Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 24

Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 Húsi0 á hornínu Hornið Klapparstígur-Lindargata núna. eftirÁrna Þorvald Jónsson Mörg fögur orð hafa fallið í af- mælisræðu og riti vegna 200 ára afmælis Reylcjavíkur nú í sumar. Menn ri§a upp margt gamalt og gott, og lofsyngja okkar „fögru borg, með sín stræti og torg“, svo vinsælt dægurlagarím sé notað. Sjálfur borgarstjórinn hefur sett saman bundið mál, þar sem hann rómar rómantík í bárujámshúsi við Bergþórugötuna, svo hann kemst næstum því með tæmar, þar sem Tómas hafði hælana. Margskonar sýningar hafa verið settar upp til að sýna okkur allar þær framfarir, sem orðið hafa í henni Reykjavík á tveim öldum. Kostnaðinn við öll þessi veislu- höld setja fáir fyrir sig, því flestir hafa haft af þessu hina bestu skemmtan og fróðleik. Afmælisbamið hefur jú líka feng- ið margar og merkilegar gjafír, og má þar ef til vill fyrst upp telja nýtt skipulag fyrir hin ýmsu hverfí borgarinnar, og til stendur víst að færa henni enn eitt, nýtt aðalskipu- lag. í stórt er ráðist og mætti allt gott um það segja ef þessi andlits- lyfting borgarinnar væri alls staðar til þess fallin að fegra hana. Nú vil ég ekki kasta rýrð á mikla og oft vandaða vinnu sem liggur að baki skipulagstillagna þessara, en stundum er eins og tilgangurinn Arni Þorvaldur Jónsson týnist þegar að útfærslu þeirra kemur. Máli mínu til stuðnings vil ég segja frá einu litlu dæmi úr hinu svokallaða Skúlagötuskipulagi, en ég þekki það betur en önnur þar sem það snertir mig persónulega sem íbúa húss sem lagt er til að víki af svæðinu. Skúlagötuskipulagið „Eitt meginmarkmið að baki til- lögunni er að nýja byggðin geti fallið að þeirri eldri. í því sambandi hafa formeinkenni eldri byggðar- innar verið athuguð sérstaklega í höfuðatriðum og er tillagan í heild sinni byggð á niðurstöðum þess.“ Svo mörg voru þau orð, er Borg- arskipulag Reykjavíkur hefur um markmið sitt arkitektúrlega séð. Við getum einnig virt fyrir okkur niðurstöður þeirrar vettvangskönn- unar, sem efnt var til, svo bestum árangri yrði náð í formmótun hinn- ar nýju byggðar, til dæmis á nýafstaðinni Ijósmynda- og skipu- lagssýningu á Kjarvalsstöðum. Þetta eru fögur orð og fagmann- leg, en virðum fyrir okkur framtíð- arsýn arkitektanna og skipulags- fræðinganna, til dæmis á þeim mörgu líkönum sem gerð hafa verið yfír svæðið. Nýja byggðin er jú mótuð í anda niðurstaðna könnunarinnar, það er að segja með 35—45% þakhalla og vissum stærðarhlutfollum sem minna stundum á gömlu byggðina. En hvar er gamla byggðin í fram- tíðarsýn þessari? Horifín, að mestu lejrti. Reyndar voru það víst ekki nema 11 hús sem eiga beinlínis að víkja, samkvæmt tillögum þessum, en þeir eru ófáir eigendur timbur- húsa í hverfínu, sem fá svokallaðan endurbyggingarrétt á lóðum sínum, og menn skyldu ekki ætla að hann sé gefínn af virðingu fyrir þessum húsum, sem sést best á því að á líkaninu eru þau nær öll horfín og í stað þeirra standa hús með nýja sniðinu, sem falla jú enn betur að nýju byggðinni, þar sem þau eru jú eins. En til hvers eru menn að fella nýja byggð að eldri, sem er svo látin hverfa? Það er athyglisvert að sjá að á þessum sömu módelum eru hús úr steini sýnd í sinni ná- kvæmu eftirmynd, enda má víst ekki hrófla við svo merkilegu bygg- ingarefni hér á landi, þótt erlendis séu háir íbúðatumar hiklaust sprengdir ofan í sig, þyki þeir úr sér gengnir eða borgarmyndinni til lýta. Húsið á horninu En víkjum nú að litla dæminu mínu, um húsið á hominu. Húsið er sömu gerðar og húsið í kvæði borgarstjórans okkar, og reyndar flest húsanna, sem listmál- aramir notuðu til að sýna okkur hina sönnu Reykjavík (ef hún er til) á léreftum sínum, sem menn gátu séð á afmælissýningu í sumar. Það var byggt árið 1910 úr timbri og jámvarið, að þeirra tíma sið. Fram til 1939 stóð það eitt á um það bil 300 fermetra eignarlóð, en þá var reist steinhús upp að suðurhlið þess, Klapparstígur 13, svo það varð að Klapparstíg 13A. Án nokkurs efa var það hús reist samkvæmt nýju deiliskipulagi þá, DAVÍÐS.JÖNSSON. HEILD.V. ÞAÐ BESTA NÆST ÞER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.