Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 61

Morgunblaðið - 09.09.1986, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 61 Minning: Guðrún Pálína Þorleifsdóttir Fædd 1. maí 1890 Dáin 19. ágúst 1986 „Dáin.“ Þetta stutta orð fær mann alltaf til þess að staldra við og hugsa jafnvel þótt það snerti ekki okkar nánustu vini. Það setur hroll að mörgum þar sem skuggar vantrúarinnar byrgja alla sólarsýn. Þeir sem eiga lifandi trú og eilífa von vita að þá fyrst er lífíð að byrja þegar komið er heim í himin Guðs og allar sorgir og þjáningar þessa lífs að baki. Getur þó nokkur maður sagt að hann sé algjörlega kvíða- laus þegar hann stendur frammi fyrir því óræða, jafnvel þótt hann eigi bjargfasta trú og viti að þetta stutta jarðneska líf er aðeins inn- gangur að öðru miklu fegurra og betra? Hvaða tilgangi þjónar jarðneska lífíð ef allt er búið þegar því iýkur? Ég kem ekki auga á hann. Það fylgir söknuður þegar vinir manns hverfa. Við verðum aldrei nema Guðrún Sveins- dóttir — Minning Fædd 27. maí 1901 Dáin 21. ágúst 1986 Ég fyllist sárum söknuði og trega er ég frétti lát vinkonu minnar Guðrúnar Sveinsdóttur tónlistar- kennara. Minningamar streyma fram. Æviágrip hennar hefur þegar verið rakið en ég ætla að minnast hennar með nokkrum fátæklegum kveðju- orðum. Sem unglingur byijaði ég í söng- og spilatímum hjá henni. Það var ekki aðeins kennsla í tónlist heldur einnig uppeldisleg áhrif sem ég fékk í veganesti. Hún var sér- lega lagin við að setja ljóðrænan íslenskan texta saman við erlend þjóðlög. Eftir nokkurra ára hlé tók- um við svo þráðinn upp aftur með þetta tómstundagaman mitt. Sendi hún þá dóttur minni yndisleg bama- lög sem hún hafði mjög gaman af. Hún var sannur mannvinur sem færði allt til betri vegar, var uppörv- andi og skapið var einstaklega ljúft og milt. Við höfðum rætt saman um eilífðarmálin og ég vissi að hún óttaðist ekki dauðann. Blessuð sé minning hennar. Vinkona menn, örlítil peð á taflborði lífsins. Aldrei mun ég gleyma því sem virt- ur og þekktur maður sagði eitt sinn við mig. „Emm við ekki öll peð í hendi Almættisins?" Ég minnist þessa oft þegar ég stend frammi fyrir því óhjákvæmilega. Það er gott að láta Guðs hönd leiða sig og taka við stjórninni þegar við emm úrræðalaus. Þessar hugleið- ingar em ekki nýtilkomnar. Þær spretta upp eins og lindir þegar dauðinn ber að dymm og vinir hverfa af sjónarsviðinu, þar sem vinátta og þakklæti hefur þróast um árabil. Nú þegar við kveðjum sæmdar- konuna Guðrúnu Þorleifsdóttur, sem hefur lokið lífsgöngu sinni 96 ára gömul, er mér þakklæti efst í huga fyrir líf hennar og starf sem hún vann í kærleika og fórnarlund. Hún fann frið og öryggi í trúnni. Hún átti alltaf sína bamatrú, en nú á síðari ámm var hún virkur þátttakandi í samfélagi trúaðra eft- ir að hún gekk í Hvítasunnusöfnuð- inn, þar sem hún naut sín í ríkum mæli. Lengi fram eftir ævi var Guðrún heilsugóð og dvaldi þá á heimili Ólafar dóttur sinnar og tengdasonar, Sigurðar Þormar, sem gerðu allt til þess að