Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 Eftir Elisabeth Dunn Jenny SeagTove í hlutverki Emmu Hart í sjónvarpsþátt- unum Kjarnakona, sem gerðir voru eftir bók Bar- bara Taylor Bradford „A Woman of Substance“. ónum eintaka, og verið er að vinna bæði aðra og þriðju bók þína fyrir sjónvarp, og útgefandi þinn hefur látið þau orð falla um fjórðu bók þína að hún sé „snilldarverk", getur þú stöku sinnum leyft þér að láta til þín taka. Nýjasta bókin, „Act of Will", er Barböru Taylor Bradford sérlega hjartfólgin. „Ég grét allan tímann sem ég var að skrifa hana," segir hún. „Ég skrifaði bókina í táraflóöi. Hún er sú bóka minna sem ég var fljótust að skrifa, í henni er minnst af aukaatriðum, og hún er persónulegasta bókin mín. Með henni er ég að hylla móður mína." Áður en við beinum talinu að móður henn- ar skýrir frá Bradford mér frá því að þegar væri tryggð sala á 250.000 eintökum nýju bókarinnar í frumútgáfu í Bandaríkjunum, en þar hafa útdrættir úr bókinni veriö birtir í tímaritinum Ladies’ Home Journal og Cosmopolitan, hún hefur verið valin Bók mánaðarins, og er nú til sölu i um 1.400 bókaverzlunum um allt Bretland. En bezt af öllu, þá kom bókin út í Bretlandi 12. júní, sem var fæðingardagur föður hennar. Þar sem bókin fjallar að mestu um hjónaband foreldra hennar, varþetta einkar viðeigandi. „Ég fékk hugmyndina að þessari sögu vorið 1981. Foreldrar mínir voru háaldraðir og veikburða, og mér varð skyndilega Ijóst hve hjónaband þeirra var sérstætt. Ég var vön að líkja þvi við tenniskeppni vegna þess að þau voru sífellt að skiptast á skoðunum, fram og aftur. Ég sagði eitt sinn við móður mína: „Þið voruð ýmist að úthúða hvort öðru eða fallast í faðma." Og mér varð Ijóst að þau elskuöu hvort annað innilega. Jafn- vel þá, þegar hún var á áttræöisaldri, varð hún afbrýðisöm ef einhver önnur kona brosti til hans. Hann lést 81 árs að aldri árið 1981, og móðir min andaðist fimm vikum síðar." Ef dæma má af bókinni var móðir Bar- böru Taylor Bradford (sem hét réttu nafni Freda, en í bókinni Audra) viðkvæm kona af góðum ættum sem missti ættartengsl sín og arf vegna þykkjufullra skyldmenna, en var staöráðin að lifa lífi sínu með sæmd. Hún lærði hjúkrun í Fever Hospital í bænum Ripon í Yorkshire, og gerðist síðan barn- fóstra. Frú Bradford minnist þess að þegar hún fyrir tveimur árum var að árita bækur í verzlun einni í Leeds hafi einn af þessum fyrrum skjólstæðingum móður hennar verið í biðröðinni, maður á sjötugsaldri sem leiddi barnabarn sitt. „Hann sagði: „Ó, vina mín, Freda hefði verið hreykin af þér." Faðir hennar, Winston Taylor, var hávax- inn, glæsilegur, græneygður, og það verður að játast, nokkuö óheflaður, en hreinasta Yorkshire-gersemi. Reyndar var hann með tréfót, sem var framlag hans til sigurs í fyrri heimsstyrjöldinni, en þar sem frú Bradford hafði þegar haft særðan hermann í einu aðalhlutverkinu í fyrstu bók sinni, „Kjarna- konu", fannst henni það óþarfa endurtekn- ing að láta hetjuna i „Act of Will" vera það Barbara Taylor Bradford rithöfundur. einnig. Þess í stað hafa ýmis önnur atriði ýmist verið ýkt eða úr þeim dregið eftir því hvernig þau féllu í söguþráöinn, þótt í megin- atriðum sé þetta saga Taylor-ættarinnar. Sögupersónan Christina er nánast Barbara Taylor Bradford sjálf þótt hún neiti að nafn- greina kvænta þingmanninn sem Christina lendir i brennandi ástarsambandi við. Barbara var eina barn Taylor-hjónanna. „Pabbi var skrifstofumaður hjá byggingarfyr- irtæki. Hann hefði orðið góður bókari, en þá kom kreppan og fyrirtækið hætti rekstri svo hann missti vinnuna. Móðir mín hóf þá á ný hjúkrunarstörf til að vinna fyrir okkur.” Barbara litla ólst upp við að skrifa sögur. Þegar hún var 12 ára seldi hún Children’s Magazine fyrstu söguna sína fyrir l'h skild- ing og fór beint í Woolworth’s-búöina og keypti grænan vasa handa mömmu. Hann kom í leitirnar þegar Barbara var að fara í gegnum persónulega