Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 37 Skjárinn Til íhugnnar eftír Guðnýju Rögn- valdsdóttur Notkun myndbanda á heimilum hefur verið talsverð að undanförnu. Ný sjónvarpsstöð hefur bæst við þá sem fyrir var. Og nú er ljóst að innan tíðar verður unnt að ná tug- um erlendra sjónvarpsrása hérlend- is. Þetta er vissulega spennandi þróun og tilhlökkunarefni. Úrval myndefnis eykst til muna. Við auk- um þekkingu okkar og skilingn á högum annarra. Heimurinn minnk- ar enn. Með því gætu aukist líkur á friðsamlegum samskiptum og við hugsanlega orðið betri manneskjur eftir en áður. Ýmsum hefur þó orð- ið tíðrætt um aðra hlið málsins. Meðan á þessari öru þróun stendur verður mannskepnan áfram sögu gerðar í meginatriðum. Þá er sama hvort hún býr á íslandi eða í Ástr- alíu. Margir eðlisþættir okkar eru og verða þeir sömu. Kroppa- og klámdýrkun verður áfram ríkur þáttur mannlífsins. Ofbeldishneigð heldur áfram að vera til staðar þó mismunandi djúpt sé á henni. Mannskepnan verður sem endranær í eðli sínu veik fyrir sýndarmennsku og sjónarspili, áhrifagjörn og leiði- töm. Það er varðandi þennan þátt sem mig langar að leggja orð í belg. Það eru margir sammála um að sjónvarpið geti mótað neikvæðar hugsanir og athafnir. Sumir hafa nefnt sem hugsanlegar afleiðingar þessarar öru fjölmiðlaþróunar and- legt og líkamlegt slen, slævða siðgæðisvitund, hvers konar öfgar, pólitískar sem aðrar, aukið laus- iæti, aukið klám, aukna fíkniefna- neyslu, fleiri afbrotamenn. Það er oft auðveldara að sjá galla en fínna á þeim úrbætur. Þannig er erfitt að koma auga á eitthvert það for- vamarstarf sem að gagni mætti koma. En það er aðallega sú spurn- ing sem hér er varpað fram. Getum við með ræðu og riti, fræðslu og aðhaldi eða framkvæmdum fækkað mögulegum slysum? í hraða og fírr- ingu nútímans hættir okkur til kæruleysis. Og mig grunar að rík tilhneiging okkar til að bíða og sjá hvað setur verði síðar meir túlkað sem glámskyggni. Hvers konar myndefni? Er nokkur ástæða til að ætla annað en að við tökum allt það nýja myndefni, sem á eftir að ber- ast inn á stofugólf, með svipuðu áhlaupi og aðrar nýjungar? Við vit- um að myndbönd hafa víða verið tekin fram yfir flest annað í frítímum. Og það er skemmst að minnast viðtakanna á skemmtiat- riðum þeim og sportvörum sem ástarguðinn og hefðarfrúin frá París hafa séð okkur fyrir að und- anförnu. Skv. frásögn sjónvaipsins eru vinsældir miklar. Það hafa vaknað hjá mér spurn- ingar um val og eftirlit og um gerð og gæði þessa nýja myndefnis. Væntanlega eiga fleiri en þeir sem vilja betri heim eftir að koma auga á þá möguleika er gervihnettir gefa. Má nefna áróðurssérfræðinga, t.d. öfgahópa og hryðjuverkamanna, eiginhagsmunapotara og aðra, er ekki finna til ábyrgðar gagnvart náunganum, svo sem framleiðendur klám- og ofbeldismynda. Er nema raunsætt að gera ráð fyrir a.m.k. töluverðu efni að óvandaðri gerð? Örfá atriði um áhrifamátt sjónvarps Ljóst er að sjónvarpið er mikill auglýsinga- og áróðursmiðill. I Bandaríkjunum hefur verið mikið úrval sjónvarpsefnis lengi. Þekkt hlustendakannanafyritæki þar heldur því fram að fjölskyldumeð- limir í Bandaríkjanna hafi horft á sjónvarp að meðaltali í 7 klst. og 10 mín. á dag árið ’85. Þar í landi