Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
Eins og kunnugt er lokuðu verk-
fallsverðir BSRB Háskólanum eftir
að háskólarektor hafði opnað dyr
skólans er húsverðir voru í verk-
falli. í dómi Hæstaréttar segir að
hvorki hafi ákvæði laga um kjara-
samninga BSRB né ákvæði laga
um stéttarfélög og vinnudeilur eða
aðrar réttarreglur staðið í vegi fyr-
ir því að rektor Háskóla Islands
væri heimilt að opna hús háskólans
svo að fullnægt yrði þar lögbund-
inni starfrækslu enda þótt hafið
væri allsherjarverkfall BSRB. Þá
segir að ágreiningslaust sé að
kennsluna hafi kennarar utan
BSRB átt að inna af hendi. „Að-
gerðir á vegum stefnda til að koma
í veg fyrir aðgang nemenda og
kennara að húsakynnum háskólans
og hindra þannig lögboðna kennslu,
voru því ólögmætar. Ber stefndi af
þeim sökum fébótaábyrgð á því
tjóni, er áfrýjandi varð fyrir," segir
í dómnum.
Einnig kemur fram að Háskólinn
telur tjón sitt nema 314.609 krón-
um, sem er, auk launatengdra
gjalda, sú fjárhæð, er hann þurfti
að greiða stundakennurum sam-
kvæmt samningum fyrir þær
kennslustundir er niður féllu dag-
ana 4.-9. október 1984 vegna
hinna ólögmætu aðgerða á vegum
BSRB. Þessi fjárhæð hefur ekki
sætt reikningslegum andmælum af
hálfu BSRB og var samtökunum
Kjarvalsstaðir:
45 til 50 þús-
und gestir á
sögusýningu
UM 45 til 50 þúsund manns sóttu
sýninguna „Reykjavík í 200 ár-
svipmyndir mannlifs og byggða“,
sem lauk um helgina.
Að sögn Stefáns Halldórssonar
starfsmanns á Kjarvalsstöðum var
skólafólki boðið á sýninguna sem
stóð í 6 vikur. „Aðsóknin var mjög
góð og margir komu oftar en einu
sinni. Allir sem stóðu að sýningunni
eiga hrós skilið," sagði Stefán.
því gert að greiða þessa upphæð
með dómvöxtum frá 1. nóvember
1984 til greiðsludags auk máls-
kostnaðar fyrir héraði og fyrir
Hæstarétti samtals 130 þúsund kr.
Þeir fimm hæstaréttardómarar
sem dæmdu í þessu máli voru allir
sammála um sekt BSRB, en tveir
þeirra skiluðu sératkvæði þar sem
þeir töldu að hæfilegar bætur vegna
tjóns Háskólans væru 157.304,50
krónur, eða helmingur þeirrar fjár-
hæðar sem Háskólinn krafðist.
Frá slysstað við Stekkjarbakka í gærkvöldi.
Morgunblaðið/Júlíus.
Fernt á slysadeild eftir árekstur
HARÐUR árekstur varð á mótum Stekkjarbakka
og Álfabakka í Breiðholti um klukkan 21.30 i
gærkvöldi. Þrir bílar lentu þar saman með þeim
afleiðingum að ökumenn tveggja þeirra og far-
þegar úr sitt hvorri voru flutt á slysadeild.
Meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg.
Slysið vildi til með þeim hætti að jeppabifreið var
ekið norður Stekkjarbakka í veg fyrir fólksbíl, sem
var á leið vestur Alfabakka. Stöðvunarskylda var á
jeppann, sem ökumaður kvaðst hafa sést yfir vegna
slæms skyggnis. Við áreksturinn köstuðust báðir
bílamir á kyrrstæða bifreið sem beið við gatnamót-
in. Ökumaður kyrrstæða bíslins slapp ómeiddur, en
ökumenn hinna beggja, svo og tvær konur sem vom
farþegar í þeim voru flutt á slysadeild. Bílamir tveir
skemmdust mikið og vom fluttir burt með kranabíl,
en litlar skemmdir urðu á kyrrstæða bílnum.
