Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 41 Stjömu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekúlant. Ég er einn þeirra sem löngum hef gefið lítt út á vangaveltur um stjömur og fundist það vera meira til gamans en gagns. Hvað um það, núna langar mig að fræðast um mín merki og meta síðan hvort mér finnst það vera fyndið eða gagnlegt. Ég er fæddur 23.10. 1964 rétt uppúr kl. 8 í Rvík. Með fyrirfram þakk- læti.“ Svar: Að mati undirritaðs er stjömuspeki bæði til gagns og gamans. Það er hins vegar undir hveijum og einum kom- ið hvort verður mikilvægara. Hins vegar verður að segjast eins og er að ef þú vilt meta stjömuspeki þarf meira til en hér er ritað, því plássið er lítið og oft vill bamið fljóta með baðvatninu þegar reynt er að meta hvað á að segja og hvað ekki. Merkin Þú hefur Sól og Rísandi merki í Vog, Tungl t Nauti, Merkúr í Sporðdreka, Venus í Meyju og Mars í Ljóni á Miðhimni. Vogarskálar Það er ánægjulegt að í bréfi þínu skuli birtast þörf Vogar- innar til að vega og meta áður en endanleg ákvörðun er tekin. Við getum sagt að það sé vísbending um að þú gerir þér far um að vera rétt- látur. Að öðru leyti er per- sónulýsing útfrá korti þínu á þessa leið: Þú ert félagslynd- ur, opinn og hress í framkomu og átt auðvelt með að um- gangast fólk. Þú ert kraftmik- ill, hreinskilinn og vilt vera áberandi í umhverfi þínu. íþróttir Mars í Ljóni á Miðhimni tákn- ar að þú ert metnaðargjam og baráttuglaður. Þú gætir t.d. náð langt í sjálfstæðum atvinnurekstri og viðskiptum. Ég tel líklegt að þú viljir eiga flotta og áberandi bíla og al- mennt láta bera á þér í þjóðfélaginu og umhverfinu. Þú þarft að hreyfa þig og því er íþróttaiðkun æskileg. Stórtœkur Þú átt til að vera stórtækur og þarft að varast að ganga of langt eða að ætla þér of mikið á of skömmum tíma (Mars í spennu við Júpíter). Hugsun þín er dul og kryfj- andi. Þú hefur gaman af því að rannsaka og bijóta mál til mergjar (Merkúr í Sporð- dreka). Tilfinningamál Tilfinningar þtnar eru jarð- bundnar og íhaldssamar og getur tvennt háð þér á því sviði. í fyrsta lagi gefur Ven- us í Meyju til kynna að þér hættir til að gagnrýna aðra. Þú getur því orðið hrifinn af ágætri konu en misst áhug- ann vegna einhvers smávægi- legs galla. Ef þú gætir ekki að þessu er hætt við að þú verðir seint hamingjusamur í ástum. í öðru lagi hefur þú tilhneigingu til að einangra þig tilfinningalega; verða stífur og eiga erfitt með að hleypa öðrum að þér. Ástæðu þess getur m.a. verið að finna í uppeldi. Framkvœmda- maður Ef kort þitt er dregið saman má segja að þú sért félags- lyndur og jarðbundinn framkvæmdamaður. Þú ert kappsfullur, hefur ágæta skipulagshæfileika og vilt glæsileika ! lífsstíl þinn. Það sem helst háir þér og æskilegt er að þú vinnir með eru tilfinn- ingar þínar. Þú þarft að opna þig, læra að treysta öðrum og láta af stífni og kröfuhörku í garð annarra. X-9 !!8 SK/psryó/ZA C19*5 Klng FNturn Syndic«*. Inc. World rlght» rcMrvvd. GRETTIR UM LBIO Oö H/UC4RL/NN UAlGr’ AST BR'AO SiNA, F/MNUe ) HAMN /tPE-ITTHVAP ERAE^y C Ó,J'A. / VATN I hákarlar TOMMI OG JENNI UOSKA k/EL kompu 'yi HEIM TIL MÍNÍ'1 éGSASÐI TiL Ml'M ! FERDINAND SMAFOLK KNOWINé HOWTO WRITE 15 VERS' IMPORTANT IF VOU CANT WRITE, HOW AREVOU 601N6 TOTELL 50MEB0PY THE BAP NEW5? Ég elska að skrifa. Það er mjög mikilvægt að kunna að skrifa. Hvernig á maður að segja fólki slæmar fréttir ef maður kann ekki að skrifa? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Suður verður sagnhafi í þrem-" ur gröndum eftir strögl austurs á tveimur laufum. Eigi að síður velur vestur að spila út spaða- drottningu: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ K42 VK743 ♦ 863 ♦ 853 Suður ♦ 65 VÁ8 ♦ ÁK10975 ♦ ÁD4 Vestur Norður Austur Suður 1 Ttgull Pass 1 hjarta 2 lauf 3 grönd Pass Pass Pass Eftir innákomu austurs verð- ur að teljast líklegra að hann eigi spaðaásinn, svo fyrsta skrefið er að gefa spaðann. Vestur spilar næst gosanum, aftur lítið úr blindum, en nú fer austur upp með ásinn og spilar þriðja spaðann. Taktu við. Nú liggur ljóst fyrir að spað- inn skiptist 5—3, svo ekki má vestur komast inn í spilið. Ef hann á drottninguna þriðju í tígli er enginn leið að vinna sögnina, en það er hægt að ráða við gos- ann þriðja í vestur með vandaðri spilamennsku. Það er nefnilega í lagi að gefa einn slag á tígul, svo fremi sem austur fær hann. Norður ♦ K42 ♦ K743 ♦ 863 ♦ 853 Vestur ♦ DG1097 ♦ G962 ♦ G42 ♦ 2 Austur ♦ Á83 ♦ D105 ♦ D ♦ KG10976 Suður ♦ 65 ♦ Á8 ♦ ÁK10975 ♦ ÁD4 Tígli er spilað úr borðinu, og þegar drottningin kemur frá austri fær hún að eiga slaginn. Einfold öryggisspilamennska. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Lokin ! skák Sovétmannanna Karpovs og Beljavskys í Tilburg urðu þannig. Beljavsky hafði svart og átti leik. iAB ■ .*■£! wm,' Wm. IfHf í|l|í A fllS /Wm’, w/m/Wmí m .: i 35. - Rxd4! 36. Khl - Rb5! og Karpov gafst upp, því endataflið eftir 37. Hxe2 — d4+! 38. Kgl — dxc3 er auðvitað vonlaust. 36. — Df3+? 37. Dxf3 - Rxf3, 38. He7! var hins vegar miklu lakara. Þá hefði Karpov átt vissa jafnteflis- möguleika. Þetta var eina tapskák Karpovs á mótinu og í raun úr- slitaskák mótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.