Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
l
Sr. Kjartan Jónsson, kristniboði, skrífar frá Kenýu:
Nýr söngnr í Pókot
Söngurinn hljómar, svo að það
undirtekur í fjöllunum í kring. Und-
irleikurinn er kraftmikið og taktfast
lófatak fólksins. Sönggleðin skín
út úr andlitum viðstaddra, svo að
það glittir í hvítar tennumar ffá
daufri skímu olíulampans, sem ætl-
að er að lýsa upp skólastofuna.
Þetta er nýr söngur hér um slóðin
„Borwe dsja, Borwe dsja“, „sýndu
okkur veginn, sýndu okkur veginn".
Inni í litlu skólastofunni eru eins
margir og framast er hægt að troða
á 30mz gólfflöt. Sú fregn hafði far-
ið um hreppinn, að kristniboðinn
myndi koma í heimsókn og að hann
ætlaði að sýna bíó, þ.e. litskyggnur
m.þ.a. nota rafmagn bflgeymisins.
Það er ekki á hveijum degi, sem
slíkur viðburður á sér stað og því
eins gott, að missa ekki af þessu
mikla undri. Það, sem hann kenndi
var skrýtið. Hann sagði, að fólk
gæti þekkt Guð, að honum þætti
vænt um það og vildi taka þátt í
lífí þess. Gat það verið satt, að ef
maður tryði á Jesúm, væri allt hið
illa úr fortíðinni fyrirgefið, gleymt
og grafíð? Þetta var eitthvað annað
en að þurfa að óttast særingar
svartagaldursmanna eða að vera
hræddur um að bijóta svo af sér
gagnvart öndunum, að það leiddi
af sér veikindi og jafnvel dauða
einhvers í fjölskyldunni eða ætt-
inni. í lok samkomunnar auglýsti
Júlíus, samferðamaður kristniboð-
ans, að hægt væri að kaupa Biblíur,
nýja-testamenti og ýmsa bæklinga
á vægu verði. Margir stöldruðu við
til að líta á úrvalið og kaupa bókina
góðu, sem hafði svo góðan boðskap
um kærleika og sannleika, sem
samsvaraði innstu þrám manns-
hjartans.
Þessi svipmynd er frá einni af
nýjustu útstöðvum lúthersku kirkj-
unnar í Pókot-héraði f V-Kenýu
Chroway. Það var í lok síðasta árs,
að beiðni kom frá fólkinu þar um
aðstoð við að byggja bamaskóla
fyrir hreppinn og koma á fót kirkju.
Þrátt fyrir mikla Ijarlægð og væg-
ast sagt slæman veg, var vel
brugðist við beiðninni og nú er búið
að byggja fyrstu skólastofuna, og
skólinn er í fullum gangi.
Hreppurinn er í um 2.000 m hæð
yfír sjó. Loftslagið er því svalt og
mikil úrkoma gerir það kleift, að
rækta næstum því hvað sem er.
Góðar mjólkurkýr þrífast þar einnig
vel. Gallinn er bara sá, að það skort-
ir bæði vegi og bfla til að koma
afurðunum á markað. Fólkið er
duglegt og er tilbúið til að leggja
mikið á sig til að bæta lífskjör sín.
Það vill einnig leggja mikið á sig
til að kynnast hinum kristna boð-
skap betur. Það er ánægjulegt og
uppörvandi að starfa með og hjálpa
slíku fólki. Reyndar njóta kristni-
boðar hvarvetna mikils velvilja í
þessu landi, og þeim er oft sýnt
þakklæti fyrir þá hjálp, sem þeir
veita.
Ef allt fer að óskum, verður
stofnaður kristinn söfnuður þama
einhvem tíma á næsta ári.
íslensk kristniboðsstöð
Chorway er ein af 7 aðalútstöðv-
um íslensku kristniboðsstöðvarinn-
ar í Chepareria í Pókot-héraði.
Þegar hafa 3 söfnuðir verið stofnað-
ir með á §órða hundrað meðlima,
en væntanlega verða einnig stofíi-
aðir söfnuðir á öllum þessum
stöðum með tímanum.
Starf kristniboðsins er fjölþætt,
meðal annars hjálpar það til við að
byggja og reka 5 grunnskóla í hér-
aðinu með á sjöunda hundrað
nemenda, og hjálpa á þann hátt til
við að byggja upp menntakerfí hér-
aðsins.
