Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 9 SJÁLFSTÆÐISMENN! BESSÍ í 6. SÆTI Af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík er nú aðeins ein kona. Sinnum kalli tímans, kjósum BESSÍ JÓHANNSDÓTTUR í 6. sæti í prófkjörinu í Reykjavík. Aukum hlut kvenna í flokknum. Kosningaskrifstofan er í Hafnarstræti 19, sími 621514. Opið klukkan 17—21 daglega. Stuðningsmenn. Þakka velunnurum mínum er sýndu mér vel- vild á 70 ára afmœli minu 14. september sl. Sérstakar þakkir til Guðmundar Tyrjingssonar og Sigríðar Benediktsdóttur. Sigurgeir Sigurðsson, Framnesvegi 54. Ryðvarnarþ j ónusta — Lakkvernd Góð umhirða, meiri ending. Pantið tíma. Ryóvarnarskálinn hf. SIGTÚNI5-SIM119400 Sudurland Þriðjudagur 23. september 1986 Stöðugleiki eða verðbólga Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar for- ystugrein í Suðurland nýverið, sem fjallar um tvo valkosti, stöðugleika í þjóðarbúskapnum eða nýja verðbólguöldu. Þessi hugleiðing er birt í Staksteinum í dag. Góður árang- ur fyrir hendi Hér fer á eftir forystu- grein úr Suðurlandi eftir Þorstein Pálsson, for- mann Sjálfstæðisflokks- ins: „Alþingi íslendinga kemur saman i byijun októbermánaðar að venju. Þetta verður síðasta þing kjörtíniabiLs- ins. Nálægð væntanlegra Alþingiskosninga mun vafalaust setja mark sitt á störf og málflutning á Alþingi næsta vetur. Þetta þinghald mun fremur snúast um það, hvort menn vilja áfram- haldandi stöðugleika i efnahagsmálum eða ganga á vit verðbólgu- draugsins á ný, sem yrði óhjákvæmileg afleiðing af myndun vinstri stjóm- ar að kosningum loknum. Kostirnir em skýrir. Með breyttri stjórnar- stefnu og batnandi árferði hefur tekist að vinna bug á verðbólgu. Núverandi ríkisstjóm var mynduð til þess að ná þessum árangri. Þeg- ar hún tók við var óðaverðbólgan komin upp í 130%. Nú sjáum við hins vegar fram á að geta búið við nokkuð stöðugt verðlag með þeim miklu umskiptum sem það hefur í för með sér, bæði fyrir heimili og atvinnulíf. Kjami málsins er sá, að þetta ætlunar- verk hefur tekist. Fyrst og fremst vegna þess að fólkið í landinu vildi að rikisstjómin næði þess- um árangri og var tilbúið til þess að leggja nokkuð á sig til að svo mætti verða. Og í annan stað hafa batnandi viðskipta- kjör og aukin þjóðar- framleiðsla stuðlað að þvi að þetta mætti verða." Hlutur ríkis- insíþjóðar- sátt „Veigamikill þáttur i baráttunni við verðbólg- una var sú þjóðarsátt sem náðist á vinnumark- aðinum í byijun þessa árs. Ríkisvaldið tók þátt i þeirri lausn, í samræmi við tilboð sitt þar að lút- andi frá þvi í september 1984. Þáttur rikisins var fyrst og fremst í því fólg- inn, að lækka neyzlu- skatta og ýmsa skatta á atvinnufyrirtækjum. Þessi ráðstöfun hefur leitt til verulegs halla- rekstrar á ríkissjóði, en engum vafa er undirorp- ið að sú pólitíska ákvörð- un, að ganga til samninga við aðila vinnu- markaðarins með þess- um hætti, var lykillinn að þvi að þjóðarsáttin tókst. Þó að halli á rekstri rikissjóðs sé ekki æskilegur til langframa, verður í þessu tilviki að horfa til þess, að það var forsenda fyrir þvi, að við erum i dag að tala um stöðugleika í verðlags- málum en ekki nýja verðbólguholskeflu, sem skollið hefði yfir ef þjóð- arsáttin hefði ekki tek- ist“ Eini vegur- inn . . . „Ýmis teikn eru á lofti um það, að vinstri flokk- amir hyggi á myndun ríkisstjómar að loknum næstu kosningum. Reynslan hefur hins veg- ar sýnt, að slikar ríkis- stjómir hafa án nokkurra undantekninga kynnt svo undir verð- bólgunni, að efnahagslíf- ið hefur nánast veríð ein öskustó þegar þær hafa hrökklast frá. Dæmin um þetta eru of mörg til þess að nokkur maður geti trúað öðru en að sú saga endurtalti sig. Eini veg- urinn til þess að koma í veg fyrir myndun nýrrar vinstri stjómar er að styrkja stöðu Sjálfstæðis- flokksins. Ef hann kemur með aukið afl inn á Al- þingi að kosningum loknum, verður á hinn bóginn unnt að mynda ríkisstjóra sem getur haldið áfram á þeim grundvelli, sem nú hefur verið lagður.