Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
fftttjgtmfrlitfrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
Heimskringla
100 ára
Idag eru 100 ár liðin frá því
að fyrsta tölublað af Heims-
kringlu kom út í Winnipeg í
Kanada. Lengi gáfu Vestur-
Islendingar út tvö blöð; Lögberg
er nær jafn gamalt Heims-
kringlu. Þessi blöð voru samein-
uð í eitt blað í ágúst 1959 og
hafa komið þannig út fram á
þennan dag.
Það hefur ekki alltaf verið
auðvelt fyrir Vestur-íslendinga
að halda úti þessum blöðum
sínum. Lögberg-Heimskringla
gegnir nú jafnvel brýnna hlut-
verki en áður sem sameiginlegur
vettvangur þeirra, sem eru af
íslensku bergi brotnir, þótt hlut-
ur íslenskrar tungu á síðum þess
hafí minnkað. Einar Ámason,
formaður útgáfustjómar blaðs-
ins, sagði í Morgunblaðsviðtali
fyrr í sumar, að blaðið gegndi
mikilvægu hlutverki við að
rækta tengslin milli íslands og
Vestur-íslendinga en þau hafa
aukist og dafnað með ánægju-
legum hætti á síðustu árum.
I samtalinu við Einar Ámason
kemur fram, að Lögberg-Heims-
kringla hafí lengi vel aðallega
verið skrifað á íslensku, en nú
sé svo komið að aðeins 25% af
blaðinu er á íslensku „ . . . því
unga fólkið hefur ekki viðhaidið
málinu eins vel og við, enskan
er því tamari". Þessi þróun er
síður en svo óeðlileg. Enginn
hefur getað vænst þess, að
gamla tungan haldist Vestur-
Islendingum svo töm, að um
aldur og ævi megni þeir að gefa
út vikublað á íslensku. Hitt hefði
verið röng ákvörðun að tak-
marka efni blaðsins við það, sem
bærist eða væri ritað á íslensku.
Þar með hefði verið reist hindr-
un, sem gæti reynst óyfírstígan-
leg. Nú er Lögberg-Heims-
kringla lifandi vettvangur
Vestur-íslendinga fyrir þau mál-
efni sem sameina þá og tengja.
Þótt íslenska sé á undanhaldi
meðal Vestur-Islendinga eru þeir
óþreytandi við að rækta tengslin
við gamla ættlandið. Þetta gera
þeir með margvíslegu móti. Til
dæmis er það öllum Islendingum
gleðiefni, að skáld af íslensku
bergi brotin skuli vera talin í
fremstu röð kanadískra nútíma-
höfunda. Þar fara sem sé menn,
sem standa vörð um íslenskar
menningarhefðir i nýju umhverfí
og það með þeim hætti að verð-
uga athygli vekur.
Á sunnudag var vitnað til
þess hér á þessum stað, að
vísindalegar rannsóknir styddu
þá skoðun, að tungur Norður-
landaþjóða myndu standa af sér
sókn enskunnar á öllum sviðum.
Þess hefur orðið vart í Kanada
eins og annars staðar á síðari
árum, að ræktarsemi þjóðar-
brota við upprunalandið hefur
aukist og er síst minni hjá þeim
kynslóðum er standa landnem-
unum fjærst en hinum. Þetta er
eðlileg þróun. íslendingar þurfa
ekki annað en líta í eigin barm
og meta samskipti sín við Dani,
svo að nærtækt dæmi sé tekið.
Ef til vill eigum við eftir að verða
vitni að því, að vegur íslenskrar
tungu vaxi á ný í Kanada og
Norður-Ameríku? Hvað sem því
líður er mikilvægt að hlú að
Lögbergi-Heimskringlu og
standa vörð um það, sem þannig
var orðað í fyrsta tölublaði
Heimskringlu fyrir 100 árum:
„Yfír höfuð viljum vér stuðla að
því af fremsta megni, að meiri
andleg samvinna gæti komist á
með löndum heima og löndum
hjer.“
Hryðju-
verkaalda
Hryðjuverkaalda gekk yfir í
lok síðustu viku. Flugránið
í Pakistan og hin blóðuga inn-
rás, sem var gerð í bænahús
gyðinga í Istanbul, minna enn
einu sinni á, hve lágt menn geta
lagst fyrir málstað sinn. Eftir
að Bandaríkjamenn gerðu árás
á Líbýu sl. vor hefur verið hlé á
voðaverkum af þessu tagi. Þótt
árásinni hafí verið harðlega mót-
mælt af mörgum, er það stað-
reynd, að jafnt í Evrópu sem
annars staðar hertu þjóðir ráð-
stafanir, sem ætlað er að
stemma stigu við ódæðisverkum
af þessu tagi.