Allt þetta starf á rætur sínar að
rekjá til íslands, til samtaka fólks
innan íslensku þjóðkirkjunnar,
Sambands íslenskra kristniboðs-
félaga (SÍK), sem hefur séð ábyrgð
sína í því að leggja sitt af mörkum
Morgunblaðið/Kjartan Jónsson
Útisamkoma i Chorway. Hér hefur myndast vísir að nýjum söfnuði. f upphafí eru samkomur haldnar
undir skugga tijáa. Síðar meir, er starfinu vex ásmegin, verður ráðist í að byggja kirkju. Sama þróun á
sér stað við myndun allra annarra safnaða í Pókot-héraði.
slenska kristniboðsstöðin í Chepareria í Pókot-héraði. Allt starfíð þar er mannað og fjármagnað frá
slandi.
til þess, að hinn kristni boðskapur
nái út fyrir landsteinana og hlýðn-
ast á þann hátt boði herra kirkjunn-
ar, um að boða „fagnaðarerindið
öllu mannkyni". Starfíð er að lang-
mestu leyti fjármagnað af ftjálsum
framlögum kristniboðsvina og allir
kristniboðamir eru íslenskir.
Norðmenn
Hér, eins og í Konsó í Eþíópíu,
hefur starfíð verið í mjög nánum
tengslum við Norska lútherska
kristniboðssambandið, sem er
stærsta lútherska kristniboðsfélag
í heimi og hefur starf í tíu löndum
Kristniboðið hefur byggt marga skóla i Pókot-héraði. Hér sést hluti
af heimavistarskóla fyrir stúlkur, sem verið er að byggja um þessar
mundir.
Samstarf við
í þremur heimsálfum. Það hefur
haft kristniboða á sínum vegum í
um 100 ár og hefur því öðlast
geysimikla reynslu. Tala starfandi
kristniboða félagsins er nú vel yfír
500.
Við íslendingar höfum tekið að
okkur að reka kristniboðsstöðina í
Chepareria, sem er reitur á starfs-
svæði Norðmanna í Pókot-héraði.
Nú eru §órar kristniboðsstöðvar
starfræktar í héraðinu, auk biblíu-
skóla fyrir almenna safnaðarmeð-
limi. Vegna slæms ástands
heilbrigðismála, hafa sjúkraskýli
verið byggð í tveimur stöðvum
Norðmanna. Þeir hafa, eins og við,
reynt að hjálpa til við að bæta
menntun Pókot-manna. Samtals
eru grunnskólar studdir af SÍK og
Norðmönnum um 30 talsins, þar
af einn stór heimavistarskóli fyrir
stúlkur í byggingu. Þróunarhjálp
norska ríkisins, NORAD, fjármagn-
ar að mestu byggingu skóla og
sjúkraskýla Norðmanna, enda hafa
ráðamenn stofnunarinnar komist
að þeirri niðurstöðu, að Qármagn,
sem veitt er í gegnum kristniboðs-
félög, nýtist mjög vel og að það
komist allt til skila. Hjálparstofnun
íslensku kirkjunnar hefur veitt fé
til skólabygginga íslenska kristni-
boðsins.
Upphaf starfsins
Það var árið 1978, að Kjellrún
og Skúli Svavarsson fóru frá ís-
landi til Kenýu til þess að hefja
kristniboðsstarf á meðal Pókot-
manna, þjóðflokki, sem hafði farið
á mis við mikið af þeirri nútímaþró-
un, sem átt hafði sér stað annars
staðar í landinu. Hann var í hópi
fárra þjóðflokka landsins, þar sem
lítið kristniboð hafði verið stundað.
Þegar þau fóru að svipast um eftir
hentugum stað fyrir væntanlega
kristniboðsstöð, komu margir staðir
til greina. Yfírvöld margra hreppa
vildu mjög gjaman gefa stórt land
undir kristniboðsstöð, því að þau
vissu, að með kristniboðinu fylgdi
margvísleg hjálp. En Chepareria
varð fyrir valinu, því að það lá mið-
svæðis og auðvelt var að fá vatn.
Þau hjónin fengu góðar viðtökur
af fólkinu, sem streymdi til kirkju.
En það tekur mörg ár að byggja
upp innlenda leiðtoga, sem geta
borið starfið uppi. A þeim árum,
sem liðin eru, hefur starfíð vaxið
smátt og smátt og innlendir safnað-
armeðlimir taka síaukna ábyrgð á
sig. Þau hjón eru nú heima á Fróni,
en tvær aðrar fjölskyldur hafa bæst
við, undirritaður og fjölskylda og
Ragnar Gunnarsson kennari og
Hrönn Sigurðardóttir hjúkrunar-
kona ásamt sonum. Þau síðar-
nefndu eru nu sem stendur stödd á
íslandi.
