Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 12

Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 Jörfabakki — aukaherb. Mikið standsett 110 fm íb. á 2. hæð. 3 svefnherb. í kj. er herb. með aðgangi að snyrtiherbergi. Mjög glæsileg íbúð. Verð 2,9 millj. J Sími 54511 Wk HRAUNHAMAR ■fasteignasala Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði Sölumaður: Magnús Emilsson, hs. 53274. Lögmenn: Guðmundur Kristjánsson, Hlöðver Kjartansson. «0 Ódýrt iðnaðarhúsnæði U.þ.b. 976 fm gott iðnaðarhúsnæði við Lyngás, Garðabæ. Húsnæðið er allt á jarðhæð með góðri loft- hæð, 6 innkeyrsludyr, hlaupaköttur, girt og malbikuð lóð. Getur losnað fljótlega. Verð pr. fm kr. 12.000. EKnflmiÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SIMI 27711 rfsm | SWustiórl: Svvrrir KriatinMon ' Þortwtur GuómundMon, «4101«. I Unnstoinn Bock hrl., *imi 12320 J Þóróttur Halktórsvon, lógtr. GLÆSIIEG EIGN AGOÐUM STAÐ GOTT VERÐ FRABÆRT UTSYWI Frostafold 10-12 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir sem afhendast tilbúnar undirtréverk og málningu í maí-júlí 1987. Húsið verður fullfrágengið að utan og sameign. Frábært útsýni, suður- og vestursvalir. Sérinngangur í hverja íbúð. Örstutt í alla þjónustu, þ.m.t. skóla, dagvistarheimili, verslanir, strætisvagnastöð og fl. __________________DÆMI UM VERÐ:______________________ 3ja herbergja 96 fm. kr. 2.365 þús. 4ra herbergja 124 fm. kr. 3.195 þús. 5 herbergja 137 fm. kr. 3.295 þús. FASTEIGNASALAN FJÁRFESTING HF. Tryggvagötu 26 -101 Rvk. - S: 62-20-33 Byggingarðaili: c^Steintak hf Norræmr tón- listardagar _______Tónlist Jón Ásgeirsson Það verða að teljast nokkur tíðindi þegar haldin er samnorr- æn tónlistarhátíð í Reykjavík, þar sem flutt verða yfir 50 tónverk frá öllum Norðurlöndunum, á tólf tónleikum. Flutningur verkanna er að mestu í höndum íslendinga en einnig leika með þekktir ein- leikarar eins og t.d. Christian Lindberg, básúnusnillingur og sönghópur er nefnir sig Electric Phoenix. Tónverkin eru fjöl- breytileg að gerð, sinfónísk verk, alls konar einleiksverk, söngverk og rafverk. Norrænu tónlistar- dagamir hófust með sinfóníutón- leikum, þar sem flutt voru verk eftir Kalevi Aho, Karl Aage Ras- mussen og John Speight. Fyrsta verkið var Konsert nr. 1 fyrir fíðlu og hljómsveit, eftir Kalevi Aho. Hann er fínnskur (f. 1949), lærði hjá Rautavaara og síðar hjá Boris Blacher en er nú lektor í tónvísindum við háskólann í Helsinki. Aho hlaut Sonning- verðlaunin 1974 og tónsmíða- verðlaun Hamborgar 1983. Konsertinn er tæknilega vel unn- inn og erfíður á köflum fyrir fíðluna. Einleikari var Manfred Gresbáck og var leikur hans mjög vel útfærður og var ekki annað að heyra en Gresback sé frábær fiðluleikari. Annað verkið var Fugue (Encore VIII), eftir Karl Aage Rasmussen (f. 1947). Hann lærði í Árósum og hefur starfað þar sem kennari í §ölda ára. Fúgu-verk þetta er samið upp úr Hammerklavier-sónötunni eft- ir Beethoven, hvað svo sem það á að þýða og var flutt af píanó- leikaranum Geoffrey Madge. Að því leyti til er efnisskráin ófull- nægjandi upplýsingarit fyrir tónleikagesti, að ekkert er þar að fínna um þá erlendu tónlistar- menn, er koma fram sem flytj- endur á þessu tónlistarmóti. Hvað sem þessu líður, þá var leikur