Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
53
Adolf Alberts-
son — Minning
Fæddur 30. sept. 1901
Dáinn 22. nóvember 1985
Í dag þann 30. september hefði
afi minn, Adolf Albertsson vélvirki,
fýllt 85. aldursárið. Hann lést þann
22. nóvember sl. eftir skamma
sjúkrahúslegu. Þegar ég horfi um
öxl og minnist samverustunda okk-
ar, bæði í leik og starfi, sem og í
sorg og gleði, verður mér ljðsara
hvílíka gersemi af manni hann hafði
að geyma. Hann var mér ekki bara
afi, heldur miklu meira. Alltaf var
hann reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd, hverjum þeim sem til hans
leitaði, og þeir voru ekki svo fáir.
Afi reyndist mér jafnframt sá
besti kennari sem ég hef kynnst,
hvort sem var til hugar eða hand-
ar. Hann var slíkur hagleikssmiður,
að allt virtist leika í höndum hans.
Margar ánægjustundir áttum við
saman í bílskúmum við ýmiskonar
föndur, og þar var líka margt skraf-
að og skeggrætt sem ekki var rætt
annars staðar.
Þó að liðið sé næstum ár síðan
afi dó, stendur hann mér ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum, enn í dag.
Það er ekki ósjaldan, þegar ég sjálf-
ur er eitthvað að föndra, og upp
kemur vandamál, að ég hugsa;
„hvemig hefði afi farið að“, og þá
er engu líkara en hann komi til
hjálpar.
A þessum tímamótum er mér
efst í huga þakklæti fyrir allar góðu
stundimar sem við áttum saman;
fyrir það ástríki og góðmennsku
sem hann sýndi fjölskyldu minni,
og síðast en ekki síst fyrir þá fá-
dæma þolinmæði sem hann hafði,
þegar ég átti í hlut. Þó afi sé farinn
mun minningin um hann alltaf lifa
með þeim, sem voru þeirrar gæfu
aðnjótandi að kynnast honum.
Guð blessi minningu hans.
Deyr fé, deyja frændur.
En orðstýr deyr aldrei
hveim sér góðan getur.
AÖK
Minning:
ValgerðurSigurðar-
dóttirfrá ísafirði
Fædd 30. júlí 1913
Dáin 18. september 1986
Vala, eins og við kölluðum hana
lést á öldrunardeildinni Hátúni lOb
í Reykjavík á 74. aldursári.
Hún fæddist vestur á ísafirði og
ólst upp í dalnum inn af Skutuls-
fírði, í faðmi fjalla blárra.
Hún giftist Antoni heitnum Ól-
afssyni búfræðingi, bróður mínum.
Þau byggðu sér fagurt heimili á
ísafirði, með ómældri elju og þraut-
seigju. Við húsið gerðu þau fagran
garð, með blómskrúði og birkiang-
an. Þau eignuðust fjögur böm, eina
dóttur og þrjá syni. Vala átti áður
dóttur með fyrri unnusta sínum,
Sigrúnu Waage Sigurðardóttur,
sem ólst upp með systkinahópnum.
Lífsganga Völu var ekki ætíð
greið eða létt.
Þung ský veikinda og ástvina-
missis dundu yfir. Heilsu eigin-
mannsins tók að hraka og læknar
gátu lítið að gert. Þau fluttu frá
Isafirði til Reykjavíkur ef verið
gæti að í höfuðborginni væra meiri
möguleikar á lækningu.
Hann var lagður inn á sjúkrahús
og þaðan átti hann ekki aftur-
kvæmt. Hinn 16. júní 1965 lést
hann á sjúkrahúsinu.
Sorgarskýin vora þó ekki öll að
baki. Dóttirin Ólöf Bjamveig lést
skyndilega sumarið 1969, myndar-
kona.
Jóhannes, elsti sonurinn, lést svo
árið 1975.
Guðfinnur yngsti sonurinn lést
árið 1984. Hann hafði alla sína ævi
verið heilsuvana hjá móður sinni.
Þar með hafði hún misst fjóra
nána ástvini á besta aldri.
Nokkra áður en seinni sonur
hennar lést var hún sjálf lögð inn
á sjúkrahús nær dauða en lífí. Þar
gekk hún undir hættulega skurðað-
gerð. Skurðaðgerðin tókst vel, en á
eftir var hún lengi rúmliggjandi og
ekki sjáanlegt hvort hún kæmist á
fætur aftur. Viljastyrkur hennar
var óbugaður og því tókst henni
að ná þeirri heilsu að hún gat geng-
ið um meðal fólks. Síðast þegar ég
sá hana á gangi var á Skólavörð-
ustígnum og dásamaði hún þá
veðurblíðuna.
