Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 31

Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 31 Bandaríkjamaður og Frakki gíslar: Mennirnir sagðir vera njósnarar Beírút, Líbanon, AP. SAMTÖK, sem nefnast „Bylting- arsveitir réttlætisins" segjast halda frönskum ríkisborgara og Bandaríkjamanni í gíslingu í Líbanon. Fréttastofa í Beirút hefur fengið sendan handskrif- aðan miða, sem sagt er að Frakkinn hafi ritað. Einnig hef- ur dagblað í Beirút fengið senda mynd af Bandaríkjamanninum. Samtökin segja mennina vera njósnara á vegum ríkisstjórna Bandaríkjanna og Frakklands. Bandaríkjamanninum, Joseph James Cicippio, var rænt 12. sept- ember síðastliðinn en „Byltingar- sveitir réttlætisins" eru fjórðu samtökin, sem segjast bera ábyrgð á hvarfí hans. Talsmenn franska utanríkisráðu- neytisins segja að franska ríkis- borgarans hefði verið saknað frá því í febrúar. Maðurinn heitir Marc- el Khodari og hefur verið búsettur í Beirút um skeið. Engar fréttir höfðu borist af hvarfi hans og í fyrstu neituðu yfirvöld í Frakklandi að kannast við málið. í orðsendingu sem Khodari hafði ritað eigin hendi er nafn hans, fæðingardagur og ár og nöfn bama hans sem búsett eru í Frakklandi. Líbanskt dagblað fékk sendar tvær ljósmyndir sem sagðar eru af mönnunum tveimur. Eiginkona Cieippios hefur staðfest að myndin sé af eiginmanni hennar. í yfirlýsingu frá „Byltingarsveit- um réttlætisins“sagði ennfremur að samtökin hefðu tvo franska ríkis- borgara til viðbótar í haldi. Sagt var að mennimir hefðu allir verið leiddir fyrir „byltingardómstól" og verið ákærðir fyrir hermdarverka- starfsemi og njósnir. Vilja opna flóttafólki allar gáttir Ntirnberg, AP. FLOKKUR græningja í Vestur- Þýskalandi gagnrýndi í gær harðlega stjórnina í Austur- Þýskalandi fyrir að hafa heitið að draga úr straumi flóttafólks frá þriðja heiminum inn í Vest- ur-Þýskaland. Jafnframt skoraði hann á stjórnina í Bonn að opna allar gáttir fyrir flóttafólkinu. Græningjaflokkurinn, sem berst fyrir umhverfisvemd og er mjög andsnúinn Atlantshafsbandalaginu, skoraði á vestur-þýsku stjórnina að hleypa öllum flóttamönnum inn í iandið hvort sem þeir væm að flýja pólitískar ofsóknir í landi sínu eða bág kjör. Var þetta samþykkt á þingi flokksins nú um helgina. Blikur á lofti á Azoreyjum AZOREYJAR eru í augum margra Evrópubúa staðurinn, þaðan sem hæðirnar er færa þeim gott veður, koma. En í sumar hefur verið óveðursblika á lofti í stjórnmálum eyjanna, sem eru hluti af Portúgal, en hafa vissa sjálfstjórn. Fyrir skömmu neitaði Mario Soares, forseti Portúgals, að sam- þykkja endurskoðuð lög um sjálf- stjóm eyjanna, er þjóðþingið í Lissabon hafði samþykkt sam- hljóða í júlí, þar sem ágreiningur hafði komið upp um stöðu fána og þjóðsöngs Azoreyja. Þetta var í fyrsta skipti sem Portúgalsfor- seti beitti neitunarvaldi og var Soares tekið heldur fálega er hann kom í opinbera heimsókn til eyj- anna, til þess að vera viðstaddur hátíðahöld í tilefni þess, að 10 ár voru liðin síðan Azoreyjar fengu sjálfstjóm. I hinum nýju lögum var gert ráð fyrir því, að fáni og þjóðsöng- ur eyjanna yrðu jafnréttháir portúgalska fánanum og þjóð- söngnum við opinberar athafnir. Portúgalski