Geoffreys Madges svo magnaður og allt að því „brjálæðislegur", að ekkert gerir til þó verkið sjálft sé óttalegt bull. Önnur eins spila- mennska gerir alla tónlist áhugaverða. Tónleikunum lauk svo með Sinfóníu eftir John Speight. Verk þetta hefur áður verið flutt af sinfóníuhljómsveit íslands og hvort sem það er vegna þess að hljómsveitin skilaði verkinu betur nú, eða vegna frek- ari kynna, þá hljómaði það undirrituðum mun betur en áður. Sennilega þyldi síðasti hluti verksins meiri hraða er trúlega yki á spennu þess. Einhvers stað- ar stendur að fall sé fararheill og ef svo er, þá boðar fámenni á þessum upphafstónleikum trú- lega betri tíð og hærra gengi á komandi tónleikum. Sá árekstur sem trúlega hefur haldið mörgum frá þessum tónleikum, er opnun Munch sýningarinnar, sem er sannarlega stórkostlegur við- burður. Ekki mega þó fjölmiðlar falla frá því að greina frá at- burðum, sem minni matur er í en stórviðburðum og Norrænir tónlistardagar eru ekki dags- daglegur viðburður í sögu íslenskrar tónlistar. Electric Phoenix Electric Phoenix er sönghópur frá Englandi og flytur hann söng- og munnhljóðverk sín í gegnum rafbúnað, bæði til mögnunar og í söng, á móti segulbandi. Slíkur flutningur býður upp á mikla möguleika og hefðu íslenskir sönghópar mátt koma til að læra eitt og annað um þessa tækni, því hún í sjálfu sér er ekki bund- in við neina sérstaka tónlist og mætti sjálfsagt nota hana til að lita upp föla fleti á ýmiskonar gamalli tónlist. Það sem einkum gerir slíkan tónflutning áhrifa- mikill er að hljómstyrkurinn er ótakmarkaður og samfléttun hljóða og radda getur verið marg- föld við það sem einhljóða kvartett hefur upp á að bjóða. Fyrsta verkið á þessum sérstæðu tónleikum var Mardigals eftir Wiliams Brooks. Þetta eru Qögur lög þar sem leikið er með alls konar tónmyndarfyrirbæri í bland við lagferli, sem með ýms- um hætti er unnið úr eldri lögum og jafnvel úr lagi Stefáns Foster. Hvort sem slíkur vinnumáti skal teljast frumlegur eða ekki, þá byggjast slík verk mjög á frábær- um flutningi sem í þessu tilfelli var einkar athyglisverður. Annað verkið var Auróra eftir Arne Nordheim. Norðurljóð Nordheims er á köflum feikna áhrifamikið verk og sinfónískt í gerð. Auk söngsins er unnið með segulbandi og nær Nordheim oft að laða fram feikna áhrifamikil blæbrigði og flæðandi ljósbliks tveggja „effekta". Þriðja verkið er eftir einn af söngvurum Daryl Runs- wick, einsöngsverk er var flutt af sópransöngkonunni. Verkið heitir Lady Lazaraus og er text- inn eftir skáldkonu er stundaði það sem íþrótt að fyrirfara sér sem henni um síðir heppnaðist. Þrátt fyrir að textinn sé grimmur og tónlistin leggi áherslu á ýmis hljóð er hugsanlega tengjast sjálfsmorðsathöfnum, er það í raun hlægilegt eða réttara sagt skoplegt í gerð, þó ekki sé ger- andi grín að ógæfusemi konunn- ar. For the time being var fjórða verkið og er það eftir Káre Kol- berg. Það hefst á sífelldri endurtekningu áttundartónbils, með smá innskotum annarra tóna og er þessi síbylja lituð með ýmsum munnhljóðsbreytingum. Þessi aðferð að nota í raun einn tón sem þungamiðju, er mikið notuð í tónsmíðakennslu, til að kenna margbreytileika þann sem ná má út úr eintónungi. Mið- þátturinn var á köflum frísklegur, þar sem leikið