
hvemig eigi að bregðast við marg-
háttuðum vanda Filippseyinga, en
Aquino láti orð hans sem vind um
eyru þjóta.
Samt er ekki búist við að til
tíðinda dregi alveg á næstunni.
Sú orðsending sem Reagan-
stjórnin sendi frá sér um að hún
væri vonsvikin yfír þeirri undan-
látssemi sem Aquino-stjómin
hefði sýnt í samskiptum við niður-
rifsmenn kommúnista, gæti að
minnsta kosti um sinn orðið til
að stjómin slægi hring um Aqu-
ino. Þetta þykir óviðeigandi yfír-
lýsing um þær mundir sem Aquino
er að koma í opinbera heimsókn
til Bandaríkjanna og til þess failin
að setja hana í vamarstöðu.
En auðvitað dugir ekki til
lengdar að hika. Corazon Aquino
sér vandamálin hrannast upp í
kringum sig og hún virðist ekki
treysta sér til að takast á við þau
og það sem er ekki síður afleitt;
hún virðist ekki treysta sam-
starfsmönnum sínum til þess
heldur.
(Heimíld: Far Eaatern Economic Review)