Morgunblaðið - 09.09.1986, Qupperneq 59
MOPGUNBLAflltl, EKHUUJjAQVjBpg, S^PT^gSR^.6
59
Kveðjuorð:
Helgi Guðmunds-
son frá Brekku
Fæddur 22. október 1899
Dáinn 16. mars 1986
Einn af elstu og mætustu íbúum
Mýrarhrepps í Vestur-ísafjarðar-
sýslu, Helgi Guðmundsson frá
Brekku á Ingjaldssandi, lést 16.
mars sl. á Sjúkrahúsi Isafjarðar.
Árið 1909 fluttist hann að Brekku
með foreldrum sínum, Guðrúnu
Magnúsdóttur og Guðmundi Ein-
arssyni, refaskyttu, sem bæði voru
borgfirskrar ættar. Helgi var elsta
bam foreldra sinna, en þeim fædd-
ust 17 böm ogaf þeim lifa nú 14.
Frá níu ára aldri þekktumst við
sem góðir nábúar, jafnaldrar, leik-
bræður, saman alla tíð í bamaskóla.
Fermingar- og ungmennafélags-
bræður í UMF. Vorblómi á Ingj-
aldssandi, alla ævi til hans hinsta
dags. Enda var það svo, að á æsku-
ámm treystum við hvor öðrum fyrir
því sem inni bjó í huga, og með
okkur var gott vinasamband. Hafði
ég á þeim ámm stuðning af greind
hans og bóklestri, en það gerði
hann mikið alla ævi, að lesa góðar
bækur og hlaut staðgóða þekkingu
fyrir, á íslenskri sögu og máli og
einnig hveiju því er fyrir bar í
heimsmálunum, landafræði og
stjómmálum.
Helgi var sístarfandi, þótt hann
hefði eigi fasta búsýslu. Fyrstu
æskuárin vann hann með foreldmm
sínum við búskap þeirra, en eins
og flestir unglingar þeirra tíma leit-
aði hann atvinnu á sjónum. Lengst
vann hann við kúfiskveiðar að afla
beitu handa öðmm sjómönnum.
Traust hafði hann allra manna, sem
þekktu hann fyrir iðni og góða
umgengni við hvað eina sem hann
tók að sér.
Heima í UMF Vorblómi vann
Helgi heils hugar hvert starf, var
lengi leiðandi formaður þess og öt-
ull til samvinnu í verkefnum félags-
ins, svo sem byggingu félagsheimil-
isins okkar, Vonalands, vegagerð
fýrrum og garðrækt til öflunar
bókasafni þess. Einnig hafði hann
áhuga á skógrækt sýslunnar og
Mýrarhrepps. I því skyni fór hann
í skógræktarför til Noregs. Margar
hugnæmar hugvekjur mælti hann
fram til unga fólksins á félags-
fundum og sendi margar góðar og
athyglisverðar greinar í félagsblað-
ið okkar, Ingjald. Styrkur var hann
í bindindismálunum og vék eigi af
ásetningsvegi sínum frá bemskuár-
unum.
Helgi lagði gjörva hönd á margt,
var t.d. tólf ár í hreppsnefnd og
álíka lengi eða lengur eftirlitsmaður
hjá nautgripafélögum í Vestur-
ísafjarðarsýslu við sýnatöku til að
fylgjast með fitumagni mjólkur og
nythæð kúa til skýrsluhalds, og um
leið til að afla þekkingar um bestu
kýrnar. Um miðjan aldur tekur
hann að vinna við að byggja og
mála íbúðarhús bænda og einnig
að byggja fjárhús og votheyshlöður
og fleira.
Ástundunar og snyrtimennsku
Helga vildu allir fá að njóta. I
bændafélagi okkar Sandmanna,
Einingu, vann hann með okkur og
styrkti mestu fjárátök þess, jarðýtu-
kaup. Safnaðarkirkju sinni og
okkar, að Sæbóli, unni hann af
góðhug og vann af miklum dugn-
aði, var fyrstur til að koma og
mála hana utan og innan, ásamt
girðingunni umhverfis grafreit
hennar. Þá var hann meðhjálpari í
kirkjunni nokkur ár. Sömu sögu er
að segja af hlut hans í aðstoð við
félagsheimilið Vonaland í hverju
sem var og þurfti.
Ötull var Helgi og tillögugóður á
fundum ungmennafélagshreyfing-
arinnar, hvort heldur sem var heima
eða UMF Vestfjarða. Til að njóta
æskutryggðar sinnar við heima-
byggð og til að gleðjast með börnum
og fullorðnum, var hann viðstaddur
allar jólatréssamkomur UMF Vor-
blóms allt til 85 ára aldurs. Helgi
gat fylgt glöðum áhuga sínum eft-
ir, á hverjum tíma sem var, því
hann var ekki fjölskvldumaður,
giftist ekki og átti ekki börn. „Því
miður,“ sagði ég oft við hann að
gamni mínu á liðnum dögum. Vinn-
an, bækurnar og myndavélin voru
bömin hans. Herbergið í húsi Krist-
jáns bróður hans að Brekku á
Ingjaldssandi var heimili hans og
yndi, þótt hann dveldi stund og
stund hjá öðrum systkinum sínum
og á heilsuhælum. Fyrrum dreymdi
hann drauma um nám og lærdóm
en varð eigi af. „Mest mínu eigin
kjarkleysi að kenna,“ sagði hann
við mig í síðustu samdvöl okkar á
Heilsuhælinu í Hveragerði.
