Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
7
Sjálfstæðismenn á Vesturlandi:
Skoðanakönnun um
val frambjóðenda
SJALFSTÆÐISMENN á Vesturl-
andi hafa ákveðið að efna til
skoðanakönnunar um skipan
framboðslista flokksins i kjör-
dæminu fyrir næstu alþingis-
kosningar. Ákvörðun þessa efnis
var tekin á fundi kjördæmisráðs
sjálfstæðisfélaganna í Vestur-
landskjördæmi, sem haldinn var
í Borgarnesi á sunnudaginn.
Hörður Pálsson, formaður stjóm-
ar kjördæmisráðsins, sagði í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins, að
könnunin yrði framkvæmd um
mánaðarmótin október/nóvember.
Hún yrði með þeim hætti, að flokks-
félögin og fulltrúaráðin í kjördæm-
inu kysu 200 fulltrúa á sérstakan
fund, þar sem könnunin færi fram.
Á þeim fundi fengju fulltrúamir í
hendur auðan kjörseðil og væri
þeim ætlað að rita á hann nöfn fimm
manna, sem þeir vildu að fæm í
framboð fyrir flokkinn. Síðan yrði
kosið samdægurs um þá tíu menn,
sem flest atkvæði hlytu og gæfu
kost á sér. Það yrði gert með þeim
hætti, að fulltrúarnir röðuðu fram-
bjóðendum í fimm efstu sæti listans.
Sú niðurstaða yrði síðan borin und-
ir fund í kjördæmisráðinu.
Hörður sagði, að þessi aðferð við
val frambjóðenda væri nýmæli, en
hún hefði hlotið nær einróma stuðn-
ing á fundinum. Hún væri laus við
ýmsa annmarka próflqora, en væri
hins vegar mun lýðræðislegri en val
fámennrar uppstillingamefndar.
Á fundi kjördæmisráðsins var
jafnframt ákveðið, að heQa kosn-
ingastarfið þegar að skoðanakönn-
uninni lokinni. Kvað Hörður Pálsson
m.a. áform uppi um, að efna til
ráðstefna á vegum flokksins til að
ræða þau mál, sem efst væru í
baugi í kjördæminu.
Kosið í Breiðholtssókn:
Kjörsókn 55,4%
PRESTKOSNING fór fram sl.
sunnudag við Breiðholtssókn. Á
kjörskrá voru 3.132 og af þeim
greiddu atkvæði 1.737. Kjörsókn
var því 55,4%.
I kjöri voru: Gísli Jónasson, sókn-
arprestur í Vík í Mýrdal, Guðmund-
ur Karl Ágústsson, sóknarprestur í
Ólafsvík, og Guðmundur Öm Ragn-
arsson, farprestur. Kosið var í
Breiðholtsskóla. Nýr prestur tekur
við störfum af séra Lárusi Halldórs-
syni, sem verið hefur þar prestur
síðan 1972, þann 1. nóvember nk.
Atkvæði verða talin á Biskupsstofu
á fimmtudag.
Hringurinn fær gjöf
Kvenfélaginu Hringnum barst í
síðasta mánuði gjöf að upphæð
500.000 krónur frá erfingjum
Stefáns Jónssonar rithöfundar.
Peningagjöfin var gefin til minn-
ingar um hjónin Stefán Jonsson og
Önnu Arardóttur, en peningamir
munu renna í Bamaspítalasjóð
Hringsins.
Stjóm Kvenfélagsins Hringsins
þakkar af alúð þessa höfðinglegu
gjöf.
Flugleiðir:
Flogið til Stavang- (líjji KARNABÆR
m Austurstrœti 22 - Laugavegi 30 - Lauaavegi 66 -
er næsta sumar ?
Frá fréttaritara Morgunblaðsíns í Osló, Jan Erik Laureé
FLUGLEIÐIR, sem halda uppi
áætlanaflugi milli Osió og Berg-
en vonast til að geta bætt
Stavanger inn í áætlun sína
næsta sumar. Jafnframt standa
vonir til að millilent verði í Fær-
eyjum á flugleiðinni Bergen-
Island.
Steinn Lárusson, yfirmaður
Flugleiða í Noregi segir að 12 til
20 seld sæti frá Stavanger nægi til
að greiða niður kostnaðinn við milli-
lendingu þar á leiðinni til Banda-
ríkjanna. Flugleiðir fljúga til New
York, Chicago, Detroit, Baltimore
og Orlando í Florida og frá og með
18. desember n.k. verður flogið frá
Osló og Stokkhóolmi til Orlando í
Florida.
- Laugavegi 30 - Laugavegi 66 - Glæsibæ. Sími frá skiptiborði45800.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Fataval, Keflavfk - Mata Hari, Akureyri - Nfna, Akranesi - Sparta, SauAár-
króki - Adam og Eva, Vestmannaeyjum - EpliA, ísafirAi - Báran, Grindavfk
- Homabær, Höfn f HornafirAi - Undin, Sotfossi - Nesbær, NeskaupstaA -
ísbjöminn, Borgarnesi - Þórshamar, Stykkishólmi - ViAarsbúA, FáskrúAsfirAi
- Kaupfóiag Húnvetninga, Hvammstanga - Kaupfólag Rangæinga, Hvolsvelli
- Díana, ÓlafsfirAi - Skógar, EgilsstöAum - Zikk Zakk, GarAabæ.
n AMC Jeep AMC Jeep VIAMC Jeep rIAMC Jeep VIAMC Jeep n AMC
Cherokee
Wagoneer
bíll ársins
1984
IVIeö
Nú aftur
bíll ársins
sem Comance
1986
VZterkurog
k_/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
ARG
Bíll hinna vandlátu
nýja öfluga sparneytna
6 cyl. I vél
Ný léttbyggð, háþróuð 4,0 L
6 cyl. vél, byggð á áraraða
reynslu hinnarfrábæru AMC
línu vélar.
r IAMC Jeep
Aðalsmerki
4x4
Söluumboð Akureyri
Þórshamar hf. s. 22700
EGILL VILHJALMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200
77395