Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 51

Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 51 dikt Ásgeirssyni. Þar voru böll, fluttir leikþættir, glens og gaman. Um þetta leyti byggði unga fólk- ið sundlaug héma frammi á Dalsdal í landi Unaðsdals, þar sem tæplega 19 gráðu heitt vatn er. Á vorin var þama kennt sund og meðal leið- beinenda vom: Amþrúður Sigurð- ardóttir í Hærribæ, Tryggvi Halldórsson í Neðribæ og Kristján Júlíusson frá Bolungarvík. — Ann- ars hafði verið rætt um stofnun íþróttafélags, en Ungmennafélagið varð ofaná. Það hafði verið ráðgert að byggja héma skólahúsnæði og nokkuð af timbri fengið til þess. Horfið var frá þessari byggingu og Isafold yfirtók timbrið og hóf byggingu félagsheimilis, sem skírt var As- garður og vígt 1940. En viðbótar- timbur var rekaviður af Ströndum, sem Kjartan Halldórsson útvegaði. En timbrið hrökk ekki til og tveir veggir vom hlaðnir úr torfí og gijóti. Á vígsludaginn buðum við upp á rabarbaragraut og rjóma, sem varð svo hefð á dansleikjum. Þetta tíðkaðist einnig á slíkum sam- komum í Ögri. — Og þið hjónin hafið auðvitað tekið þátt í þessu og Ingvar aðstoð- að við bygginguna? „Já, já. Það var svo gaman að starfa með unga fólkinu elskan mín. Annars var áhuginn svo al- mennur og allt unnið í sjálfboða- vinnu, enda engir peningar til og í byijun seinna heimsstríðsins. Jú, Ingvar vann þama að smíðum og t.d. vom innihurðimar eftir hann, en útihurðir smíðaði Jens bóndi Guðmundsson á Lónseyri, nú í Bæjum. Og gluggana gerði Kjartan Halldórsson, en mestur hjeðslumað- urinn var Sigurður Ólafsson í Hærribæ. Í Ásgarði átti fólk marg- ar gleðistundir, en um 1950 hafði færst deyfð yfír starfsemina og fólkið á brott. Burtfluttir sveitungar og heima- menn stofnuðu hér Átthagafélag Snæfjallahrepps sumarið 1972 og síðasti dansleikurinn var haldinn í Ásgarði. Daginn eftir 6. ágúst var húsið rifíð og byijað að grafa fyrir gmnni nýs húss, skammt frá þeim stað er Ásgarður stóð, en til minja stendur skorsteinninn eftir. Nýja húsið var vígt 4. ágúst 1973, en síðan var byggt myndarlega við það. — Ungmennafélagið Djúpveiji var stofnað hér 17. júní 1975, en nú er það fólk flogið og deyfð á vetmm. í hreppnum em sex bæir í byggð og búskapur stundaður á flmm þeirra og hefur svo verið í langan tíma.“ — Leiðist þér ekki héma einni á dimmum vetrarkvöldum? „Nei, vinurinn. Aldrei." — Hvað leitar á hugann í ein- vemnni? „Ég læt hugann reika aftur í tímann og hugsa um það sem var skemmtilegt. Blessuð bömin og all- ar skemmtanimar og svo er hér sjálfvirkur sími — og sjónvarp." Ljósmóðurstörf — Hafði það einhver áhrif á ák- vörðun þína varðandi ljósmóðumá- mið, að Salbjörg amma þín f ékkst við slíkt? „Nei. Alls ekki. Sigvaldi læknir Kaldalóns orðaði þetta við mig, en ég ansaði því ekki. En Helgi Guð- mundsson í Unaðsdal, sem ég hef minnst á fyrr átti þar stærstan þátt og ég fór fyrir hans áeggjan suður í nám.“ — Nú veit ég að þú lentir í ýms- um hretviðmm og jafnvel lífsháska. Þú vildir e.t.v. segja mér' í lokin einhveijar sögur af ferðum þínum til sængurkvenna? „Er þetta ekki orðið svo lang- dregið?" — Má vera. „Það er nú af mörgu að taka. Mér dettur í hug er Elías Borgars- son á Mýri (Tyrðilmýri) kom til mín í norðan stórhríð og með verstu veðmm sem koma. En Júlíana syst- ir hans var þá að fæða sitt fyrsta bam. Hún var gift Jóni Sigurðssyni og þau bjuggu síðar á Arbakka f landi Mýrar. Elías kom til mín í Unaðsdal kl. sex að morgni 19. janúar 1930. Hann taldi að við yrðum u.