Hluti af lúthersku
kirkjunni í Kenýu
Starf SÍK er rekið í nafni Evang-
elísku lúthersku kirkjunnar í Kenýu
(Evangelical Lutheran Church in
Kenya) og kristniboðamir eru
prestar hennar. Kirkjan á uppmna
sinn að rekja til Norðurlanda. Það
var árið 1948, að sænskir kristni-
boðar hófu starf á meðal Kisii-
fólksins, sem er fjórði stærsti
þjóðflokkur landsins. Heimkynni
hans er í vesturhluta landsins, ná-
lægt Viktoríuvatninu. í tímans rás
hafa síðan fleiri kristniboðsfélög frá
Norðurlöndum bæst við, og nú em
fulltrúar frá öllum löndunum fímm
að störfum í kirkjunni (Færeyjar
og Álandseyjar eiga ekki fulltrúa).
Starfað hefur verið á „hefðbundinn"
hátt, þ.e. aðaláherslan hefur verið
á uppbyggingu safnaða, en einnig
hafa margir skólar verið byggðir
og Qórar heilsugæslumiðstöðvar,
auk sjúkraskýlanna í Pókot-héraði.
Tala lútherskra manna er nú um
30.000.
Fyrir allmörgum ámm var aðal-
stjóm kirkjunnar fengin í hendur
innfæddum mönnum. Enn á kirkjan
töluvert langt í land að geta staðið
á eigin fótum án aðstoðar erlendra
kristniboðsfélaga, en það er mark-
miðið, sem stefnt er að.
Andlegnr skyrbjúgnr á
íslandi?
Stundum heyrast þær raddir á
Islandi, að kristniboð vinni meira
ógagn en gagn. Ég lagði þessa
spumingu fyrir forseta lúthersku
kirkjunnar, sr. John Momanyi Kur-
uria, og spurði hann, hvort kristni-
boðar væm ekki óþarfír. Hann
svaraði: „Á meðan til er fólk, sem
enn hefur ekki heyrt fagnaðarerind-
ið um hinn upprisna og lifandi
frelsara heimsins, er þörf á kristni-
boðum. Kristniboðar frá Afríku em
nú að störfum víðs vegar í Evrópu
og fer fjölgandi."
Ef kristniboð væri uppfinning
manna, væm fáir, ef nokkrir, sem
væm fúsir til þess að rífa sig upp
með rótum frá kæm föðurlandi,
fjölskyldu og vinum og lifa við oft
og tíðum erfíð skilyrði, þar sem
þeir em framandi og misskildir og
einmanaleiki er af þeim sökum oft
erfiður fömnautur. Kristniboð á
upphaf sitt í boði Jesú Krists um,
að lærisveinar hans eigi að fara og
boða fagnaðarerindið öllu mann-
kyni og sjálfu eðli trúarinnar, sem
er það, að þeir, sem hafa upplifað
það að mæta Kristi sem lifandi
vemleik í eigin lífí, eignast löngun
til að gefa öðmm hlutdeild í því.
Enn em margir á íslandi og út
um gjörvallan heim, sem þekkja
ekki vemleikann um nýja lífið í
Kristi, sem öllum stendur til boða.
Því er mikilvægt að láta ekki deig-
an síga heima á Fróni, en stundum
fínnst mér lítið fara fyrir áhersl-
unni á því að heiðingjum sé boðað
fagnaðarerindið. Það er gott að
gefa sveltandi fólki að borða og
hjálpa „vanþróuðu" fólki til að „þró-
ast“, en upphaf alls slíks starfs
kristinna manna er kærleiksboð-
skapur Krists. Hann er gmndvöllur-
inn að lífi kirkjunnar. Ef hann er
ekki boðaður, deyr allt hjálparstarf
smám saman út.
Lesandi góður. Vemm saman í
því að axla þá ábyrgð kirkjunnar,
að láta boðskap hennar ná til sífellt
fleiri meðbræðra. Látum kristniboð-
ið ekki vera framandi þátt í kirkju
íslands, því að það veitir blessun
þeim, er að því standa. Kirkja án
kristniboðs þjáist af andlegum skyr-
bjúg-
Höfundur er kristniboði í Kenýu og
skrifar greinar í Morgunblaðið um
land og þjóð.
i