Morgunblaðið - 30.09.1986, Side 64
STERKTKORT
m
Þórshöfn:
Fyrsta loðn-
an í nýju
verksmiðiuna
Þórshöfn.
jpTEKIÐ hefur verið á móti fyrstu
loðnunni til bræðslu í nýju loðnu-
verksmiðjunni á Þórshöfn. Það
var Þorshamar GK, sem kom
með 600 tonn af loðnu síðdegis
á mánudag, og var búist við að
bræðsla gæti hafist á þriðjudag.
Verksmiðjan var keypt notuð frá
Noregi og hefur verið unnið við
uppsetningu hennar síðan í febrúar
síðastliðinn. Afkastageta verk-
smiðjunnar er um 500 til 600 tonn
á sólarhring. í sumar hefur verið
unnið að stækkun á löndunarkanti
við höfnina, um 31 metra, og er
þeim framkvæmdum nú lokið. Þá
hefur verið unnið að dýpkun hafnar-
innar þannig að þar er nú komin
^Hgæt aðstaða til að taka á móti
loðnu. - Ó.Þ.
Grundfirðingar:
Heita tveim-
ur miUjónum
á olympíu-
-liðið í skák
ÚTGERÐARMENN og fískverk-
endur í Grundarfirði hafa heitið
tveimur milljónum króna á sigur
íslensku sveitarinnar á Olympíu-
mótinu i skák, sem háð verður í
Dubai í Sameinuðu arabísku fur-
stadæmunum í nóvember næst-
komandi.
Soffanías Cecilsson, útgerðar-
maður í Grundarfirði, gerði grein
fyrir þessari ákvörðun á lokahófi
Skákþings íslands á laugardags-
kvöldið. Samkvæmt þessu fær
íslenska skáksveitin tvær milljónir
króna fyrir sigur í mótinu, en síðan
lækkar upphæðin um 200 þúsund
\Jöðnur fýrir hvert sæti þar fyrir
neðan þannig að ef sveitin lendir
neðar en í 12. sæti fær hún ekki
neitt í sinn hlut.
Soffanías sagði í samtali við
Morgunblaðið að með þessu vildu
útgerðarmenn og fiskverkendur í
Grundarfirði hvetja íslensku skák-
mennina til dáða og aukinna afreka
á sviði skáklistarinnar. „Við eigum
marga snjalla skákmenn, sem
standa í frémstu röð og þeir hafa
alla burði til að verða mjög framar-
lega á þessu móti, jafnvel sigra",
sagði Soffanías. „Með þessu viljum
við ýta undir þá að drífa sig áfram
á mótinu og vera 'ekki með neitt
hálfkák heldur ná fyrsta sætinu.
vff að þeir standa fyrir sínu sem
stórmeistarar munum við Grund-
fírðingar standa við okkar hlut“,
sagði Soffanías.
Sjá viðtal við nýbakaðan
íslandsmeistara í skák, Mar-
geir Pétursson, á bls. 26.
Ölvaður olli
umferðarslysi
ÖLVAÐUR ökumaður ók á konu
Tryggvagötu Iaust eftir mið-
nætti í nótt. Konan var flutt á
slysadeild, en meiðsli hennar
voni ekki talin alvarleg.
Ökumaðurinn hafði reynt að flýja
er hann varð var við að lögreglan
veitti ferðum hans athygli. Ok hann
fyrst á umferðarskilti og síðan á
konuna með fyrrgreindum afleið-
^ipgum. Hann var áberandi ölvaður.
BRESKIR hermenn, gráir fyrir járnum, höfðu búið sér þetta
víghreiður í Öskjuhlíðinni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom
aðvífandi í gærdag. Sandpokavígi voru hlaðin milli klappanna
og neðar i hlíðinni öslaði ellimóður herflutningabíll upp brekk-
una. Ekki er þó öll sagan sögð þvf allt var þetta sett á svið fyrir
kvikmyndagerðarmenn Sjónvarpsins. Að sögn Viðars Vikingsson-
ar, leikstjóra, standa nú yfir tökur á myndinni „Tilbury" sem
gerð er eftir sögu Þórarins Eldjárns. Frumsýning er áætluð í
mars á næsta ári. Búningar hermannanna eru fengnir að láni frá
Bretlandi, en loftvarnarbyssuna léði Landhelgisgæslan.
Bandalag jafnaðarmanna lagt niður á sögulegum fundi í nótt:
Þingmenn BJ í
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Við upphaf fundar þingflokks Bandalags jafnaðarmanna í gær-
kveldi, en framkvæmdastjórn flokksins sat einnig þennan fund.
SOGULEGUR fundur var hald-
inn í þingflokki, landsnefnd og
framkvæmdastjóm Bandalags
jafnaðarmanna í gærkveldi, en
þar var tekin ákvörðun um að
íeggja niður Bandalag jafnaðar-
manna, stofna Félag frjálslyndra
jafnaðarmanna og ganga til liðs
við þingflokk Alþýðuflokksins.
Þau Guðmundur Einarsson, Kol-
brún Jónsdóttir og Stefán Bene-
diktsson, þingmenn Bandalags
jafnaðarmanna héldu í gærkveldi
fund með helstu frammámönnum
BJ þar sem til umræðu var að
leggja niður Bandalag jafnaðar-
manna og að þeir sem gegna
trúnaðarstörfum fyrir BJ gangi til
liðs við þingflokk Alþýðuflokksins.
Fundurinn varð mun lengri en gert
hafði verið ráð fyrir, þar sem honum
lauk ekki fyrr en að ganga 2 í nótt.
Þá höfðu fundarmenn samþykkt
yfirlýsingu, þar sem segir að nú
hafí myndast grundvöllur fyrir sam-
vinnu Bandalags jafnaðarmanna og
Alþýðuflokksins. „Þess vegna
ákveða þeir sem gegna trúnaðar-
störfum á vegum Bandalags jafnað-
armanna nú, að segja af sér þeim
störfum. Þess í stað hafa einstakl-
ingar úr röðum þess myndað Félag
frjálslyndra jafnaðarmanna sem
gengur til liðs við Alþýðuflokkinn
á næstu dögum,“ segir í yfirlýsing-
unm.
Þingmennimir þrír munu hyggja
á áframhaldandi stjómmálaþátt-
töku innan vébanda Alþýðuflokks-
ins. Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að Stefán Benediktsson
hyggist taka þátt í prófkjöri Al-
þýðufiokksins í Reykjavík fyrir
næstu alþingiskosningar, og stefna
á þriðja sætið. Talið er að Guð-
mundur muni taka þátt í prófkjöri
fiokksins í Reykjaneskjördæmi.
Guðmundur
Torfason fer
til Berlínar
GUÐMUNDUR Torfason knatt-
spyrnumaður úr Fram, leikmað-
ur íslandsmótsins og marka-
kóngur þess, mun fara til
viðræðna við forráðamenn þýska
1. deildar félagsins Blau Weiss
Berlin síðar í þessari viku.
Guðmundur fór til Póllands í
morgun ásamt félögum sfnum úr
Fram þar sem þeir leika við
Katowice í Evrópukeppninni en eft-
ir þann leik ætlar hann til Berlínar
þar sem hann mun athuga aðstæð-
ur hjá félaginu.
Sjá nánar á blaðsíðu 1B f dag.