Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 37
BIFREIÐ, eins og- þeirri á með-r
fylgjandi mynd, var stolið kl. 1
aðfaranótt laugardagsins 13.
september frá Gránufélagsgötu
16 á Akureyri. Númer bifreiðar-
innar er A-10604. Hún er af
Lancer-gerð, ljósdrapplituð, ár-
gerð 1981. Hún hefur enn ekki
fundist. Geti einhver gefið upp-
lýsingar um það hvar bifreiðin
er niðurkomin er sá hinn sami
vinsamlega beðinn að hafa sam-
band við rannsóknarlögregluna
á Akureyri.
INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
Missti
fjóra
fingxir
Menntaskólinn á Akureyri:
Akureyri.
UNGUR madur slasaðist mikið á
hægri hönd á föstudag er hann
lenti með höndina i sútunarvél í
skinnaverksmiðju Sambandsins á
Akureyri. Hann var þegar í stað
fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið
þar sem hann fór í aðgerð. Hann
skaddaðist mjög mikið á öllum
fingrum handarinnar — og held-
ur líklega aðeins einum þeirra.
Menntaskólinn á Akureyri eftir „andlitslyftingu" framhliðar hússins.
Morgunblaðið/Skapti
upprunalega mynd
- hluti þess fauk fyrir tæpum 50 árum!
„VIÐ ERUM að reyna að koma
þessu gamla virðulega húsi í
upprunalegt horf hvað ytra útlit
varðar," sagði Jóhann Siguijóns-
son, skólameistari Menntaskól-
ans á Akureyri, í samtali við
Morgunblaðið, en að undanförnu
hafa staðið yfir lagfæringar á
húsinu — og hefur meðal annars
verið sett upp skraut á miðburst
hússins; en hluti upprunalega
skrautsins þar fauk af í suð-
austan stórviðri fyrir tæpum 50
árum! Nú er því skrautið á öllum
þremur burstum hússins eins og
það var upprunalega.
Að sögn Jóhanns var verið að
skipta um jám á framhlið skóla-
hússins „og við notuðum því
tækifærið meðan vinnupallamir
voru uppi og lagfærðum skrautið.
Við endumýjuðum skrautið í von
um að fá styrk úr húsfriðunarsjóði.
Við höfum sótt um og vonumst til
að fá styrk. Okkur fannst þurfa að
laga þetta og spömðum stórfé með
því að þurfa ekki að setja pallana
upp aftur," sagði Jóhann.
Menntaskólinn er friðaður í
flokki B og „er eitt fallegasta hús
á íslandi. Það var byggt 1904 og
svona gamalt hús þarf mikið við-
hald — en við fáum allt of litla
peninga til að gera allt sem okkur
fínnst nauðsynlegt," sagði Jóhann.
En það er ekki bara í framannefnt
sem Jóhann segir peninga vant:
„Eldvama- og rafmagnseftirlitið er
á eftir okkur. Við emm með hita-
skynjara í byggingunni; úrelt kerfí
sem orðið er 25 ára. Það er bráð-
nauðsynlegt að koma upp nýtísku
eldvamakerfí með reykskynjumm.
Það kostar fleiri hundmð þúsund —
eða milljónir, en er engu að síður
nauðsynlegt," sagði Jóhann.
Skólameistari hefur látið gera
áætlun um viðhald, endurbætur og
nýbyggingar við Menntaskólann á
Akureyri 1987-1994 — áætlun sem
alþingismönnum kjördæmisins hef-
ur verið afhent með von um að hún
nái fram að ganga. í áætluninni
felst meðal annars að sett verði
eldvarnakerfí í hús skólans og að
byggð verði ein hæð ofan á Möðra-
velli, raungreinabyggingu skólans.
„Þetta er markviss áætlun um
hvem lið sem þarf að gera í skólan-
um á næstu átta ámm. Það er minn
draumur að komast inn á fasta
áætlun fyrir þetta tímabil þannig
að hægt verði að skipuleggja fram
í tímann — ekki að peningar fáist
í slumpum annað slagið," sagði
Jóhann.
