Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 53 • Margur er knár þött hann só smár. Hér er Gfsli Helgason, ungur karatemaður úr Gerplunni, í „katau œfingum. Morgunblaöið/Bjarni Karatefélög á íslandi Karatefélag Reykjavíkur er elsta karatefélag á íslandi og hefur á að skipa flestu keppnisfólki sem er í fremstu röð á landinu. Má þar nefna fasta menn í landsliðinu eins og Atla Erlendsson landsliðs- þjálfara, Árna Einarsson sem hefur náð miklum árangri er- lendis í Kata þ. á m. náð 10. sæti á EM og 3. sæti á NM, Jónínu Olesen sem hefur keppt erlendis nokkrum sinn- um aðallega á NM, einnig má nefna Halldór Svavarsson sem keppti í landskeppninni við Skota og N-íra og stóð sig með miklum ágætum og er greinilega efnilegur. Á ís- iandsmeistaramótum hafa KFR-ingar fengið flest verð- laun og hafa þar verið á ferðinni ofantaldir einstakl- ingar. Karatefélagið Þórshamar hefur verið eitt mesta keppn- isfélag við KFR, en hefur enn sem komið er ekki náð eins góðum árangri og þeir á ís- landsmótum, þó þeir hafi staðið sig vel þar og eigi jafn- an einn eða tvo íslandsmeist- ara. í Þórshamri er mikið um ungt og mjög efnilegt fólk og á það eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. í báð- um þessum félögum æfa yfir 100 manns að staðaldri. Karatedeild Gerplu var stofnað 1981 og er því orðið gamalt félag á mælikvarða karatefélaga. Gerplufólki hef- ur gengið vel á mörgum minniháttar mótum s.s. Shot- okan-meistaramóti o.fl. og í Gerplu er Kristín Einarsdóttir sem er íslandsmeistari í kum- ite kvenna og er nýliði í landsliði íslands og mun keppa á NM nú í lok nóvem- ber. Karatedeild Stjörnunnar á ekki neinn einstakling, sem skarar fram úr á landsmæli- kvarða, en þeir eiga jafna einstaklinga og hafa þar af leiðandi unnið UMSK-mótið margsinnis, en það er hér- aðsmót þar sem Gerpla, Breiðablik og fleiri keppa. Karatedeild Breiðabliks stendur og fellur með karate- kappanum Ævari Þorsteins- syni sem hefur verið fastur í landsliðinu síðustu árin og staðið sig vel bæði heima og heiman. T.d. náði hann 2. sæti á opnu móti í Skotlandi nú í október í kumite. Deildin sjálf er í mikilli sókn og iðka þar um 70 manns karate. Karatedeild UMF Selfoss hefur verið í mikilli lægð síðustu misseri og er það m.a. því að kenna að aðaldrif- fjöður þeirra, Ágúst 0sterby, dvelur erlendis um þessar mundir. Áður fyrr gátu þeir komið á óvart á mótum. Á Selfossi þarf að vinna mikið uppbyggingarstarf á næst- unni. Karatedeild Baldurs á Hvolsvelli er rúmlega eins árs karatedeild og herma fréttir að þar sé allöflugt kar- atelíf og megi búast við því að þar verði í framtíðinni sterkt karatefélag. Karatedeild Þórs í Þor- lákshöfn er svotil nýstofnuð deild, en þrátt fyrir það stunda nú um 40 manns kar- ate í Þorlákshöfn. Karatedeild Sindra á Horna- firði var um tma eitt allra gróskumesta karatefélag á landinu með um 100 iðkend- ur, en undanfarið hefur starfið lognast niður að mestu leyti. Karateskólinn í Reykjavík var stofnaður fyrir ári síðan og strax á fyrsta íslands- meistaramóti þeirra sl. vor unnu þeir einn íslandsmeist- aratitil og -var þar á ferðinni Finnbogi Karlsson, ungur og