Morgunblaðið - 09.09.1986, Page 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRBÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986
Brids
Amór Ragnarsson
Frá Bridgefé-
lagi Kópavogs
Vetrarstarf félagsins hefst
fímmtudaginn 11. sept. nk. Þá verð-
ur spilaður eins kvölds tvímenning-
ur og svo verður einnig 18. sept.
Fimmtudaginn 25. sept. hefst svo
Barómeterkeppni félagsins. Fjöldi
kvölda fer eftir þátttöku. Skráning
hefst á fyrsta spilakvöldi. Að baró-
Flexello
VAGNHJÓL
Nylon-gúmmí
pumpuð
Allar stærðir
Vald Poulsen
Suðurlandsbraut 10,
sími 686499.
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!
metemum loknum verður síðan
hraðsveitakeppni.
Spilað er sem áður í Hamraborg
11, 3. hæð, og hefst spilamennska
kl. 19:45 stundvíslega. Spilastjóri
verður Hermann Lárusson.
Dagskrá Bridssam-
bands íslands
árið 1986-1987
1. Undanúrslit og úrslit Bikar-
keppni BSÍ 6.-7. september.
Hótel Hof.
2. Vestfjarðamót í tvímenning á
Þingeyri 6.-7. september.
3. Opið Stórmót á Egilsstöðum
6.-7. september.
4. Opið Stórmót á vegum Þjóðvilj-
ans í Reykjavík 20. september,
Gerðuberg.
5. Hótel Akranes — tvímenningur
27.-28. september.
6. Norðurlandsmót í tvímenning á
Akureyri 4. október.
7. Minningarmót Einars Þorfinns-
sonar á Selfossi 11. október.
8. Ársþing Bridssambandsins
1986 í Reykjavík. Haldið á
Hótel Borg og hefst kl. 10 ár-
degis.
9. Landsmót í tvímenning: Bikar-
keppni í tvímenning, tölvu-
keppni atlra félaga. Spilað í
október.
10. Islandsmót kvenna og yngri
spilara í tvímenning 25.-26.
október, Gerðuberg.
11. Stofnanakeppni fyrirtækja/
félaga í sveitakeppni verður
spiluð í nóvember. Dagssetn.
óákv.
12. Undanrásir Reykjavíkurmóts í
tvímenning 10.—15.—16. nóv-
ember. Staðsetn. auglýst síðar.
13. Úrslit f Reykjavíkurmóti í tví-
menning 22.-23. eða 29.—30.
nóvember. Staðsetn. auglýst
síðar.
14. Reylg'avíkurmót í sveitakeppni
hefst svo í byijun janúar. Spilað
á virkum dögum í byijun.
15. Úrslit í Reykjavíkurmóti í
sveitakeppni 31. janúar—2.
febrúar, Sigtún (nýja húsið).
16. Bridshátíð 1987 á Hótel Loft-
leiðum 13,—16. febrúar.
17. íslandsmót kvenna og yngri
spilara í sveitakeppni. 23. febr-
úar — 1. mars, Sigtún.
18. Úrslit í íslandsmóti kvenna/
yngri spilara í sveitakeppni.
7.-8. mars, Sigtún.
19. Framhaldsskólamótið í sveita-
keppni 13.—15. mars, Sigtún.
20. Undanrásir íslandsmóts í
sveitakeppni 4.-5. apríl á Hót-
el Loftleiðum.
21. Úrslit íslandsmóts í sveita-
keppni 22.-25. apríl (vikunni
eftir páska). Spilalok á laugar-
dagseftirmiðdegi og síðan hóf
m/mat um kvöldið fyrir kepp-
endur og gesti þeirra.
22. íslandsmót í Parakeppni í
tvímenning (tvenndarkeppni)
2.-3. maí, Sigtún.
23. Undanrásir Islandsmótsins í
tvímenning 9.—10. maí. Gerðu-
berg (sami staður og sl. ár).
24. Úrslit íslandsmótsins í
tvímenning 1987 á Hótel Loft-
leiðum 16.—17. maí.
