Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Að hætta að pissa í skóinn Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jónas Jónasson: Og svo kom sól- in upp Dtg-. Forlagið 1986. Þrátt fyrir að barátta bindindis- frömuða hafi staðið lengi er ekki ýkja langt, síðan viðhorf til áfengis- mála tóku að breytast í þá átt, að drykkjumenn væru : í fyrsta lagi sj'uklingar, sem þyrftu alvörumeð- ferð eins og aðrir sem plagaðir eru af ýmsum kvillum og í öðru lagi hefur dregið verulega úr þeim opin- bera sjarma, sem menn tengdu drykkju , einkum þó þegar lista- menn hafa átt í hlut. Stéttaskipting í hópi drykkjumanna hefur senni- lega minnkað, eftir að tekið var að sinna þeim jafnt, sérajónrónanum og jónrónanum og öllum þar á milli. Það dregur enginn í efa, að ferðir Islendinga á Freeport, stofn- un SÁÁ og hinna aðskiljanlegu sjúkra og meðferðarstofnana, sem hefur verið komið á laggimar hefur ráiðið miklu um þá þróun, sem hef- ur orðið til að „opna umræðuna" eins og það heitir á frasamálinu. Auðvitað höfðu margir farið á und- an og margir mátt þola fyrirlitn- ingu, háð og spott og höfðu lítt erindi þrátt fyrir erfiðið. En oft ræður úrslitum að koma fram með hugmyndir á akkúrat réttum tíma. Það felst í því ákveðin snilligáfa að skynja hvenær þessi rétti tími er. Það var styrkur SÁÁara og þeir hafa lyft grettistaki og allt það. Það hljómar kannski eins og illkvittni, en er það ekki, að stund- um er eins og það sé enginn maður með mönnum nema hann hafí farið í meðferð, það liggur við borð, að við séum hætt að þola að taka út okkar timburmenn: eftir helgarfyll- erí lítur út fyrir að nánast allir sem duttu í það, telji nauðsynlegt að komast í einum grænum upp á Vog. Þar muni allar byrðar vera frá þeim teknar. Og málin leyst FYRIR þá. Mér þótti því ekki sízt fengur í að lesa kafla Jóhannesar Berg- sveinssonar, læknis, aftast í bók- inni, þar sem hann er að gera tilraun til að skilgreina alkolholisma frá læknisfræðilegu og félagslegu sjónarmiði. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir allt, séu ekki allir ofdrykkjumenn, eða of- neytendur áfengis alkóhólistar. Og hann heldur þar enn fram skoðun sinni, sem er einkar viðkvæm, að áfengisofneyzla sé fylgifískur geð- rænna vandamála. Einatt þykir mér skjóta skökku við, hvað alkóhólistar bregðast sárir og reiðir við, þegar íað er að þessu. Þeir hafa viður- kennt sjúkdóminn og gengist undir meðferð, sem heldur honum niðri, en þeim virðist flestum lífsins ómögulegt að viðurkenna að hann gæti átt einhveijar geðrænar rætur einhvers staðar, stundum.Og þótt svo væri, hvað er þá svona skamm- arlegt við það. Mér fínnst þarft, að sem opinská- ast sé skrifað um þessi mal. Fengur er að heiðarlegum og opinskáum, blekkingarlausum umræðum. I í bók Jónasar verða kaflar furðu líkir, vítiskvalimar, pínan, skömm- in, sjálfsblekkingin, glötunin, upprisan. Allt er þetta tíundað af ákefð, en frásögur em ekki nægi- lega unnar. Höfundur hefði átt að raða efni hvers kafla niður af miklu meiri vandvirkni og skipulagi, stundum fara kaflamir allir í bendu einmitt út af því, að það er ekki hirt um að vinsa úr; það dugar ekki að láta viðmælendur segja frá í belg og biðu, auk þess sem þeim er skiljanlega mislagið að tjá sig. Það verður að ritstýra frásögnunum og það hefði mátt töluvert niður, en bæta í staðinn ýmsum sjálfsögð- um upplýsingum inn í. Jónas Jónasson Mér þykir það líka galli á þess- ari bók, að fæstir frásagnarmanna greina frá baráttunni, sem fer í hönd, eftir að komið er úr meðferð. Það em yfirborðskennd vinnubrögð. Það ættu allir að vita og þeir em væntanlega fáir, sem hafa ekki á einn eða annan hátt þetta böl ansi nálægt sér. Og vita, að málinu er ekki kippt í lag í eitt skipti fyrir öll, þótt farið sé í meðferð og sóttir AA-fundir. Af þessari ástæðu með- al annars fannst mér fengur að köflum eiginkvenna alkóhólistanna , sérstaklega Helgu Bjömsdóttur. Mér þótti íhygliverður og „öðmvísi" kaflinn um Gunnar Huseby, en þar , eins og víðar hefði mátt vinna betur úr merkilegum efnivið. Kafli Þráins Bertelssonar og frásaga hans fannst mér áberandi bezt unn- inn, hvort sem þar á mestan hlut að máli ritari bókarinnar eða Þráinn sjálfur. Irónían í frásögn hans verð- ur aldrei töff, þvert á móti nær hann fram sérstökum áhrifum á þann hátt. En ekki er öllum iagið að beita íroníunni að því er virðist svo áreynslulaust. Eg ítreka að það er gott, að fólk skuli ræða þessi mál hispurslaust. En mikið hefði nú mátt vinna þessa