Hún fylltist aldrei beiskju þó
sorgarskúrimar væra bæði dimmar
og þungar. Hennar sterka skapgerð
er mér ógleymanleg.
Hún sýndi þar líka þrek í raun.
„Far þú í ffiði.
Friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir alit og allt.
Gekkst þú með guði.
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Rúna og Reynir, þið hafið ætíð
og ævinlega staðið við hlið mömmu
ykkar í sorginni.
Ykkur sendi ég mínar bestu sam-
úðarkveðjur.
Guð styrki ykkur og styðji.
Bjarni
Móðir mín,
HALLDÓRA HALLBJARNARDÓTTIR,
Arnarhrauni 19,
Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi 27. september.
Guðlaug Hauksdóttir.
t
Fósturmóðir mín og móðursystir,
KARLA INGIBJÖRG HELGADÓTTIR
frá Ásbyrgi Skagaströnd,
andaðist í Héraðshælinu, Blönduósi, 25. september.
Ólöf Konráðsdóttir Samúelsen,
Helga Berndsen.
AF ERLENDUM
VETTVANGI
eftir Blaine Harden blaðamann
The Washington Post
IÐRUMST
EINSKIS
— segir John Garang, foringi skæruliða í Súdan
HANN nefnir sjálfan sig Dr. John. Hann er riðvaxinn, sköllótt-
ur, með gráyrjótt skegg, 43 ára gamall og menntaður í Banda-
rikjunum. Uppreisnarher hans, Frelsisfylking alþýðu Súdans
(SPLA), hefur svo að segja komið í veg fyrir að matvælasending-
ar hjálparstofnanna komist til Suður-Súdan og hungurdauðinn
ógnar lífi tveggja milljóna manna.
„Við iðrumst einskis“
í skugga risavaxins akasíutrés
í búðum uppreisnarmanna við eina
hliðará Nílar, sat John Garang,
ofursti, og veitti viðtal, sem er
sjaldgæfur viðburður. Hann bar
tignarmerki og var vopnaður vél-
byssu af AK-47 gerð, skamm-
byssu og löngum hníf.
„Við iðramst einskis," sagði
hann um hungursneyðina og far-
þegaflugvél með 60 manns
innanborðs, sem uppreisnarsveitir
hans skutu niður í síðasta mán-
uði. „Við gáfum út aðvöran um
að lofthelgi svæðisins væri lokuð.
Það ætti að lofa okkur fyrir hvem-
ig við hegðum stríðsrekstrinum
og aðvöram fólk svo að sakleys-
ingjar lendi ekki í skotlínunni,"
bætti hann við. Hann réttlætti
borgarastyijöldina, sem er bar-
átta milli íbíua suðursins, þar sem
kristni og framstæð trúarbrögð
era ráðandi, og norðursins, þar
sem múhameðstrú er ríkjandi og
rætur valdanna í landinu er að
finna. Flest hérað í Suður-Súdan
era nú undir stjórn skæraliða.
Garang fullyrti að skæraliðafylk-
ing hans myndi aldrei bíða ósigur
á hemaðarsviðinu og sagði að
bardögum lyki ekki fyrr en ríkis-
stjómin í Khartoum, höfuðborg
Súdans, hefði farið frá völdum;
„Við berjumst ekki til þess að
komast að kjötkötlunum. Við beij-
umst til þess að endurskipuleggja
stjómmálavaldið í landinu og geta
þannig fengið að taka þátt í
ákvarðanatökunni í föðurlandi
okkar," sagði Garang.
170 þúsund manns
innilokaðir í Wau
Þó uppreisnarforinginn axli
ábyrgðina af borgarastyijöldinni
stoltur, neitar hann að bera
ábyrgðina á hungursneyðinni í
landinu. Hann bar sig illa undan
því að alþjóðlegar hjálparstofnanir
hefðu villt umheiminum sýn og
fengið fólk til þess að halda að
samtök hans bæra ábyrgð á því
að hafa komið í veg fyrir að mat-
vara næði til fómarlamba
hungursneyðarinnar. Allt of mikið
hefði verið gert úr matvælaskorti
í borgum eins og Wau, sem stjóm-
arherinn hefur enn á valdi sínu í
suðurhluta landsins. Uppreisnar-
menn halda þar 170 þúsund
manns innikróuðum og talsmenn
hjálparstofnanna halda því að
fyöldi fólks hafi þar soltið í hel.