25. Bikarkeppni 1987 hefst svo í
endaðan maí.
26. Landsliðskeppnir (ef Bridssam-
band íslands ákveður að halda
þær) verða síðan spilaðar í
maí/júní. Norðurlandamót
yngri spilara í Hrafnagilsskóla
verður haldið 22.-29. júní.
Ofangreindar dagssetningar eru
ákveðnar og verður ekki breytt
héðan í frá. Þau félög/sambönd sem
hyggja á mótshald í héraði og vilja
festa sér dagssetningar innan
ramma þessarar dagsskrár, eru vin-
samlegast beðin um að hafa
samband við framkvæmdastjóra á
skrifstofu BSÍ sem fyrst. Eins og
áður, veitir Bridssambandið ALLA
þá fyrirgreiðslu sem þarf. Þ.ám.
útvegun á keppnisstjóra, útreikn-
ingsmeistara, spila, spilagjafa,
skorblaða o.fl.
Reykjavík 23. ágúst, 1986.
F.h. stj. BSÍ Ólafur Lárusson.
Sumarbrids 1986
Það lítur út fyrir að haustfíðringur
sé kominn í spilara. Aukin mæting
síðustu spilakvöldin í Sumarbrids
bendir eindregið til þess að félögin
ættu að huga að upphafi vetrar-
spilamennsku. Tvö síðustu kvöldin
verða í næstu viku og verða þá
afhent verðlaun fyrir keppnir sum-
arsins. Sl. þriðjudag var spilað í
þremur riðlum og urðu úrslit þessi
(efstu pör):
A:
Jacqui McGreai
— Þorlákur Jónsson 199
Hannes R. Jónsson — Lárus Hermannsson 179
Rósa Þorsteinsdóttir — Véný Viðarsdóttir 172
Baldur Ámason — Sveinn Sigurgeirsson 172
Halldór Magnússon — Kári Siguijónsson 172
B: Jóhann Jónsson — Kristinn Sölvason 202
Matthías Þorvaldsson — Hrannar Erlingsson 178
Eyjólfur Magnússon — Hólmsteinn Arason 176
Jón Þorvarðarson — Jörundur Þórðarson 163
Aðalbjöm Þórólfsson — Ámi Loftsson 162
C: Magnús Torfason — Olafur Lárasson 124
ísak Ö. Sigurðsson — ÞórðurMöller 85
Einar Jónsson — Hjálmtýr Baldursson 84
Bemódus Kristinsson — Þórður Bjömsson 84
Skor þeirra Magnúsar og Ólafs
er án efa hæsta skor sumarsins,
rétt um 75 prósent. Og sigurvegari
í þriðjudagsspilamennsku Sumar-
brids 1986 varð því hin ameríska
Jacqui McGreal. Hún hlaut 157 stig
og skaut Sigfúsi Þórðarsyni frá
Selfossi aftur fyrir sig á síðasta
spilakvöldi, sem gaf stig. Röð efstu
spilara varð annars þessi:
1. Jacqui McGreal 157
2. Sigfús Þórðarson 151
3. Lárus Hermannsson 123
4. Kristinn Sölvason 120
5. JóhannJónsson 92
6. Þorlákur Jónsson 88
7. Guðmundur Aronsson 88
8. Jóhann Jóelsson 74
9. Anton Haraldsson 74
10. Úlfar Kristinsson 74
11. ÞórðurBjömsson 73
12. Sveinn Sigurgeirsson 70
13. Eyjólfur Magnússon 69
Alls hafa 117 spilarar hlotið
meistarastig á þriðjudögum, þar af
11 kvenmenn.
