Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 52

Morgunblaðið - 30.09.1986, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIEUUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ODDGEIR JÓNSSON, matsvsinn, Arnarhrauni 7, Hafnarfirði, andaðist föstudaginn 26. september. Þorbjörg Georgsdóttir, Jón Guðmundsson, Áslaug Garðarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Guðbjartur Daníelsson, Jenný Guömundsdóttir, Gunnar Guðmundsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON frá ísafiröi, Ásvailagötu 61, lést í Landspítalanum 26. september 1986. Katrfn Fjeldsted Jónsdóttir, Arna Ólafsdóttir, Ragnhildur Ölafsdóttir, Lára Veturliöadóttir, Guðmundur M. Ólafsson, Lára F. Hákonardóttir. Faðir okkar. t GUÐMUNDUR ÞÓRARINSSON, Hrafnistu, lést 28. september. Lydia Guömundsdóttir, Jensfna Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson. Eiginmaður minn, STEFÁN HANNESSON, Hringbraut 37, lést laugardaginn 27. september í Landspítalanum. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Björg Ingþórsdóttir. Faðir okkar, GÚSTAF A. ÁGÚSTSSON, endurskoðandi, Laugavegi 70b, lést í Vifilsstaðaspítala aðfaranótt mánudagsins 29. september. Börnln. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Sörlaskjóli 58, verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg eða Rauöa- kross íslands. Fyrir hönd annarra vandamanna, Sigrún S. Waage, Hróömar Gissurarson, Gunnar Reynir Antonsson, Steinunn Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, GUÐMUNDAR ILLUGASONAR, fyrrv. lögregluþjóns og hreppstjóra, Bollagörðum 7, Seltjarnarnesi, sem andaðist 25. september, fer fram frá Reykholtskirkju í Borgar- firði miðvikudaginn 1. okt. nk. kl. 3 e.h. Rútuferöir verða frá BSl kl. 12.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Guðrún Guðmundsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Guömundsdóttir, Sveinbjörg Guömundsdóttir, Kristfn Guðmundsdóttir, Albert Sœvar Guðmundsson, Halla G. Markúsdóttir, Kjartan Markússon, Óiafur H. Þorbjörnsson, Sigurbjörn Haraldsson, Eysteinn J. Jósefsson, Margrét Ragnarsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG HELGADÓTTIR, verður jarösungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 1. október kl. 15.00 Ragnar Aðalsteinsson, Anna Hatlemark, Unnur Aðalsteinsdóttir, Ólafur Frlöfinnsson, Ása Aðalsteinsdóttir, Guðjón Guðmundsson og barnabörn. BjameyE. Narfadóttir ogPéturM. Oskarsson Fædd 19. mars 1909 Dáin 19. september 1986 Fæddur 3. júlí 1912 Dáinn 14. apríl 1982 Dagur líður, fagur, fríður, flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnumar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. (Vald. Briem) Oft hef ég fengið betri afmælis- kveðju en þá sem barst mér að kvöldi 19. september. Síminn hringdi og systir mín bar mér and- látsfregn Betu frænku. Þó voru fyrstu viðbrögðin þau að þakka Guði fyrir að hún hafði fengið hvíld. Engum duldist hvert stefndi sein- ustu vikumar og raunar fannst mér er ég sá hana síðast að hún væri þegar horfin úr okkar heimi. Bjamey Elísabet hét föðursystir mín fullu nafni, en frá því ég fyrst man var hún einfaldlega Beta frænka, ljóshærð, léttlynd og hlát- urmild. Hún var innfæddur Hafn- firðingur, fædd á Bala, sem nú er Austurgata 43. Foreldrar hennar vom þau Narfi Jóhannesson sjó- maður og Sigríður Þórðardóttir. Þau eignuðust sjö böm, sem öll em nú látin nema Sveinsína, sem lengi hefur búið á Bala, en dvelur nú á Sólvangi, 86 ára gömul. Manni finnst ótrúlegt að litla húsið á Bala skuli hafa rúmað svo stóran hóp en hjartarúmið var svo mikið að þar komust reyndar miklu fleiri fyrir. Beta var yngst systkinanna. Hún var heilsuveil frá bamæsku en vann þó við ýmis störf eins og kraftamir leyfðu. Annað þekktist ekki á þeim ámm. Hún bjó hjá foreldmm sínum, og fór ekki frá Bala fyrr en hún gifti sig. Árið 1932 eignaðist hún soninn Hörð með unnusta sínum, Hallberg Halldórssyni, síðar kaup- manni í Vestmannaeyjum. Svo fór að leiðir þeirra Hallbergs skildi, og ólst Hörður upp með móður sinni og móðurforeldrum á Bala. Hann býr í Hafnarfirði og er kvæntur Dúfu Kristjánsdóttur. Þau eiga þrjú myndarleg böm en þau em Bjamey Elísabet, hún býr í Noregi, er gift og á tvö böm; Sigurjón og Jó- hanna, sem nú býr á Bala með nýjan, lítinn Hörð. Þannig er hring- rás lífsins. Kynslóðir koma, kyn- slóðir fara. Beta var komin yfir fertugt þeg- ar hún giftist Pétri Óskarssyni sem lengi vann hjá bæjarútgerðinni. Hann var einnig borinn og bam- fæddur í Hafnarfírði. Þau bjuggu í nokkur ár á ýmsum stöðum í Firð- inum en byggðu síðan húsið að Móabarði 22 í félagi við Hörð. Ungu hjónin bjuggu á efri hæðinni en þau eldri niðri. Þama er mér nær