Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
23
Moliére, Á heitu
sumri og Beckett
Sjónvarp
Arnaldur Indriðason
Moskva 1935. Síminn hringir hjá
rithöfundinum Mikhail Bulgakov
(Meistarinn og Margaríta) klukkan
þijú um nótt og svefndrukkinn rís
Bulgakov á fætur og tekur upp
símann. „Þetta er Stalín hér,“ segir
rödd í símanum og Bulgakov trúir
ekki sínum eigin eyrum. Stalín
rausar við hann dágóða stund og
spyr svo hvað hann sé að fást við
þessa dagana. Bulgakov segir að
hann sé að skrifa um franska leik-
ritaskáldið Moliére. Stalín kemur
af íjöllum. „Það er maður sem ég
hef samúð með,“ segir Búlgakov.
Þennan formála að leikriti Bulg-
akovs, Moliére eða hræsnarafé-
lagið, setti Dusty Huges í leikgerð
sína, sem sýnd var í sjónvarpinu í
gærkvöldi og átti að undirstrika
ennfrekar og minna á samsvörunina
sem Bulgakov fann í listamannsæfi
Moliéres á tímum Sólkonungsins í
Frakklandi á 17. öld og sinni eigin
í Rússlandi Stalínstímans (Stalín
bannaði Moliére eftir sjö sýningar).
Leikstjóri var Bill Alexander, sem
einnig leikstýrði leikriti Moliéres,
Tartuffe að hræsnarinn, sem sjón-
varpið sýndi fyrir nokkru, og með
titilhlutverkið fór Anthony Sher,
sem lék Tartuffe svo eftirminnilega.
Sem fyrr var uppfærslan í öruggum
höndum Konunglega Shakespeare-
hópsins.
Anthony Sher var engu síðri í
hlutverki Moliére en þegar hann lék
Tartuffe hér um daginn. Leikritið
hefst á því að hann er kampakátur
leikari/leikritahöfundur að sýna
gleðileiki sína fyrir ánægðan kon-
unginn en Tartuffe olli reiði kirkj-
unnar manna og þeir gerðu Moliére
umsvifalaust að óvini sínum og
bönnuðu leikrit hans. Hjónaband
Moliére og Armande Béjart, sem
sagt var að væri dóttir ástkonu
hans, Madeleini, þykir hneyksli og
konungurinn lætur af öllum velvilja
í hans garð. Eftir stendur Moliére
sjúkur og hjálparþurfi og deyr í
sýningu á einu verka sinna.
Leikrit Bulgakovs er um árekstra
listarinnar við ríkið hvort sem er í
Rússlandi eða við hirð Sólkonungs-
ins. Bulgakov fór nokkuð fijálslega
með staðreyndir (hann lætur Loðvík
14. banna Tartuffe en konungurinn
leyfði sýningar á verkinu þrátt fyr-
ir mótmæli kirkjunnar) til að draga
upp skoplega mynd af einræði,
valdahroka, uppljóstrunum, hræsni
og mikilmennskubijálæði, blönduðu
gleði og harmi Moliéres og kald-
hæðnislegu háði. „í dag mátt þú
búa um rúmið mitt,“ segir Sólkon-
ungurinn við Moliére líkt og það
sé ódauðlegur heiður og strunsar
til djmgju sinnar og andstæðingam-
ir, kardinálinn og foringi skyttn-
Bæjarstjórn Vestmannaeyja:
Vill þriggja mílna
landhelgi við Eyjar
Vestmannaeyjum.
BÆJARSTJORN Vestmannaeyja
samþykkti einróma á fundi sin-
um síðasliðinn fimmtudag að
leggja eindregið til við Sjávarút-
vegsráðuneytið að hið fyrsta
verði sett reglugerð sem banni
allar veiðar með flotvörpu og
botnvörpu, aðrar en humartroll,
í 3ja sjómílna fjarlægð frá fjöru-
borði Heimaeyjar. Þá viU bæjar-
stjóm einnig að dregið verði
verulega úr óhóflegum heimild-
um til dragnótaveiða við Vest-
mannaeyjar.
Miklar umræður hafa verið í
Eyjum um þriggja mflna landhelg-
ina og hafa skoðanir verið nokkuð
skiptar. Flestir hafa þó verið sam-
mála um að til einhverra aðgerða
þyrfti að grípa í friðunarmálum og
þörf væri á ítarlegum rannsóknum
á lifríki sjávar við Vestmannaeyjar.
Atvinnumálanefnd kaupstaðarins
undir forsæti Magnúsar H. Magn-
ússonar hefur unnið mikið að
þessum málum og fundað með
ýmsum hagsmunaaðilum um málið.
Um 370 Vestmannaeyingar skrif-
uðu undir áskorun til bæjarstjómar
um að hún beitti sér fyrir friðun
veiðisvæða allt að þremur milum
umhverfis Vestmannaeyjar fyrir
öllum veiðum með botnvörpu og
dragnót.
A bæjarstjómarfundi sl. fimmtu-
dag var lögð fram og samþykkt
tillaga frá atvinnumálanefnd um
þessi mál. Þar er lagt eindregið til
við Sjávarútvegsráðuneytið að hið
fyrsta verði sett reglugerð sem
banni allar veiðar með fiotvörpu og
botnvörpu, aðrar en humartroll, I
þriggja sjómflna fjarlægð frá fjöru-
borði Heimaeyjar. Þó verði bátum
sem em gerðir út frá Vestmanna-
eyjum og hafa minni en 400
hestafla aðalvél veitt undanþága frá
þessu banni 1. febrúar til 31. ágúst
anna, hrækja án afláts hvor á annan
í fyrirlitningu fyrir framan hásæti
konungs.
