Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 t Eiginkona mín og móöir okkar, ÁSTA SIGURJÓNSDÓTTIR, frá Fornustekkum, tll heimilis á Háteigsvegi 32, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 17. nóvember. Karl Ásgeirsson, Ragnar Karlsson, Ásta Karlsdóttir, Ásgeir Karlsson. t Eiginkona mtn, móðir, tengdamóöir, amma og langamma, BJARNVEIG GUÐLAUGSDÓTTIR fyrrverandi hjúkrunarkona frá Siglufiröi, Sklpasundi 85, andaöist í Landakotsspítala 11. nóvember. Verður jarðsungin frá Dómkirkjunni ( dag, miðvikudaginn 19. nóv- ember, kl. 13.30. Hallgrfmur Kristjánsson, Dfsa Dóra Hallgrfmsdóttir, Roger Cummlngs, Vigdfs Blöndal Gunnarsdóttir, Hallgrfmur Bl. Gunnarsson, Elsa Blöndal Slgfúsdóttir. t Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi, DR. JOHN MCKENZIE fyrrverandi sendiherra, andaðist snögglega á heimili okkar í Englandi þann 17. nóvember. Sigrfður McKenzie, Rosalind, Donald og Andrew. t Maðurinn minn og faðir okkar, JÓHANN PÁLSSON, Skaftahlfð 28, Reykjavfk, lést af slysförum 17. nóvember sl. Sigrún Björnsdóttir og börn. t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGURÁST STURLAUGSDÓTTIR Hjaltabakka 12. andaðist í Landakotsspítala 17. nóvember. Börn og tengdabörn. t Útför bróður míns, ÖRNÓLFS NIKULÁSSONAR, verslunarmanns, Holtsgötu 19, Reykjavfk, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Slysa- varnafélag (slands. Fyrir hönd aöstandenda, Pétur O. Nikulásson. t Útför fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁGÚSTAR A. PÁLMASONAR, Langholtsvegi 183, fer fram fimmtudaginn 20. nóvember kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Stefán Ágústsson, Ulja Bjarnadóttir, Pálmi Ágústsson, Guðlaug Jónsdóttir, og barnabörn. t Útför fööur okkar, tengdaföður og afa, GfSLA SIGURÐSSONAR fyrrverandi bókavarðar, Slglufirði, fer fram frá Siglufjaröarkirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 14. Börn, tengdabörn og barnabörn. • • Olver Krisijáns- son — Minning Fæddur 28. desember 1933 Dáinn 9. nóvember 1986 Ölver fæddist í Hjarðarbrekku (Brekku) í Eyrarsveit. Foreldrar hans voru Guðrún Pétursdóttir, Jó- hannessonar bónda þar og Kristínar Guðmundsdóttur Guðmundssonar bónda í Nýjubúð í Eyrarsveit. Faðir Ölvers var Kristján Guðmundsson brúarsmiður, síðar efnisvörður hjá Vegagerð ríkisins. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar er kenndur var við Narfeyri, smiður og skip- stjóri og var með flóabátinn Baldur í mörg ár og Guðrúnar Einarsdóttur bónda á Kálfastöðum í Landeyjum, síðar útvegsbónda í Garðabæ í Gerðahreppi. Ölver var fyrstu árin í fóstri hjá móðurforeldrum sínum í Brekku. Móðir hans var aðeins 17 ára og ekki auðhlaupið á þeim árum að sjá fyrir sér og ungu bami. í Brekku var líka þröngt setinn bekkurinn. Hjónin í Brekku eignuðust níu böm og þetta var örreytiskot, sem ekki framfleytti stórri Qölskyldu. Heimil- isfaðirinn þurfti því að stunda sjó ijarri heimili allar vetrarvertíðir meðan heilsa hans lejrfði. Kýrin var oft geld 1—2 mánuði yfír veturinn og föt vom af skomum skammti. Drengurinn lærði því fljótt að vinna og lifa spart og því fylgdi hann alla ævi. En hann lærði líka að vemda lítilmagnann og þar munu ýmsir sakna vinar og velgjörðar- manns, nú þegar Ölver er ekki lengur. Kristín amma hans var mikilhæf kona tii orðs og æðis. Hún var snill- ingur í höndum. Það erfði Ölver líka í ríkum mæli, honum fómst öll störf sérlega vel úr hendi og var handlag- inn svo af bar. Ölver var verkdijúg- ur, mætti ætíð fyrstur og fór síðastur. Kristín amma hans var stórlát kona og dul og lífíð fór held- ur ekki blíðum höndum um hana og oft hló hún þegar hana hefír langað að gráta. Ölver flíkaði held- ur ekki tilfínningum sínum. Pétur afí hans dó snögglega þegar Ölver var 8 ára. Þá stóð Kristín uppi með 4 böm ófermd. Hún varð að iáta eitt baraa sinna frá sér og nokkm seinna fór Ölver suður til Reykjavík- ur og settist að í Heimahvammi þar sem hann hefír búið óslitið í rúm 44 ár. Móðir hans var þá gift Yngva P. Hrauníjörð og áttu þau orðið 5 böm. Það var áreiðanlega erfítt fyrir lítinn daladreng, sem bæði var dulur og feiminn, að koma inn á nýtt heimili í allt öðm umhverfí. Þar sem fullt var af bömum, sem auðvitað vom hávaðasöm og ærsla- fengin. Og móðir hans komst ekki inn fyrir skelina á þessum einræna dreng. Hún var líka önnum kafin með smáböm allan