herinn mótmælti þessu og hélt því fram, að siíkt væri skaðlegt samheldni þjóðar- innar. íbúar Azoreyja sögðu að þama bryddaði á nýlendustefnu, en herforingjarnir ásökuðu þá um aðskilnaðarstefnu. Margir herfor- ingjanna eru sagðir óánægðir með að Azoreyjum skyldi hafa verið veitt sjálfstjóm árið 1976 og einn- ig minnast þeir þess, að á árunum 1974-5 var starfandi hreyfing á eyjunum er krafðist algers sjálf- stæðis þeim til handa. Er Soares beitti neitunarvaldi sínu sagði hann, að þjóðþingið hefði afgreitt lögin í of miklum flýti, þau þyrftu nánari skoðun. Þingið verður nú beðið um að athuga hvort rétt sé að sam- þykkja lögin öðru sinni eða lagfæra þau. Leiðtogi stjómar Azoreyja, Joao Bosco Mota Amar- al, mislíkaði svo ákvörðun forset- ans að hann klæddist svörtum sorgarklæðum við móttökuat- höfnina er Soares kom til eyjanna. Menn hafa velt því fyrir sér hvers vegna herinn kýs að mót- mæla nú, þar sem fánar Azoreyja og Portúgals hafa undanfarin 7 ár blakt við hún hlið við hlið og þjóðsöngvar beggja verið leiknir við opinberar athafnir. Svarið gæti verið að herinn sé að hefna fyrir kuldalegar móttökur sem Rocha Vierra, hershöfðingi, fékk er hann tók við embætti sem full- trúi Portúgals á eyjunum. íbuar Azoreyja vildu ekki að hermaður gengdi embættinu og höfðu þar að auki gert sér vonir um að ein- hver innfæddur hreppti hnossið. Endursagt úr The Economist. / / / / l.........L...1. 1.1 1.......1 L....l...1.11.......1...\ \ v......V....V \ \ » ♦ ♦ ♦ ♦ * <*> ♦ ♦ ♦ ' ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ g s s a a 2. | i i wts'œwttwtswcscBOíwtöwwðswwwsswwœ 2. 3. 3. a 3. 2. 3. 3. 3. 2. 3. 3. 3. 2. 2. 2. 3- 3. 3- 2. 2. 2. 2- rf-sr»'CtcíCTctff*r* sr rt er rtr* rfr*r* r* rt r? rr rt P? I f g P 3 3 2 c p ff ff tr | i I I § I 6: I I f II *?sr *’55v Sér *!t3r 'vSc 'rxx 'rxx vg- I3_ »4 15 16 17 »8 1« 20 21 22 23 24 — Enn gagnlegri og dýrmætari en áður Encycbpædia l\lý sending komin af 1986-útgáfunni. 32 stór bindi, yfir 30.000 bls., + nýja árbókin 1986, sem inni- heldur nú „World Data“. Nýtt tilboð: Verð kr. 52.600.oo, útborgun aðeíns kr. 8.200.OO og kr. 3.700.00 á mánuði I 12 mánuði + vextir. Staðgreiðsluverð kr. 47.340.oo. Fjárfesting sem vit er í. Bókabúð Steinars, Britannba 1986 PARIS NUTRIBEL Nærandi rakagefandi dag- og næturkrem gefur húÖ þinni það sem hún þarfnast Með því að nota Nutribel daglega fær húð þín næringu og raka ... allan sólar- hringinn. * NÆRINQAREFNI Á efnasamsetningu Nutribel er einkaleyfi, en í kreminu eru efnasambönd sem meðal annars innihalda línólsýru, eitt mikilvægasta næringar- efni ungrar og heilbrigðrar húðar. * RAKI i Nutribel eru valin rakagefandi efni sem ganga inn i dýpstu lög húðarinnar, þar sem endurnýjun fruma á sér stað. * TEYGJANLEIKI Nutribel eykur eðlilegan teygjanleika húðarinnar, svo að hún verður sveigjanleg og gefur auðveld- lega eftir við hreyfingu andlitsvöðva. Eiginleikar sem sannaðir hafa verið á tilraunastofum okkar. Nutribel Nourishing Hydrating Emulsion nærandi og rakagefandi dag- og næturkrem, léttfljótandi og silkimjúkt krem sem gefur húð þinni nauðsyn- legan raka og næringu. M 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.