Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.09.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1986 B 21 Þá datt mér í hug að láta söguna gerast fyrr á öldinni, og fjórum dögum síðar hafði ég hugsaö mér allan söguþráðinn. Ég skrifaöi svo 192 blaðsíðna drög að sögunni og Doubleday-útgáfufélagið keypti útgáfurétt- inn. Þá sagði ég við sjálfa mig: „Guð minn góður, hvað hef ég nú gert? Hvernig var Leeds árið 1904? Og af hverju er fataiðnað- ur þar? Og af hverju er ullariönaður þar?" Svo ég flýtti mér heim í fimm vikna ferð, skoðaöi öll stórfyrirtækin og 'alaöi við frænda og frænkur. Svo fór ég til London og las allt sem ég gat um fyrri heimsstyrjöld- ina á þremur dögum, og hálfu öðru ári síðar hafði ég lokið við bókina." Þegar svona stendur á er ekki lítils virði að vera gift manni í kvikmyndaiönaðinum. Bob Bradford vildi ekki sjálfur gera kvikmynd um „Kjarnakonu", þar sem hann taldi það geta valdið vandræð- um á heimilinu, en hann sá til þess að enginn keypti kvikmyndaréttin og drægi svo að taka myndina. Margir kvikmyndaleikstjór- ar, þeirra á meðal Otto Preminger, sem nú er látinn, komu til tals, en valið var erfitt. Lee Langley var álitin hæfust til að semja handritið, og hún hafði vit á þvi að taka flest samtölin beint úr bókinni og láta söguþráð- inn haldast." Það gekk ekki svona auðveldlega þegar kom að því að semja handrit eftir bókinni „Hold The Dream". Til að byrja með þá var Barbara hætt að reykja. Hún hafði, eins og faðir hennar, alla tíð verið ánetjuð tóbaksjurt- inni. En hún sá að sér þegar maöurinn hennar benti henni á að sennilega væri hún að drepa hundinn sinn, sem svaf undir skrif- borðinu hennar, þegar hún var að vinna og aðallega í rúminu hennar, þegar hún var ekki að vinna. Svo var það handritið. Þrír handritahöfundar fengu að spreyta sig, en ekkert handritanna þótti nothæft. Að lokum neyddist Bradford til aö biðja konu sina að skrifa sjálfa handritið aðeins mánuði áður en myndataka hófst. Bradford-hjónin eiga íbúð á 47. hæð há- hýsis með útsýni yfir Austur-á (East River). Þau eiga engan bíl, ekkert sveitasetur og þau slá ekki mikið um sig. Barbara bendir á að hún eigi aðeins einn minkapels, nokkra látlausa skartgripi sem séu tengdir sérstök- um endurminningum. Eins og glitrandi páfagauksnælan sem hún keypti þegar hún lauk við „Act of Will" til að minnast þess þegar foreldrar hennar hittust í fyrsta sinn „Ég fékk hugmyndina að þessari sögu vorið 1981. Foreldrar mínir voru háaldraðir og veikburða, og mér varð skyndilega Ijóst hve hjóna- band þeirra var sérstætt. Ég var vön að líkja því við tenniskeppni vegna þess að þau voru sífellt að skiptast á skoðunum, fram og aftur. Ég sagði eitt sinn við móður mína: „Þið voruð ýmist að úthúða hvort öðru eða fallast ífaðma.