Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 26

Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík: Utankj örstaðakosn- ing vegna prófkjörs UTANKJORSTAÐAKOSNING vegna prófkjörs umskipan fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik við næstu Alþingis- kosningar hefst mánudaginn 29. september nk. kl. 9.00. Kosningin fer síðan fram á virkum dögum frá kl. 9.00 til 17.00 og á laug- ard. frá kl. 10.00—12.00. Kosiðp er á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Utankjörstaðakosningunni lýkur föstudaginn 17. október og er þeim ætluð sem fjarverandi verða úr borginni prófkjörsdaginn 18. okt. nk., eða geta ekki kosið þá af öðrum ástæðum. Atkvæðisrétt í prófkjörinu eiga ailir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri á próflqörs- daginn. Jafnframt mega þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins taka þátt í prófkjörinu sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík við Alþingiskosningamar og undirritað haifa inntökubeiðni í sjálfstæðis- félag í Reykjavík fyrir lok kjörfund- ar. 15 manns taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Samkvæmt reglum þeim sem um prófkjörið gilda skal hluta til um röðun nafna á atkvæðaseðlinum með þeim hætti að dregið ér út nafn þess sem skal vera efstur á seðlinum og síðan er stafrófsröð látin ráða. Samkvæmt þessu eru eftirtaldir í framboði í prófkjörinu: Jón Magnússon lögmaður, Malarási 3; María E. Ingavdóttir viðskipta- fræðingur, Vallabraut 20; Ragn- hildur Helgadóttir ráðherra, Stigahlíð 73; Rúnar Guðbjartsson flugstjóri, Selvogsgrunni 7; Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, Bjar- malandi 18; Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur, Sólvalagötu 51; Al- bert Guðmundsson ráðherra, Laufásvegi 68; Ásgeir Hannes Eiríksson verlsunarmaður, Klapp- arbergi 16; Bessí Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri, Hvassaleiti 93; Birgir ísl. Gunnarsson alþingismað- ur, Fjölnisvegi 15; Esther Guð- mundsdóttir markaðsstjóri, Kjalarlandi 5; Eyjólfur Konráð Jonsson alþingismaður, Brekku- gerði 24; Friðrik Sophusson al- þingismaður, Skógargerði 6; Geir H. Haarde hagfræðingur, Hraunbæ 78; Guðmundur H. Garðarsson við- skiptafræðingur, Stigahlíð 87. Kjósendur skulu greiða atkvæði með því að kjósa fæst 8 frambjóð- endur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustarf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi end- anlegan framboðslista. Norska nefndin skoðar litla salinn í Borgarleikhúsinu. Vilja auka menningartengsl Islands og Rogalandsfylkis Aðalbjörg komin úr sínum síðasta róðri — Hugmyndir um að setja hana á Sjóminjasafnið FISKIBATURINN Aðalbjörg RE-5 kom til hafnar í Reykjavík í gær úr sinum siðasta róðri. Aðalbjörg er frægur fiskibátur. Hún var smiðuð i Reykjavík árið 1935 fyrir fegðana Sigurð Þor- steinsson og Einar Sigurðsson og hefur alltaf verið í eigu ættar- innar og ávallt verið gerð út frá Reykjavík. Núverandi eigendur eru skipstjórarnir Stefán og Guð- bjartur Einarssynir. Að sögn Stefáns er verið að úr- elda skipið vegna þess að verið er að smíða nýtt skip fyrir þá bræður á Seyðisfirði Mikið af tækjunum úr Aðalbjörgu verða notuð í nýja bátinn. Honum sagðist vera illa við að eyðileggja bátinn og því hefði hann lagt til við Þjóðminjasafnið að skipið yrði sett á Sjóminjasafnið í Hafnarfirði. Ekki vissi hann þó hvort eitthvað yrði úr því. Aðalbjörgin er 30 lesta eikarbát- ur. Hefur hún komið víða við á þessum 50 árum sem liðin eru frá því henni var hleypt af stokkunum. Hún var einn af fyrstu togbátum landsins og fyrsti humarbáturinn að sögn Stefáns. „Hún hefur verið happafleyta alla tíð," sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. MENNINGARNEFND Roga- landsfylkis í Noregi er stödd hér á landi um þessar mundir og er það fyrsta skrefið í að auka menningarsamskipti íslands og Rogalandsfylkis. „Við höfum verið að skipuleggja viðfangsefni okkar á sviði