Síldarverksmiðjur ríkisins:
Fresta gildistöku nýrra
sýnatökureglna um viku
Sjómenn áformuðu að setja ríkis-
verksmiðjurnar út í kuldann
STJÓRN Síldarverksmiðja ríkisins ákvað á fundi sinum í gær að
fresta gildistöku nýrra reglna um sýnatöku á loðnu um eina viku.
Mikil óánægja hefur verið meðal loðnusjómanna um hinar nýju regl-
ur, sem komu til framkvæmda í byrjun siðustu viku. í mótmælaskyni
neituðu sjómenn að landa loðnu á Siglufirði og í Reykjavík og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins var einnig áformað að setja
ríkisverksmiðjumar á Raufarhöfn og Seyðisfirði út i kuldann.
Stjóm Síldarverksmiðja ríkisins
fundaði um málið í gær og var nið-
urstaða fundarins sú, að rétt væri
að fresta gildistöku nýju sýnatöku-
reglanna um eina viku. Ætlunin er
að nota þessa viku til að ræða við
fulltrúa sjómanna um stöðu mála,
þar sem báðir aðilar skýri sín við-
horf og menn freisti þess að komast
að sameiginlegri niðurstöðu um
lausn mála. Á þessari viku verða
sýni tekin bæði með gömlu og nýju
aðferðinni, það er við lúgu um borð
og við vigtina. Að viku liðinni verð-
ur síðan tekin endanleg ákvörðun
um hvaða aðferð verður notuð við
sýnatökuna. Þá var ákveðið á fund-
inum að gera sjávarútvegsráðherra
og ríkisstjóminni grein fyrir rekstr-
arstöðu verksmiðjanna.
„Við viljum ná samkomulagi við
sjómenn um þetta mál og ræða við
þá í rólegheitunum áður en frekari
ákvörðun verður tekin“, sagði Helgi
Laxdal, fulltrúi Farmanna- og fiski-
mannasamdands íslands í stjóm SR
að loknum fundinum í gær. Helgi
sagði að borist hefði bréf undirritað
af 28 áhöfnum í loðnuflotanum þar
sem gerð er grein fyrir hversu mikla
tekjurýmun hinar nýju sýnatöku-
reglur hefðu í för með sér fyrir
sjómenn, og hefði afrit af bréfinu
verið sent sjávarútvegsráðherra.
„Það má því segja að viðbrögð sjó-
manna séu skiljanleg og eðlileg
krafa þeirra um að menn reyni einn-
ig að skoða aðra þætti í rekstri
verksmiðjanna með spamað og ha-
græðingu fyrir augum", sagði
Helgi.
Loðnusjómenn ákváðu um helg-
ina að neita að landa á Siglufirði
og í Reylqavík í kjölfar þessarar
deilu. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins voru einnig uppi áform
um að sniðganga ríkisverksmiðjum-
ar á Raufarhöfn og Seyðisfirði.
Raunar eru fullyrðingar þess eðlis
að finna í forsíðuviðtali við Lárus
Grímsson, skipstjóra á Hilmi II, í
tímaritinu „Fiskifréttir", sem út
kom síðastliðinn föstudag. Þar er
haft eftir Lárusi að til hafi staðið
að setja ríkisverksmiðjumar út í
kuldann enda muni sjómenn „aldrei
sætta sig við aðferðir SR“, eins og
Lárus orðar það.
Hvalvertíðinni lokið:
Ekki tókst að fylla
langreyðakvótann
HVALVERTÍÐINNI er nú lokið
og veiddust alls 117 hvalir, 76
langreyðar og 40 steypireyðar.
