Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 54

Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 54
54 MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980 tfclk í fréttum Afkomandi Wathne-bræðra heimsækir Seyðisfjörð Imiðbæ Seyðisfjarðar stendur fal- legur bautasteinn, minnisvarði um Otto Wathne, en hann og bræð- ur hans Fredrik, Carl og Tönnes fluttust til bæjarins um 1880. Eins og fleiri Norðmenn ætluðu þeir sér að freista gæfunnar á Austfjörðum. Síldarævintýrið mikla stóð sem hæst og ungum athafnamönnum reyndist auðvelt að mala silfur í orðsins fyllstu merkingu. Þáttur þeirra bræðra í uppbyggingu Seyð- isfjarðar væri raunar efni í langa grein. En áður en jrfir lauk átti Wathne-ættin fasteignir á Fá- skrúðsfirði, Mjóafirði, Reyðarfirði ogSeyðisfirði svo fátt eitt sé nefnt. í sumar bauð Stavanger Aften- blad hópi heppinna lesenda í ferð til Islands. Þeirra á meðal var kona að nafni Ruth Wathne Hetland, barnabam Tönnes, og fyrir hennar tilstilli lögðu ferðalangamir leið sína til Seyðisfjarðar. Við rákumst á grein blaðsins um ferðina og þær uppgötvanir sem Ruth gerði á slóð- um ættingja sinna. Að sögn blaðsins skaut Tönnes ekki rótum hér á íslandi. Hann fluttist aftur til Stavanger og eign- aðist þar sín börn. Þannig réðist það að Ruth varð Norðmaður en ekki innfæddur Islendingur, eins og t.d. „Wathne-systurnar" þijár, hverra velgengni í atvinnulífi vestra hefur verið rakin ítarlega í fjölmiðl- um undanfarið. Þær eru þremenn- ingar við Ruth, og svo skemmtilega vildi til að hún hitti frænkur sínar á Hótel Holti kvöldið áður en hún sneri aftur til Stavanger ásamt Greinin í Stavanger Aftenblad. Fyrirsögnin er: Meðal ættingja og íss á íslandi. Ruth Wathne Hetland við bautasteininn sem reistur var í minningu bróður hennar, Otto Wathne. ferðafélögum sínum. A Seyðisfírði var margt sem minnti á foma frægð Wathne- bræðranna. Gamla íbúðarhúsið þeirra er nú ráðhús bæjarins. Segir svo frá í greininni að þegar Norð- mennimir spurðu til vegar, hvar ráðhúsið væri að finna, hefði enginn kannast við það, því í daglegu tali sé það nefnt „Wathne-húsið". Þegar þangað var komið stóð yfir fundur bæjarstjómar en bæjarstjóri var svo vingjarnlegur að slá honum á hálftíma frest svo gestunum gæfist tóm til að skoða húsið. Stavanger-Aftenblad hefur lengi sýnt íslandi áhuga. Stofnandi og fyrsti ritstjóri blaðsins, Lars Ofte- dal, heimsótti Seyðisfjörð strax árið 1898 og fylgdist með umsvifum norsku innflytjendanna, en bróður- partur þeirra var einmitt frá Stavangri. Um heimsóknina á hann að hafa sagt: „Ég varð mjög undr- andi yfir því hversu allt var þar „stavangurslegt" og yndælt. Það MorjfunbUÆð/Einar Falur Hestar og knapar til Bandaríkjanna Æ Aföstudagskvöldið héldu utan tólf hross sem eiga að fara tii Bandaríkjanna. Atta þeirra koma fram á „National Horse Show“ sem haldinn verður í Madison Square Garden. Eiga hrossin langa leið fyrir höndum því flugvél Flugleiða mun flytja þau til Kaupmannahafnar og þaðan verður þeim ekið til Þýska- lands og verður flogið þaðan með þau til New York. Hrossin sem verða notuð á sýningunni eru Júní frá Syðstu-Gróf, Dugur frá Erpsstöðum, Krummi frá Kjartansstöðum, Smári frá Kýrholti, Njóla frá Dalvík, Spes frá Stóra-Hofi, Klakkur frá Ketilsstöðum og Nótt frá Tungu. Knapamir sem munu sýna hrossin eru Einar Öder Magnússon, Reynir Aðalsteinsson, Sigurbjöm Bárðarson, Ragnar Hinriksson, Þórður Þorgeirs- son, Tómas Ragnarsson, Rúna Einarsdóttir og Freyja Hilmarsdóttir. í tengslum við þátttöku í sýningunni er í ráði að hefja útgáfu á alþjóðlegu tímariti um íslenska hestinn og verður það gefið út á ensku. Verður blaðið prenbað í tíu þúsund eintökum og verður því dreift á sýningunni. Á meðfylgjandi mynd getur að líta þijú þeirra hrossa sem fóm út en þau em Nótt, Smári og Júní og með þeim á myndinni em Einar Bollason hjá Ishestum, Reynir Aðalsteinsson, Ingvar Karlsson hjá íslands- sporti, Ragnar Hinriksson, Gunnar Bjamason og Magnús Hákonarson, faðir Einars Öders, sem var kominn vestur um haf, þegar þessi mynd var tekin, en Einar var knapi á Júní á landsmóti hestamanna í sumar og sýnir væntanlega hestinn f Madison Square Garden. er líka gaman að öllu því sem kem- ur Stavangri." Ruth og félagar hennar urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum með móttökumar á Seyðisfirði. Önnur kona í hópnum, Ruth Thomsen, gat einnig grafið upp fróðleik um ætt- ingja sína á Vopnafirði og Reyðar- firði, því á bæjarskrifstofunum hitti hún Johann Sveinbjörnsson sem reyndist fróður um þau mál. Náttúra landsins er rómuð í þess- ari grein norska blaðamannsins Kaare Haukaas. Veðrið lék við ferðalangana allan tímann, og em lesendur þó leiddir í allan sannleika um hversu brigðulir veðurguðimir séu hér íslandi með þeim orðum að Vivaldi hafi samið „Árstíðimar Qórar" á þremur dögum uppi á ís- landi. Meðal þess sem hópurinn skoðaði var Breiðamerkurlónið og svæðið í kringum Mývatn þar sem þau urðu vitni að því hvemig landið er í sífellu að breyta sér. Einnig þótti Haukaas mikið til vatnanna á Skeiðarársandi koma. Einhver jök- ulhlaup vom í ánum en hópurinn komst þó klakklaust yfir brýmar. Lokaorð greinarinnar eru þau að ekki sé við öðm að búast. íslending- ar hafi snemma lært það að maður eigi ekki að hræðast vandamálin fyrirfram, heldur leysa þau snar- lega þegar einhver snurða hleypur á þráðinn. \3 & 'Í^tO0sL &***?'& 0%í°rd: s',seíl \vettf'®*; ,, setft ttg? TS*- t ^WUt^® gð ** * að» vet'ð .stöVi, A,,t at y „\ a.ð tQ° - «\ð'ót"'UIfatotYtt'r', sero utt"ar s^\f eV^'- eða 0 A v\etttt&r segts 'e'V^gV'af8,'t \attgar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.