Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
25
Framtíðardraumur borgarskipulags — húsið á horninu horfið
uppá þijár hæðir með mun flatara
þaki, eitthvað sem trúlega átti að
verða algild regla svæðisins.
En svo bregst deiliskipulag, sem
annað skipulag, sem betur fer má
því miður oft bæta við.
En snúum okkur nú að nútíman-
um: í ágústmánuði síðastliðins árs,
voru fbúar hússins boðaðir á kynn-
ingarfund, ásamt öðrum íbúum
hverfísins, þar sem mönnum voru
kynntar hugmyndir skipulagsfræð-
inga. Álitu einfaldir að þar ætluðu
höfundar tillögunnar að ráðfæra sig
við íbúana, hlusta á athugasemdir
þeirra um einstaka þætti tillögunn-
ar, og ef til vill að vinna eitthvað
út frá skynsamlegum athugasemd-
um, er kynnu að koma þar fram.
Það var að vísu ekki tilgangur fund-
arins, þar sem menn máttu aðeins
bera fram almennar athugasemdir
í lok fundarins, og þar sem flestir
voru í persónulegu áfalli þar sem
enginn hafði verið undirbúinn undir
tillöguna fyrir fundinn, urðu þær
fáar og heldur kraftlitlar.
Með litskyggnusýningu fengu
menn einhveijar útskýringar um
fyrirhugaðar breytingar og ástæður
þeirra. Hvað mér og konu minni
viðkemur fengum við að vita að
húsið okkar ætti að víkja af svæð-
inu, ekki vegna þess að það væri
fyrir í skipulaginu, né heldur vegna
þess að það væri í lélegu ástandi,
þar sem ástand þess væri ágætt,
heldur vegna þess að það hefði
enga lóð, eða einungis aðkomu að
dyrum frá Lindargötu, og því væru
„aðstæður ófullnægjandi fýrir eðli-
lega útiveru á einkalóð þess!"
Höfundar skipulagsins höfðu að
vísu rangnefnt húsið Lindargötu 18,
en það hús hefur ekki verið til, að
sögn þeirra sem til þekkja, f að
minnsta kosti 30 ár.
Óneitanlega læddist að manni sá
grunur að þama væri um einhvem
misskilning að ræða, þar sem eðli-
legt má teljast að hús sem ekki er
til (Lindargata 18) hafí enga lóð.
Reyndar fékkst sá grunur okkar
að nokkru staðfestur, þar sem höf-
undum tillögunnar var ekki kunn-
ugt um að húsið (Klapparstígur
13A) stæði á 300 m2 sameiginlegri
eignarlóð með steinhúsinu, sem
byggt var (af sama eiganda) 1939,
eins og ég hef áður vikið að.
Auk þess þótti okkur nokkuð
djarft að fullyrða, án þess að spyija
okkur og aðra íbúa lóðarinnar um
okkar álit, að „aðstæður til eðlilegr-
ar útiveru" væm ekki fyrir hendi.
Það hlýtur jú að vera íbúum hú-
sanna næst að ákveða slíkt.
Ennfremur eigum við erfítt með að
skiija að lóð þessi sé of lítil fyrir
íbúa timburhússins, með sínar tvær.
íbúðir, en öldungis fullnægjandi
fyrir íbúa steinhússins, sem hefur
að geyma sjö íbúðir, sem allar nema
ein hafa aðkomu beint inn af gang-
stétt við Klapparstíg (og íbúamir
þurfa því flestir að taka á sig nokk-
um krók til að komast inná lóðina).
Og til að kóróna ákvörðun þessa,
skal svæði það sem losnar ekki
„bætast“ við útivistarmöguleika
lóðarinnar, heldur eiga þar að koma
fjögur bílastæði. Eins og menn geta
séð á meðfylgjandi mjmd, þar sem
ég hef „þurrkað út“ timburhúsið,
græðast ekki nema tvö bílastæði
þar sem tveim bílum er alla jafnan
lagt við hlið hússins.
Sum sé, kaupverð tveggja íbúða
og hálfrar eignarlóðar, fyrir tvö
bílastæði, með tvo „glæsilega"
blinda húsgafla í kaupbæti.
