Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 31 löngum." Sr. Lárus Þ. Guðbjamarson sem mælti fyrir fjölda þingsályktana um þjóðfélagsmál sagði að í huga sínum væri engin spuming að kirkjan þyrfti að taka afstöðu. „Jafnvel Páfinn hefur orðið að beygja sig undir þetta viðhorf. Hann hefur tekið afstöðu til stjómmála í Suð- ur-Ameríku, fóstureyðinga, getnað- arvama og svo mætti lengi telja,“ sagði sr. Láms. „Kristur hefði ekki verið krossfestur ef hann hefði ekki verið pólitískur. Öll sú saga sem skráð er á spjöld Nýja testamentis- ins sannar okkur að hann sló skjaldborg um lítilmagnan og tók afstöðu sem gerði hann svo hættu- legan." Láms sagði að kristnir menn þyrftu að hefja sig yfir öll flokks- bönd og líta á málin út frá sjónarhóli trúarinnar. „Ég flyt hér tillögu til þingsályktunar um eyðni þar sem ég legg til að kirkjunnar menn gangi á undan með fordæmi í því að kasta burt fordómum og leiti leiða til að koma í veg fyrir þennan sjúkdóm. Það er staðreynd að sjúk- dómurinn heijar á alla, burtséð frá aldri, uppmna, kyni eða stétt. Sjúkl- ingar og aðstandendur þeirra eiga kröfu á andlegri umhyggju sem kirkjan er fær um að veita. Þetta er eitt þeirra mála sem Alkirkju- þingið fjallaði um á fundi sínum hér á landi. Kirkjuþingið getur ekki skotið sér undan að fjalia um þessi mál. Kirkjunni ber skylda til að taka afstöðu í þjóðfélagsmálum," sagði sr. Láms. Reykjavíkurspil Morgunblaðið/Einar Falur í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur er búið að gefa út nýtt fjölskylduspil um Reykjavík og eru spurningamar tengdar borginni á einn eða annan hátt, frá uppafi byggðar til dagsins í dag. Hug- rnyndin er síðan að jgefa út ársfjórðungslega nýjar spurningar, þá tengdar einhveiju öðm efni. Utgefendur em Oli Þór Kjartansson og Guðmundur Óli Jónsson og var myndin tekin þegar þeir afhentu Davið Oddssyni borgarstjóra fyrsta spilið. „Deilan stendur um hvort Kirkju- þing eigi að taka afstöðu fyrir hönd kirkjunnar, eða skilgreina sig þröngt," sagði sr. Þórhallur Höskuldsson. að tillöguflytjendum var sr. Þor- bergur Kristjánsson. „Mitt viðhorf er að kirkjan sem slík geti ekki tekið afstöðu til pólitískra mála," sagði sr. Þorbergur. „Kirkjan sam- einar menn með ólíkar skoðanir og lífsviðhorf, hver þeirra þarf sem slíkur að taka afstöðu til mikil- vægra mála í þjóðfélaginu. Hlut- verk kirkjunnar er hinsvegar fyrst og fremst það að veita guðs orði inn í samfélagið. Kristnir menn geta síðan beitt sér innan stjóm- málaflokka og félagsamtaka, og hafa þeim bjóðast ótal leiðir að því marki að koma skoðunum sínum á framfæri." Við umræðuna um tillögu sr. Þórhalls sagði sr. Þorbergur: „Menn hafa um aldir reynt að gera Jesú Krist að pólitískum leitoga, félags- legum umbotafrömuði eða eitthvað enn fráleitara. Jesú var hvorki bylt- ingarmaður né félagslegur umbóta- sinni, þótt fátækrahjálp og umhyggja fyrir sjúkum sé vissulega í anda hans.“ Þorbergur sagði að kirkjan ætti að kalla manninn til lífs í „heimi eilífðarinnar". Ef köllun hennar einskorðaðist við hinn efnis- lega heim glataði hún gildi sínu. „Jafnvel þótt yfírgnæfandi hluti kristinna manna aðhyllist ákveðna pólitíska skoðun, gæti sá minnihluti sem andstæðrar skoðunar er verið jafn vel kristinn...enda var Jesús frá Nasaret mikill minnihlutamaður tík“ eigi erindi á þingið Kirkjan getur ekki tekið ákveðið viðhorf upp á sína arma, segir sr. Þorbergur Krisljánsson KIRKUÞINGSMENN í Bústaðar kirkju eru ekki á einu máli hvort það sé hlutverk þingsins að fjalla um þjóðfélagsmál. Fyrir þinginu liggur fjöldi tillagna sem fela í sér að Kirkjuþingið taki afstöðu í politískum deilumálum. Þar er fjallað um húsnæðislán, skatta- mál, launamál, eyðni og ástandið í Niearagua svo fátt eitt sé nefnt. „Við deilum um það hvort krist- inn maður eigi aðeins að taka afstöðu sem einstaklingur út frá sinni samvisku, eða hvort við eig- um að beita áhrifum okkar á fundi sem þessum til að kirkjan tali til fólksins sem stofnun. Kirkjuþing er æðsta stofnun þjóðkirkjunnar. Hér eru menn að vonum ekki sammála um alla hluti, og margir eiga erfitt með að sætta sig við að mynda meiri- hluta eða minnihluta um hápólití- skar spurningar á þessum vettvangi," sagði sr. Þórhallur Höskuldsson í samtali við blaða- mann. Sr. Þórhallur lagði ásamt Mar- gréti K. Jónsdóttur fyrir þingið tillögu til þingsályktunar um áskor- un á stjómmálaflokkanna að vinna að auknum jöfnuði í launum og lífskjörum. „Þessi tillaga á samleið með mörgum öðmm, og ég legg til að þær verði afgreiddar sem ein heild. Við þurfum að gera upp við okkur hvort Kirkjuþing taki slíka afstöðu í nafni kirkjunnar, eða skil- greini sig þröngt og fjalli einungis um innri mál eða löggjafarmál sem kirkjuna varða," sagði sr. Þórhallur. Sá sem gerði hvað harðasta hríð „Jesú Kristur var hvorki bylting- armaður né félagslegur umbóta- sinni,“ sagði sr. Þorbergur Kristjánsson. „Kirkjuþingið getur ekki skotið sér undan að fjalla um þessi mál,“ sagði sr. Lárus Þ. Guð- mundsson. íkveikja SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt að Hátúni lOa kl. 4.20 að- faranótt gærdagsins. Hafði verið kveikt í rusli á gangi i húsinu, sem er í eigu Öryrkjabandalags- ins. Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var búið að ráða niðurlögum eldsins, sem var fyrir framan íbúð- ardyr. Greinilegt var að einhver hafði hrúgað upp bréfrusli fyrir framan dyr á 6. hæð hússins og kveikt í, en til allrar hamingju urðu ibúar eldsins varir í tíma. Kirkjuþing: Deilt um hvort „póli- Tækifæristékkareikningur ...með allt í einu hefti! Yfirdráttar- heimild Meira öryggi gagnvart óvæntum útgjöldum Með TT-reikningi geturðu sótt um Þannig geturðu einfaldlega ávísað út að fá yfirdráttarheimild tengda reikn- af reikningnum þegar óvænt útgjöld ingi þínum. koma upp. VíRZLUNflRBflNKINN -viHHWimeðfi&i!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.