efnilegur. Karatedeild UMF Bessa- staðahrepps er einnig nýgræðingur í karate, en þar æfa nokkrir áhugasamir Álft- nesingar karate. Karatedeild í Vogum á Vatnsleysuströnd. Eins og áður er sagt, þá er þar ótrú- leg þátttaka í karatenám- skeiði sem nýlega fór af stað, eða ’/3 hluti grunnskólans iðk- ar nú karate. •J V i íslandsmeistaramótið í Shotokan: Stórsigur Þórshamars — Magnús Blöndal og Elín Eva Grímsdóttir Islandsmeistararar í „kumite“ getrSÍna- VINNINGAR! MAGNÚS Blöndal, Þórshamri, varð íslandsmeistari í „kumite" á íslandsmeistaramótinu i Shotok- an, sem fram fór í Hagaskóla í síðustu viku. Elín Eva Grfmsdótt- ir, Þórshamri, sigraði f „kumite" kvenna, en félagar í Þórshamri stóðu sig áberandi best í mótinu og sigruðu í öllum greinum nema í sveitakeppni, þar sem þeir höfn- uðu f öðru og þriðja sæti. í „kumite" karla vann Magnús Blöndal titilinn af Ævari Þorsteins- syni, en í kvennakeppninni missti Kristín Einarsdóttir titilinn í hendur Elínar Evu. Annars var keppnin jöfn og spennandi og sórstaklega sveitakeppnin, en þar fengu Breiðablik og A-sveit Þórshamars jafnmarga vinninga og varð að telja skoruð stig til að skera úr um sig- urvegara. Félagar í Þórshamri fengu nær öll verðlaun í „kata“, en Matthías Friðriksson, Breiðabliki, var valinn keppandi mótsins af Ólafi Wallevik, sem var aðaldómari. Úrslit uröu annars þessi: „kumite" karla: Magnús Blöndal Þórshamri Ævar Þorsteinsson Breiðabliki Einar Karlsson Breiöabliki „kumite" kvenna: Elín Eva Grímsdóttir Þórshamri Sigrún Guðmundsdóttir Þórshamri Kristín Einarsdóttir Gerplu Sveitakeppnl: Breiðablik A-sveit Þórshamars B-sveit Þórshamars .. Uorgunblaðið/Júlíus • Orn Gunnarsson, Þórshamri, (til hægri) nær hér að skora stig gegn Helga Jóhannssyni úr Gerplu. „kata" ungllnga: Magnús F. Guðlaugsson, Þórshamri, 10,8 Magnús Eyjólfsson, Gerplu, 10,5 Jóhann Rafnsson, Þórshamri, 10,3 „kata“ kvenna: Ingibjörg Júlíusdóttir, Þórshamri, 11,1 Kristin Einarsdóttir, Gerplu, 11,0 Elín Eva Grímsdóttir, Þórshamri, 10,8 „kata“ karla: Sigþór H. Mark, Þórshamri, 11,3 Svanur Eyþórsson, Þórshamri, 11,2 Ásmundur (sak Jónsson, Þórshamri, 10,8 „hópkata“ þriggja manna: Þórshamar, A-llð^ 11,5 Gerpla, 10,8 Þórahamar, B-lift, 10,6 13. leikvika - 15. nóvember 1986 Vinningsröð: 1 X2-X1 1 - XXX-2 1 2 1. vinningur: 12 réttir, kr. 727a245|a 55323(6/11) 130751(6/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 8.905,- 10098 47984 58375 56512 129242 206711 10252+ 45658 64556 57138 130561 207621* 13572 45675 64790+ 57760 200856 210193* 20755+ 51422 68353 103195+ 201511 210203 21875 54102 68758+ 125321 201707* 211643 42153 54902+ 68760+ 126266 201852* 211660+ 43182 56144 55231 126456 203743 559942 44586 56964* 95324 127548* 205128+ 44918+ 57419 96094 127968 205330 * = 2/11 Kœrufrestur er til mánudagsins 8. des. 1986 kl. 12.00 á hádegj. Kœrur skulu vera skriflegar. Kaarueyðublöð (ást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni I Reykjavfk. Vinningsuppheaðir geta laakkað, ef kœrur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til fslenskra Getrauna fyrir lok kaerufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.