Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
Þyrnirós
| á er gangverk samfélagsins tek-
ið að skrölta á ný en hvað er
að frétta af helgardagskrá ríkisfjöl-
miðlanna?
Helgarmyndimar
Þeir sjónvarpsmenn brydduðu upp
á þeirri nýbreytni um síðustu helgi
að sýna sjónvarpsmynd í tveimur
hlutum, á föstudags- og laugardags-
kveld. Nefndist myndin A heitu
sumri, bandarísk að ætt og uppruna
og sniðin eftir sögu Williams Paulkn-
er. Ég hafði gaman af þessari mynd
þótt síðarí hlutinn væri æði reifara-
kenndur. Finnst mér vel koma til
greina að hafa svipaðan hátt á í
framtíðinni svona annað veifið en í
guðs lifandi bænum sleppiði þriðja
flokks gamanmyndum á borð við
Laumufarþega þeirra Marx-bræðra.
Nú harðnar senn á dalnum hjá
ríkissjónvarpinu og þá verða menn á
þeim bæ að endurskoða kvik-
myndavalið. Ég fæ ekki séð að sú
stefna að hirða ruslið úr kvikmynda-
pökkunum og læða því saman við
góðgætið gangi öllu lengur. Annars
verður spennandi að fylgjast með
dagskrár rásar 1 og bera hana saman
við dagskrá ríkissjónvarpsins. Eink-
um verður samkeppnin hörð á
kvikmyndasviðinu.
Þó er náttúrulega ekki gott að spá
fyrir um hvemig þessi mál þróast því
eins og Ellert B. Schram ritstjóri DV
bendir á í ágætri grein helgarblaðsins
er hann nefnir Bannsett frelsið þá
er æðsta yfirvald ríkisútvarpsins/
sjónvarps útvarpsráðið blessaða til
ails víst eða eins og Ellert kemst að
orði í greininni: Stundum kom það
fyrir að hugrakkir útvarpsráðsmenn
sem skildu ekki tilverustig sitt í þess-
um staðfesta heimi, gerðu tillögur
um lengingu dagskrár, vildu til að
mynda útvarpa fram yfír miðnætti
eða sýna fleiri bíómyndir um helgar
eða þá setja upp svæðisútvarp tii hlið-
ar við útvarp Reykjavík. Þeir vom
umsvifalaust skotnir í kaf af biyn-
vörðu heimavamarliði sem sá hættur
og hindranir í hverju fótmáli. Venju-
legast vom róttækar breytingartillög-
ur afgreiddar með einföldu svari. —
Ríkisútvarpið hefur ekki efni á að
lengja dagskrána ... Nú hafa risið
upp nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðv-
ar sem þjóðin leyfir sér að hlusta á
og ég heyrði það um daginn að
Ríkisútvarpið hefði ákveðið að færa
til fréttimar f sjónvarpinu. Ætlaði
líka að byija fyrr og hætta seinna.
Og hvað heyrði ég meira? Að nú
væri meiningin að útvarpa á rásinni
allan sólarhringinn!
Vikuskammtur
í Vikuskammti Einars Sigurðsson-
ar, útvarpsstjóra Bylgjunnar, sem er
að finna í sunndagsdagskránni milli
11.00 og 12.30 var einmitt rætt um
fyrirhugaðar dagskrárbreytingar
ríkisútvarpsins sem hafa náttúmlega
orðið til vegna þess að „bansett frels-
ið“ hreyfði við Þymirósinni f út-
varpsráði. í símatíma er Einar efndi
til sögðu lesendur álit sitt á fréttum
liðinnar viku. Að sjálfsögðu bar
ríkisútvarpið á góma. Þannig lýsti
einn hlustandi yfir óánægju með að
sjónvarpsfréttir ríkissjónvarpsins og
rásar 2 hlypu á skjáinn á sama tíma.
Þá hringdi útivinnandi húsmóðir er
kvaðst óánægð með að sjónvarps-
fréttir hæfust klukkan 19.30 en ekki
tuttugu því hún væri einfaldlega ekki
búin að ganga frá eftir matinn fyrr
en að verða átta á kvöldin. Þá hríngdu
tveir hlustendur og lýstu furðu sinni
á því að fréttir á táknmáli færðust
nú svo iangt fram að þær tengdust
á engan hátt aðalfréttatfmanum og
stakk svo einn hlustandi upp á þvf
að innlendir þættir á borð við Stiklur
yrðu textaðir. Ég vona að yfirmenn
ljósvakaflölmiðlanna íhugi vendilega
þessar ábendingar hiustenda.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Kimmi
vatns-
fælni
■■■■ í kvöid verður
91 30 annar lestur á
“ A smásögunni
„Tvenns konar andlit
Kimma vatnsfælna“ eftir
brasilíska höfundin Jorge
Amado. Hann fæddist árið
1912 og er þekktur fyrir
ljóðrænan og myndríkan
stíl á sögum sínum. Amado
er upprunninn í norðaust-
urhluta Brasilíu og hefur
skrifað margt um það hér-
að og fátæktina þar í borg
og sveit. Þaðan er einnig
sprottin sagan um Kimma
vatnsfælna.