“ og fóru í gæludýrabúð til að kaupa sel- skapspáfagauk. Jú, hún viðurkennir að þau hafi alls ekki endilega þurft að hreinsa allt úr íbúöinni áður en þau fluttu inn. Það var ekki nauösynlegt að leggja marmara á gólf- in, eða klæða stofuveggina með gul-bleiku leðri og speglum frá gólfi til lofts. Allar millj- ónirnar virðast ekki hafa valdið frú Bradford neinum sálarraunum: „Ég á mann sem vill að ég sé nákvæmlega það sem ég er. Hon- um finnst það dásamlegt að ég skuli skrifa og vera ánægð. Hann er mjög hreykinn af mér. Ég spilli honum. Ef hann vill fá kvöld- verðinn klukkan átta, borðum við klukkan -átta. Skyrturnar hans eru eins og hann vill hafa þær. Ekki vegna þess að ég þvoi þær. Við höfum ráðskonu, og við höfum einnig þvottakonu eins og er, en hún er að hætta. Það væri kjánalegt að bera á móti því að ég eigi mikla peninga, og ég vildi bara að foreldrar mínir væru lifandi og gætu notið þess. Það bezta við það er til dæmis að ég gæti keypt mér þrjá silkikjóla frá Louis Fer- aud á leið í vinnuna. Bob finnst ekki hann eiga í neinni samkeppni við mig. Við erum félagar við gerð allra myndanna, svo hann hefur góðar tekjur af þeim, en hann hefur alltaf haft góðar tekjur. Ef umboðsmaðurinn minn hringir og segir, „þeir vilja borga tvær milljónir dollara fyrir nýja bók," þá svarar Bob: „Það er ekki nóg. Hún er meira virði." Hann hefur stjórnað allri kynningu á mér, og varið tíma sínum, orku og fjármunum í því skyni. Hann hefur hjálpað til að gera mig að stjörnu..! 3 Vestfrost FRYSTIKlSrUR DÖNSKgœóavara VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- legar á hagstæðu veröi. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuðu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiðjurnar i Esbjerg er ein af stærstu verksmiðjum sinnar tegundar á Norðurlöndum. 201 Itr kr. 22.549,- 271 Itr kr. 24.716,- 396 Itr kr. 28.024,- 506 Itr kr. 32.692,- LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DYPT |Cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖST pr SÓLARHRING |kg 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr. SÓLARHRING kWh 1,2 1,4 1,6 1,9 SJÁLFSTÆÐIR VINN FRA UHÓPAR: MLEIÐNI OG GÆÐAAURNING Námskeiöið kynnir hvernig unnt er aó bæta framleiöni, gæói og heildarárangur fyrirtækis með þvi aö koma á fót sjálfstæóum vinnuhópum. Kennslan fer fram bæði í formi fyrirlestra og verkefna ( þeim tilgangi aó gefa þátttakendum innsýn í gagnsemi sjálfstæöra vinnuhópa. Efni: Skilgreining á sjálfstæöum vinnuhópum. Mismunandi vinnukerfi. Tæknilegar æfingar — „Hollow Squares". Mótun og val í samstarfshópa. Skipulegt aóhald. Stofnun vinnuhópa. Hvar eru vinnuhópar hagkvæmir. Sjálfstæöir vinnuhópar á skrifstofum. Árangur, kostnaður og framtíó sjálfstæöra vinnuhópa. Þátttakendur: Námskeiðiö er ætlað ráögjöfum og stjórnendum fyrirtækja sem bæta vilja framleiðni og gæöi I fyrirtæki sínu meö auknu sjálfstæöi starfsmanna þess. Leiðbeinandi: Stuart Winby, en hann er aðstoöarframkvæmdastjóri ráógjafadeildar American Productivity Center. Stuart Winby stundaði sálfræðinám við San Jose State University og Stanford háskólann I Kalifornlu og lauk einnig námi frá Columbia háskólanum I stjórnunarfræðum. Hann hefur unnió sem ráðgjafi við mörg fyrirtæki s. s. Kaiser Aluminum & Chemical Corporation, ITT, General Foods Corp., Amoco Oil Corp., Rauða Kross samtökin I Bandarikjunum, Hafnaryfirvöldin i New York/New Jersey og Lockheed flugvélaverk- smiójurnar. Stuart Winby hefur einnig setið I nefndum um framleiðslumál á vegum Hvíta hússins. Námskeiðiö fer fram á ensku. Timi og staöun 1. október, kl. 08.30—16.00 á Hótel Loftleiðum. Námseiningan 0,6. Stjórnunarfélag islands Ánanauslum 15 • S'tmi: 6210 66

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.