Sjónvarpið bryddaði upp á
ánægjulegri nýbreytni um helgina
þegar það sýndi míniseríuna On a
Long Hot Summer eða A heitu
sumri með Don Johnson, Jason
Robards, Ava Gardner og Sybil
Shepherd í aðalhlutverkum. í stað
þess að klippa seríuna niður í þijá
hluta og sýna t.d. á þremur sunnu-
dagskvöldum var hún sýnd á
föstudags- og laugardagskvöldi og
var mun athyglisverðari fyrir vikið.
Míniseríur eins og Á heitu sumri
hafa löngum verið með vinsælasta
efni á myndbandaleigum og það
væri gaman ef ríkissjónvarpið héldi
áfram að sýna slíkar á sama hátt
og það gerði um helgina.
Á heitu sumri var ágætis
skemmtunvvel leikið, spennandi og
sterkt fjölskyldudrama frá Suð-
urríkjunum, kryddað með mikilli
ást, framhjáhaldi og morði, brennu-
vargi og æstum múg, sem heimtaði
blóð. Myndin var byggð á sögu eft-
ir William Faulkner og sagði frá
Ben Quick (Don Johnson úr Miami
Vice) sem kemur sér svo vel við
Anthony Sher í hlutverki Moli- Samuel Beckett
landeigandann Vamer (Robards)
að hann lofar að gefa honum allt
sem hann á ef hann vill kvænast
dóttur hans og eignast með henni
erfingja. Sonurinn á Vamerheimil-
inu er ekkert alltof sáttur við þessa
samkeppni, en hún reif hann þó úr
aumingjaskap og volæði. Quick og
sonurinn voru á endanum ekkert
svo ólíkir, báðir þurftu að losna
undan áhrifamætti feðra sinna og
í hádramatískum endapunkti stóð
sonurinn með Quick sem múgurinn
vildi hengja fyrir morð sem hann
ekki framdi. Það voru allir talsvert
æstir þetta ianga heita sumar;
Johnson er athyglisverður Ieikari,
svolítið eins og fullorðinn James
Dean, Robards fór auðveldlega í
gegnum þetta á breiðu glotti og
hortugheitum og Gardner, Shep-
herd, Judith Ivey í hlutverki dóttur
Vemons og William Russ sem son-
urinn sýndu ágætis leik.
Helgardagskránni lauk með
merkilegri og skemmtilega gerðri
heimildamynd um írska rithöfund-
urinn Samuel Beckett, sem hlaut
Nóbelsverðlaunin árið 1969. Beck-
ett er maður svartsýnn á lífið og
aðeins öruggur um fjóra hluti: Hann
fæðist, lifir, deyr og getur ekki
þagað. Þar skildi með honum og
James Joyce, að Joyce leitaðist við
að hafa allt inni í sínum verkum,
en Beckett vildi hafa ekkert eins
og það var orðað. Tómleiki nútíma-
mannsins er hans yrkisefni en hann
vakti litla eftirtekt þar til hann
skrifaði Beðið eftir Godot i afslöpp-
un frá stærri verkum.
ár hvert og gildi þessi undanþága
fyrir árin 1987 og 1988.
Þá er í samþykkt bæjarstjómar
hvatt til þess að reglugerð verði
sett til að tryggja að sumarhrygn-
ing sfldar við Vestmannaeyjar verði
fyrir sem minnstum tmflunum af
botnvörpuveiðum og að nýstofnuðu
útibúi Hafrannsóknarstofnunar í
Vestmannaeyjum verði falið að
heíja rannsóknir á lífríki sjávar við
Eyjar, innan og utan 3ja sjómflna
marka.
Lagt er til að strax verði dregið
verulega úr óhóflegum heimildum
til dragnótaveiða við Vestmanna-
eyjar og telur bæjarstjóm að
dragnótaveiðar eigi aðeins að leyfa
bátum sem em með minni aðalvélar
en 400 hestöfl og aðeins á vel af-
mörkuðum svæðum þar sem koli
heldur sig helst og eingöngu á þeim
timum árs þegar gæði kolans em
mikil.
I samþykkt bæjarstjómar er
einnig fjallað um fjölgun sels i Surt-
sey sem margir hafa miklar
áhyggjur af. Skorar bæjarstjóm á
ráðuneytið að gera ráðstafanir til
að stöðva óhóflega ijölgun sels í
Surtsey, en þar er nú talið að um
1000 útselir kæpi og veldur það
miklu og ört vaxandi tjóni fyrir físk-
iðnað í Vestmannaeyjum og viðar
á suðurströndinni. Einnig þarf að
fækka sel á Markarfljótsaumm
vemlega, segir I samþykkt bæjar-
stjómar Vestmannaeyja.
Það kom fram á bæjarstjómar-
fundinum að atvinnumálanefnd
vildi ganga lengra í friðunaraðgerð-
um en fram kemur i samþykkt
bæjarstjómar sem send verður
Sjávarútvegsráðuneytinu. En til að
ná fram sem mestri samstöðu um
aðgerðir taldi nefndin þó rétt að
ganga ekki lengra að sinni.
-hkj.
Hvergi
er annað
eins úrval
húsgagna og hjá okkur
húsgagna höllin
BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK 91-681199 og 681410