Ein bók þessa höfundar
hefur verið gefín út á
íslensku. Það er bókin Ást-
in og dauðinn við hafið,
sem gefin var út 1957.
Það er Sigurður Hjartar-
son sem hefur þýtt og les
söguna um Kimma vatns-
fælna.
Sjónvarpið
20 ára
^■■R Rfkissjónvarpið
91 05 er tuttugu ára í
dag, þriðjudag-
inn 30. september. Af því
tilefni verður á dagskrá
sérstakur liður í kvöld er
nefiiist „Gegnum tíðina". í
þættinum verður brugðið
upp brotum úr dagskrár-
efni sem flutt hefur verið
á þessu tímabili og litast
verður um bak við tjöldin
á Laugavegi 176. Á mynd-
inni sjáum við þá séra
Sigvalda og Hjálmar tudda
í leikritinu Manni og konu.
Umsjón með þættinum hef-
ur Andrés Indriðason.
Vilborg Halldórsdóttir
Bylgjan:
Stoneskvöld
2122
í kvöld kl. 21-23
mun Vilborg
Halldórsdóttir
ijalla um hljómsveitina
Roiling Stones á Bylgjunni.
Gestur hennar og aðalráð-
gjafi verður Ólafur Jónsson
frá Stonesvinafélaginu
(sem var stofnað 1981).
Þetta er fyrsta Stones-
kvöldið að þremur og
verður næsta Stones-kvöid
næsta þriðjudagskvöld á
sama tíma.
/2
UTVARP
...' y
dóttir, Lilja Þórisdóttir,
Helga Þ. Stephensen og
Grétar Skúlason. Jón Viðar
Jónsson leiklistarstjóri flytur
formálsorð. {Endurtekiö frá
fimmtudagskvöldi).
24.10 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
30. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir
Bæn.
7.16 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.30 Fréttir á ensku.
8.16 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund bam-
anna: „Rósalind dettur
ýmislegt í hug" eftir Christ-
ine Nöstlinger. Guðrún
Hrefna Guðmundsdóttir og
Jóhann Einarsdóttir þýddu.
Þórunn Hjartardóttir les (5).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.36 Lesið úr forystugreinum
dagblaðanna. Tónleikar.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð. Her-
mann Ragnar Stefánsson
kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Þórarinn Stefánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 (dagsins önn — Heiisu-
vernd. Umsjón: Jón Gunnar
Grétarsson.
14.00 Miödegissagan: „Ma-
hatma Gandhi og lærisvein-
ar hans" eftir Ved Mehta.
Haukur Sigurðsson les þýö-
ingu sina (24).
14.30 Tónlistarmaður vikunn-
ar — Django Reinhardt.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
16.20 Landpósturinn — Á
Vestfjarðahringnum. Um-
sjón: Finnbogi Hermanns-
son.
18.00 Fréttir. Dagskrá.
16.16 Veðurfregnir.
16.20 Síödegistónleikar
a. „Les Préludes", tónaljóð
eftir Franz Liszt. Filharm-
oníusveitin í Berlín leikur:
Herbert von Karajan stjóm-
ar.
b. Fiðlukonsert nr. 2 í
d-moll op. 22 eftir Henryk
Wieniawski. Itzhak Perlman
og Fílharmoníusveit Lund-
úna leika; Seiji Ozawa
stjómar.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpiö
Stjómendur: Vernharður
Linnet og Sigurlaug M. Jón-
asdóttir.
17.45 Torgið — Bjarni Sig-
tryggsson og Adolf H.E.
Petersen.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.46 Daglegt mál. Guðmund-
ur Sæmundsson flytur
þáttinn.
19.60 Fjölmiölarabb
Ólafur Þ. Haröarson talar.
20.00 Ekkert mál
Ása Helga Ragnarsdóttir,
Bryndís Jónsdóttir, Halldór
N. Lárusson og Sigurður
Blöndal sjá um þátt fyrir
ungt fólk.
20.40 Nornin í Ijósi sögunnar.
Annað erindi af þremur eftir
Lisu von Schmalensee.
Auöur Leifsdóttir þýðir og
les.
21.06 Periur
Ellý Vilhjálms og Lill Lind-
fors.
21.30 Útvarpssagan: „Tvenns
konar andlát Kimma vatns-
fælna" eftir Jerge Amado.
Sigurður Hjartarson les þýð-
ingu sína (2).
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.16 Veðurfregnir.
22.20 Leikrit: „Kappinn , að
vestan” eftir John M. Synge.
