Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 35 þennan stóra, dýrlega helgidóm okkar að verðleikum i smáu og stóru. Kennarar allt frá smá- bamaskóla til háskóla mega helzt aldrei gleyma, að minna bömin bæði með orðum og eftirdæmi á það, að borgin þeirra er þeim helgidómur með öllum sínum söfnum, kirkjum og skrauthýsum, heimilum og skólum. Þar eru biðskýli strætisvagna einna minnst, en samt hin falleg- ustu sum þeirra, sem sjást mega í nokkurri borg veraldar. Þau — jafnvel þau — skal ekki vanhelga með ógeðslegum mynd- um, kroti og kjaftæði. Sama er að segja um strætin í borginni. Þau skulu vera hrein, en ekki þakin sorpi og drasli, tób- aksstubbum og glerbrotum, sem gefa vægast sagt vondar einkunn- ir, jafnvel þeim, sem fá hæstu prófin í skólunum. íslenzkir kennarar eru mér kærasta starfsstétt þjóðar næst bændum og sjómönnum, en allir þessir hópar eiga stóran hlut í heillum Reykjavíkur. Gleymið ekki hinu smáa í um- gengnisháttum hversdagsins. Þar er jarðvegur hins æðsta í menn- ingu fólksins. Og að síðustu, þótt margs þyrfti að minnast til hversdags- heilla í okkar „Davíðsborg", þá nefni ég aðeins til viðbótar vernd handa bemsku og æsku, hinum sígildu gjöfum Sólarföður til framtíðar og fagnaðar og lífs. Sú vemd þarf að veitast af öll- um, en einkum foreldmm og forystuliði borgarinnar, ásamt lögreglu og leiðtogum á vegum guðstrúar og góðra siða, prestum, kennumm og fóstmm. — Þar skal fyrst og fremst minnst á vemd gegn slysum, tjóni og dauða á götum og strætum. Þar verða svo ailir að gæta sín gegn öðmm, en einkum samt gegn því að valda öðmm skaða, sjúkleika, þjáning- um og dauða, hörmungum og hryllingi. Sagt er að umferðarslys og tjón í okkar yndislegu og ágætu höfuð- borg nálgist að hundraðshluta það mannfall, sem verður í milljóna- löndum í styijöldum. Það er hræðileg fullyrðing, en telst samt sönnuð með vísindalegum athug- unum. Sem betur fer virðist einmitt tveggja alda afmælið auka þama áhuga og opna leiðir fyrir átak lögreglu og mannkostamanna, sem vilja vaka og vinna til að efla öiyggi og mannúð í stað frekju og heimsku. „Akið var- Iega“ em stór orð. Og að síðustu á sama vettvangi vemdar og mannréttinda ein spuming: Hvemig geta konur sætt sig við að eytt sé lífi 700 bama árlega, af félagslegum or- sökum, í landi allsnægta, þar sem bæði karlar og konur kunna eða geta lært að nota bæði pillur og tæki til að koma í veg fyrir getn- að bama sér til handa á auðveldan hátt? Hugsið ykkur hundmð bama á fermingardegi, sem þyrmt hefði verið gegn slíkum ofsóknum af sínum nánustu, ófæddum? Hvarf þessa hóps er einn svart- asti skuggi yfir Alþingi Islands frá upphafi. Hvílík gjöf höfuðborg til handa. Fóstureyðing getur verið ill nauðsyn þegar heilsa og líf móður er í veði, annars ekki. Þar eiga læknar að hafa síðasta orðið. Gleymum aldrei eigin heiðri og hugsun, þegar velja skal gjafir eða vernd tl aukins þroska og menningar. Hin frjálsa þjóð, íslendingar, á friðarvegum er ein hin skær- asta perla mannkyns með Reykjavík sína fógm 200 ára ungu ömmu, sem enga elli þekkir í broddi fylkingar. Megi framtíð hennar verða undir yfírskrift og óskum skáldsins, sem bezt hefur lýst viðleitni göfugs samfélags í þessum ljóðlínum: „Líkt og allar landsins ár leið til sjávar þreyta - svo skal fólksins hugur hár hafnar sömu leita. Höfnin sú er sómi vor, sögufoldin bjarta. Láfni vilji, vit og þor vaxi trú hvers hjarta." Sú trú er traustið á Sólarföður kærleikans í fótspor Meistarans frá Nazaret. Reykjavík, 21. ágúst 1986, Árelíus Níelsson. Tvítug stúlka í Ghana með áhuga á íþróttum, tónlist, bókalestri o.fl. K. Dartey Adiamah, Box 419 Agona Swedru, Ghana. Fimmtug dönsk bóndakona, hef- ur áhuga á náttúmlífi, dýmm, tónlist og teikningu. Vill skrifast á við konur á svipuðum aldri. Annelise Hansen, Bredkildegaard, Forlewej 7, 4241 Vemmelev, Danmark. Nítján ára franskur háskólanemi með áhuga á tónlist ýmiss konar, íþróttum og ferðalögum. Safnar frímerkjum. Jean-Noel Tocfiche, 51 bis Avenue de la Kepublique, 75011 Paris, France. Sextán ára piltur í Ghana með áhuga á íþróttum. Isaac Nanak Graham, c/o Box 64, Trade Fair Site, Labadi, Accra, Ghana. VUtþú slástí hópínn? Fyrirsætan h.f. er fyrirtæki sem sér um að ráða fólk tíl fyrirsætustarfa vegna blaðaauglýsinga, tímarita, bæklinga, sjónvarpsauglýsinga og hverskonar kynningarstarfsemi. Til að geta sinnt þessu hlutverki sem best og uppfyllt þær kröfur sem auglýsendur og aðrir sem leita til okkar gera vantar okkur fjölda fólks sem hefur áhuga á að taka þátt í skapandi starfi. Við leitum jafnt að þekktum andlitum sem óþekktum, fólki af báðum kynjum og á öllumaldri. Ef þú hefur einhvemtíma látið þig dreyma um að prófa fyrirsætustörf eða vilt takast á við ný og spennandi verkefni þá er þetta kjörið tækifæri til að láta drauminn rætast. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 621852 eða 621980 milli kl. 9:00 og 17í)0 til 1. okt., eða senda mynd með upplýsingum til okkar í Borgartún 27. Anna Björk Eðvarðsdóttir framkvæmdcistjóri Fyrirsætan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.