hefur einnig verið sýnt fram á bein tengsl milli fæmi stjómmálamanna við að beita sjónvarpinu sér í hag og velgengni þeirra. Ætli Reagan forseti sé ekki augljósasta dæmið núna. Ennfremur hefur verið sýnt fram á bein tengsl milli sjónvarps- gláps og ofbeldishneigðar og afbrota. Það rifjast líka upp fýrir mér að í morgunleikfimi Jónínu Ben. í sumar kom fram að rann- sóknir bentu til að börn væm orðin helstu kyrrsetumenn í Banda- ríkjanna vegna sjónvarpsins. Hversu mörgum lyklabörnum hér- lendis skyldi detta í hug eitthvað Guðný Rögnvaldsdóttir 0 „An aðhalds gæti farið svo að ómótuðum óvit- unum þætti meira koma til morðingja mafíunn- ar, sem eru sterkari aðilinn, er aðrir mega sín iítils sem einskis gegu, og- líti frekar nið- ur á fórnarlömb þeirra.“ annað en að ýta á takkann, þegar þau koma heim í tómt húsið á dag- inn? Forvarnarstarf? Þar sem mikið úrval og valfrelsi er til staðar er nauðsynlegt að vera vel undir það búinn. Fræðsla þarf því enn frekar en nú er að hafa það markmið að kenna bömum að velja og hafna. Við verðum að miða að því að börnin verði sem best and- lega sjálfstæðir einstaklingar með góða kjölfestu. Því meira sem tog- ast er á um ómótuð, óhörðnuð ungmennin, þeim mun meiri hætta Selfoss: Fimmtíu nemend- ur í sirkusskóla Selfossi. TRÚÐURINN Ruben lieimsótti skólanemendur á Selfossi sl þriðjudag við góðar undirtektir. 50 nemendur tóku þátt í tveggja tíma sirkus- skóla og sýningu sem fylgdi i kjölfarið. Á sýninguna sem var haldin í íþ’róttahúsinu mættu allar bekkjar- deildir grunnskólans og einnig nemendir frá nágrannaskólum, í Villingaholti og frá Þingborg. Það var greinilegt að færri komust að í sirkusskólann en vildu enda slíkir gestir sem Ruben ekki í heimsókn á hverjum degi. Ruben hinn sænski náði mjög vel til krakkana og skapaði sannkallaða sirkusstemmningu í íþróttahúsinu. Andlit bamanna ljómuðu og full- orðnir kunnu einnig vel að meta uppátækin. Krakkarnir fengu ekki einungis hlutverk í sirkusnum sem trúðar'heldur einnig sem ljósameist- arar, leikmunaverðir, kvikmynda- tökumenn og hljóðmeistarar. I lokin tilkynnti Ruben sjálfur, reyndar í venjulegum klæðnaði og á sinni sér- hönnuðu íslensku, að þetta væri sirkusinn Gullfoss sem drykki mikla mjólk og boðaði gull. Ruben sænski hefur ferðast víða um landið og haldið sirkusskóla og sýningar ásamt því að leggja sig eftir að sjá sem mest af náttúru landsins. Eftir nemendasýninguna og sýningu að kvöldi þriðjudagsins lýsti hann ánægju með dvölina á Selfossi og viðtökur. Auk sýning- anna hélt hann fræðslufund með leikfélagsfólki og kennurum á Sel- fossi. Sig Jóns. er á að þau verði eins og lauf í vindi. Það verður að kenna börnum að draga sínar eigin ályktanir að vel athuguðu máli. Nú duga engir stórusannleikar eða boð og bönn. Þau verða að hafa staðfestu og bolmagn til að getá vegið og metið sjálf. Þeim verður að vera ljóst að sum gildi eru mikilvægari og dýr- mætari en önnur. Þau verða að læra að vinna bug á eiginleika okk- ar og áráttu til einfaldana og alhæfinga eða sleggjudóma, sem allt eru afleiðingar vanþekkingar og oft áhrif áróðurs eða auglýs- inga. Og þau veða að læra að sjá í gegnum fagurgala og stóryrði, „hreinskilni" og „sannleika“ áróð- ursmanna. Leiðir að þessum markmiðum geta