Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 30.09.1986, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1980 tfclk í fréttum Afkomandi Wathne-bræðra heimsækir Seyðisfjörð Imiðbæ Seyðisfjarðar stendur fal- legur bautasteinn, minnisvarði um Otto Wathne, en hann og bræð- ur hans Fredrik, Carl og Tönnes fluttust til bæjarins um 1880. Eins og fleiri Norðmenn ætluðu þeir sér að freista gæfunnar á Austfjörðum. Síldarævintýrið mikla stóð sem hæst og ungum athafnamönnum reyndist auðvelt að mala silfur í orðsins fyllstu merkingu. Þáttur þeirra bræðra í uppbyggingu Seyð- isfjarðar væri raunar efni í langa grein. En áður en jrfir lauk átti Wathne-ættin fasteignir á Fá- skrúðsfirði, Mjóafirði, Reyðarfirði ogSeyðisfirði svo fátt eitt sé nefnt. í sumar bauð Stavanger Aften- blad hópi heppinna lesenda í ferð til Islands. Þeirra á meðal var kona að nafni Ruth Wathne Hetland, barnabam Tönnes, og fyrir hennar tilstilli lögðu ferðalangamir leið sína til Seyðisfjarðar. Við rákumst á grein blaðsins um ferðina og þær uppgötvanir sem Ruth gerði á slóð- um ættingja sinna. Að sögn blaðsins skaut Tönnes ekki rótum hér á íslandi. Hann fluttist aftur til Stavanger og eign- aðist þar sín börn. Þannig réðist það að Ruth varð Norðmaður en ekki innfæddur Islendingur, eins og t.d. „Wathne-systurnar" þijár, hverra velgengni í atvinnulífi vestra hefur verið rakin ítarlega í fjölmiðl- um undanfarið. Þær eru þremenn- ingar við Ruth, og svo skemmtilega vildi til að hún hitti frænkur sínar á Hótel Holti kvöldið áður en hún sneri aftur til Stavanger ásamt Greinin í Stavanger Aftenblad. Fyrirsögnin er: Meðal ættingja og íss á íslandi. Ruth Wathne Hetland við bautasteininn sem reistur var í minningu bróður hennar, Otto Wathne. ferðafélögum sínum. A Seyðisfírði var margt sem minnti á foma frægð Wathne- bræðranna. Gamla íbúðarhúsið þeirra er nú ráðhús bæjarins. Segir svo frá í greininni að þegar Norð- mennimir spurðu til vegar, hvar ráðhúsið væri að finna, hefði enginn kannast við það, því í daglegu tali sé það nefnt „Wathne-húsið". Þegar þangað var komið stóð yfir fundur bæjarstjómar en bæjarstjóri var svo vingjarnlegur að slá honum á hálftíma frest svo gestunum gæfist tóm til að skoða húsið. Stavanger-Aftenblad hefur lengi sýnt íslandi áhuga. Stofnandi og fyrsti ritstjóri blaðsins, Lars Ofte- dal, heimsótti Seyðisfjörð strax árið 1898 og fylgdist með umsvifum norsku innflytjendanna, en bróður- partur þeirra var einmitt frá Stavangri. Um heimsóknina á hann að hafa sagt: „Ég varð mjög undr- andi yfir því hversu allt var þar „stavangurslegt" og yndælt. Það MorjfunbUÆð/Einar Falur Hestar og knapar til Bandaríkjanna Æ Aföstudagskvöldið héldu utan tólf hross sem eiga að fara tii Bandaríkjanna. Atta þeirra koma fram á „National Horse Show“ sem haldinn verður í Madison Square Garden. Eiga hrossin langa leið fyrir höndum því flugvél Flugleiða mun flytja þau til Kaupmannahafnar og þaðan verður þeim ekið til Þýska- lands og verður flogið þaðan með þau til New York. Hrossin sem verða notuð á sýningunni eru Júní frá Syðstu-Gróf, Dugur frá Erpsstöðum, Krummi frá Kjartansstöðum, Smári frá Kýrholti, Njóla frá Dalvík, Spes frá Stóra-Hofi, Klakkur frá Ketilsstöðum og Nótt frá Tungu. Knapamir sem munu sýna hrossin eru Einar Öder Magnússon, Reynir Aðalsteinsson, Sigurbjöm Bárðarson, Ragnar Hinriksson, Þórður Þorgeirs- son, Tómas Ragnarsson, Rúna Einarsdóttir og Freyja Hilmarsdóttir. í tengslum við þátttöku í sýningunni er í ráði að hefja útgáfu á alþjóðlegu tímariti um íslenska hestinn og verður það gefið út á ensku. Verður blaðið prenbað í tíu þúsund eintökum og verður því dreift á sýningunni. Á meðfylgjandi mynd getur að líta þijú þeirra hrossa sem fóm út en þau em Nótt, Smári og Júní og með þeim á myndinni em Einar Bollason hjá Ishestum, Reynir Aðalsteinsson, Ingvar Karlsson hjá íslands- sporti, Ragnar Hinriksson, Gunnar Bjamason og Magnús Hákonarson, faðir Einars Öders, sem var kominn vestur um haf, þegar þessi mynd var tekin, en Einar var knapi á Júní á landsmóti hestamanna í sumar og sýnir væntanlega hestinn f Madison Square Garden. er líka gaman að öllu því sem kem- ur Stavangri." Ruth og félagar hennar urðu heldur ekki fyrir vonbrigðum með móttökumar á Seyðisfirði. Önnur kona í hópnum, Ruth Thomsen, gat einnig grafið upp fróðleik um ætt- ingja sína á Vopnafirði og Reyðar- firði, því á bæjarskrifstofunum hitti hún Johann Sveinbjörnsson sem reyndist fróður um þau mál. Náttúra landsins er rómuð í þess- ari grein norska blaðamannsins Kaare Haukaas. Veðrið lék við ferðalangana allan tímann, og em lesendur þó leiddir í allan sannleika um hversu brigðulir veðurguðimir séu hér íslandi með þeim orðum að Vivaldi hafi samið „Árstíðimar Qórar" á þremur dögum uppi á ís- landi. Meðal þess sem hópurinn skoðaði var Breiðamerkurlónið og svæðið í kringum Mývatn þar sem þau urðu vitni að því hvemig landið er í sífellu að breyta sér. Einnig þótti Haukaas mikið til vatnanna á Skeiðarársandi koma. Einhver jök- ulhlaup vom í ánum en hópurinn komst þó klakklaust yfir brýmar. Lokaorð greinarinnar eru þau að ekki sé við öðm að búast. íslending- ar hafi snemma lært það að maður eigi ekki að hræðast vandamálin fyrirfram, heldur leysa þau snar- lega þegar einhver snurða hleypur á þráðinn. \3 & 'Í^tO0sL &***?'& 0%í°rd: s',seíl \vettf'®*; ,, setft ttg? TS*- t ^WUt^® gð ** * að» vet'ð .stöVi, A,,t at y „\ a.ð tQ° - «\ð'ót"'UIfatotYtt'r', sero utt"ar s^\f eV^'- eða 0 A v\etttt&r segts 'e'V^gV'af8,'t \attgar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.