menning- ar í Rogalandsfylki og kom þá í hug að leita út fyrir landsteinana, bæði til að sjá hvað þjóðir eru að gera og sjá hvað við getum gert til að auka tengslin," sagði Roald Háland, jrfírmaður menningarmála í Roga- landsfylki. Rogalandsfylki er í suðvestur- hluta Noregs og stærsta bæjarfé- lagið þar eru Stavanger. „Okkur datt í hug að hafa sam- band við vestnorrænar eyþjóðir, sem líklega eiga margt sameigin- legt með okkur og kom þá í hug Færeyjar, Orkneyjar og íslands. Þeir stjómmálamenn sem sæti eiga í nefndinni vildu eindregið fara til Roald Háland, yfirmaður menn- ingarmála í Rogalandsfylki. íslands, enda munu önnur fylki Noregs hfa sérstakt menningar- samband við Færeyjar og Orkneyj- ar. Ég skipulagði þvf þessa ferð í samráði við norska sendiherrann á íslandi." Roald sagði ennfremur að hann teldi ísland og Rogalandsfylki hafa sérstök tengsl sögulega séð, ef mið- að er við staðsetningu fylkisins í Noregi. Líklegt sé að íslendinga í útleið á víkingatímanum hafi dva- list i hafnarborgum Rogalands. Hann sagði mikinn áhuga vera á að fá íslenska listamenn til Roga- lands og þá væntanlega að hafa listamannaskipti. Roald minnti einnig á menningarleg samskipti skóla- og íþróttahryefínga og taldi að á því sviði mætti vinna mikið. Nefndin kom hingað sl. föstudag og hefur m.a. séð „II Trovatore", og „Uppreisn á ísafirði" og skoðað Borgarleikhúsið. Heimsókninni lýk- ur nk. föstudag. „Bjóst ekkí víð að átta vinningar myndu nægja“ - segir Margeir Pétursson, nýbakaður skákmeistari íslands Morgunblaðið/Þorkell Aðalbjörgf RE-5 við bryggju í Reykjavik, nýkomin úr sinni síðustu veiðiferð. „ÉG tel mig nú ekki hafa verið í neitt sérstaklega góðu formi þrátt fyrir þennan sigur. Ég hafði sett mér hærra vinningshlut- fall og bjóst alls ekki við að 8 vinningar af 11 myndu nægja til sigurs i þessu móti,“ sagði Margeir Pétursson, nýbakaður skák- meistari íslands i samtali við Morgunblaðið. Þetta er i fyrsta skipti sem Margeir vinnur þennan titil, en hann hefur einu sinni áður hafnaði í efsta sæti á Skákþingi Islands ásamt öðrum. „Það var þegar ég var 15 ára, árið 1975, en þá tók ég þátt í mótinu í fyrsta skipti", sagði Margeir. „Við voru fjórir efstir og jafnir og ég lenti siðan i þriðja sæti eftir aukakeppni. Það var næst því sem ég hef komist til að hreppa þennan titil þar til nú.“ Margeir kvaðst vera ánægður með aðstöðuna á Grundarfirði. „Það var gott að tefla þama. Meira næði heldur en þegar mað- ur teflir hér í bænum. Þama sátu allir við sama b orð og hvorki vinna né skóli sem truflaði eins og svo oft áður", sagði hann. Aðspurður sagði Margeir að Iíklega hefði þetta verið sterkasta Skákþing íslands til þessa, miðað við titla þáttakenda og skákstig. „Það var líka barist af mikilli hörku og færri jafntefli nú en til dæmis 1984, sem hefur líklega komið næst þessu móti hvað styrkleika snertir". Margeir sagði að eftirminnileg- asta skákin sín á á þessu móti hefði verið skákin á móti Guð- mundi Siguijónssyni, sem var úrslitaskákin á mótinu. „Fyrr um daginn hafði ég farið illa með möguleika mína í biðskák á móti Jóni L. Ámasyni. Líklega hef ég verið þar með unna stöðu sem ég Margeir Pétursson, skákmeist- ari Islands 1986. missti svo niður, þannig að ég var ekkert of bjartsýnn þegar ég mætti til leiks í skákina á móti Guðmundi. Skákin einkenndist síðan af strögli þar til hann lék af sér í tímahraki. Honum yfír- sást mjög óþægilegur peðsleikur og þetta þróaðist mér í hag“, sagði Margeir Pétursson. Lokastaðan á Skáþingi íslands var þessi: 1. Margeir Pétursson 8 vinn- inga. 2.-3. Guðmundur Sigurjóns- son og Jóhann Hjartarson 7 vinninga. 4.-6. Þröstur Þórhalls- son, Karl Þorsteins og Jón L. Ámason 6 og hálfan. 7. Hannes Hlífar Stefánsson 6 vinninga. 8. Davíð Ólafsson 5 vinninga. 9. Dan Hansen 4 og hálfan. 10.-11. Sæv- ar Bjamason og Björgvin Jónsson 4 vinninga. 12. Þröstur Ámason 1 vinning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.