“ Afram eða aftur á bak? „Það Alþingi, sem kemur saman nú í haust, þarf að leggja þær linur sem unnið verður eftir til þess að tryggja stöð- ugleika í íslenzkum efnahagsmálum til fram- búðar, styrkja atvinnu- vegina og efla félagslega þjónustu i mennta- og heilbrígðismálum. En farí verðbólgan úr bönd- um á nýjan leik, er eins vist að hjól framfaranna stöðvist. Þá verða ekki fluttar fréttir af stöðugrí kaupmáttaraukningu, heldur kaupmáttar- skerðingu. Þá verður ekki rætt um nýjungar í atvinniimálnm, eins og t-a.m. ferðaþjónustu og fiskeldi, svo minnst sé á greinar, sem með undra- skjótum hætti hafa blómgast hér á Suðuður- landi.“ Fyrstaskref framfara- sóknar „Þó að árangurinn i baráttunni við verðbólg- una sé mikilvægur, er hann í raun og vem að- eins fyrsta skrefið til nýrrar framfarasóknar. Á þeim grundvelli er unnt að hefja umbætur, ekki einasta í atvinnulif- inu sjálfu, heldur einnig opinbera kerfinu. Fyrir liggur að byggja þarf upp nýtt tekjuöflunar- kerfi fyrir rikissjóð. Koma þarf við margs konar endurskipulagn- ingu og hagræðingu í opinberum rekstrí, og hlúa þarf að margvíslum merkilegum menningar- gróðri. Þannig telra ný verkefni við þegar önnur em að baki. En komist menn aldrei út úr víta- hring verðbólgunnar er vonlitið um að menn nái í alvöru að vinna að um- bótum á öðrum sviðum. Þegar horft er til baka yfir starfstima núver- andi ríkisstjómar, er það auðvitað ekki svo, að menn geti verið ánægðir með allt sem gerst hefur. Hitt er þó aðalatriðið, að það verkefni sem ríkis- stjómin var mynduð til þess að takast á við hefur verið leyst, og nú sltiptir öllu að þeim árangri verði eklti glutrað niður. Um það munu pólitisk átök á síðasta þingi kjörtímabilsins snúast öðm fremur.“ Volvo- þjónustuferðin 1986 Eins og undanfarin ár verða starfsmenn okkar frá varahluta- og þjónustudeild á ferð um landið og verða staddir hjá eftirtöldum umboðsaðilum sem hér segir: Þriðjudaginn 30. sept.: Bílverkst. Sigurðar og Stefáns og Bílaverkstæði ísafjarðar 10—12 og 2—4. Miðvikudaginn 1. okt.: Vélsmiðju Bolungarvíkur 10—12 og Vélsmiðjunni Þór (Penta) 3—5. Fimmtudaginn 2. okt. Vélsmiðju Tálknafjarðar 1—4. Föstudaginn 3. okt. Dalverki, Búðardal 10—12. v'£B3l>lí3 TSítamatkadutLnn Toyota Twin Cam 1985 Blásans. álfelgur Lo-profile dekk. 16 ventla vól. Meiriháttar sportbíll verð til- boð. Citroen CX 2,4 automatic 1981 Dökkgrár bíll með beinni innspýtingu. Rafm. í rúðum o.m.fl. Sérstakur bíll. Verð tilboð. Mazda 626 GLX sport 1983 Blár 2ja dyra sportbíll m/framdrifi. 5 gíra ekinn 65 þ.km. Verð 355 þús. Citroen BX 16 TRS 1985 Blásans. ekinn 28 þ.km rafm. i rúðum, litað gler o.fl. Sem nýr. Verð 480 þús. M. Benz 190 diesel 86 Einn m/öllu ekinn 86 þ. v. 950 þ. BMW 728 '81 Bíll fyrir vandláta v. 680 þ. Suzuki Fox pick-up (SJ 410) ’84 Yfirbyggður hjá R.V. V. 490 þ. Honda Civic '83 Rauður ekinn 45 þ. Subaru station 4x4 '86 Afmælistýpan ekinn 8 þ.km. Daihatsu Charade '81 Ekinn 77 þ.km v. 180 þ. Subaru station 4x4 '82 Ekinn 85 þ. km v. 280 þ. Honda Civic shuttle '86 Grásans. ekinn 12 þ. km. Suzuki Fox yfirb. '84 Ekinn 37 þ. km 5 manna v. 490 þ. Mazda 323 1,3 LX ’86 5 gíra nýr bíll. V. 370 þ. Saab 900 GL '82 Skutbíll ekinn 42 þ. km. Citroén CSA Palias '84 Hvítur útvarp + segulband. Volvo 740 GL '85 M/öllu ekinn 37 þ. km v. 720 þ. Suzuki bitabox '85 Ekinn 26 þ. v. tilboð. Fiat Uno 45 '86 Ekinn 4 þ. v. 270 þ. Honda Accord EX '85 Beinsk. m/öllu ekinn 5. þ. km v. 600 þ. Kaupendur ath. Höfum talsvert úrval góðra bíla á 12—18 mán. greiðslukjörum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.