Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 50
50
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAOASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
vArtline200
%*/\rlline 200
v«Artline200
Frábær tússpennl
meö mjóum plastoddi, sem
hægteraö notavlðöll
tæklfærl. Létturog
þægiiegur f hendl. Fæst f
4 lltum, svart - blátt - rautt
og grænt. Fæst í flestum
bóka- og ritfanga -
verslunum.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Svipmyndir úr Borginni/Ólafur Ormsson
„Ég gæti hugsað mér
að vinna í öskunni...“
Breiðholti. Sýningin átti að he§ast
klukkan sjö síðdegis. Við lögðum
upp frá Lækjargötunni á skikkan-
legum tíma, eða tuttugu mínútum
fyrir klukkan sjö, á nýjum, frönsk-
um fólksbíl og gerðum ráð fyrir að
vera komnir að kvikmyndahúsinu
um sjöleytið. Við fórum inn Hverfis-
götuna, Borgartún, Laugamesveg
og þegar við komum á móts við
Kassagerð Reykjavíkur við Klepps-
veginn var þar töluverð umferð og
kom brátt í ljós að á hægri akrein
fór stór vöruflutningabfll með utan-
bæjamúmeri. Eins og kunnugt er
þá er það ekki ósjaldan að ökumenn
em vemlega stressaðir í umferðinni
í borginni, aki of hratt og taki ekki
alltof mikið tillit til annarra öku-
manna. Bílstjórinn sem ók vöm-
flutningabflnum með utanbæjar-
númerinu var hreint ekkert
stressaður. Hann ók svo hægt að
engu var líkara en að hann færi
fyrir líkfylgd. Belja sem hefði átt
leið þama um hefði auðveldlega
farið fram úr vöruflutningabílnum
og varla veitt honum nokkra at-
hygli. Bílstjórar í bílum sem næstir
fóm á eftir vömflutningabílnum
notuðu flautuna óspart til að minna
á sig, en án nokkurs árangurs.
Vömflutningabíllinn ók á ólögleg-
um hraða með heila bflalest á eftir
sér inn Kleppsveginn og það var
ekki fyrr en komið var á móts við
Dugguvoginn að vömflutningarbíll-
inn ók út af veginum og niður
hliðargötu og þá leystist auðveld-
lega úr öngþveitinu sem myndast
hafði á Kleppsveginum. Við kunn-
ingjamir náðum svo loks að
kvikmyndahúsinu í Breiðholtinu
klukkan tíú mínútur yfir sjö og
héldum inn f kvikmyndasalinn með
úttroðna vasa af poppkomi.
Tíminn líður. Það er komið fram
í septembermánuð. Skólarnir að
taka til starfa og hingað til borgar-
innar kemur nokkur hópur nemenda
utan af landsbyggðinni eins og svo
oft áður á haustin. Margir þurfa
að leita sér að leiguhúsnæði og
gengur oft á tíðum erfiðlega. Fram-
boð er lítið, eftirspum aftur mikil,
eins og best sést á þeim fjölmörgu
auglýsingum sem birtast daglega í
blöðum undir liðnum húsnæði ósk-
ast. Það er misjafnt það húsnæði
sem er til leigu. Myndlistarmaður
sem lengi hefur verið á leigumark-
aðinum fékk að reyna það í fyrra-
vetur. Hann hafði verið í ágætu
Óþægilegt getur verið að hafa við að reyna tveir kunningjar ný-
stóran vömflutningabfl fyrir fram- lega. Við vomm á leiðinni á
an sig í umferðinni. Það fengum kvikmyndasýningu í Bíóhöllina í
Sölutækni II
Þetta námskeiö er í beinu framhaldi af Sölutækni I og
er lögð sérstök áhersla á samninga- og tilboðsgerð. Til-
gangur námskeiðsins er að auka sjálfstraust sölufólks,
veita þvl tæki og tækni til þess að ná betri árangri I söl-
unni.
Etnl:
• Upprifjun á Sölutækni I.
• Skipulagning söluaögerða.
• Gerö tilboöa.
• Spurningatækin — látbragð
• Slmasala.
• Samningatækin.
• Auglýsingar.
• Mótbárur og meöferö þeirra.
Lelöbeinandi: Haukur Haratdsson, sölu- og mgrkaösráögjafi.
Námskeiðið er á svipaðan hátt og Sölutækni I einkum
ætlað sölufólki og sölustjórum, sem vinna við sölu á
vörum og/eða þjónustu til fyrirtækja og verslana. Auk
þess hentar námskeiðið sérstaklega þeim sem vinna
við sölu og samningagerð þar sem áhersla er lögö á
mannleg samskipti.
Tlml: 22.-24. september, kl. 14.00—18.00 aö Ananaustum 15.
