Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 30.09.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986 55 Flísar eftir Sigrúnu framleiddar í Þýskalandi Eg hef unnið með margvísleg efni í gegnum tíðina. Ég teikna mikið og vinn líka í steinleir. Svo byijaði ég að mála myndir á flísar frá þessu fyrirtæki þegar ég komst að því að þær hentuðu vel, sagði listamaðurinn Sigrún Guðjónsdóttir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Þýska fyrirtækið Villeroy und Boch keypti í fyrrahaust rétt til að framleiða baðherbergisflísar með myndskreytingu eftir Sigrúnu. Komu þær á markað nú í sumar, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk norræns listamanns piýða flísar fyrirtækisins. Að sögn Sigrúnar byijuðu þessi viðskipti með því að hún sendi litskyggnur með mynd- um af verkum sínum til Vill- eroy und Boch. Það vakti áhuga forráðamanna fyrir- tækisins og kom fulltrúi þeirra hingað til lands í fyrrasumar til þess að kynna sér vinnu hennar betur. Hann samdi við Sigrúnu um nánari útfærslu á nokkrum myndum og varð úr að ein skreytinganna yrði sett í framleiðslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigrún selur þekktu fyrirtæki myndir sínar, því fyrir nokkrum árum fram- leiddi Bing og Gröndahl postulín með einu verka henn- ar. Flísamar með myndum Sig- rúnar eru stórar, 30 sm á hvem veg. Úr þeim má búa eina heild, eða nota þær í skreytingar eftir eigin höfði. Sigrún sagði að til tals hefði komið að hún ynni fleiri mynd- ir fyrir fyrirtækið, en það biði þangað til viðbrögðin við þess- ari skreytingu væru komin í ljós. Villeroy und Boch selur að eigin sögn framleiðslu sína í öllum löndum heims. Verk- smiðjur þess em einar 17 talsins. Flísar Sigrúnar eru gerðar í mjög fullkominni verksmiðju í Liibeck, sem sér- hæfir sig í gerð innbrenndra steinflísa. Sigrún sagðist hafa nóg fyrir stafni þessa stundina. Hún og eiginmaður hennar, Gestur Þorgrímsson myndhöggvari, hafa nýlokið uppsetningu ' útilistaverks í Ólafsvík sem þau gerðu saman, og í sumar keypti Landsbankinn vegg- mynd af henni, en hún kemur til með að prýða ráðstefnuhús bankans í Selvík við Álftavatn. Og nú geta íslendingar sem aðrir skreytt baðherbergi sín með myndum hennar. Baðherbergisflísar Sigrúnar fúst nú i verslunum hérlendis. Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd aflistamann- inum við verk sitt. Caine strangur aidsLajs COSPER - - Hver hefur blásið þig upp? COSPER 9557 ) PIB UfflMtlM faðir Gamla brýnið, Michael Caine, sem oftast fer með hlutverk miðaldra drykkfelldra manna, ertalinn mjögstrangur faðir. Hann hefur ákveðið að dóttirin Natasha, sem er 13 ára, skuli send í gamaldags breskan kvennaskóla, þar sem stúlkumar þurfa að ganga í einkennisbúningum og þar sem viðhafður er strangur agi. Dóttirin fær ekki að komast upp með neitt múður og gæta foreldramir hennar mjög vel. Þessi mynd var tekin af fjölskyldunni þar sem hún var á leið til Bretlands, kannski til að skoða skóla fyrir Natöshu. Caine-ljÖlskyldan á hús bæði í Los Angeles og í Bretlahdi og lætur sig ekki muna um að skjótast yfir Atlantshafíð um helgar. Vz SVÍN NÝTTEÐA REYKT VIAMC Jeep } p / / ! A / T , r • / ’A / Þjónusta er veturinn nálgast 6tor- og Ijósastillum Yfirförum bílinn og bendum á hvað þarf að lagfæra til að fyrir- byggja tafir og óþörf vandræði. Hafið samband við verk- stjóra í síma: 77200. A.M.C. umboðið. EGILL VILHJÁLMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77395 / ....... A llílllót SÉRVERSLUN MEÐ ELDHÚS- OG B0RÐBÚNAÐ r \ • 18/10 STÁL • ÞREFALDUR BOTN • HÁLEIÐANDI • 10 ÁRA ÁBYRGÐ • ÓKEYPIS POTTABÆKLINGUR Á ÍSLENSKU v J NÝBÝLAVEGI24-SÍMI41400 HEILDSÖLUDREIFING S. MAGNUSSON HF. NÝBÝLAVEGI24 - POB 460 - 202 KÓPAVOGI - S: 41866 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.