Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 31

Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 31 Frá viðræðum íslendinga og Rússa í gær. Morgunbiaðið/Júiius Yuri F. Ledentsov, í forsvari sovésku viðskiptaviðræðunefndarinnar: „Bjartsýnn á að samn- ingar geti náðst ÁRLEGAR viðskiptaviðræður ís- lendinga og Sovétmanna hófust í Reykjavík í gær. Yuri F. Led- entsov, yfirmaður Vesturlanda- deildar utanríkisviðskiptaráðu- neytisins í Moskvu sagðist i samtali við Morgunblaðið vera bjartsýnn á að viðunandi sam- komulag ætti eftir að takast i samningaviðræðum íslendinga og Sovétmanna um sildarsölu og uUarvörusölu til Sovétríkjanna. Eins og fram hefur komið i Morgunbiaðinu er hér ekki um eiginlegar samningaviðræður að ræða, heldur almennar viðskipta- viðræður. Ledentsov játti því þó í samtali við Morgunblaðið, að afstaða hans, þegar til Moskvu væri komið á nýjan leik, gæti vegið þungt, hvað varðar samn- ingaviðræður á milli Prodintorg og Síldarútvegsnefndar. „Ég vil gjaman koma á fram- færi þakklæti mínu til okkar íslensku vina, fyrir góðar viðtökur,“ sagði Ledentsov, „en á þessu stigi er lítið um viðræður okkar að segja, þar sem þær eru rétt hafnar." Ledentsov sagði að góð vinátta og góð viðskiptasambönd á milli Sovétnkjanna og íslands hefði ríkt í gegnum tíðina, og engin ástæða væri til þess að ætla að þar yrði breyting á. Ledentsov var spurður út í ný skilyrði Prodintorg fyrir því að hefja samningaviðræður við Sfldarút- vegsnefnd, en Morgunblaðið greindi frá þessum skilyrðum Rússa sl. sunnudag: „Það er Prodintorg sem gengur sjálft frá sínum samningi um saltsíldarkaup og fulltrúar þess fyrirtækis eru reiðubúnir til þess að koma hingað til íslands, til samn- ingaviðræðna. Ég fæ ekki séð að það sé nokkur grundvöllur fyrir því hjá íslenskum sfldarsaltendum að hafa áhyggjur af því að ekki náist samningar um sfldarsölu. Ég vonast til þess að hitta fulltrúa þeirra á meðan ég er staddur hérna, og þá getum við rætt saman. Markmiðið með komu okkar hingað er að bæta viðskiptatengsl landanna og að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma.“ Yuri F. Ledentsov Ledentsov var sérstaklega spurð- ur hvort það væri rétt að Prodintorg setti það skilyrði að saltsfldin héðan yrði seld á sama verði og Norðmenn og Kanadamenn bjóða saltsfld sína á í skjóli mikilla ríkisstyrkja, en verðmunur sfldarinnar miðað við þá íslensku var á sl. ári frá 25 til 45%. „Þú ert að reyna að fá mig til þess að svara spumingu, sem ég get ekki svarað, því ég er ekki í forsvari fyrir síldarsamningum, heldur fyrirtækið Prodintorg, eins og ég sagði þér áðan. Við skulum veita fulltrúum Prodintorg tækifæri til þess að svara þessari spumingu, þegar þar að kemur.“ Ledentsov var þá spurður, hvort hans orð og afstaða vægju ekki þungt, þegar aftur til Moskvu væri komið, þar sem hann væri yfirmað- ur vesturlandadeildar utanríkisvið- skiptaráðuneytisins: „Þú hefur vissulega rétt fyrír þér, hvað það varðar. Ég mun, þegar ég sný aftur til Moskvu, gera grein fyrir þessum viðræðum, með það að markmiði að auðvelda báðum fyrirtækjum, Prodintorg og Sfldarútvegsnefnd, að ná viðunandi samningum. Ég er því ágætlega bjartsýnn á að samningar geti náðst," sagði Led- entsov, og hvarf á nýjan leik á fund með íslensku og sovésku viðræðu- nefndunum. Siglufjörður: 25000 tonn af loðnu komin á land í haust Siglufirði. HÉR mun vera búið að landa 24.300 tonnum af loðnu frá ver- tíðarbyijun og síðdegis á mánudag benti allt til að það væri komið í 25 þúsund tonn um kvöldið. Á laugardaginn lestaði Dettifoss 900 tonn af mjöli hér og norskt lýsisskip lestaði hér eitthvað álíka af lýsi, þannig að lítið mun vera eftir af loðnuafurðum. Bræðslan gengur prýðilega, af- kastað er frá 1.000-1.500 tonnum á sólarhring. í ágúst komu alls 127 fiskiskip yfír 10 tonn hingað til Siglufjarðar og 26 fraktskip að auki. Hér er aðeins einn hafnarvörður, sem jafn- framt er vigtarmaður og afgreiðir vatn og fleira til skipa. Fiskiskipin, sem hingað komu, eru af ýmsum gerðum — loðnuskip, togarar og rækjubátar. Frá Siglu- firði eru gerðir út fimm togarar og þrjú rækjuskip. Ekkert loðnuskip er gert út héðan á þessari vertíð. - MJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.