Israelar fylgja þeirri stefnu
að hefna hryðjuverka með einum
eða öðrum hætti. Þar í landi
hafa orðið harðar deilur um það
eftir blóðbaðið í Istanbul, hvort
það megi rekja til undanlátssemi
ísraelsku ríkisstjómarinnar. Þær
deilur, sem gátu leitt til stjómar-
kreppu, em ef til vill fyrirboði
harkalegri hefndaraðgerða en
áður. Ef Bandaríkjastjóm ætlar
að vera samkvæm sjálfri sér er
þess að vænta, að hún hefni flug-
ránsins í Pakistan, þegar hún
telur sig hafa fengið vitneskju
um, hveijir stóðu að því.
Miklu skiptir að allar þjóðir
heims taki höndum saman um
gagnráðstafanir er duga til að
halda hryðjuverkamönnum í
skeíjum. Aðeins með þeim hætti
er unnt að koma í veg fyrir öld-
ur eins og þá, sem nú er risin.
Heimskring
eftirÁrna
Bjarnarson
Heimskringla, elsta vikublað
sem gefið er út á íslensku, er
hundrað ára í dag. Það er gefið
út í Winnipeg í Kanada. í tilefni
afmælisins gefur Þjóðræknis-
félagið á Akureyri út ljósprentun
af fyrsta tölublaði Heimskringlu.
Með því fylgir blaðið „Heims-
kringla 100 ára“. Þar birtist
eftirfarandi grein, sem rituð er
af Arna Bjarnarsyni, bókaútgef-
anda á Akureyri:
í dag, 9. september 1986, verður
Heimskringla, elsta vikublaðið sem
gefíð er út á íslensku, eitt hundrað
ára. Það hóf göngu sína í Winnipeg
í Kanada 9. september 1886, og
þar kemur það ennþá út. Heims-
kringla hefir því í heila öld verið
farsæll tengiliður á milli íslenskra
manna báðum megin hafsins og
stuðlað að margvíslegri samvinnu
og samstarfi. Það hefir flutt fréttir
héðan af landi í hveiju blaði og
stutt af miklum áhuga og skilningi
sjálfstæðisbaráttu okkar og fram-
faramál. Við eigum því blaðinu
mikla þakkarskuld að gjaida.
I tilefni þessara merku tímamóta
í sögu elsta ísienska vikublaðsins
kemur nú út á vegum Þjóðræknis-
félagsins á Akureyri ljósprentun af
fyrsta tölublaði Heimskringlu, og
er því dreift bæði hér heima og
vestan hafs. Eru 200 eintök prentuð
á myndapappír, tölusett og árituð.
Með því fylgir svo blaðið „Heims-
kringla hundrað ára“, þar sem rakin
er nokkuð saga upphafsáranna.
Annað efni eru kveðjur og heillaósk-
ir til blaðsins á aldarafmælinu frá
velunnurum og vinum þess á ís-
Iandi.
Eins og að framan segir, hóf
Heimskringla göngu sína 9. sept-
ember 1886. Stofnendur blaðsins
voru Frímann B. Amgrímsson
(Anderson), af eyfirskum ættum,
sem lagði til mestan hluta stofnfjár
og er talinn eigandi blaðsins. Aðrir
ritstjórar voru þeir Einar Hjörleifs-
son (Kvaran) og Eggert Jóhannsson
frá Steinsstöðum í Skagafirði, er
hafði áður unnið við blaðið Leif, sem
kom út í 3 ár í Winnipeg. Þessir
þrír menn vom hinir eiginlegu
stofnendur blaðsins, en Jón Vigfús-
son Dalmann var fyrsti prentarinn,
ásamt Þorsteini Péturssyni og Eyj-
ólfl Eyjólfssyni, sem styrktu fyrir-
tækið fjárhagslega.