að halda að Beta hafi átt sín bestu ár. Pétur var vænn maður og vildi allt fyrir hana gera. Þau áttu sameigin- leg áhugamál, höfðu mikið yndi af ferðalögum og fóm víða um landið, störfuðu í stúku og vom í Kvæða- mannafélaginu svo eitthvað sé nefnt. Þá tóku þau til sín systur- dóttur Péturs, Ingibjörgu Sigríði, aðeins 9 mánaða gamla og ólst hún upp hjá þeim til 15 ára aldurs. Hún er nú gift kona á Þingeyri. Eins og áður getur var Beta ekki heilsuhraust. Hún dvaidi oft á sjúkrahúsum og gekkst undir stóra uppskurði. En það sem háði henni mest var þó sjónleysið. Hún tapaði snemma sjón og var að heita má alblind seinasta áratug ævinnar og jafnvel lengur. Samt fór hún flestra sinna ferða og sinnti sínu heimili svo að undravert var. Pétur gerði allt til að létta henni þessa byrði, var henni augu ef svo má segja. Það má því nærri geta hvílíkt áfall það hefur verið henni þegar hann lést skyndilega 14. apríl 1982, tæp- lega sjötugur, en þá stóð svo á að þau hjónin höfðu bæði verið á sjúkrahúsi. Oft heyrir maður talað fijálslega um hetjur hversdagslífsins. Alltaf þegar ég heyri þau orð dettur mér Beta í hug. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt hana kvarta yfir kjömm sínum eða æðrast. Hún vildi standa t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, STEFANÍA ÁSTRÓS SIGURÐARDÓTTIR, Nýlendugötu 4, verður jarösungin miövikudaginn 1. október kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Kristín Jónsdóttir og börn, Sigurður Jónsson og börn, Rögnvaldur Jónsson, Ásdfs Guömundsdóttir, Þórir Jónsson, Jóna Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlaát og útför, RAGNARS JÓHANNSSONAR, Hlógerði 19, Kópavogi. Gyöa Waage, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. á eigin fótum meðan stætt var og aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Með- fædd lífsgleði hennar og glaðværð smitaði út frá sér. Komin á efri ár gat hún hlegið og skríkt eins og ung stúlka, og hún hafði til dæmis mjög gaman af nýjum fötum, jafn- vel eftir að hún sá þau ekki lengur. Hún unni fjölskyldu sinni af heilum hug, og þau aftur á móti og bjó hjá þeim meðan hægt var. Seinustu árin dvaldi Beta á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar undi hún sér vel þó heilsan væri lítilfjör- leg. Hún gladdist yfír því þegar Hörður flutti aftur í Hafnarfjörð eftir þriggja ára búsetu í Garðbaæ og hún lifði það að geta heimsótt þau í nýju íbúðina þó það yrði að bera hana í hjólastól upp marga stiga. Nú er hún sjálf flutt í ný heim- kynni. Friður Guðs fylgi henni þar, þakkir fyrir samfylgdina og bless- unaróskir. Minningamar um hana munu alltaf ylja mér um hjartaræt- ur. Fyrir hönd systkina minna, bama Jakobs bróður hennar votta ég Herði, Dúfu, bömum þeirra og öll- um öðrum vandamönnum innilega samúð. Arndís G. Jakobsdóttir Okkur langaði að rita nokkur orð um afa okkar og ömmu, Bjameyju Elísabetu Narfadóttur og Pétur Marinó Óskarsson. Amma Beta lést 19. september sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún var orðin heilsulít- il og var rúmföst sl. mánuð. Amma Beta fæddist og ólst upp í Hafnar- fírði, nánar tiltekið á Bala (Austur- götu 43.) 23ja ára gömul eignaðist hún pabba okkar, Hörð Hallbergs- son, og ól hann upp með aðstoð foreldra sinna og systkina. Alltaf var hún dugleg og lét sig sjaldan vanta í vinnu. Arið 1951 giftist hún fósturafa okkar, Pétri Marinó Óskarssyni frá Skógarströnd. Bjuggu þau á Strandgötu 50 fyrstu hjúskaparár sín, síðan byggðu þau tvíbýlishús á Móabarði 22, með for- eldrum okkar og bjuggu þar, þar til afí dó. Það var alltaf gott að koma heim úr skólanum og fara niður til ömmu og afa og fá sér að borða og taia við þau. Bæði störf- uðu þau mikið í stúkunni í Hafnar- firði, og tóku okkur með á fundi. Þau kenndu okkur margt sem kem- ur sér vel nú þegar við erum orðin eldri. Amma og afí tóku að sér systurdóttur afa, Ingibjörgu Sigríði Jónsdóttur, og ólu hana upp, hún er nú búsett á Þingeyri, maki henn- ar er Sigurður P. Jónsson, og eiga þau tvö böm sem nú sakna afa og ömmu sárt. Afí vann í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar í mörg ár, eða þar til heilsan brast, en þá var hann heima hjá ömmu og hjálpaði henni við hin daglegu störf, því sjónin hennar ömmu var orðin slæm. Það var því eitt það fallegasta sem við sáum þegar afí leiddi ömmu er þau vom úti á gangi. Við vitum að amma er búin að hitta afa okkar aftur og kveðjum við hana nú með þakklæti fyrir allt. Bjarney Elísabet Harðardóttir, Siguijón Harðarson, Jóhanna Elínborg Harðardóttir. Blomastofa Friöfinm Suöuilandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. *Sk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.