henni gæti liðið vel. Þá var líka litla heimasæt- an, Sigríður Björk, ömmu sinni til mikillar ánægju. Éftir að Guðrún fór að Hrafnistu í Hafnarfirði mátti segja að þau bæm hana á höndum sér og fáir vom þeir dagar að Ólöf dóttir hennar heimsækti hana ekki. Oft um helgar tóku þau hana heim, henni til mikillar ánægju. Mættu margir taka það sér til fyrirmynd- ar, þegar svo er komið fyrir hinum öldruðu að þeir verða að yfirgefa heimili sín og dvelja þar sem hægt er að fá hæfilega aðstoð til að- hlynningar. Guðrún Pálína Þorleifsdóttir fæddist 1. maí 1890 á Holtum í Hornafirði, dóttir Þorleifs Pálssonar bónda og Hallbem Bjömsdóttur ljósmóður. Var hún næstelst 7 systkina. Þegar Guðrún var 14 ára dmkknaði faðir hennar í Homa- fjarðarfljóti. Gekk Hallbera þá með sjöunda bamið. Ari síðar dó móðir- in frá barnahópnum, en vegna vinsælda foreldranna vom ná- grannarnir boðnir og búnir til þess að taka bömin í fóstur. Guðrún fluttist að Stapa með yngsta systk- inið sem var drengur og gekk hún honum í móðurstað þótt ung væri. Hún minntist oft á það við mig hversu sorgin hefði verið sár bæði eftir lát foreldranna og einnig að þurfa að sundra heimilinu og sjá á eftir börnunum sitt í hvetja áttina. Ekki þýddi að deiia við dómarann, og bót var þó í máli að systkinin fóm til góðs fólks, sem annaðist þau af kærleika og umhyggju. Um tvítugsaldur fór Guðrún til Reykjavíkur en drengurinn varð eftir á Stapa. Hún réðst fyrst í vist til Thors Jensen og átti þar góðu að mæta. Fór brátt orð af verk- byggni hennar og myndarskap, og keppst var um að fá hana til starfa á góðum og efnuðum heimilum. Þetta varð henni góður hússtjómar- skóli, og kom það sér vel fyrir seinni tímann. Víða liggja vegamót. Það var í Hrísey sem hún mætti verðandi eig- inmanni, Asgeiri Eggertssyni skipstjóra frá Húsavík. Allir sem til þekktu vom sammála um að bæði hefðu orðið heppin, enda mannkostafólk. Þau gengu í hjóna- band árið 1930 og settust að á Húsavík. Einn dreng einguðust þau, en hann dó í fæðingunni. Þá var það að þau tóku litla stúlku og gerðu að kjörbami sínu, Ólöfu, sem fyrr er getið. Á Húsavík bjuggu þau í áratugi eða þar til Olöf dóttir þeirra giftist Helga syni mínum, sem þá var byijaður á læknanámi sínu. Eins og oft vill bera við skildu leiðir ungu hjónanna, en drengimir þeirra tveir, Ásgeir Rúnar og Valdi- mar, ólust upp hjá móður sinni og foreldrum hennar. Tóku þau mikinn og góðan þátt í uppeldi þeirra, og mikill var söknuðurinn þegar Ás- geir afí þeirra andaðist 14. febrúar 1965, 6 ámm eftir flutninginn suð- ur. Kærleikur Guðrúnar til drengj- anna var takmarkalaus, það má segja að hún lifði fyrir þá og fannst ekkert of gott þeim til handa, enda trega þeir hana mjög, en em þó um leið þakklátir fyrir að hún er laus úr viðjum hrörnunar og þján- inga. Oft lögðu þeir leið sína í heimsókn til hennar á Hrafnistu og varð hún alltaf jafn glöð við komu þeirra, og þá ekki síst þegar Valdi- mar hafði með sér í för litla soninn Helga Má. Þá fannst manni eins og ánægja hennar og gleði