Morgunblaðið - 30.09.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1986
Síldveiðar leyfðar frá 5. október:
Enn óljóst með hag
nýtingu síldaraflans
- Heildaraf li allt að 65 þúsund lestir.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að heimila síldveiðar frá
klukkan 18.00, hinn 5. október
næstkomandi. Gert er ráð fyrir
að heildarsíldaraflinn verði allt
að 65 þúsund lestir, en ennþá er
óljóst hvemig aflinn verður hag-
nýttur.
Á síðastliðnu vori gaf ráðuneytið
útgerðarmönnum síldveiðiskipa
kost á að afsala sér síldarkvótum
skipa sinna í skiptum fyrir botn-
fiskskvóta í því skyni að auka
hagkvæmni síldveiðanna. 34 skip
hafa nú nýtt sér þessa tilhögun og
eru þá eftir 108 sfldveiðiskip og í
hlut hvers koma um það bil 600
lestir af sfld.
Ennþá er óljóst hvemig tekst að
hagnýta sfldaraflann að þessu sinni
og einsýnt að hluti aflans fer til
mjöl og lýsisvinnslu, að því er segir
í tilkynningu frá sjávarútvegsráðu-
neytinu. Þar segir ennfremur að í
viðræðum við hagsmunaaðila hafi
komið í ljós að lítill rekstrargrun-
dvöllur sé talinn fyrir öll þessi skip
við veiðamar, jafnvel þótt heimilt
verði að sameina sfldarkvóta. Ráðu-
neytið vill því ítreka að fram til 5.
október er skipum heimilt að skila
inn sfldarkvótum í skiptum fyrir
botnfiskskvóta í samræmi við reglur
sem áður hafa verið birtar.
í tilkjmningu ráðuneytisins segir
að nánari tilhögun veiðanna og regl-
ur um nýtingu aflans verði tilkynnt-
ar síðar.
Fundur iðnráðgjafa
í landshlutum:
Hlúð verði að
uppbygg-
inguí
landshlutum
FIJNDUR iðnráðgjafa í lands-
hlutum sem haldinn var 12.
september sl. í Keflavik, vill
benda á að Iögin um iðnráðgjöf
í landshlutum frá árinu 1981
gengu úr gildi i lok ársins 1985
en voru framlengd óbreytt til
loka þessa árs. Þar sem ekki
hefur verið gengið frá nýjum
lögum hafa iðnráðgjafar í lands-
hlutum sent frá sér eftirfarandi
ályktun:
„Fundur iðnráðgjafa ályktar að
þau drög að lagafrumvarpi sem
fram hafa komið frá endurskoðun-
amefnd iðnaðarráðuneytisins komi
til með að stuðla að áframhaldandi
uppbyggingu iðnráðgjafastarfsins.
Fundurinn bendir á að mikiivægt
sé að fjármunum sé markvisst var-
ið til þessarar starfsemi og þess
gætt að hlúa vel að þeim svæðum
þar sem frumkvæði heimamanna
hefur leitt af sér umtalsverðan ár-
angur. Bent er á að öflug starfsemi
iðnráðgjafa leiði af sér aukna at-
vinnuuppbyggingu, fleiri atvinnu-
tækifæri og aukna hagsæld".
í Kaupmannahöfn
FÆST
j BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
Þaðerdýrt
rafmagnið sem þú dregur að borga
Rafmagn er svo snar þáttur
í lífi okkar að við veitum því
varla athygli. Flest heimilistæki
og vélar á vinnustað ganga
fyrir rafmagni og við erum svo
háð þeim að óbeint göngum
við sjálf fyrir rafmagni.
Þessu ,,sjálfsagða“ raf-
magni er dreift til okkar af
rafmagnsveitu. Rafmagnsveita
Reykjavíkur leggur metnað
sinn í stöðuga og hnökralausa
dreifingu til neytenda. Dreif-
ingarkostnaður greiðist af
orkugjaldi.
Ógreiddir reikningar hlaða
á sig háum vaxtakostnaði sem
veldur því að rafmagnið er nær
þriðjungi dýrara hjá þeim
skuldseigustu — þar til þeir
hætta að fá rafmagn.
Láttu orkureikninginn hafa
forgang!
c;
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222
ARGUS/SiA