Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 1
261. tbl. 72. árg. Kohl fær meirihluta í könnun Bonn, AP. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birtíst í vikuritinu Stem í gær fær flokkur Helmuts Kohls kanslara meirihluta í þingkosn- ingunum í Vestur-Þýskalandi í janúar. í könnuninni njóta flokkur kristi- legra demókrata (CDU) og hinn bæverski systurflokkur hans (CSU) 51 prósent fylgis. Kemur þar fram að fylgi jafnaðarmanna (SPD), sem eru í stjómarandstöðu, er 35 pró- sent. Ef CDU/CSU fær helming at- kvæða getur Kohl slitið samstarfi við fijálsa demókrata (FDP) og getur þá einn flokkur fyrsta sinni myndað stjóm í Vestur-Þýskalandi síðan kjörtímabilið 1957 til 1961. Samkvæmt könnuninni fær FDP 8 prósent atkvæða og flokkur græn- ingja 6 prósent. 1.153 kjósendur tóku þátt í könnuninni. Kimll óvitað Seoul, AP. KIM IL SUNG, forseti Norð- ui-Kóreu, tók í gær á móti starfsbróður sinum frá Mong- ólíu, Jambyn Batmunkh. Undir venjulegum kringum- stæðum hefði heimsókn forseta Mongólíu til Norður- Kóreu ekki vakið mikla athygli. En vegna orðróms um að Kim II Sung hefði verið ráðinn af dögum á mánudag komst þessi atburður í heims- fréttimar. Ekki leikur nokkur vafi á því að Kim II Sung er á lífí. Vestræn- ir stjómarerindrekar í Pyongy- ang og starfsbræður þeirra frá Asíu kváðust hafa séð Kim II Sung taka á móti forseta Mong- ólíu og sagði einn að hann hefði verið „við hestaheilsu". Fréttaskýrendur eru sammála um það að á einhvem hátt hafi verið seilst eftir völdum Kims II Sung. En þá greinir á um hver hafí verið þar að verki og hvort að einhveiju leyti hafí dregið úr völdum hans. A mánudag barst yfírlýsing frá vamarmálaráðuneyti Suð- ur-Kóreu. Þar sagði að tilkynnt hefði verið í hátölumm á vopna- hléslínunni á landamæmm Norður- og Suður-Kóreu að Kim II Sung hefði verið skotinn til bana. Norður-kóreskir sendiráðs- starfsmenn af öllum stigum víða um heim sögðu á mánudag að Kim II Sung væri á lífí, en í fjöl- miðlum landsins var ekki fjallað STOFNAÐ 1913 56 SÍÐUR MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins AP/Símamynd Kim II Sung, forseti Norður-Kóreu, tók á mótí Jambyn Bat- munkh, starfsbróður sínum frá Mongólíu, á flugvellinum í Pyongyang í gær. Þessi mynd barst til Japan frá hinni opin- beru fréttastofu Norður-Kóreu og sögðu sérfræðingar að hún bæri þess ekki merki að vera fölsuð. Kim II Sung er til hægri á myndinni. Sung- á lífi en hvað gerðist um leiðtogann fyrr en í gær. Þá greindi hin opinbera frétta- stofa Norður-Kóreu frá því að Kim II Sung hefði tekið á móti forseta Mongólíu á flugvellinum í Pyongyang. Sagði þar að þús- undir borgara hefðu hrópað „lengi lifí hinn mikli leiðtogi“ er Kim birtist. Fyrr í gær var greint frá því í suður-kóreska varnarmála- ráðuneytinu að á vopnahléslín- unni linnti ekki tilkynningum um að 0 Jin-u, vamarmálaráðherra Norður-Kóreu, hefði sölsað undir sig völd í landinu. Stjómvöld í Suður-Kóreu hafa ekki lagt fram upptökur af þessum yfírlýsing- um á landamærunum. Japanska fréttastofan Kyoto hafði aftur á móti eftir austur- evrópskum sendiráðsstarfs- manni í Peking að 0 Jin-u hefði lent í bflslysi í september. 