Þetta fyrsta blað var 4 blaðsíður
í stóm broti. Efnið var að miklu
leyti erlendar fréttir víða að, en
fyrst og fremst frá Bretlandi,
Kanada, Bandaríkjunum og Norð-
urlöndunum. Þá var þar bókaþátt-
ur, upphaf á skáldsögu Einars
Hjörleifssonar „Félagsskapurinn í
Þorbrandsstaðahreppi", tvö kvæði
eftir ritstjórana Frímann og Einar,
auk nokkurra smágreina. Engin
mynd prýddi blaðið, en tvær litlar
auglýsingar. Önnur frá Commercial
Bank of Manitoba, sem segist lána
peninga með góðum kjömm og
bankinn láti sér einkanlega annt
um að ná viðskiptum íslendinga.
Hin frá J.G. Mills, sem býður ágætt
kaffi, grænt, við aðdáanlega lágu
verði, eða 9 pund fyrir dollar.
í ávarpsorðum til lesenda segja
ritstjórarnir m.a.:
„Eins og eðlilegt er, verður blað-
ið einkum og sjerstaklega fyrir
Islendinga í Vesturheimi. Öll þau
almenn mál, sem þá varðar miklu,
munum vjer og láta oss miklu
skipta, hvort sem það em STJÓRN-
MÁL, ATVINNUMÁL, MENNTA-
MÁL, eða önnur.
En þar með er alls ekki sagt, að
vjer viljum ganga fram hjá þeim
málum, sem landa vora á íslandi
varðar sjerstaklega. Einkum viljum
vjer taka svo mikinn þátt, sem oss
er mögulegt, í stjórnmálum þeirra
og bókmenntamálum. Yfir höfuð
vildum vjer stuðla að því af fremsta
megni, að meiri andleg samvinna
gæti komizt á með löndum heima
og löndum hjer.
Auk þess mun blaðið (hafa) með-
ferðis almennt skemmtandi kafla,
einkum góðan skáldskap í bundnu
og óbundnu máli, frumritaðan og
þýddan, sem jafnt ætti að geta ver-
ið fyrir alla íslendinga, hvar sem
þeir eiga heima.
Frjcttir mun blaðið færa yfir-
gripsmeiri og greinilegri en nokkurt
annað ísienzkt blað hefur áður gert.
Blaðið er algerlega óháð öllum
hjerlendum pólitískum flokkum.
Það hefur fullt frelsi til að taka í
hvert mál á þann hátt, sem rit-
stjómin álítur ijettast og sann-
gjamast. Það mun heldur ekki
ganga neinum flokkum á hönd.
Blaðið verður alls enginn „ag-
ent“ fyrir Vesturheimsferðir,
hvorki til Canada nje annara ríkja
Ameríku. Það talar um útflutninga
af íslandi og innflutninga hingað í
iand, eins og önnur mál, aðeins
eptir sannfæringu og beztu vitund
ritstjómarinnar, en engum inn-
blæstri annara manna. En hitt er
ekki nema sjálfsagt að það mun
hafa vakandi auga á öllu því, sem
opinberlega er sagt um hag og
framferði íslendinga hjer, og halda
hlífískildi fyrirþeim, ef þörfgerist."
Sent hafði verið boðsbréf meðal
Vestur-íslendinga og heitið á þá
að gerast áskrifendur. Var því vel
tekið víðast hvar, en þó orðið drátt-
ur á að svör bæmst. Menn vom
fátækir í þá daga, og þó blaðið
væri ekki selt á nema 2 dollara
árgangurinn, vom margir sem ekki
höfðu þá peninga handbæra fyrir-
varalítið. Þá höfðu blaðaútgáfur hjá
íslendingum vestra ekki heppnast
sem best fram að þessu.
Tvö blöð höfðu verið stofnuð,
„Framfari" á Nýja-íslandi, sem kom
út frá 10. september 1877 til 10.
apríl 1880, og síðar „Leifur" í
Winnipeg, frá 5. maí 1883 til 4.
júní 1886. Bæði hættu útkomu sinni
af sömu ástæðum, óskilsemi áskrif-
enda og fjárskorti. í 4. blaði
Heimskringlu segir í grein, sem
nefnist Félagsskapur íslendinga í
Vesturheimi:
„Það er sérstaklega ein heimska
sem drepur allar framkvæmdir hjá
oss. Almenningur vill sjá einhveiju
miklu afkastað áður en hann fari
að taka þátt í hveijum félagsskap
sem er. Hvernig í ósköpunum á að
fara að afkasta nokkru, ef enginn
vill vera með fyrr en allt er búið.