„Herramennirnir í Wau með háls-
tau era í fréttum fyölmiðla, en
þeir era ekki nema mjög lítill
minnihluti,“ sagði Garang. „Við
eram ekki andsnúnir þeim og er-
um tilbúnir til þess að ræða
neyðarhjálp fyrir fólkið í borgun-
um. En grandvallaratriðið er það
að enginn ber fólkið í sveitunum
fyrir bijósti," sagði hann enn-
fremur.
Suður-Súdan er stórt vanþróað
hérað, sem er nær án sam-
gangna. Flestir íbúanna búa í
sveitunum. Þriggja ára borgara-
styijöld, auk tveggja þurrkaára
hafa eyðilagt uppskeru og drepið
hundraðir þúsunda nautgripa
bænda og hirðingja. Fulltrúar
hjálparstofnanna, sem nú eiga í
samningaviðræðum við uppreisn-
armenn, segja að ástandið fari
stöðugt versnandi og ekki sé hægt
að koma matvöra til tveggja millj-
óna manna eftir þeim vegum sem
fyrir hendi era í landinu. Þeir
segja að stórar flutningaflugvélar
verði að fá að lenda á stærri flug-
völlum í héraðinu, sem stjómar-
herinn hefur á valdi sínu, til þess
að hægt sé að dreifa matvælum
til bæja og nágrannasveitahéraða,
sem uppreisnarmenn hafa á valdi
sínu.
Garang sagðist vera tilbúin til
þess að ræða það að flugvélum
með matvöra og önnur hjálpar-
gögn yrði leyft að fljúga óáreittum
til þessara flugvalla. Það væri
hins vegar skýr stefna hreyfmgar
hans að ef hjálparstofnanir hefðu
ekki skýrt leyfi til þessara flutn-
inga yrðu flugvélar þeirra skotnar
niður.
John Garang, ofursti og
svæðið sem hann ræður að
mestu yfir í Súdan.
Ekki teknir alvarlega
Þau ár sem Garang hefur bar-
ist gegn stjómvöldum í Khartoum,
hefur barátta hans ekki verið litin
alvarlegum augum Jjar á bæ, að
hans eigin sögn. A þeim fimm
áram sem liðin era frá upphafí
baráttunnar, hefur skæraliða-
hreyfíng hans, sem telur 12
þúsund hermenn að því er talið
er, náð miklum árangri, einkum
hvað varðar að lama efnahagslíf
landsins. Olíuborunarfyrirtæki
hraktist brott frá suðurhluta
landsins vegna aðgerða skæraliða
og hætta varð framkvæmdum við
risavaxinn skurð, sem veita átti
vatni til norðurhluta landsins.
í 30 ára sögu Súdans, er skæra-
liðaher Garangs sá annar í röð-
inni. í fyrri borgarastyrjöldinni,
sem stóð í 17 ár og endaði árið
1972 þegar suðurhluta landsins
var veitt ákveðið sjálfstæði, var
baráttumálið sjálfstæð þjóð í suð-
urhluta landsins. Garang segir að
þetta baráttumál sé úr sögunni
nú. „Síðastliðin þijú ár höfum við
sagt að þetta sé ekki barátta milli
araba annars vegar og Afríku-
manna hins vegar, ekki barátta
milli múslima og kristinna manna.
Þetta er ekki trúarbragða- eða
kynþáttastyrjöld. Við eram að
reyna að skapa hér eina þjóð,“
sagði Garang við fréttamenn.
Einn megin þröskuldurinn í
veginum fyrir því er, að sögn
Garangs, tilraunir stjómvalda til
þess að neyða lögum Múhameðs-
trúarmanna upp á alla landsmenn.
Slík lög vora sett á árinu 1983
af fyrram forseta landsins, Gaafar
Nimeiri, sem steypt var af stóli
1985. Núverandi stjómvöld hafa
lofað að afnema sum þessara
lagaákvæða, en Garang segir að
ekkert annað komi til greina en
að þessi lög verði algerlega numin
úr gildi, áður en vopnahlé verður
samið. Þá gerir hann einnig kröfu
um það að vamarsamningar við
Egypta og Líbýumenn, sem hvort
tveggja era arabaþjóðir, verði
numdir úr gildi. Ólíklegt er að
stjómvöld í Khartoum komi til
móts við nokkurt þessara skilyrða
og því er vopnahlé milli hinna
stríðandi aðila ekki í sjónmáli.
(Endursagt)