Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 40

Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEBIBER 1986 Ferðalag eldri borg- ara í Stykkishólmi Stykkíshóimi í septcmber. ÞAÐ er margt gert fyrir gamla fólkið í dag og gamla fólkið í dag er mikið unglegra en gamla fólkið var fyrir svona 40—50 árum. Þá var talað um að fara „í hornið", en það þýddi að varla var þá til heilt herbergi fyrir aldraða á venjulegu heim- iM. Svona hefir breytingin orðið mikil. Þrældómur fyrri alda gerði það að verkum að gamall var maður talinn um sextugt. Nú eru byggð þessi glæsilegu dvalarheimili. Sú þróun byijaði í jsmáum stíl og skömmtuðu plássi fyrir hvem og einn en nú er þetta komið svo að menn hafa bæði stofu, svefnherbergi og eldhús eða eldunaraðstöðu, því svo er sameig- iniegt mötuneyti. Þetta eru fram- farir og þjóðinni til sóma. í Stykkishólmi hefir margt verið gert eldri borgurum til gagns og ánægju. Hér er gott dvalarheimili og möguleiki til stækkunar. Vel rekið gott bókasafn og stór stofa til samkomu og spilakvölda. Þá hafa félögin héma, klúbbamir og önnur félög staðið fyrir skemmti- legum stundum í félagsheimilinu með kaffiveitingum og hefur tekist mjög vel. Rotarykiúbburinn hefír boðið í ferðalög og nú í september var farin ein slík ferð kringum Snæfellsnes. Farið var á sunnu- dagsmorgni í tveim langferðabif- reiðum Gunnars Hinrikssonar frá Helgafelli og með leiðsögn Rotaiy- félaga, sveitarstjórans, skrifstofu- stjórans, tannlæknisins og svo dýralæknisins. Veður var hið ákjósaniegasta, sól og sumaiylur. Fyrst var komið við í Gmndarfírði og skoðuð hin veglega og ágæta krikja þeirra Gmndfírðinga. Sókn- arpresturinn séra Jón Þorsteinsson sýndi hana og sagði sögu hennar og kirkjumuna. Organistinn lék á hið nýja og glæsilega pípuorgel í öllum mögulegum tóntegundum, orgelverk snillinganna. Ekið var um bæinn og framfarimar skoðað- ar. í Ólafsvík biðu Rotaryfélagar með mat handa ferðamönnum og var það ánægjulegt að vera í boði þeirra og rausnarskapurinn þakk- aður hjartanlega. Þá var leiðsögn um sjómannagarðinn, þennan fagra stað í hjarta bæjarins og síðan skoðað dvalarheimili aldr- aðra og dáðust menn að þeirri byggingu. Það var vígt fyrir nokkr- um dögum og tekið í notkun. Á Hellissandi var stutt dvöl og þar skoðuð helstu mannvirki og gamlar brimlendingar og þeirra minnst í stuttum frásögum. Skúli Alexand- ersson var með í förinni. Síðan ekið fyrir Jökul og alla leið að Amarstapa, þar sem kaffí og kræsingar biðu fólksins í hinu veg- lega hóteli „baðstofunni" sem Hjörleifur Kristjánsson hefír komið upp og stýrir. Kvað hann vel hafa til tekist og aðsókn verið góð í sumar og hefði ferðafólk vel kunn- að að meta þessa nýbreytni í hótelrekstri. Húsið er bæði skemmtilegt og veitingastofan sér- stök og vom menn ánægðir með komuna þangað. Eftir að hafa farið skoðunarferð um „Stapa" var haldið til Stykkis- hólms og lauk þessum ánægjulega degi með góðri heimkomu. Þá skai þess getið að laugardaginn 13. september hafði Pétur Ágústsson sem er einn af eigendum Eyjaferða boðið eldri borgurum bæjarins í einu blíðasta veðri sumarsins í ferð um eyjasund, eins og farið hefír verið í sumar. Um eyjasundin með viðkomu á sérkennilegum og sögu- legum slóðum. Var þátttaka í þeim ferðum ágæt og menn ánægðir og þakklátir sem að þeim stóðu. Og þá skulu að iokum Rotary- klúbb Stykkishólms færðar þakkir fyrir ferðina í kringum Nes svo sem að framan er skráð. Já það er margt gert fyrir eldri borgara í dag og það ekki að ástæðulausu. Hafa þeir ekki rutt brautina fyrir þessu góða lífí sem við eigum kost á að taka þátt í í dag. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeið hefjast mánudaginn 6. okt. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í símum 36112 og 76728. Vélritunarskólinn, Ánanaustum 15, Sími 685580. Myndbandanámskeið 2.-18. október - 20 tímar. Þú lærir að gera þínar eigin myndir. Farið er yfir helstu grundvallaratriði, svo sem handritagerð, myndatöku, klippingu, hljóð og fjölföldun. Vinna með myndband er skemmtilegt og fjölbreytt starf sem gefur framtíðarmöguleika. Takmarkaður fjöldi. Upplýsingar og innritun í síma 40056. í myndmiölun Box 452, 200 Kópavogur, slmi: 40056 Námsflokkar Kópavogs Sími 44391 Innritun stendur yfir í síma 44391 kl. 16.00. - 19.00. Kennslugreinar: Erlend tungumál, skraut- skrift, myndlist, vélritun, trésmíði (f. konur), sníðar og saumar og tölvuvinnsla. Verð frá kr. 1700-2500. ítalska, spænska, enska, danska f. byrjendur. Uppl. og innritun í síma 84236, föstud., laugard. og sunnud. RIGMOR. Söngskglinn í Reykjavík Söngnámskeið Næsta kvöldnámskeið Öldungadeild Hefst 13. okt. nk. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri. Kennt er utan venjulegs vinnu- tíma. Innritun til 7. okt. nk. Uppl. á skrifst. skólans, sími 27366 kl. 15.00-17.30 daglega. Skólastjóri. Endurskoðendur Hádegisfundur verður hjá Félagi löggiltra endurskoðenda í Þingholti, Hótel Holti, á morgun, 1. október. Björn Friðfinnsson, form. Sambands ísl. sveitarfélaga, flytur erindi sem hann nefnir: Ákvæði nýju sveitarstjórnarlaganna um fjármál sveitarfélaga. Komum öll stundvíslega. Stjórnin Herrafataverslun í verslanamiðstöð í austurbænum selst með eða án húsnæðis sem hægt er að fá leigt. Ágæt velta. Góð viðskiptasambönd. 26600f Fa$teigiuþj6nustan Aimtmtrmti 17,«. 2U00 Þorsteinn Steingrímsson lögg. fasteignasali Sjálfstæðisfólk á Húsavík Aðalfundur sjálfstæðisfélags Húsavikur verður haldinn að Árgötu 14 (kosningaskrifstofu) þriðjudaginn 30. september kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða frambjóðendur til prófkjörs D-lista kjördæmis- ins. Mætum öll. Stjórnin. Hafnarfjörður Landsmálafélagið Fram boðar til aöalfundar miðvikudaginn 1. októ- ber kl. 20.30 í Sjálfstseðishúsinu að Strandgötu 29, Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Landsmálafélagið Fram. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík Utankjörstaðakosning Utankjörstaðakosning vegna prófkjörs um skipan framboöslista Sjálf- stæöisf lokksins í Reykjavík við næstu alþingiskosningar fer f ram virka daga á skrifstofu Sjálfstæöisflokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 9.00-17.00 og laugardögum frá kl. 10.00-12.00. Utankjörstaðakosningin er þeim ætluð sem fjarverandi verða úr borginni prófkjörsdaginn 18. október nk. eða geta ekki kosiö þá áf öðrum ástæðum. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. Austurlandskjördæmi Almennir stjórn- málafundir i Austur- landskjördæmi veröa haldnir sem hér segir: Reyðar- firði Hótel Búðar- eyri, þriðjudaginn 30. sept. kl. 20.30. Seyðisfirðí í Herðu- breið, miðvikudag- inn 1. okt. kl. 20.30. Fáskrúðsfirði i Skrúð, fimmtudag- inn 2. okt. kl. 20.30. Alþingismennirnir Friðrik Sophusson og Egill Jónsson ræða um stjórnmálaviðhorfiö. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.