Nú eru 77 ára síðan við byrjuðum
að leika okkur saman og nú er
hann farinn, og þótt ég eigi ef til
vill enn eftir að líta yfir á bæjar-
hólinn hans, frá Hrauninu á mót
Brekku eins og fyrrum, sé ég hann
ekki lengur. Hann er farinn, alfar-
inn til hæða hans, sem sigurinn
gefur.
Vini mínum sendi ég kærar
kveðjur og þakkir fyrir liðnu árin
og alla vinsemdina við mig og
heimabyggðina, og einnig allir
heima. Fylgi honum friður Guðs og
góður hugur góðra manna.
Guðmundur Bernharðsson
fráÁstúni.
ísfirðingar gerðu sér glaðan dag á 200 ára afmæli sínu 18. ágúst, eins og fleiri.
Hátíðarhöldin fóru fram á Silfurtorgi þar sem 1.000 til 1.200 manns skemmtu sér hið besta í blíðskapar-
veðri. Stærsta útigrillveisla sem haldin hefur verið á ísafirði var síðdegis. 10 íjallalambaskrokkar voru
grillaðir í heilu lagi og 1.500 pylsur. Nokkrir tugir lítra af appelsínusafa voru drukknir með. Um kvöldið
skemmtu svo skemmtikraftar á torginu og að því loknu var flugeldasýning og dans stiginn að henni lokinni.
Ljósmynd/Gfsli Úlfarsson
Um kvöldið var margt til skemmtunar. Hér er það M.í.-kvartettinn sem lætur bæjarbúa njóta söng-
hæfileika sinna, en kvartettinn skipa f.v. Heimir Jónatansson, Hjalti Karlsson, Baldur Hreinsson og
Steinþór Kristjánsson.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Ótti við dauðann
Ég hef fram að þessu lifað áhyggjulausu lífi. En aldur-
inn færist yfir mig og ég óttast dauðann meira og
meira. Hvernig get ég sigrast á þessum ótta?
Dauðinn er veruleiki sem enginn fær umflúið. Það er hörmulegt
hversu við mennirnir notum langan tíma til alls konar undirbúnings,
t.d. undir framtíðarstarf - og eyðum þó kannski ekki einu sinni fimm
mínútum til að búa okkur undir mestu örlagastund okkar, er við
deyjum. Við skjótum okkur undan því að hugsa um þetta í alvöru.
Það er því gleðiefni að þú gerir þér grein fyrir þeirri staðreynd að
þú átt líka að standa frammi fyrir dauðanum.
Þú hefur fulla ástæðu til að óttast dauðann. En taktu nú vel eft-
ir. Dauðinn er ekki endalokin, segir Biblían, heldur upphaf algjörlega
nýrrar tilveru. Biblían kennir að allir menn munu halda áfram að
lifa eftir dauðann. Við verðum ekkert spurðir um það. (Því er það,
að sjálfsmorð leysir í rauninni engan vanda.) Allt er undir því kom-
ið hvar við munum vera í eilífðinni. Annað hvort verðum við að eilífu
hjá Guði eða í glötun fjarlæg Guði, ein og yfírgefin.
Helvíti er veruleiki, og gildir einu þótt fólk hlægi að því eða noti
það sem blótsyrði. Biblían segir að þar sé „glötun" (Matt. 7,13),
„eldur“ (Matt. 13,50), „myrkrið fyrir utan“ (Matt. 22,13). Öll um-
mæli Biblíunnar um þetta hníga í þá átt að þar sé hræðilegt að
vera. Enginn ritningarstaður gefur neitt annað í skyn.
En í fagnaðarerindinu segir, að þú getir frelsast og öðlast vissu
um það að þú sért á leið til himins. Bam Guðs er ákvarðað til að fara
til himins. Þú getur orðið barn Guðs fyrir trú á Jesúm Krist. Þú átt
skilið vítisvist vegna synda þinna, en Jesús Kristur tók á sig refsing-
una sem þú hefur unnið til, þegar hann dó á krossinum. „Því að
Kristur leið líka einu sinni fyrir syndir, réttlátur fyrir rangláta, til
þess að hann gæti leitt oss til Guðs“ (1. Pét. 3,18).
Settu nú allt traust á hann, að hann sé drottinn þinn og frelsari.
Bjóð honum að koma inn í líf þitt, og þú munt frelsast. Hann þráir
að þú komir til sín. Hann hefur gert allt sem unnt er til að ryðja
þér braut, ekki aðeins til þess að þú verðir hólpinn einhvem tíma í
framtíðinni, heldur til þess að þú getir öðlast nýtt líf nú þegar.
„Hver sem ákallar nafnið drottins mun hólpinn verða“ (Róm. 10,13).
O O O O O
ící$f-
rsííd®^ a
.. f et að
*?£*»***
, k vW<"d/'a9 Bet» h'V , etu ¥®31
SVJW®S
3íuð''etV^
\e9at
oa&íi
Siðumúla32 Sími 38000
V