muni móður sinnar að henni látinni, en var þá sprunginn. Hún fleygði honum, en bernskuvinkona hennar frá Leeds, Margery Clark, hirti vasann. „Þetta er frægur vasi," sagði hún og geym- ir hann enn í dag. Þegar Barbara var 14 ára var henni gefin notuð ritvél, og „svo fór ég á Yorkshire Even- ing Post þegar ég var 16 ára”. Hún þyrjaði þar sem nýliði við kvennasíöuna, en eftir tveggja ára starf var hún oröin ritstjóri sið- unnar, og þegar hún var tvítug bauðst henni starf við tímaritiö Woman’s Own i London. Hún var komin hátt á þrítugsaldur þegar hún hitti Bob Bradford. Þá hafði hún hætt störfum sem tízkuritstjóri hjá Woman’s Own og vann sjálfstætt að blaðaskrifum. Bradford var bandariskur kvikmyndaframleiðandi og kom til að færa henni kveöjur frá sameigin- legum vini þeirra i Bandaríkjunum. Það varð ást við fyrstu sýn. Rétt eins og hjá móður hennar. Þau voru gefin saman á aðfangadag jóla 1963. Það var hjónabandiö sem færði henni velgengni, segir frú Bradford, en ekki auður- inn sem síöar fylgdi. „Bob hefur alltaf haft góðar tekjur og hann hefur alltaf kunnað að fjárfesta. Þar að auki hafði ég sjálf góðar tekjur.” Hún hélt því áfram eftir að hún flutt- ist til New York með nýja eiginmanninum. Hún gerðist þar dálkahöfundur og birtust skrif hennar í mörgum blöðum auk þess sem hún byrjaöi á fjórum skáldsögum sem allar leritu í pappirskörfunni hjá henni. Svo liðu rúm tíu ár þar til hún ákvað með sjálfri sér að ef hún ætlaði einhverntíma að skrifa skáldsögu væri eins gott að fara að byrja. „Þarna var ég í svitakófi í New York og hugsaði sem svo: „Mig langar til að skrifa um Yorkshire. Mig langar að skrifa um dug- andi konu sem er eignalaus en brýzt áfram og verður kjarnakona. Svo datt mér í hug: „Bíðum nú við. Þetta væri nokkuð góður tit- ill." Mig langaði til að skrifa um ættar-stór- veldi, fjölskyldusögu um konu sem byggði upp stórveldi á viðskiptasviöinu, en fannst það einhvern veginn ekki nógu áhrifamikiö. Barbara Taylor Bradford hlaut strax stóra vinninginn með sinni fyrstu bók „Kjarnakona*1 (AWoman of Substance), saga ullariðnað- arins í Yorkshire á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar seldist í 12 milljónum eintaka á 22 tungumálum fram að því að gerðir voru eftir bókinni framhaldsþættir fyrir sjón- varp. Nýjasta bók hennar, „Act ofWill“, sem er jafn- framt fjórða bók skáldkon- unnar, virðist ætla að ná sömu vinsældum og þær fyrri. Augu Barböru Taylor Bradford, — voru þau blá, eða voru þau grá? — leiftruðu. Það glitraöi á demantinn í hringnum á hægri hönd hennar þegar hún renndi fingrunum gegnum silfurleitt hárið sem liðaðist niður að kraganum á vel sniðnum sportjakka henn- ar. Um stundarsakir var hún orðlaus. Það var ekkert i enskri tungu, þessum miðli sem hún annars beitir af svo mikilli snilli, til að lýsa bræði hennar. Einhver í upptökuverinu hafði verið að klúðra oröum hennar. Það skal tekiö strax fram að frú Bradford er alls ekki vön því að vera með uppsteyt. Við venju- legar aðstæður er hún með afbrigðum róleg og þolinmóð. En hún hafði aldrei áður sam- ið sjónvarpshandrit; hún hafði enga reynslu í að starfa með kvikmyndatökumönnum, og oftast sættist hún við skoðanir samstarfs- manna sinna. En þarna hafði veriö of langt gengið. Allur kraftur hafði verið dreginn úr einu atriðinu, þar sem myndin átti að risa hvað hæst, að því er henni fannst. „Elskan mín,” sagði Don Sharp, sem stjórnar mynda- tökunni, og tók um axlir hennar, „þetta verður allt í lagi. Ég lofa þér þvi." Það hlyti svo að fara, er það ekki? Ef þú hefur skrifað skáldsöguna („Hold the Dream", sem er framhald af „A Woman of Substance" eða „Kjarnakonu"), unnið kvik- myndahandritið eftir henni, og eiginmaður þinn er framleiðandi myndarinnar, er óliklegt að skoðanir þínar verði ekki teknar til greina. Og ef fyrsta skáldsaga þín seldist í 12 millj- Ur örbirgð í allsnægtir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.