Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður
„Mjög alvarlega ásakanir
á Hjálparstofnunarinnar“
Menntamálaráðherrar Norðurlanda undimta samkomulagið í
Reykjavík í gœr.
Stefnt að sameiginlegum
vinnumarkaði fyrir kennara
RÍKISSTJÓRNIR Norðurland-
anna hafa sameinast nm að gera
fagkennurum í grunnskólum og
menntaskólum mögulegt að
vinna í skólum á öðrum Norðurl-
öndum jafnt og í eigin heimal-
andi. Menntamálaráðherrar
Norðurlandanna undirrituðu
samkomulagið í gær á fundi
sínum í Reykjavík.
Samkomulagið er til komið vegna
þess að stefnt er að sameiginlegum
vinnumarkaði kennara á Norðurl-
öndunum, en síðan 1982 hefur slíkt
samkomulag verið í gildi hvað varð-
ar almenna kennara. Samkomulag-
ið tekur gildi eftir mánuð.
JÓHANNA Sigurðardóttir al-
þingismaður fór sl. laugardag
fram á það við Jón Helgason
dóms- og kirkjumálaráðherra að
hann hlutaðist til um að rannsókn
fari fram á meintum ásökunum
á starfsemi Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Jón Helgason hefur
svarað þingmenninum á þann
veg að eðlilegast sé að hún beini
tilmælum sínum tíl ríkissaksókn-
ara, og segir Jóhanna þessi svör
ráðherrans út í hött.
Jóhanna var í gær spurð hvort
þessi beiðni hennar byggðist á ein-
hveiju öðru en grein sem birtist í
síðasta tölublaði Helgarpóstsins:
„Nei, ég hef ekkert fleira í höndun-
um, en þessa grein Helgarpóstsins.
Þetta eru náttúrlega mjög alvarleg-
ar ásakanir sem þama koma fram,
á starfsemi Hjálparstofnunarinn-
VEÐUR
í DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurslofa islands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 i gaer)
VEÐURHORFURIDAG:
YFIRUT á hádegi í gœr. Um 800 km vestsuðvestur af Reykjanesi
er 974 millibara víðáttumikil lægð sem hreyfist í norðnorðaustur.
SPÁ: Suðvestlæg átt og víða strekkingsvindur. Skúrir verða um
sunnan- og vestanvert landiö en þurrt að kalla noröaustanlands.
Með kvöldinu snýst vindur meira í vestur.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
MIÐVIKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Norðan- og síöan norðvest-
anátt og kalt í veðri. Skýjað verður og víða skúrir eða slydduél um
norðanvert landið. Suðvestanlands verða smá skúrir en líklega
þurrt og bjart á suður- og suðausturlandi.
TAKN:
Heiðskírt
a Léttskýjað
a Hátfskýjað
, Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
f r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * / # Slydda
r * r
* -* *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
y Skúrir
V Él
= Þoka
= Þokumóða
», » Súid
OO Mistur
—|. Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UMHEIM
kl. 12.00 í aær að ísl. tíma
hhi veóur
Akureyri 9 alskýjað
Reykjavik 9 rigning
Bergen 11 skýfaó
Helsinki 10 skúr
ian Mayen 3 snjóél
Kaupmannah. 17 skýjað
Narsaarssuaq 3 hetósktrt
Nuuk 2 Mttskýjað
Ostó 1B skýjað
Stokkhólmur 15 hálfskýjað
Þórshðfn vantar
Algarve 26 Mttskýjað
Amsterdam 19 Mttskýjað
Aþena 26 akýjað
Barceiona 23 skýjaðV
Beriín 17 mistur
CMcago 24 alskýjað
Glasgow 15 súld
Feneyjar 22 hetóskirt
Frankfurt 19 Mttskýjað
Hamborg 16 súld
Las Palmas 26 Mttskýjað
London 15 mlstur
Los Angeles 13 helðskírt
Lúxemborg 17 Mttskýjað
Madrfd 20 Mttskýjað
Malaga 26 Mttskýjað
Mallorca 17 rignlng
Miaml 29 skýjað
Montreal 13 súld
Nice 24 Mttskýjað
NewYork 19 alskýjað
Paris 16 þokumóða
Róm 24 skýjað
Vin 19 Mttskýjað
Washington 21 atskýjað .
Winnipeg 11 skúr
ar,“ sagði Jóhanna, „og það hefur
komið í ljós að Hjálparstofnunin er
mér sammála um að rétt sé að óvil-
hallir aðilar rannsaki þetta mál.
Tilgangur minn með þessari beiðni
er fyrst og fremst að reyna að
tryggja áfram þann trunað sem ríkt
hefur á milli fólksins og Hjálpar-
stofnunarinnar."
Jóhanna var spurð hvort hún teldi
að skrif eins og þau sem birtust í
Helgarpóstinum, um Hjálparstofn-
unina, gætu stofnað hjálparstarfínu
í hættu: „Ég hef ekki nokkra trú á
öðru, en þeir aðilar, sem láta svo
alvarlegar ásakanir frá sér fara,
hljóti að hafa eitthvað fyrir sér í
þessu máli. Sjálf hef ég ekki lagt
nokkurt einasta mat á þessar ásak-
anir,“ sagði Jóhanna.