A Sgómunarfeiag islands
ÚTFLUTNINGS OG MARKAOSSKÓU ÍSLANDS
Ánanaustum 15 ■ 101 Reykjav/k ■ 91 -621063 ■ Tlx 2085
leiguhúsnæði sem hann varð að
fara úr vegna þess að leigusalinn
ákvað að selja. Eftir nokkra leit að
nýju húsnæði fékk myndlistarmað-
urinn loks inni í kjallara ekki langt
frá Þingholtunum. Hann tók á leigu
þurrkherbergi inn af vaskahúsi.
Herbergið er fimm fermetrar að
stærð og þar var ekki hægt að
koma öðm fyrir en dívansgarmi,
skrifborði og nokkmm myndum upp
á vegg og einum blómapotti í
glugga. Miðstöðvarofninn var meira
eða minna í ólagi og frá vaskahús-
inu beint á móti þurrkherberginu
var stöðugur dragsúgur og mynd-
listarmaðurinn var að sofa í ullar-
peysu flestar nætur til að halda á
sér hita og fyrir þessa „himnaríkis-
vist“ borgaði hann 7.500 krónur á
mánuði. Mér þykir líklegt að þann-
ig leiguhúsnæði sé nokkum veginn
einsdæmi en þetta viðgengst sem
sagt enn á ofanverðri tuttugustu
öld hér í höfuðborginni. Myndlistar-
maðurinn er kominn í nýtt og betra
leiguhúsnæði og verður með sýn-
ingu á verkum sínum í janúar-
febrúar á nýju ári og hann fékk
ekki einu sinni kvefpest í þurrk-
herberginu en varð stundum þungt
fyrir bijósti.
Á haustmánuðum er nokkuð um
útsölur í ýmsum verslunum í borg-
inni. Ein slík var í herrafataverslun
í lok ágústmánaðar. Tvo síðustu
dagana í mánuðinum gekk á með
roki og rigningu hér í borginni. Þá
munaði minnstu að daglaunamaður
sem drekkur stundum með mér
kaffi í kaffihúsi við Laugaveginn,
keypti sér regnfrakka á útsölu.
Hann hætti við þegar sólskin var
komið og fagurt veður fyrsta dag
septembermánaðar og er svo hag-
sýnn að hann ætlar að fresta
frakkakaupunum um þrjár til íjórar
vikur eða þar til hann telur að
haustrigningar hefjist og þörf sé á
nýjum regnfrakka.
— Líklega kemur það út sem
launauppbót að bíða með frakka-
kaupin, sagði hann þegar við
spjölluðum saman fyrsta dag set-
pembermánaðar. Hann veltir fyrir
sér hverri krónu sem hann lætur
frá sér og segir mánaðarkaup sitt
vera um eða innan við þijátíu þús-
und krónur á mánuði.
Það var sama dag og Bylgjan,
fyrsta útvarpsstöðin á íslandi í eigu
einkaaðila, hóf útsendingar sínar
að ég kom inn í matvöruverslun þar
sem ég versla stöku sinnum. Það
er hjá sjálfstæðum verslunareig-
anda sem lengi hefur staðið sig eins
og hetja og heldur áfram að versla
þó stórmarkaðimir blómstri. Nú er
svo komið að hann telur að veru-
lega sé að sér þrengt og er helst
að hugsa um að loka. Hann er enn
á besta aldri, rétt rúmlega fimmtug-
ur. Þegar ég spurði hann hvað hann
ætlaði þá að taka sér fyrir hendur,
ef þannig vildi til að hann hætti
verslunarrekstri, sagði hann og
lagði áherslu á orð sín:
— Ég gæti vel hugsað mér að
vinna í öskunni. Þeir byija klukkan
sjö á morgnanna og eru búnir
klukkan rétt rúmlega tvö á daginn.
Á föstudögum hafa þeir lokið
störfum fyrir hádegi. Svo fá þeir
hlífðarföt og flest þau þægindi sem
fyrirfinnast á einum vinnustað. Það
er beinlínis eftirsóknarvert að vinna
í öskunni, það er þannig séð um
starfsfólkið hjá hreinsunardeild
Reykjavíkurborgar að það þarf ekki
að kvarta. Svo fær það hótelfæði
alla daga. Það er eitthvað annað
en það sem ég þarf að þola. Ég hef
svona rétt tíma til þess í hádeginu
að hita nokkrar pylsur og gleypa
banana eða epli. Já, þannig er nú
búið að okkur sem enn erum að
reyna að halda úti smáverslununum
í samkeppni við stórmarkaðinn. Já.
Mitt draumastarf er að fá að vinna
í öskunni, sagði kaupmaðurinn og
brosti og gaf mér síðan til baka af
þeim vörum sem ég hafði keypt.
Það var kominn nýr viðskiptavinur
og við höfðum ekki tíma til að
spjalla saman lengur. Svona eftir á
þegar ég var kominn út úr búðinni
fannst mér líklegt að það hafí legið
svona vel á kaupmanninum vegna
þess að loks var búið að aflétta
áratuga einokun ríkisútvarpsins á
útvarfjsrekstri á íslandi. . .