Á fimmtudeginum mættu svo 56
pör til leiks og var spilað í fjómm
riðlum, að venju. Úrslit urðu þessi
(efstu pör):
A:
Guðmundur Aronsson
— Jóhann Jóelsson 266
Magnús Ólafsson
— Páll Valdimarsson 248
Baldur Ámason
— Sveinn Sigurgeirsson 246
Lárus Hermannsson
— Óskar Karlsson 242
Kristján Blöndal
— Sigfús Þórðarson 233
B:
Júlíana Isebam
— Margrét Margeirsdóttir 182
Ragnar Magnússon
— Valgarð Blöndal 182
Cýrus Hjartarson
— HjörturCýrusson 177
Hrannar Erlingsson
— Ólafur Týr Guðjónsson 176
Vilhjálmur Sigurðsson
— Þráinn Sigurðsson 169
C:
Baldur Ásgeirsson
— Magnús Halldórsson 205
Gunnlaugur Óskarsson
— Sigurður Steingrímsson 187
Bjöm Pétursson
— Daði Bjömsson 180
Albert Þorsteinsson
— Sigurður Emilsson 168
Ragnar Bjömsson
— Sævin Bjamason 164
D:
Bemódus Kristinsson
— Þórður Bjömsson 196
Ólafur Ingimundarson
— Sverrir Jónsson 195
Bragi Bjömsson
— Þórður Sigfússon 186
Edda Thorlacius
— Sigurður ísaksson 172
Júlíus Siguijónsson
— Matthías Þorvaldsson 171
Og sigurvegari í fimmtudags-
spilamennskunni varð gamla
kempan Láms Hermannsson (faðir
þeirra umsjónarmanna Ólafs og
Hermanns). Hann hlaut samtals
Hinn mannlegi þáttur/Ásgeir Hvítaskáld
Músín á hringlorginu
Ég var að keyra í bijálaðri um-
ferð í hádeginu á föstudegi. Þið
vitið hve umferðin getur verið bijál-
æðisleg á föstudegi, ég tala nú
ekki um í hádeginu þegar allir em
að útrétta. Ég var á Hringbrautinni
á leið úr Vesturbænum og bílamir
í trylltum kappakstri. Eftir langa
bið komst ég loksins inn á hring-
torgið fyrir utan Þjóðminjasafnið.
En þá gerðist það.
Ég sá mús. Já, ég sá pínulitla
mús sem trítlaði með sínu hopp-
kenda göngulagi inni á miðju
hringtorginu. Ég tiylltist af innri
fögnuði. í mínum augum var þetta
stórkostlegt. Lítil sæt mús inni í
miðju btjálæðinu. Að sjálfsögðu
stöðvaði ég bílinn, fullur af áhuga
og skáldlegri forvitni fylgdist ég
með músinni, þó það myndi tmfla
umferðina. Ég vildi vita hvað hún
væri að gera, hvaðan hún kom, þó
mest að sjá lítið dýr úr náttúmnni.
Bara sjá það í þetta litla augnablik.
Þama trítiaði hún yfir hringtorg-
ið líkt og hún væri að koma frá
Þjóðminjasafninu. Hún kunni engar
umferðarreglur, anaði bara áfram.
Skyndilega kom bíll askvaðandi inn
á torgið af Hringbrautinni úr suður-
átt. Andskotans dýrið, ég á við
bílstjórann, tók ekkert eftir mús-
inni. Hugsið ykkur blinduna. Hann
glápti bara á mig, því ég hafði
stöðvað bílinn á miðju hringtorgi.
„Sérðu ekki músina, maður,"
sagði ég í huganum og reyndi að
beina athygli hans niður á götuna
með augnaráði.
Hver taug í líkama mínum var
spennt. En það eina sem hann sá
var laust færi svo hann renndi
bílnum inn á torgið. Stór hrað-
skreið gummídekk stefndu beint á
músina. En á síðasta augnabliki
skynjaði músin bílinn og skaust í
gagnstæða átt. Líkast því hún væri
hálf blind. En nú stefndi hún yfir
á minn. helming hringtorgsins.
Bflamir sem sátu fastir fyrir aft-
an mig voru nú famir að ókyrrast
og einn reyndi að komast fram fyr-
ir. Þá færði ég bflinn lengra inn á
torgið og lokaði báðum akreinunum
til að vemda músina. Og nú byijuðu
bflamir að flauta. Þessi litla mús
var í stórri hættu. Enginn tók eftir
henni, enginn skildi hvers vegna ég
hafði stöðvað bflinn. Ég hafði augu,
ég vildi skoða. Það vom mörg herr-
ans ár síðan ég hafði séð mús. Ég
gat ekki látið tréhestana keyra yfir
hana.