verið margar, en liggja þó um sem víðtækasta fræðslu. Áð kynna sem flestar hliðar mannlífsins frá sem flestum sjónarhólum. Það er ekki sama hver segir frá, hvemig eða til hvers. Reyndar tel ég mikilvægast að við hægjum á, jafnvel stöldrum við stundum, og gefum okkur tíma með börnunum. Þá gleymum við síður að gefa þeim gaum. Og aðeins þannig getum við haft áhrif á við- horf þeirra. Hér hefur verið rætt um hugsanleg áhrif af myndaflóði. Er ekki nauðsynlegur undirbúning- ur að velja vel gerðar myndir til að horfa á saman sem eins konar sýnikennslu. Eitt er að sitja óvirk tímunum saman fyrir framan skjá- inn, annað að velja góðar myndir til ánægju, fróðleiks og þroska. Þær má svo nota til skoðanaskipta og umræðna. Hér þarf að vísu að gæta að þroskastigi bamanna við val á myndum. Að mínu mati var ítalska fram- haldsmyndin Kolkrabbinn með því besta, sem sjónvarpað var sl. vetur. Ef við tökum dæmi úr henni, þá er þar eiturlyfjaneytandi í vonlausri aðstöðu. Svona til upprifjunar, þá hafði meðlimur mafíunnar platað eitrinu inn á dóttur viðhalds síns, sem hann skaut svo í kviðinn að dótturinni viðstaddri og verslaði síðan við barnið, hún sagði ekki frá og seldi honum líkama sinn fyrir eiturlyfin sem hún var orðin háð. Þá niðurbrotnu stúlku er hafði glat- að allri stjálfstjóm og sjálfsvirðingu má nota til að auka skilning á skað- semi eiturlyfja og á innræti og hugsunarhætti eiturlyfjasala og annarra glæpamanna. Útskýringar og umræður eru nauðsynlegar til að skilja þá mannlegu þætti og ólíku viðhorf, sem koma fram í mynd sem þessari. Án aðhalds gæti farið svo að ómótuðum óvitunum þætti meira koma til morðingja mafíunnar, sem eru sterkari aðilinn, er aðrir mega sín lítils sem einskis gegn, og líti frekar niður á fómarlömb þeirra. Aö lokum Hvað sem svona vangaveltum líður, þá tel ég nauðsynlegt að umræðum verði haldið uppi. Fróð- legt væri að fá athugun á úrvali, svo og notkun og eftirspum mynd- banda. Hér er ekki eingöngu átt við tölfræðilegar upplýsingar, held- ur notkun skv. flokkun, gerð og gæðum, og álitsgerð þar að lút- andi. Fróðlegt væri að fá upplýsing- ar þeirra sem þekkja til gervihnatta. Þá hef ég í huga spurningar eins og hvaða sjónvarpsstöðva náum við til í framtíðinni og hvers konar efni er þar á boðstólum. Fróðlegt væri að fá athugun og mat á fjölda og gerð auglýsinga, svo og sálfræðinni sem að baki auglýsingum og áróðri liggja. Fróðlegt væri að fá álit allra þeirra er telja sér málið skylt. Er t.d. ekki bara sjálfsagt að hvetja forráðamenn sjónvarpsstöðva til að færa morðgátur og ofbeldismyndir aftur fyrir a.m.k. kl. 10 á kvöldin? Litlar hermikrákur læra það sem fyrir þeim er haft. Höfundur er húsmóðir í Garðabæ. Morgunblaðið/Sig Jóns. Á sirkussýningunni komu nemendur fram sem trúðar og gegndu ýmsum hlutverkum. OLYMPÍUHAPPDRÆTTIÐ Enn er möguleiki að kaupa miða í Olympíuhappdrættinu þar sem drætti hefur verið frestað til 5. desember. 4 vélsleðar að verðmæti kr. 250.000 hver. 2 vélsleðar að verðmæti kr. 400.000 hver. 6 ferðavinningar að verðmæti kr. 53.300 hver. 8 Volvo bifreiðar að verðmæti kr. 414.000 hver. 2 Volvo bifreiðar að verðmæti kr. 584.000 hver. Heildarverðmæti vinninga er kr. 6.608.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.