Það verður lítil uppskera, ef enginn
vill sá!“
Fyrsta prentsmiðja Heimskringlu
var sett á stofn í húsinu nr. 35—37
í King-stræti. Þar var í þröngum
húsakynnum bæði prentsmiðja,
skrifstofa og afgreiðsla, því efna-
hagurinn þoldi ekki meira. Um
þetta segir séra Rögnvaldur Péturs-
son í Heimskringlugrein 14. október
1936:
„Eins og áður sagði lagði
Frímann B. Arngrímsson fram
mestallt fé til prentsmiðjukaup-
anna. Hafði honum áskotnast þá
um sumarið dálítil fjárupphæð frá
Canadastjórn fyrir að þýða og
semja bækling um Vesturlandið, er
gefa átti út á sænsku, norsku og
Árni Bjarnarson
þýsku. Stofnfé sínu tapaði hann
alveg og stóð svo allslaus eftir.
Treystu þeir félagar á liðsinni
landa sinna og áskriftargjöld til
þess að standa straum af útgáfu-
kostnaði, því fyrir þá var í þetta
fyrirtæki ráðist. En það traust
reyndist haldlítið, því 9. desember
varð að hætta útgáfu blaðsins í 4
mánuði. Var það þá komið í þá
skuld að útgefendur réðu ekki við.
Gerir Frímann grein fyrir fjár-
hagnum er blaðið hefur göngu sína
á ný, 7. apríl 1887. Útgjöld segir
hann að hafí numið 60 dollurum á
viku fyrir verkalaun, pappír, prent-
un, húsaleigu og eldivið. Er það
furðu lág upphæð, þegar að því er
gætt, að þar í voru falin vinnulaun
5 manna, hefir ekki öllum verið
goldið hátt kaup. En þó hrukku
tekjurnar ekki fyrir þessu. Voru
þær að jafnaði um 25 dollarar á
viku, — 15 dollarar frá áskrifendum
og 10 dollarar fyrir auglýsingar.
Varð því tekjuhalli sem svaraði 35
dollurum á viku, og fyrirtækið kom-
ið í 500 dollara skuld eftir fyrstu
þijá mánuðina.
HIupu þeir þá undir bagga er áður
höfðu styrkt fyrirtækið eða áttu
laun sín ógreidd og keyptu í orði
kveðnu blaðið og prentsmiðjuna.
En það voru þeir Eggert Jóhanns-
son, Jón V. Dalman, Þorsteinn
Pétursson og Eyjólfur Eyjólfsson,
er öll góð fyrirtæki studdi á þeim
árum. Gáfu þeir svo blaðið út til
ársloka 1887, en þá hafði Frímann
rétt svo við efnalega að hann tók
við því aftur, 27. desember 1887.
Hélt hann því svo úti tæpt ár, fram
að 12. nóvember 1888 með sömu
samverkamönnum og áður að und-
anteknum Einari Hjörleifssyni er
hætti 2. desember 1886. Mun or-
sökin til þess hafa verið sú að þeir
áttu ekki skap.saman. Greindi þá
á um landsmálaflokkana; stefndi
þar annar til Qalls en hinn til íjöru.
Þegar blaðið var endurreist 7.
aprfl 1887 var prentsmiðjan flutt
að 16 James St. West og svo aft-
ur, er Frímann tók við, að 35
Lombard St., austan við Aðalstræti
bæjarins. Þar var hún um all nokk-
um tíma eða frá nýári 1888 og
fram í janúar 1893, að hún var flutt
að 146 Princess Street. Um vorið,
22. maí, brann bygging þessi og
missti prentsmiðjan þá að mestu
leyti áhöld sín í eldinum. Varð þá
bið á útkomu blaðsins um 2 vikur.
Kom fyrsta eintak þess út, eftir
brunann, að 653 McMillan Ave.
(Pacific Ave.). Um þessar mundir
var ráðist í að byggja yfir prent-
smiðjuna. Stóð hús það við homið
á Ross og Nena St. (Sherbrook).
Var prentsmiðjan flutt þangað 10.