Ályktun félagsfundar Bandalags kennara:
Varað við mismunun
í grunnskólakennslu
— einkum varðandi stuðnings- og sérkennslu
Horgunblaðið/Skapti Hallgrlmsson
Jóhann skólameistari Siguijóns-
son fyrir framan gamla skóla-
húsið — miðburstin sem nú er
komin í upprunalega mynd eftir
tæplega 50 ára „biðM er í baksýn.
A FJOLMENNUM félagsfundi
í Bandalagi kennara á Norður-
landi eystra síðastliðinn föstu-
dag er varað „sterklega við
þeirri mismunun sem felst í
vinnubrögðum menntamála-
ráðuneytis við afgreiðslu á
áætlun vegna kennslu í grunn-
skólum næsta skólaár".
I ályktuninni segir að munurinn
sé einkum áberandi varðandi
stuðnings- og sérkennslu og lýsi
sér í því að sum umdæmi hafi
fengið samþykkt 16-17% til við-
bótar heildarkennslukvóta á sama
tfma og önnur umdæmi hafí ein-
ungis fengið 6-7% til þessara
þarfa.
Síðan segir „Á það má benda
að sérstofnanir á vegum ríkisins
til þjónustu við fatlaða og atferlis-
tmflaða nemendur eru fyrst og
fremst í Reykjavík og í almennum
grannskólum utan Reykjavíkur
em margir nemendur sem myndu
njóta þjónustu sérstofnana ríkis-
ins ef þeir væru búsettir í
Reykjavík - þannig væri raunhæft
að ætla að meðaltalsþörf al-
mennra gmnnskóla í Reykjavík
fyrir stuðningskennslu og sér-
kennslu væri minni en víða úti á
landi.“
Fundurinn segist harma þá af-
stöðu menntamálaráðuneytisins
að ekki skuli tekið tillit til sér-
stakra þarfa skólahverfa varðandi
stundafjölda til að uppfylla ákvæði
námsskrár og auglýsingar um
skiptingu kennslustunda. Enn-
fremur er því mótmælt að ráðu-
neyti menntamála skeri niður
„raunhæfar áætlanir fræðslu-
stjóra um kennslu og rekstur skóla
án þess að forsendum þeirrar
þjónustu, sem skólamir eiga að
veita, sé breytt".
í ályktuninni er fullyrt að fram-
kvæmd reglugerðar um sér-
kennslu hljóti að vera háð
fjárveitingum alþingis, „en meðan
þangað berst engin vitneskja um
raunvemlegan j^ölda sérkennslu-
nemenda einstakra fræðsluum-
dæma og greinda þörf þeirra fyrir
sérkennslustundir verður aldrei
jafnræði milli allra bama óháð
búsetu“. í ályktuninni segir enn-
fremur að um árabil hafí skólar
utan Reykjavíkur verið vanbúnir
til að sinna sérkennslu vegna þess
að ekki hafí verið vilji til að byggja
þar upp sérfræðiþjónustu í sama
mæli og í Reykjavík - „og í þeim
umdæmum sem hafa náð að
byggja upp þjónustu sálfræðinga
og sérkennara hefur menntamála-
ráðuneytið tafíð framkvæmd
gmnnskólalaga og reglugerðar
um sérkennslu að þessu leyti".
Ennfremur segir að verði ekki
bætt úr því misræmi sem nú sé
fyrir hendi sé ekki hægt að tala
um sambærilegar aðstæður til
skólahalds um land allt.
Bíllinn enn
ófundinn
Hlutavelta í Hjallalundi:
Gáfu Rauða krossinum fé
ÞESSIR krakkar héldu á dögunum hlutaveltu í Hjallalundi 9
og söfnuðu þar 971 krónu sem þau gáfu Rauða krossinum á
Akureyri. Á myndinni eru, frá vinstri: Ómar Amarson 10 ára,
Erla María Hauksdóttir 10 ára og Svanhildur Björgvinsdóttir
sem er aiveg að verða 10 ára. Valgarður Sigurðsson, 8 árá, var
með þeim í að halda hlutaveltuna en hann komst ekki með þeg-
ar krakkamir litu við á ritstjómarskrifstofu Morgunblaðsins
með peningana.
AKUREYRI
Vinnuslys á Akureyri:
Skraut á burstum í