Morgunblaðið - 09.09.1986, Side 67

Morgunblaðið - 09.09.1986, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 1986 67 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 691100 KL. 11-12 FRÁMÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. . Davíð fær þijár störnur Gestur hringdi: „Mikið hefur verið rætt og ritað um hátíðahöldin í tilefni af af- mæli Reykjavíkurborgar. Það er ekki að furða því þetta var stór- sögulegur atburður. Mér virðist allir vera sammála um það að hátíðin hafi farið vel og virðulega fram og verið vel stjómað og vel undirbúin af borgarstjóm Reykjavíkur. Höfðingi borgarstjómar er Davíð Odsson; hann á áreiðanlega a.m.k. þijár stjömur; alúð, dáð og drengskap." Reiðhjól í óskilum Kona í Spóahólum hringdi: „I ^ölbýlishúsinu sem ég bý í hefur nú í nokkra mánuði verið reiðhjól í óskiium. Þetta er silfur- grátt Kalkoff-drengjahjól, þriggja gíra og virðist nýlegt. Ef einhver saknar svona reiðhjóis getur hannn hringt í mig f síma 76791." Bannað að halda hjóna- ball Ein reið skrifan „Nú er mælirinn fullur. Er hægt að banna fólki að halda lok- uð böll í sinni heimabyggð? Þannig er mál með vexti að á Hellissandi er hjónaklúbbur og okkur í klúbbnum langaði að halda lokað ball á föstudegi og sóttum því um leyfi. Þá fengum við þau svör að við fengjum ekki að halda ball á föstudeginum því það væri unglingadansleikur í Grundarfirði á laugardeginum. Ef okkur langaði svona mikið á ball gætum við bara farið þangað. En þessir stórlaxar sem hér ráða ríkjum verða að gera sér grein fyrir því að fólk sem er yfir 25 ára og í sambúð fer ekki á böli sem fýrst og fremst eru ætluð unglingum, þó svo þau heiti „al- mennir dansleikir". Þessir menn ættu að reyna að setja sig í okkar spor, ég get ekki ímyndað mér að þeir myndu vilja sækja svona unglingadansleiki. Þessu óréttlæti sem við erum beitt mætti líkja við það að ráða- menn í Reykjavík létu loka öllum skemmtistöðum borgarinnar nema einum og segðu svo, „inn fara 300 manns, hinir geta setið heima." Hveriir ffáfu blóm? Emilía Baldursdottir hringdi: „A afmæli Reykjavíkurborgar, 18. ágúst, kl. 8:00 um morgun- inn, átti maðurinn minn leið um Austurstræti og fékk þá gefins fallegan blómvönd. Verið var að dreifa blómvöndum til fólks úr bfl og langar mig að vita vita hvaða aðilar eða félagasamtök stóðu að þessari blómagjöf því ég hefði viljað þakka þeim." Ógeðfelld barnasaga Soffía hringdi: „Mig langar til að bera fram kvörtun yfir bamasögunni sem lesin er í útvarpinu um þessar mundir og nefnist „Hús 60 feðra". Þetta er hörmuleg saga um stríð og blóðsúthellingar og mér finnst að nú þegar vetur er að ganga í garð og stærsti hlustendahópur- inn er yngstu bömin sem ekki eru byijuð í skóla, væri betur viðeig- andi að velja eitthvað við þeirra hæfi. Sagan er að vísu prýðilega vel lesin, en að mínu mati full æsandi og óhugnanleg fyrir yngstu hlustenduma." Glataðar stærð- fræðibækur Ragnar hringdi: „Þriðjudaginn 26. ágúst gleymdi ég plastpoka með stærð- fraeðibókum og ritföngum í strætisvagni. Nánar tiltekið leið 11. Ég hef reynt að hafa upp á þessu en ekki tekist og þætti nú vænt um ef sá sem hefur fundið þetta og ekki getað komið því til skila, hafi samband við mig í síma: 687267." Vöðlur gleymdust við Kleifarvatn Ómar Aronsson hringdi: „Ég var að taka til í veiðidótinu mínu og uppgötvaði þá að vöðl- umar vantaði. Líkast til hafa þær orðið eftir við Kleifarvatn þar sem ég var að veiða í ágúst sl. við norðanvert vatnið. Þetta em svo- kallaðar smokkvöðlur, mjúkar með engum hæl, brúnar að lit. Ef einhver sem hefur verið á ferð þama hefur hirt vöðlumar er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 82165 á daginn eða 68729 á kvöldin." Fótbolti og gullur Þór Sigurðsson hringdi: „Ég var um daginn beðinn að siá og snyrta grasblett í Vestur- bænum. Bletturinn hafði ekki verið sleginn í nokkrar vikur og þegar búið var að slá kom f ljós karlmanns gullúr og vandaður fótbolti. Þessir hlutir gætu sem fyrr segir hafa legið þama í nokk- um tíma og ef einhver saknar þeirra getur hann hringt í mig í síma 32767." VISA VIKUNNAR Steingrímur Hermannsson snuprar Pál Pétursson á SUF-þingi: „Kannski er ekki tek- Íð allt of mikið marká orðumPáls“ Ekki gaf hann orðum kraft „edrú„ var á balli, sagt þó vildi hafa haft haltu kjafti Palli. Hákur. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til - eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstu- daga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fýrir- spumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimil- isföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuð- borgarsvseðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum. . j, HOLME komm með gaard Nú erum við OF COPENHAGEN SkólavörAustíg 6y sími 13469 Sölutækni I___________________________________ Þetta námskeið hefur átt miklum vinsældum að fagna, en tiigangur þess er að veita þátttakendum innsýn i heim sölu- og samskiptatækninnar. Þátttakendur fá einnig þjáífun I sölumennsku og lýsingu á íslenska fyrirtækjamarkaönum. Efni:_______________________________ • islenskt markaðsumhverfi. • Uppbygging og mótun sölustefnu. • Vöruþróun, æviskeiö vöru o. fl. • Uppbygging sölubréfa. • Vai á markhópum. • Starfsaðferðir sölufólks. • Samskipti og framkoma. • Söluhræðsla. • Markaósrannsóknir og áætlanageró. Leióbeinandi: Haukur Haraldsson, sölu- og markaósráðgjafi._ Námskeiðið hentar sérstaklega sölufólki / söludeildum heildverslana, iðnfyrirtækja, tryggingafélaga, ferða- skrifstofa og annarra þjónustufyrirtækja, einnig sölu- fólki sem vinnur aö sölu á hráefni og þjónustu til fyrir- tækja og stofnana. Tími: 15.-17. september. kl. 14.00—18.00 aó Ananaustum 15. Stjórnunarfétag islands ÚTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓLIÍSLANDS Ánanaustum 15 ■ 101 Reykjavlk -&91 -621063 ■ Tlx2085

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.