Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
EFÞÚÁTT
\
SPARISKIRTEINI
RÍKISSJÓÐS SEM
ER HÍNLEYSANLEGT
1. OKTÓBER
Á SKALTU
VERJAST
aLLRIASOKN
í ÞAÐ
ÞVI RIKISSJOÐUR
BÝÐUR ÞER NY
SKÍRTEINI MEÐ
6.5% ÁRSVÖXTUM
UMFRAM
VERÐTRYGGINGU
OG ADEINS TIL
TVEGGJA ÁRA
Þú skalt hugsa þig um tvisvar áður
en þú fellur fyrir einhverjum
þeirra tilboða sem nú rignir yfir þig.
Það er þinn hagur að ríkissjóður
ávaxti peningana þína áfram - í
formi nýs skírteinis; ávöxtunin er
góð og skírteinin eru laus eftir rétt
rúmlega tvö ár (gjalddagi er 10.
janúar 1989).
En það segir ekki alla söguna.
Pótt sumir bjóði álitlegri vexti en
ríkissjóður eru spariskírteinin engu
að síður um margt betri kostur. Pau
eru innlent lánsfé og draga því úr
erlendri skuldasöfnun, þau eru eign-
arskattsfrjáls (eignarskattur er nú
1,2% á ári) og þau eru öruggasta
fjárfesting sem völ er á; þeim fylgir
engin áhætta.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
íslendingaútvarp
í Kaupmannahöfn:
„Byggist upp
á efni, sem
tengist líf i og
til veru Islend-
ingu í Höfn“
- segir Sigrún Björns-
dóttir, einn aðstand-
enda útvarpsins
ÍSLENDINGAFÉLÖGIN í Kaup-
mannahöfn, íslendingafélagpð og
Námsmannafélagið, hafa gerst
aðilar að svæðisútvarpinu Sokke-
lund Radio í Kaupmannahöfn og
útvarpa íslendingarnir efni sínu
á laugardagskvöldum frá kl.
20.00 til 21.30.
„Það eru ýmsar grasrótahreyfíngar
sem standa að útvarpsstöðinni, svo
sem kvennahreyfingar, umhverfís-
vemdarhópar, samtök _ samkyn-
hneigðra, Færeyingar og fslending-
ar,“ sagði Sigrún Bjömsdóttir, einn
aðstandenda útvarpsins, í samtali
við Morgunblaðið. Útsendingar ís-
lendinganna hófust 17. júní sl. með
viðtali við forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur og er ætlunin að
taka fyrir efni sem tengist lífi og
tilvem íslendinga í Kaupmanna-
höfíi. Einnig verða á dagskrá
fréttaþættir að heiman og viðtals-
þættir úr þjóðlífínu og úr stjóm-
málaheiminum á íslandi. „Við
höfum reynt að taka fyrir efni sem
okkur fínnst tengjast Islendinganý-
lendu í Kaupmannahöfn. Sending-
amar ná um allt Kaupmannahafn-
arsvæðið og búa þar um 3.000
íslendingar. Þétta er breiður aldurs-
hópur sem býður upp á fjölbreytta
dagskrárgerð."
Sigrún sagði að kynningar allar
væm á íslensku, en þó væru leikin
íslensk lög á milli atriða og þau
kynnt á dönsku. Samkvæmt dönsk-
um lögum um svæðisútvarp, em
auglýsingar bannaðar. Allir þátta-
gerðarmennimir vinna í sjálfboða-
vinnu auk þess sem íslendingafé-
lögin styrkja starfsemina. „Við
vonumst til að útvarpið geti verið
tengiliður við landann og jafnframt
frétta- og skemmtimiðill." íslend-
ingafélögin hafa jafnframt með
höndum útgáfu tímarits sem heitir
„Nýr Hafnarpóstur" og er ætlunin
að fækka tölublöðunum frá sex nið-
ur í fjögur í vetur vegna tilkomu
útvarpsins.
Þann 20. september sl. vom
stofnuð Samtök íslendingaútvarpa
erlendis og eiga þar aðild Islending-
ar í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi,
Lundi og Uppsölum, en á öllum
þessum stöðum er starfrækt útvarp.
Sigrún sagði að starfsemin væri
mjög ódýr - það kostaði ekki nema
1.000 krónur á mánuði að vera
aðili að svæðisútvarpinu.
Svæðisútvarpið í Kaupmanna-
höfn er á bylgjulengdinni FM 101,7
Mhz.
Akureyri:
Brotist inn
íbil
Akureyri.
BROTIST var inn i bifreið sem
stóð við iþróttahúsið i Laugagötu
á föstudagskvöldið. Rúður voru
brotnar og skjalatösku stolið úr
bilnum. í henni voru ekki fjár-
munir. Nokkuð hefur borið á
smáinnbrotum i verslanir á Ak-
ureyri að undanfömu - einmitt
þar sem rúður hafa verið brotnar
en sllkt þekktist varla til skamms
tima hér i bæ að sögn lögreglu.
Þetta er þó fyrsti billinn sem
farið er inn i á þennan máta.