Þýöandi: Böðvar Guð-
mundsson. Leikstjóri:
Stefán Baldursson. Leik-
endur: Edda Heiörún
Backman, Kristján Franklín
Magnús, Erlingur Gíslason,
Karl Ágúst Úlfsson, Krist-
björg Kjeld, Jón Sigurbjöms-
son, Kjartan Bjargmunds-
son, Flosi Ólafsson, María
Sigurðardóttir, Rósa Þórs-
SJÓNVARP
17.55 Fréttaágrip á táknmáli
19.00 Afmælisboð
Endursýning.
Barnaleikrit eftir Jón Hjartar-
son með ævintýrum eftir
H.C. Andersen. Leikstjóri
Guðrún Ásmundsdóttir.
Leikendur auk leikstjóra og
höfundar: Kjartan Ragnars-
son, Soffia Jakobsdóttir,
Þorsteinn Gunnarsson og
Þórunn Siguröardóttir.
Frumsýnt í Stundinni okkar
árið 1969.
18.25 Paddington á afmæli
Bresk brúðumynd um vin-
sælan bangsa og vini hans.
Þýðandi Þrándur Thorodd-
sen. Sögumaður Margrét
Helga Jóhannsdóttir.
18.50 Auglýsingarogdagskrá
ÞRIÐJUDAGUR
30. september
Sjónvarpið 20 ára
19.00 I fullu fjöri
(Fresh Fields)
Nýr flokkur — Fyrsti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur í sex þáttum um nýjunga-
gjarna konu og eiginmann
hennar. Aöalhlutverk: Julia
Mackenzie og Anton Rod-
gers. Þættir um þessi sömu
hjónakorn voru sýndir I sjón-
varpinu sumariö 1984.
Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
19.30 Fréttir og veöur
20.00 Auglýsingar
20.10 Vitni deyr
(Death of >1 Expert Wit-
ness). Annar þáttur
Breskur framhaldsmynda-
flokkur í sex þáttum, gerður
eftir samnefndri sakamála-
sögu eftir P.D. James. Roy
Marsden leikur Adam
Dalgliesh lögregluforingja
sem grefst fyrir um morð í
rannsóknarstofnun. Þýð-
andi Kristrún Þórðardóttir.
21.05 Gegnum tíöina
Dagskrá í tilefni þess að liö-
in eru 20 ár síöan sjónvarpið
hóf útsendingar. Brugðið er
upp brotum úrdagskrárefni,
sem flutt hefur verið á
þessu tímabili, og litast
verður um bak við tjöldin í
sjónvarpshúsinu að Lauga-
vegi 176. Umsjón: Andrés
Indriðason. Stjórn upptöku:
Tage Ammendrup.
23.25 Fréttir I dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
30. september
9.00 Morgunþáttur
í umsjá Gunnlaugs Helgason-
ar, Kristjáns Sigurjónssonar
og Sigurðar Þórs Salvarsson-
ar.
Guðriður Haraldsdóttir sér um
barnaefni kl. 10.03.
12.00 Létt tónlist
13.00 Skammtað úr hnefa
Stjórnandi: Jónatan Garðars-
ÞRIÐJUDAGUR
30. september
6.00- 7.00 Tónlist í morg-
unsáriö.
Fréttir kl. 7.00.
7.00- 9.00 Á fætur með Sig-
urði G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur öll uppáhaldslögin og
ræðir við hlustendur til há-
degis.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00-14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Harðar-
dóttur. Jóhanna leikur létta
tónlist, spjallar um neyt-
16.00 Hringiðan
Þáttur í umsjá Ólafs Más
Björnssonar.
17.00 ( gegnum tiöina
Ragnheiöur Davíðsdóttir
stjórnar þætti um íslenska
dægurtónlist.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagöar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00
16.00 og 17.00.
SVÆÐISUTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæðisútvarp fyr-
ir Reykjavík og nágrenni — FM
90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr
ir Akureyri og nágrenni — FM
96,5 MHz.
endamál og stýrir flóamark-
aði kl. 13.20.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Péturspil-
ar og spjallar við hlustendur
og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00-19.00 Hallgrímur Thor-
steinsson i Reykjavík
síðdegis. Hallgrímur leikur
tónlist, lítur yfir fréttimar og
spjallar við fólk' sem kemur
við sögu.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00
19.00-20.00 Tónlist með létt-
um takti.
20.00-21.00 Vinsældalisti
Bylgjunnar. Helgi Rúnar
Óskarsson kynnir 10 vin-
sælustu lögin.
21.00-22.00 Vilborg Halldórs-
dóttir spilar og spjallar.
Vilborg sníður dagskrána
við hæfi unglinga á öllum
aldri. Tónlistin er i góðu lagi
og gestirnir lika.
23.00-24.00 Vökulok. Frétta
menn Bylgjunnar Ijúka
dagskránni með frétta
tengdu efni og Ijúfri tónlist.