bók betur og ég tala nú ekki um, ef viðmælendumir hefðu verið dálí- tið breiðari hópur. í FARARBRODDI í 90 ÁR ÓDÝRAR • STERKAR • BJARTAR 0 TUNGSRAM Heildsöludreifing: RAFTÆKJAVERSLUN ÍSLANDS S: 688 660 • 688 661 YORK WINDS _______Tónlist Jón Ásgeirsson Kanadíski blásarakvintettinn York Winds er mjög vel æfður tón- listarhópur og vom tónleikar þeirra á vegum Tónlistarfélagsins sl. laug- ardag merktir afburða fagmennsku og fínlegum leik. Ef nokkuð mætti fínna að, var leikur félagana á klassísku viðfangsefnunum allt of fínlegur og agaður. Það virðist vera nokkuð algengur misskilningur, að eldri tónlist hafí verið yfírmáta öguð og í flutningi sérlega fínleg. Sagn- fræðingar hafa hins vegar bent á, að mikið af þessari list .hafí í raun verið notuð við fremur grófgerðar skemmtanir og undir öllum pífu og blúnduskreyttu fínheitunum, hafí búið mun meira hömluleysi en jafn- vel í fínheitum nútímans. Svona yfírmáta öguð leiktækni, eins og kom fram hjá York Winds, gerði jafnvel nútímaverkin yndislega hljómfögur og er rétt að árétta að hér er um að ræða aðeins tvö verk, Kvintetta eftir Jacques Hetu og Elliot Carter. Fyrra verkið er samið 1967 og seinna árið 1948. Tónleik- unum lauk með verki eftir Paul Taffanel, sem var frægur flautu- kennari. Kvintett þessi er líklega saminn fyrir aldamótin 1900 og í stíl minnir hann mjög mikið á tón- list Mendelssohns. I heild var leikur York Winds feiknalega vandaður og samstilltur í hljómblæ, í raun óhugnanlega agaður og fínlegur, sem hlýtur að koma einkar vel út á hljómplötum en getur orðið býsna ómanneskjulega fjarlægur á tón- leikum, þar sem tónsköpunin hefur umhverfst í glansgerða mynd leik- tækninnar, fírrta mannlegum til- fínningum, sem aldrei verða æfðar eða fínpússaðar. Leitin að fullkom- leikanum getur leitt til stöðlunar. Þar í er fólgin ófullkomleiki full- komleikans. Ofullkomleikinn viður- kennir öll frávik og þar í er fólginn fullkomleiki ófullkomleikans. Full- komnum, eins og tölvuöldin hefur leitt í ljós, byggist að miklu leyti á útilokun óvissunnar, nema þar sem hægt er að kerfísbinda frávikin. I leik York Winds má heyra feiknar- lega ögun, sem í sjálfu sér er aðdáunarverð, en auk þess má heyra, að fyrir ögunina hafa ýmis óvissuatriði verið látin víkja og þar með hefur leitin að hinu fullkomna færst inn á einstigi tækninnar, þar sem ekkert er til nema það sem skilgreint verður og þá standa menn í sömu sporum og Pýþagóranamir fyrir þúsundum ára. Sönnunar- meistararnir munu ávallt standa ráðalausir gegn því ósannanlega, þrátt fyrir að listræn sköpun, til- fínningar og trúarhvöt mannsins, hafí getið af sér verk, sem á ýmsan hátt megi meta og vega. Egill Eðvarðs- son í Gangskör Myndlist Valtýr Pétursson Það er nokkuð síðan Egill Eð- varðsson hefur haldið sýningu á myndverkum sínum, en hann hefur ef til vill verið of upptekinn af ann- arri myndvinnu. Þar á ég auðvitað við sjónvarpsefni og kvikmyndun, en á þá iðju hefur hann lagt gjörva hönd. Egill sýnir af sinni tuttugu og þjrár myndir undir gleri. Þær em að mestu unnar með olíukrítum, en í mörgum þeirra örlar á ýmsu, blý- antur notaður, úrklippur blandast krít og bleki, og ég veit ekki hvað. Þetta em yfírleitt lífleg verk og hafa nokkum myndrænan þokka, en það vantar í þetta hin stríðandi átök, sem svo mikið em í vindinum eins og stendur. Þetta er afar nota- leg og ljúf myndgerð, sem er mjög geðfelld við fyrstu sýn. Nokkuð er byggt á kvenlegri fegurð, og þokkadísum bregður fyrir, en hvergi um of, og ótvíræður nútíma- svipur er þama á öllum verkum. Egill spilar meir á litinn en formið, og því er ekki að neita, að stundum virðist myndbygging nokkuð laus í sér, en þetta er lipurt og á stundum létt í vöfum, ef svo mætti að orði kveða, og það er hvergi sjáanleg barátta við viðfangsefnið. Það er nú einu sinni svo, að ef hlutimir em of borðliggjandi hjá mönnum, er eins og eitthvað vanti, sem gefur verkum þeirra meira innihald eða dýpt, eins og sumir segja. Þeir, sem liprir em í höndun- um og fljótir að tileinka sér og skipta um aðferðir, eiga oft á tíðum erfítt með að einbeita sér á einu sviði. Án þess að vita það, mætti segja mér, að Egill Eðvarðsson væri af slíkri manngerð. Að mínu mati mætti hann einbeita sér enn meir að þeirri myndgerð, sem hann sýnir þessa dagana í Gallerí Gang- skör, og hver veit, hvað þá kæmi í ljós. Það var skemmtilegt að kynn- ast þessum myndverkum Egils Eðvarðssonar. Lítil en snotur sýn- ing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.