þ.b. tíu mínútur, enda stutt á milli bæja. Ég sá ekki til hans, gekk bara í sporin sem hann markaði í snjóinn. Eftir all-langa stund fómm við fram af ísskör og ég hélt að það væri pyttur, sem ég hafði dottið ofaní daginn áður, en fann samt að það var gijót undir fæti. Svo gengum við æði tíma á gijóti og krapi. Þá kallaði ég til Elíasar, að við hlytum að vera í Mýraránni og hann sam- sinnti. Svo gekk þetta svona langa hríð og mér fannst undarlegt hversu lengi við vomm í ánni. Greip þá í handlegg Elíasar og sagði það ómögulegt, að við væmm í ánni og það taldi hann einnig. En ég undr- aðist hversu rólegur hann var, því Elías var þama þaulkunnugur og ratvís maður. Þá fannst mér ráðleg- ast, að taka vinkilbeygju og fara til vinstri. Við gengum svo með móðnum (ísskörinni) en hann var það hár að ekki var hægt að kom- ast þar upp og komum undir kirkjuna, sem stendur á fjörukamb- inum. Settumst á tröppurnar og þurrkuðum frá augunum, en í sama bili birti til og sáum þá girðinguna fyrir ofan kirkjuna. Við höfðum þá lent niður í fjöm, en útfall var og vomm frammi á rifi, en útfiri er þama mikið. Hefði verið aðfall væri ég sennilega ekki til frásagn- ar. Þegar við komum út að Mýri, var konan komin með kollhríðina og höfðum verið þijár klukkustund- ir að velkjast. Ég hafði hraðann á og allt blessaðist með guðs hjálp. — En erfiðasta ferðin á mínum ljós- móðurferli var inn í Lágadal í Nauteyrarhreppi 12. febrúar 1945. Það yrði of langt mál að segja frá því, en það er átta stunda gangur á sumardegi, en ferðin hjá mér tók 17 tíma í umbrotafærð, regni, roki og náttmyrkri. Læknirinn á ísafirði treysti sér ekki í þessu óskaplega veÆri sem var, en enginn læknir var í Ögri. Bamið hafði fæðst fyrir 13 stundum og tvær grannkonur tóku á móti því. Fylgjan var ókomin og það leist mér illa á, en aðkoman var ægileg. Konan liggjandi í blóði sínu og bamið fölt, en fylgjunni tókst mér að ná með guðs hjálp og allt fór vel. Klukkan ellefu um kvöldið lagðist ég til hvíldar og var þá ansi þreytt eftir 40 stunda vöku og erfiði. En ég minnist allra með hlýhug og þökk, sem hlynntu að mér á þessu erfiða ferðalagi." Iljalti Jóhannsson • • KJORBOKINA SEMUR ÞÚ SJÁLFUR 26,3 MILÖÓNUM ÚTHLUTAÐ í VIÐBÓTAR- HÖFUNDARLAUN NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN gf rið 1986 ætlar að verða Kjörbókareigendum sérstaklega hagstætt og greinilegt að þeir eiga skemmtilega og spennandi lesningu í vændum. sparifé: Reyndar vissu þeir að Kjörbókin ber háa vexti. Þeir vissu líka að innstæð- an er algjörlega óbundin. Og þeir vissu að saman- burður við vísitölutryggða reikninga er vörn gegn verðbólgu. En ætli nokkurn hafi grunað að ávöxtun Kjörbókar fyrstu níu mánuði þessa árs samsvaraði 20,7% árs- ávöxtun. Það jafngildir verðtryggðum reikningi með 6,19% nafnvöxtum. Svona er Kjörbókin einmitt: Spennandi bók sem endar vel. Við bjóðum nýja sparifjár- eigendur velkomna í Kj örbókarklúbbinn. Landsbanki íslands Banki alira landsmanna KíÖRBÓK » ÍSLANDS ALmoríir^ti n.RrvKMU^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.