væri fullkomin. Það er þakkarefni þegar gamalt fólk fær lausn frá þessu lífi þegar ekkert er eftir af þrekinu og starfsgetunni. Dagsverk Guðrúnar var orðið mikið og farsælt. Hún var virðuleg kona og hafði höfðings- lund, sem kom fram bæði í gestrisni og fómfýsi. Við vinir hennar þökk- um fyrir elskuleg kynni frá fyrstu fundum. Nú er hún komin heim í himin Guðs, sem ætti að vera tak- mark okkar allra mannanna barna. Blessuð sé minning hennar. Filippía Krístjánsdóttir Blómastofa Fríöfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við ðli tilefni. Gjafavörur. Sigur í sjónmáli hjá Kasparov Skák Margeir Pétursson SIGUR heimsmeistarans Kasp- arovs virðist vís i fjórtándu einvígisskák hans við Anatoly Karpov, sem fór í bið í Leningrad í gær. Sigri Kasparov, þá er for- skot hans orðið tveir vinningar, 8-6, og mjög ósennilegt að Karpov nái að brúa það bil. Skák- in í gærkvöldi var æsispennandi, staðan bauð upp á færí á báða bóga. En í 29. leik lék Karpov mjög óvarlegum hróksleik og þá náði Kasparov samstundis öflugu frumkvæði. Eftir mikil uppskipti varð niðurstaðan sú að Kasparov átti unnið endatafl. í biðstöðunni hefur Kasparov riddara og fimm peð og Karpov biskup og fimm peð, en það er aðeins tímaspurs- mál hvenær eitt af peðum Karpovs fellur og þá ætti Kasp- arov, í skjóli liðsmunar og betri vigstöðu, að takast að knýja fram sigur. í einvigjum þeirra Kasparovs og Karpovs hefur það gefíð bezta raun á hvítt að helja leikinn með drottn- ingarpeðinu og það kom því nokkuð á óvart að Kasparov skyldi hefja fjórtándu skákina með því að leika kóngspeðinu fram um tvo reiti, 1. e2-e4. Karpov beitti ekki rússnesku vöminni, sem gafst þó ágætlega í sjöundu skákinni, en gaf kost á spænska leiknum. Upp kom afar skemmtilegt og flókið miðtafl þar sem Karpov virtist mega vel við una. í 20. leik þvingaði hann fram stöðu þar sem hann hafði biskupa- parið og fómaði jafnframt peði. Eftir töluverða umhugsun afþakk- aði heimsmeistarinn peðsfómina og kaus í staðinn að þreifa fyrir sér á kóngsvæng. Vopnaviðskiptum þar lauk með því að Kasparov lét bisk- up af hendi fyrir riddara, en fékk í staðinn öflugt valdað frípeð á miðborðinu. Staðan sem þá var komin upp var afskaplega vandmetin, Karpov hafði biskupapar gegn riddarapari, en yfirleitt eru tveir langdrægir biskupar taldir öflugri en skref- stuttir en lúmskir riddarar. Staðan var það lokuð að biskupamir fengu ekki notið sín sem skyldi og líklega hefur Karpov ofmetið stöðu sína, hann blés til sóknar þegar rétt hefði verið að styrkja vamimar. Það var ekki að sökum að spyija, Kasparov þvingaði fram hagstæð uppskipti og í endataflinu kemst Karpov ekki hjá því að tapa mikilvægu frípeði. Sovézkir sérfræðingar á einvíginu virðast sammála því mati mínu að staða Kasparovs sé unnin, en tóku þó ekki eins djúpt í árinni. „Hann hefur mjög góða vinningsmögu- leika,“ sagði Evrópumeistari ungl- inga, Alexander Khalifman, og stórmeistarinn Eduard Gufeld tók í sama streng. David Bronstein, sem gerði 12-12 jafntefli við Botvinnik í heimsmeistaraeinvígi árið 1951, vildi þó ekki alveg afskrifa Karpov: „Hann gæti átt einhveija möguleika á jafntefli," lét sú gamla kempa hafa eftir sér. 14. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 Karpov hefur löngum haft mikið dálæti á þessu afbrigði og hefur fjórum sinnum teflt það gegn Kasp- arov og þá haldið jöfnu. Hann tapaði þó með því gegn landa sínum Sokolov í Bugojno í vor, en þá varð framhaldið 12. Bc2 Rb8 13. a4 c5 14. d5 o.s.frv. 12. a4 h6 13. Bc2 exd4 Karpov velur nú mun hvassari leið en í 9. skák einvígisins 1985. Þá lék hann 13. — Rb8 14. Bd3 c6. 14. cxd4 Rb4 15. Bbl c5 16. d5 Rd7 17. Ha3 c4 Þessu var fyrst leikið í skák sovézku stórmeistaranna Sokolovs og Psakhis 1985. Þar varð fram- haldið 18. Rd4 Re5 19. axb5 Db6! 20. R2f3 Rbd3 og nú lagði Sokolov út í vafasama skiptamunarfórn og lék 21. Be3?! Kasparov breytir strax út af: 18. axb5 axb5 19. Rd4 Hxa3!T Karpov kemur sér undan því að láta reyna á sóknarfæri hvíts á kóngsvæng. Eftir 19. — Re5 20. Hg3 Rcd3 21. Rf5 er komin upp afskaplega tvísýn staða og það er skiljanlegt að Karpov hafí ekki vilj- að hleypa drottningarhrók hvíts í sóknina. 20. bxa3 Rd3 21. Bxd3 cxd3 22. Bb2! Vafalaust betra en 22. Rxb5 Da5, því svartur þarf alls ekki að óttast 23. a4 Rc5 24. Rc4 Da6. 22. Da5 23. Rf5 Re5 24. Bxe5 dxe5 Auðvitað ekki 24,— Hxe5 25. Rf3. Nú fær hvítur öflugt valdað frípeð, en svartur virðist samt hafa komist vel frá uppskiptunum, því lína hefur opnast fyrir biskupinn á f8. Það er hins vegar stór galli á svörtu stöð- unni að hinn svarti biskupinn er áhrifalaus og það tekst Karpov ekki að lagfæra. 25. Rb3 Db6 Það lá auðvitað ekkert á með að taka peðið á a3. 26. Dxd3 Ha8 27. Hcl g6 28. Re3 Bxa3 29. Hal! Með biskupaparið og frípeð á b5 er svarta staðan meira fyrir augað og nú uggir Karpov ekki að sér. Nú hefði hann átt að hindra næsta leik hvíts og leika 29. — h5. Þá væru möguleikar teflendanna líklega svipaðir í þessari vandmetnu stöðu. Mig grunar að fleiri meistar- ar myndu kjósa að hafa svörtu stöðuna, þó ekki væri nema fyrir tröllatrú margra kennslubókahöf- unda á mátt biskupaparsins. Ha4? 30. Rg4! Bf8 31. Hcl Dd6? Eftir þennan slæma afleik verður svörtu stöðunni ekki bjargað. Skárri var hinn óvirki leikur 31. — Bg7. Nú hefur Karpov líklega vænst þess að Kasparov tæki peðið á b5 og það er vissulega freistandi. Hvítur virðist t.d. eygja glæsilegan sóknar- sigur eftir 32. Dxb5 Hb4 33. De8! Hxb3 34. Rxh6+ Kg7 35. Dxf7+ Kxh6 36. Hc7. Kasparov þarf þó ekki á slíkum fínheitum að halda, hann á einfalda og öfluga leið: 32. Rc5! Hc4 33. Hxc4 bxc4 34. Rxb7 cxd3 35. Rxd6 Bxd6 36. Kfl! Kg7 37. f3 f5 38. Rf2 d2 39. Ke2 Bb4 40. Rd3 Bc3. í þessari stöðu fór skákin í bið og Kasparov lék biðleik. Svo sem sjá má er svarta peðið á d2 dauð- ans matur og svartur getur ekki náð fullnægjandi mótspili með kóngnum. Valdaða frípeðið á d5, sem Kasparov á framyfír svart, hlýtur síðan óumflýjanlega að tryggja honum sigur. Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.