Ekki tókst að fylla langreyða-
kvótann, sem eru 80 hvalir, þar
sem langreyðurin er nú að mestu
Póstur- og sími 80 ára:
Tækni- og sögusýning sím-
ans í gamla Sjálfstæðishúsinu
TÆKNI- og sögusýning í tilefni
af 80 ára afmæli pósts- og síma
var opnuð í gamla Sjálfstæðis-
húsinu við Austurvöll í gær.
Sýningin stendur til mánudags-
ins 6. október.
Á sýngunni eru sýndar ýmsar
tækninýjungar í símamálum, auk
þess sem saga símans er rekin í
máli og myndum. Þar kennir
ýmissa grasa, t.d. er til sýnis elsta
símsíööir. á Isiar.ái, sem tekin var
í notkun á Seyðisfirði árið 1906.
Ólafur Tómasson, póst- og
símamálastjóri flutti ávarp við
opnun sýningarinnar í gær og
einnig Matthías Bjamason, sam-
gönguráðherra. Sýningin verður
opin almenningi alla daga fram á
MorRunblaðið/Ámi Sæberg
Jóhann Gretar Einarsson stöðvarstjóri sýnir forsætisráðherra
og fieiri gestum gömlu símstöðina á Seyðisfirði.
mánudag frá kl. 16 til 20. Að-
gangur er ókeypis.
Jóhann Hjálmarsson, blaðafull-
trúi Pósts- og síma, sagði að þess
væri minnst á ýmsan máta að 80
ár eru liðin frá því að símasam-
band var fyrst tekið upp á íslandi.
Auk sýningarinnar í gamla Sjálf-
stæðishúsinu, verður gefin út bók
um sögu símans, „Söguþræðir
sem Heimir Þorleifsson,
sagnfræðingur tók saman. Einnig
hefur verið gerð kvikmynd um
póst- og símaþjónustu, sem Vald-
imar Leifsson tók og loks verður
gefinn út bæklingur um símaþjón-
ustu, sem ber heitið „Lífæð við
heiminn" og fæst hann ókeypis á
öllum póst- og símstöðvum.
farin af miðunum og of skugg-
sýnt er orðið til veiða, að sögn
Kristjáns Loftssonar, forstjóra
Hvals hf.
„Þegar best áraði í sumar og
nóttin var björt, vorum við beðnir
að liggja í Reykjavíkurhöfn, en þar
er lítið um hval,“ sagði Kristján í
samtali við Morgunblaðið í gær, en
að hans áliti hafði stöðvun hval-
veiða í sumar nokkur áhrif á að
ekki tókst að veiða upp í allan lang-
reyðakvótann. Einnig setti þoka á
miðunum í lok júní og byijun júlí
strik í reikninginn.
„Við hófum veiðamar einni viku
síðar en áætlað var og þurftum að
stöðva þær tveimur vikum fyrr en
ráðgert var í júlílok. Við ætluðum
að veiða langreyðamar þar til um
miðjan ágúst, meðan bjart er að
nóttu til, en sandreyðurin kemur
yfirleitt ekki á miðin fyrr en seinni
hluta águstmánaðar, eða í byrjun
september. Nú er skammdegið orð-
ið það mikið að blástramir sjást
ekki nógu vel, og einnig er orðið
fremur lítið um þessa hvalategund
á þessum tíma árs,“ sagði Krislján.
Hann sagðist eiga von á því að
það hvalkjöt, sem selt verður er-
lendis, færi að mestu til Japans og
sagðist Kristján ekki vita til þess
að sala þess yrði erfiðleikum háð.
Hins vegar yrði tíminn að leiða í
ljós hvemig gengi að koma út þeim
hluta afurðanna, sem selja verður
innanlands.
Hæstiréttur:
um ólögmætar
Aðgerðir BSRB
gegn Háskólan-
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Bandalag starfsmanna ríkis og bæja
,til að greiða Háskóla íslands 314.609 krónur og málskostnað vegna
ólögmætra aðgerða sem BSRB stóð fyrir við Háskólann í verkfalli
sínu haustið 1984.