Bréfa-„skipti“ við
skipulagsyfirvöld
Við sömdum mótmælabréf og
sendum til skipulagsyfírvalda borg-
arinnar, áður en skipulagið kom til
endanlegrar samþykktar, þar sem
við krefjumst þess að ákvörðun
þessi verði opinberlega dregin til
baka þar sem „engin frambærileg
rök hafi komið fram, sem réttlæta
hana“.
Er það skemmst frá því að segja
að enginn lét svo lítið að senda
okkur, (né öðrum sem sendu inn
athugasemdir innan löglegs skila-
frests, að því er ég best veit), hið
minnsta svar. Skipulagið var svo
samþykkt án breytinga síðastliðið
vor.
Það var fyrir tilviljun að við sáum
ljósrit úr greinargerð Borgarskipu-
lagsins vegna innsendra athuga-
semda, og satt að segja fínnst okkur
þar settur punkturinn yfír i-ið í
þessari skrýtnu sögu:
Þar er sett inn sú skarplega at-
hugasemd „að húsið Klapparstígur
13, sem samþykkt var í byggingar-
nefnd í júlí 1939, var jafnframt
samþykkt sem fyrri áfangi af húsi
sem byggja átti fyrir götuhomið
að lóðarmörkum nr. 6 við Lindar-
götu“ (nú nr. 20, innskot höf.) „í
raun hefur nr. 13A því átt að víkja
allt frá þeirri samþykkt. Seinni
áfangi er enn óbyggður. Þar af leið-
andi stendur nr. 13A, með þeim
breytingum sem á suðurhlið þess
voru gerðar, svo það mætti standa
fram að framkvæmdum við síðari
áfangann."
Okkur er því spum: Á húsið okk-
ar að fá að standa, þar til seinni
áfanginn verður ekki byggðuri?
Greinarhöfundur er að ljúka námi
í arkitektúr í Frakklandi.
Steingrímur
Hermannsson
forsætisráðherra:
„Ekki tíma-
bært að hugsa
um kosningar“
„ÞAÐ ER septembermánuður nú
og fjarri því að timabært sé að
hugsa um kosningar nú. Það
verður ekki kosið á næstu mán-
uðum,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra
er blaðamaður Morgunblaðsins
spurði hann á föstudag hvenær
hann teldi ákjósanlegt að kosið
yrði.
„Ef sjálfstæðismenn hafa gaman
af að álykta um hvenær verði ko-
sið, þá er það þeim vitanlega
frjálst," sagði forsætisráðherra, „en
ég hef um miklu stærri og þýðingar-
meiri mál að hugsa nú, og eftirlæt
þeim því þann þankagang."
Forsætisráðherra sagðist vilja
hafa víðtæka samstöðu, stjómar-
flokka og stjómarandstöðu um
kjördag, þegar þar að kæmi, en nú
næstu mánuðina væri réttara að
snúa sér að þeim miklu verkefnum
sem biðu stjómvalda, og láta íhug-
un um hugsanlega kjördag lönd og
leið.
★ 828, 206 kæliskápur, Electrolux.
★ KE-282-124 Gaggenau helluborð
★ CF-6484 Electrolux, íullkomin eldavél, í drapplit.
★ CF-6484 Electrolux eldavél, í rauðu.
★ R-281 klukkuborð fyrir Electrolux eldavélar.
★ CF-6472 Electrolux blásturs-eldavél í drapplit.
★ CK-260 Electrolux vifta fyrir útblástur.
★ TC-550 150 ltr. frystikista Electrolux.
★ NF-3244 tveggja hæða Electrolux örbylgjuofn.
★ N-15 Electrolux hrærivél.
Einnig mikið úrval af lítið útlitsgölluðum kæli- og frystiskápum á niðursettu verði.
Bjóóum 10% útborgun í öllum
húsgögnum, sjónvörpum, vídeótækj-
um og einnig í heimilistækjum.
&
Vðrumarkaðuringhi.
Eiöistorgi 11 - sími 622200