0 Jin-u var ekki staddur á flugvellinum þegar Kim II Sung tók á móti forseta Mongólíu. Sótti sprengju í sendiráð Sýr- lands í A-Berlín Berlln, AP. AHMED Nawaf Hasi, sem ákærður hefur verið um sprengjutilræði í Vestur-Berlín ásamt Farouk Salameh, hefur sagt að maður nokkur hafi feng- ið sér sprengju í hendur í eldhúsi sýrlenska sendiráðsins í Austur- Berlín. Síðar hafi komið í ljós að maður þessi starfaði fyrir sýrlensku leyniþjónustuna. Dómari las í gær þennan vitnis- burð ákærða í rétti í Vestur-Berlín. Hasi viðurkenndi í yfirheyrslu hjá dómurum að hann hefði smyglað sprengiefni til Vestur-Berlínar og notað það til að sprengja upp hús Þýsk-arabíska vinafélagsins 29. mars. Níu manns særðust í spreng- ingunni. Sýrlenskir sendiráðsmenn komu við sögu í réttarhöldum í London í október. Þá var Jórdaníumaður, Nezar Hindawi, dæmdur í 45 ára fangelsi fyrir að reyna að koma sprengju fyrir um borð í farþegvél ísraelska flugfélagsins E1 Al. Sýrlendingar þvemeita allri aðild að hryðjuverkum. Dómari las einnig framburð Sal- amehs. Þar sagði að sprengjuárásin hefði að hluta til verið skipulögð í byggingu sýrlensku leyniþjón- ustunnar í Damaskus með aðstoð manns að nafni Abu Ahmed. Hann sagði að Ahmed hefði einn- ig gengið undir nafninu Haitam Saed og væri háttsettur embættis- maður leyniþjónustunnar. Saed bar einnig á góma í réttarhöldunum í London. Svartur sendiherra íS-Afríku EDWARD Perkins kom í gær tíl Suður-Afríku til að taka við starfi sendiherra. Hann er fyrsti svarti sendiherrann, sem Bandaríkjamenn senda til Suður-Afríku. Perkins svaraði blaðamönnum fáu á Jan Smuts flugvelli í Jóhannesarborg og sagði aðeins: „Það gleður mig að vera kominn til Suður-Afríku.“ Samskipti Bandaríkjanna og Suður-Afríku hafa ekki verið jafn slæm árum saman. í október var samþykkt á Bandaríkjaþingi að beita Suður- Afríku hörðum efnahagsþvingunum vegna aðskilnaðarstefnu stjómarinnar í Pretoríu. Amnesty International: Grimmilegar pyntingar á póli- tískum föngum í Afganistan London, AP, Reuter. AFAGNSKIR öryggfislögreglu- menn eru vanir að pynta pólitíska fanga á grimmilegan hátt og oftar en ekki eru Sovét- menn viðstaddir misþyrming- arnar og taka þátt í þeim á einn eða annan hátt. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Am- nesty International. í skýrslunni, sem heitir „Afgan- istan - pyntingar pólitískra fanga", eru frásagnir margra manna, sem setið hafa í fangels- um Kabúlstjómarinnar, og kemur fram hjá flestum, að Sovétmenn hafi yfírleitt verið viðstaddir pynt- ingamar og oft skipað fyrir um þær. „Eg var pyntaður með raf- magni," segir einn fanganna fyrrverandi. „Úr þremur bflgeym- um, sem tengdir vom saman, vom leiddar leiðslur í eym, tær og fing- ur og þegar Sovétmennimir gáfu skipun um var straumnum hleypt á, stundum 20 sinnum í senn.“ Þeir, sem sæt,a pyntingum, era oft fólk, sem er andvigt stjóm kommúnista, kennarar, náms- menn, verslunarmenn og einnig embættismenn, sem granaðir era um græsku. I skýrslunni segir, að fangamir séu oft barðir í klukkustund á hvetjum degi, sviptir svefni og látnir standa langtímum saman undir brenn- heitri sólinni að sumarlagi og í snjónum að vetrarlagi. Raf- straumur er leiddur í viðkvæm líffæri, fólkið brennt með sígarett- um og hárið reitt af. Konur meðal fanganna era ekki síður pyntaðar en karlmenn og auk þess era þær oft neyddar til að horfa upp á þegar samföngum þeirra er misþyrmt. Segja þær, að stundum hafí líkum dauðra manna verið kastað inn í klefann til þeirra og látin liggja þar dögum saman. Kabúlstjómin hefur neitað full- trúum Alþjóða Rauða krossins að fylgjast með líðan pólitískra fanga í landinu og vakti það mál nokkra athygli á síðasta þingi samtak- anna þegar Suður-Afríkustjóm var vísað úr þeim. Amnesty Int- emational heflir allt frá 1979 sent sovéskum stjómvöldum mörg bréf um þetta mál en aldrei fengið svar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.