Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
19
Japanskt hugrit
- íslenzk hönnun
Ljósmynd/Stein Frederiksen. Ljósmynd/Stein Frederiksen.
„AOI“: Frú Rokujo (Bab Christensen) pyndir Aoi „SUMIDA-FLJÓTIÐ": Móðirin (Grethe Ryen), rifj-
(Hildegnnn Riise) á sjúkrahúsinu. ar upp minninguna um soninn með þvi að skoða
tákn hans, hattinn".
eftírOlafH. Torfason
Det Norske Teatret, Osló.
Frumsýning á Norðurlöndum á
tveim japönskum einþáttungum
18. september 1986.
„Sumida-f(jótið“ eftir Juro Mo-
tomasa. „Aoi“ eftir Yukio Mis-
hima.
Leikstjórn: Haukur J. Gunnars-
son. Þýðing: Halldis Moren
Vesaas. Tónlist: Olav Anton
Thommesen. Leikmynd og bún-
ingar: Svein Lund-Roland.
Förðun og hreyfingar: Yoh Iz-
umo.
Haukur J. Gunnarsson heldur
áfram að byggja biýr milli Austur-
landa fjær og Norðurlanda. Bæði í
Noregi og á Islandi hefur hann sett
á svið „Kirsubeijablóm á Norður-
fjalli", japanskan sagnaseið, eða á
maður heldur að segja innra ævin-
týri? Japanska ljóðlistin og japanska
leiklistin svipta manni yfir í lítt
kunn hugar-héruð, þar sem maður
á þó heima. Og Hauki hefur líka
tekist í sviðsetningum sínum á vest-
rænum leikritum, bæði hér og
erlendis, að gæða þau mýkt og
þokka, sem öðrum hugkvæmdist
kannski ekki alltaf, en telgja þó úr
þeim leið hvassa odda sem stinga
og stinga aftur. Orðið verður vopn.
En með þennan einstæða, japanska
bakgrunn kemur Haukur líka með
nýja tóna inn í það leikhús sem við
teljum okkur þekkja.
Haukur býr að löngu og ströngu
námi sínu í Japan forðum, en stutt
er síðan hann kom úr námsdvöl í
Kína og Japan, og hlaut svo nýver-
ið starfslaun til námsdvalar á Sri
Lanka, í S-Kóreu og Japan, með
viðkomu í fleiri Asíulöndum.
Nú hefur Det Norske Teatret, —
Þjóðleikhús nýnorskunnar, fengið
Hauk til að kljást við tvo japanska
einþáttunga frá ólíkum tímaskeið-
um. Samstarfsfólk hans er ekki af
lakara taginu, snillingurinn eftir-
sótti Svein Lund-Roland gerir
leikmyndir og Olav Anton Thomme-
sen semur tónlist í japönskum anda,
en Olav hefur dvalist í Japan og
er gagnkunnugur menningu og
menntun þar, auk þess að vera í
hópi bestu tónskálda Norðurlanda
núna. Yoh Izumo kom gagngert frá
Japan til að kenna förðunina og
slípa hreyfíngar og líkamsburð leik-
aranna, en Yoh er þekkt bíða um
heim sem dansari. í hlutverkum eru
bæði nýiiðar og þekktir norskir leik-
arar eins og Bjöm Skagestad og
Bab Christensen.
„Sumida-fljótið" er frægt leikrit
frá upphafi 15. aldar í Japan, eftir
Juro Motomasa, sem var sonur þess
fræga Zeami, sem yfirleitt er talinn
frumkvöðull No-leikhússhefðarinn-
ar í Japan. Haukur hefúr hins vegar
valið þann kostinn að setja leikinn
upp í Kabuki-stíl, sem er líflegri og
alþýðlegri, ef notast má við svo al-
menna lýsingu. Leikþátturinn segir
á ytra borðinu frá leit móður að
ungum syni sínum, sem þrælasali
nam á brott. Samtal hennar við
feijumanninn yfir Sumida-fljótið er
aðalefni sýningarinnar, og smám
saman lýkst hinn hroðalegi sann-
leikur upp fyrir áhorfendum og
móðurinni. Örlög sonarins voru á
þann veg, að þorpsbúar við fljótið
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!