sólarhringinn. Hann var líka út af fyrir sig. Sá eini sem virtist komast að honum var stjúpfaðir hans og urðu þeir góðir vinir. Ölver hélt lengi þeim sið að fara vestur í Grandarfjörð einu sinni á ári, þar átti hann bæði frændur og vini. Hann vann lengst við jarð- vinnslu og ferðaðist þá mikið um landið. Þegar Ölver var um tvítugt dó stjúpfaðir hans á hörmulegan hátt. Þá vom sex systkina hans innan 16 ára aldurs, þar af eitt nýfætt. Þá reyndist hann móður sinni vel, hjálpaði henni, sem hann gat. Honum þótti áreiðanlega mjög vænt um hana en hann bar aldrei tilfínningar sínar á torg, hann færði móður sinni það sem hann hélt að hana vantaði en það mátti ekki þakka honum fyrir. Ölver var ekki vinmargur en því tryggari þeim sem urðu vinir hans. Hann bjó einn og kunni því vel, hann kvæntist ekki og eignaðist ekki böm. Blessuð sé minning hans. Guðlaug Pétursdóttir í eftirmælum er gjaman við- kvæðið, að góður er sérhver þá genginn er. Ekki held ég að Ölver vinur minn hefði skrifað minningar- grein um sig í hefðbundnum stfl. Sjálfsagt hefði hann viljað hafa jafn hljótt um sig, liðinn sem lífs. En nú verður ekki undan vikist, enda hefí ég fáa þekkt sem betur eiga skilið góða umsögn, hvemig sem til tekst. Ölver Kristjánsson var elzti sonur kjamakonunnar Guðrúnar Péturs- dóttur í Heimahvammi í Blesugróf og Kristjáns Guðmundssonar efnis- varðar og brúarsmiðs hjá Vegagerð ríkisins, en þau em bæði látin. Ekki var hann hjónabandsbam, heldur eðlilegur ávöxtur þeirra náttúmgæða og lffskrafts sem Breiðafjörður hefur búið bömum sínum um ár og aldir, betur en aðrir landshlutar. Eins og títt er um slíka frum- burði, sleit hann bamsskónum í skjóli ömmu sinnar Kristínar Guð- mundsdóttur í Brekku og síðar Naustum í Eyrarsveit. Þar var ekki í kot vísað með hjartahlýjuna og umhyggjuna, enda bar hann ömmu sinni og uppeldinu fagurt vitni allt sitt líf, með stillingu, reglusemi og heiðarleik til orðs og æðis. Þegar efni og aðstæður Guð- rúnar í Heimahvammi leyfðu flutt- ist hann til hennar og ólst þar upp í glöðum og stómm systkinahóp, en alltaf hlaut hann að skera sig úr, sem eldri bróðir og forsjá yngri systkina sinna og reyndar mín líka sem var þar fastagestur. Og það verður að viðurkennast að misjafn- 'viljir þú minnast látins \/inar. samstarfsmanns eða ætt- ingja og votta aðstandendum samúð, bendum við á minningarspjaid SVFÍ. Minningarspjöld sendum við einnig til útlanda sé þess óskað; á dönsku, ensku eða þýsku. Slysavarnafélag íslands Sími (91) 27000 lega gekk að hlfta þeirri forsjá, hefði þó oftast verið betra. í Heima- hvammi kynntist ég Ölveri og hans fólki, hann var um margt ólíkur því, hæglátur, alvarlegur og fullur ábyrgðar, meðan Qörið og áhyggju- leysið ríkti hjá jmgri systkinunum. Seinna skildi ég að hann átti rætur sfnar vestur f Eyrarsveit og fluttist aldrei á mölina í hjarta sinu, þótt hann hljrti að eyða þar mann- dómsámm sínum. Snemma hlaut að draga til þess að slfkur völundur sem hann var og sjálfur sér nógur, færi að vinna sjálfiim sér, eins og aðrir íslending- ar af ættkvísl Bjarts í Sumarhúsum. Hann átti og rak vömbíl og gröfur og annað sem til þurfti í lóðafrá- gang og jarðvinnu. Þeir sem nutu starfskrafta hans hljóta nú að sakna vinar í stað, enda fer þeim óðum fækkandi sem em jafn traustir og áreiðanlegir f öllum gerðum sem Ölver. Fjrir tilviljun kynntist ég Krist- jáni, föður Ölvers, þar fóm tveir sem greinilega vom af sama meiði, en örlögin höguðu því þannig að þeir kjmntust aldrei, hefðu þó áreið-f anlega báðir kosið að svo yrði. Einhveija ættingja á Ölver á lífí af þeirri ætt, þó ég kunni ekki frá þeim að greina. Eg vona að þeir lesi þessar línur og verði um eitt- hvað fróðari. Að lokum langar mig að þakka. Ölveri langa og góða viðkynningu. Einnig færi ég honum þakkir systur minnar, sem hann vann handarvik fyrir síðastliðið vor. Þar gekk hann til verks svo sem honum var lagið, gerði bæði betur og meir en til v ar ætlast í upphafi. Ef einhver væri nú von um annað tilverustig, mundi ég að lokum óska þess Ölveri til handa, að hann ætti því að fagna hinum megin sem hann fór á mis við í lífínu og að sál hans megi nú reika glöð um æskuslóðimar fyrir vestan. Fari hann vel. Snæbjörn Hótel Saga Simi 12013 Blóm og skreytingar viÖ ölltœkifœri Auglýsingág2480 Afgreiðsla 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.