Nú fattaði músin laust færi, snéri
við og stefndi áfram sína leið. Þó
gat verið að hún hafi fælst allt
flautið fyrir aftan mig. Merkilegt
hvemig hún hoppaði áfram, dró
skottið og fór í sikk-sakk. Við
mennimir sjáum spennumyndir í
bíó og náttúrulífsmyndir í sjón-
varpinu. Annað er ekki tími til að
sjá. Við höfum skipulagt veröld
okkar of mikið. Sjáum ekki lengur
litla mús.
Átti hún unga einhvers staðar,
var hún að fara heim til sín, eða
var þetta ungi að fara út í heiminn
með nesti og nýja skó? Var hún að
flytja sig úr Þjóðminjasafninu
snemma sumars til að búa í húsa-
görðum? Mér fannst þetta athyglis-
vert, en mest af öllu fallegt.
Nú kom bfll upp að hlið mér,
bflstjórinn horfði á mig með úldnum
svip. Svo flautaði hann. Og flautan
sagði:
„Hvað ertu að gera helvítis asn-
inn þinn. Þú ert fyrir".
En ég horfði á músina og gleypti
fegurð hennar í mig. Enginn annar
virtist sjá hana. Mér var hugsað til
þess er ég sá gamlan mann, sem
hafði lent í árekstri, á gömlum rauð-
skellóttum Rambler. Þetta var mjög
gamall maður, sjálfsagt orðinn
kalkaður og svifaseinn í hraðri
umferðinni. En hann hafði keyrt í
veg fyrir þijár konur á spameytnum
bfl. Þar myndaðist rosaleg umferð-
arteppa og allir gláptu á gamla
manninn. En hann hafði meiðst á
hendi og hurðin klemmst svo hann
komst ekki út. En enginn hjálpaði
honum. Hann sat lokaður inni í
bflnum með hatt og gleraugu og
það blæddi úr hendi hans. En fólk-
ið bara glápti.
Aftur flautaði fíflið við hliðina á
mér og nú voru augun á leið út úr
hausnum á honum. En ég horfði á
músina fallegu og var hnakkreist-
ur. Músin þeyttist fram og aftur,
slapp naumlega undan bflunum. En
skrykkjótt komst hún þó yfír hring-
torgið. Þá loks gat hjarta mitt
slappað af.
Fyrir aftan mig var allt orðið
bijálað. Samsöngurinn af flauti og
inngjöfum hefði drepið hjartveikan
mann á staðnum. Fólk á strætó-
stoppistöð starði á undrið og fólk
var farið að koma út í glugga. En
úr hverri framrúðu var oddhvasst
augnaráð fullt af hatri. Músin var
úr hættu og ég færði bflinn þannig
að aðrir kæmust framhjá.
Ég sá músina hoppa upp á gang-
stéttina skelfingu lostna. Hún
skaust yfir stéttina, þar til hún kom
að steyptri girðingu sem hún komst
ekki yfir. Hún fór fyrst til hægri
og leitaði að gati, síðan snéri hún
við, líkt og hún vissi nokkuð hvert
hún ætlaði. Hún virtist ekki sjá
mikið, þreifaði sig áfram líkt og
blind. Nú var ég kominn með hálfan
bflinn upp á grasivaxna eyju, bflarn-
ir brunuðu hjá og mennimir störðu
á mig með sínum ýktu undrunar
augnaráðum.
Já, við lifum í bijáluðum heimi.
Hraðinn er svo mikill á öllu að við
erum hætt að sjá. Allir eru á harða
spani og enginn sér lítil og falleg
atvik. En samt er hver maður eins
og lítil blind mús á hringtorgi.
Höfundur er rithöfundur, sem
hefur skrifað greinar undanfarið
í Morgunblaðið. Hann ernú bú-
settur í Noregi.