Dóms-og kirkjumálaráðherra
svaraði Jóhönnu á þann veg í gær,
að óljóst væri, hvaða rannsókn hún
væri að meina. Ef hún væri að
meina opinbera rannsókn, þá væri
eðlilegra fyrir hana að vísa málinu
til ríkissaksóknara. í annan stað
vísaði ráðherra til beiðni Hjálpar-
stofnunar kirlqunnar, og sagðist
hafa sent þá beiðni til umsagnar
Ríkisendurskoðunar.
Jóhanna sagðist telja svar dóms-
og kirkjumálaráðherra út +i hött.
Kvaðst hún telja að það væri um
mjög óeðlilega málsferð að ræða,
ef hún snéri sér til ríkissaksóknara.
„Ég hef ekki lagt mat á þær ásak-
anir sem fram hafa komið," sagði
Jóhanna, „en þegar leitað er til
ríkissaksóknara þá er það fyrst og
fremst vegna gruns ásaknæmu at-
hæfí og broti á refsilöggjöfínni.
Þess vegna eru þessar ábendingar
hjá kirkjumálaráðherra alveg út f
hött, og raunar furðulegt að dóms-
málaráðherra setji þær fram við
slíkar aðstæður."
Jóhanna kvaðst draga í efa að
um óvilhalla rannsókn yrði að ræða,
ef að farið yrði að tilmælum Hjálp-
arstofnunarinnar um að fela
Ríkisednurskoðun þá rannsókn.
„Hjálparstofnun vill láta rannsaka
bókhald stofnunarinnar fyrir árin
1984 og 1985. Það hlýtur að vakna
sú spuming hvort eðlilegt sé að
þeir sem ásakanimar beinast að,
fái að ráða ferðinni," sagði Jó-
hanna, „í fyrsta lagi um það hver
rannsaki málið og í annan stað til
hvaða tímabils rannsóknin eigi að
ná.“
Jóhanna kvaðst ekki eiga ann-
arra kosta völ en taka málið upp á
vettvangi Alþingis, ef hún yrði ekki
sátt við þá niðurstöðu sem dóms-
málaráðherra kæmist að.
Athugasemd vegna
fréttar í DY
MORGUNBLAÐINU barst í gær
svohljóðandi athugasemd frá
Erling Aspelund stjómarform-
anni Hjálparstofnunar kirkjunn-
„Yfír þvera forsíðu DV í dag er
haft eftir mér að stjóm Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar hafí staðið í
þeirri trú að Ríkisendurskoðun fari
yfír bókhald stofnunarinnar. Rit-
sfjóri DV hefur staðfest að vegna
misskilnings þess er samdi fyrir-
sögn þessa, á gmndvelli viðtals sem
annar blaðamaður hafði við mig,
hafí þessi alranga staðhæfíng birst.
I viðtalinu er rætt um árítaða
áreikninga, að þeir hafi verið send-
ir Ríkisendurskoðun, en aldrei talað
um bókhald, enda ekki í verkahring
Ríkisendurskoðunar, heldur löggilts
endurskoðenda. Því er alrangt, að
stjómin hafi nokkum tíma staðið í
þeirri trú að bókhaldið hafi farið í
Ríkisendurskoðun, heldur er hér átt
við staðfestan ársreikning. Sama
misskilnings virðist hafa gætt í
fréttum sjónvarps í gær, þar sem í
umræðunum um reikninga stofnun-
arinnar leggi menn tvíþættan
skilning í það orð. Þ.e. staðfestan
ársreikning annars vegar og allt
bókhaldið hins vegar. Ég vil því
rækilega undirstrika að þegar
stoftiunin ræðir um reikninga sína
er hátt við staðfestan ársreikning,
ekki bókhaldið í heild.
Ég harma að frétt þessi skuli
hafa valdið misskilningi og hugsan-
lega varpað skugga á ummæli
framkvæmdastjóra stofnunarinnar
og ítreka fyrir yfírlýsingu um fullt
traust til hans og hans verka.
Sjálfstæðisflokkurinn á Austurlandi:
Ákveðið að efna
til prófkjörs
AÐALFUNDUR lgördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins á Austur-
landi var haldinn i Valaskjálf
dagana 26. og 27. september sl.
Þar var tekin ákvörðun um að
efnt skyldi til prófkjörs fyrir
næstu alþingiskosningar.
Ákveðið var að próflg'örið skuli
fara fram helgina 31./október og
1. nóvember nk. Framboðsfrestur
til prófkjörsins er til 10. október. Á
aðalfundinum var kosin sérstök pró-
kjörsnefnd, sem starfar með stjóm
kjördæmisráðs.
Þingmennimir Sverrir Her-
mansnson og Egill Jónsson lýstu
því báðir yfír á fundinum að þeir
myndu taka þátt I prófkjörinu. Þá
var Albert Kemp endurkosinn form-
aður kjördæmisráðs Sjáflstæðis-
flokksins á Austurlandi.
Haustmót Sjálfstæðisfélaganna á
Austurlandi var svo haldið f Vala-
skjálf sl. laugardagskvöld og var
ágætlega mætt til mótsins. Aðal-
ræðumaður kvöldsins var Halldór
Blöndal, alþingismaður og að sögn
viðstaddra, var mikil stemmning
ríkjandi á mótinu, sem fór í alla
staði vel fram.
Albert