halda sérstaka minningarhátíð þeg-
ar ár er liðið frá dauða sonarins,
til að minnast hve fallega hann
varð við honum. Sýnir, yfirskilvit-
legir atburðir og „tvöfaldur flutn-
ingur" bregða ljóðrænum bjarma
yfir sviðið. Með „tvöföldum flutn-
ingi“ er átt við að bæði hugsanir
og orð persónu geta heyrst, og að
leikarinn talar ekki alltaf fyrir „eig-
in hönd“. Stflhrein leikmyndin er
um leið auðug af síkvikum litum
og Ijósi, og ber höfundi sínum fag-
urt vitni. Tónlistina flytur lítil
hljómsveit aftast í salnum, og er
hún einatt nátengd hinum smæstu
blæbrigðum leiksins. Móðurina leik-
ur Grethe Ryen og túlkar bæði von
og vonbrigði móðurinnar með
hrífandi hætti. Feijumaðurinn er
Bjöm Skagestad og þrátt fyrir
kaldranalega framkomu og fjar-
rænt viðmót er persóna hans í
stöðugri nálægð.
Síðari einþáttungurinn er „Aoi“,
einn átta einþáttunga sem Yukio
Mishima gaf út 1956, en þeir eru
í raun gömul No-leikrit sem hann
hafði umskrifað í nútímastfl. Sagan
gerist á sjúkrahúsi laust eftir síðari
heimsstyijöldina, og lýsir heljartök-
um ástar og afbiýði á mannfólkinu,
einkanlega þó niðurrifsaflinu af-
biýði, þegar það er heiftúðugt og
leitar blóðugra hefnda. Þótt um-
hverfið sé nútímalegt, svífur
áhorfandinn innan tíðar með leikur-
unum upp í annarlegar víddir, þar
sem hildarleikir sálnanna virða efn-
isheiminn að vettugi, ósættanleg
atvik gerast, ómögulegar aðstæður
koma upp. Bab Christensen hagg-
ast hvergi í túlkun sinni á fullorðnu
konunni, sem hefur misst friðilinn
í fangið á Aoi, aðalpersónunni sem
við heyrum þó lítið nema angistar-
stunur frá, þar sem hún liggur í
móki á sjúkrabeði á miðju sviði all-
an tímann. Are Storstein er örlítið
vandræðalegri sem karlpersónan
Hikaru, en Jorunn Kjellsby yfir-
gengilega minnisstæð sem hjúkku-
vargurinn.
Saman mynda þessir tveir þættir
sterka heild, og eiga leikmynd og
tónlist dijúgan þátt í því. Tærleik-
inn og Qarlægðin sem einkennir
leikstílinn gera það að verkum að
áhorfandinn fylgist af enn meiri
athygli með hægum hreyfingum og
túlkandi látbragði, augnatilliti og
vandaðri raddbeitingu.
En hvers konar leiklist er þetta,
japönsk, nýnorsk eða jafnvel
íslensk? Eftir að hafa séð eina
síðustu lokaæfingu verksins spurði
ég Yoh Izumo, sem leiðbeindi um
förðun og hreyfingar, hvemig hún
skynjaði verkið í Osló.
„Þetta er skemmtileg blanda,"
svaraði hún, „en það sem er jap-
anskt í þessari sýningu er líka 100%
japanskt". Það þýddi ekkert fyrir
mig að segja henni að reimleikamir
sem leikstjórinn byggir svo kynngi-
magnaða upp á norska sviðinu
minna mig meir á Fróðárundrin en
Kabuki. Eg hef nefnilega grun um
að áherslupunktamir í útfærslu
Hauks séu að ótrúlega miklu leyti
ættaðir úr íslenskum þjóðsögum og
æviiitýrum. Og líðanin á svona sýn-
ingu er svipuð og hjá unnanda
þeirra: Eftirvænting, athygli, seið-
magn — og tilfínning fyrir duldum
veruleika.
EINFALT
ÖRUGGT OG ARÐBÆRT
Höfum í umboðssölu BANKABRÉF
- lausn sem hefur vantað
• Mjöggóð ávöxtun - 16.4%-17.4%.
• Öryggi - Veðdeildlðnaðarbankanserskuldari.
• Stutturbinditími - frá3mánuðum.
• Eins einfalt að kaupa bréfin og að leggja fé á bók.
• Iðnaðarbankinn leggur féð inn á reikning þinn, ef þú vilt.
• Hægt er að selja bréfin fyrir gjalddaga.
Gerum ekki einfalt dæmi flókið.
Bankabréfin eru til sölu í öllum útibúum bankans.
0
lónaóarbankinn
-mt'm banki
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------:----------------------------------------------------
—