var með hrynskip- an taltónunar á mjög skemmti- legan hátt en verkinu lauk svo með áttundarleiknum, eins og í upphafí, og má segja að verkið hafí verið í klassísku a-b-a- formi. Síðasta verkið er bandarískt eftir Gerald Shapiro Aðrir tónleikar Norrænu tón- listardaganna voru helgaðir raftónlist og flutt fjögur verk af segulbandi. Segulbandið er kaldur miðill og hefur sá hemill, að ekki er um lifandi flutning að ræða, að nokkru stöðvað þróunina á þessu listsköpunarsviði. Nú hafa verið teknar í notkun tölvur til að aðstoða við flókin úrvinnsluat- riði og þá myndast enn stærra bil á milli vinnslutækninnar og upp- lifunar á hinni listrænu útkomu. Kunnátta í meðferð flókinna raf- tækja getur verið fyrir hendi, þó ekki sé til kunnátta eða nokkur þörf fyrir listræna sköpun. í með- ferð hljóðfæra er þessu að nokkru öðruvísi farið, þó sköpun sé ekki ævinlega meðvirk í hljóðfæra- námi, er samvirknin augljós, þar sem lifandi tónsköpun fer fram. Þarna er um grundvallaratriði að ræða, en spáglaðir menn telja skammt í að fundin verði leið til lifandi flutnings á margvíslegum gerðum raftónverka, hvort sem það er nú tilhlökkunarefni. Raf- verkin á þessum tónleikum gáfu nokkra hugmynd um ýmsar að- ferðir sem tónskáld hafa reynt við, en það er að nota hrein raf- hljóð, hljóðrita og vinna síðan úr hljóðunum og eins og eitt verkið á þessum tónleikum var unnið, að tengja saman hljóðvirka og og heitir Prayer for the great family. Verkið minnir á dægurlög þau sem vinsæl voru um 1950 auk þess sem leikið var með nýrri tegundir í hljómskipan og einnig að unnið var nokkuð með „ostin- ato“-aðferðum. Electric Phoenix er ágætur sönghópur, skipaður góðum söngröddum, sérstaklega kvenraddimar og bassinn, en sem hópur nýtur hann þess að flytj- endur eru góðir tónlistarmenn er kunna sitt fag. Fróðlegt væri að fá þessa „grúppu" aftur með sjálfvalið „prógram" og ef til vill hafa þá um leið námskeið í þess- ari tækni, íslensku söngfólki til lærdóms og gleði. myndvirka tölvu. Þá hefur og ve- rið reynt að nota raftónlist, sem hluta af eða meðvirka lifandi tón- flutningi og einnig, að flytja lifandi flutning í gegnum upp- tökutæki og gera ýmsar hljóð- breytingar um leið. Ymislegt gott og skemmtilegt hefur komið út úr þessum tilraunum og nú er að vaxa úr grasi kynslóð, sem hefur af einlægni tileinkað sér raftækn- ina og er líkleg til þess að skapa eitthvað stórkostlegt með þessum græjum sínum. Fyrsta tónverkið á raftónleikunum að þessu sinni heitir 7’56“ eftir þá John Person og Jöran Rudi. Heiti verksins merkir lengd þess og kom ekkert nýtt fram í þessu annars þokka- lega verki. Persen vill sem minnst segja um sjálfan sig, eins og stendur í eftiisskránni, en Jöran Rudi, sem var honum til aðstoðar við gerð verksins, er tilgreindur að vera rokkari. Ánnað rafverkið heitir Trois Images de Son (Þijár hljóðmyndir) og er eftir Otto Rom- anowski (f. 1952), nemanda Rautavaara og nú kennara við háskólann í Helsinki og starfandi við raftónlistarstofnunina í Espoo. Trúlega er hægt að stilla saman tónlist og tölvumyndir rétt eins og gert er í kvikmyndum og jafn- vel skapa eins konar hljóð- mynda-ballett með samvirkum tölvuútbúnaði. Mörg myndformin, Raftónleikar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.