Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 23 Fiskíþing’: Skömm að fjársvelti Hafrannsóknastofnimar FJÁRVEITINGAR til Hafrann- sóknastofnunar voru talsvert til umræðu á Fiskiþingi á þriðjudag. Þingfulltrúar voru flestir sammála því, að skömm væri að fjársvelti stofnunarinn- ar, enda væri svo komið, að fjárskortur stæði mörgum mik- ilvægum þáttum hennar fyrir þrifum. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár aukast fjárveitingar ríkisins til Hafrannsóknastofnunar um 9%, til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um 27% og Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins um rúmlega 30%. Dr. Jakob Magnússon, aðstoð- arforstjóri Hafrannsóknastofnun- ar, kom meðal annars inn á þetta í erindi, sem hann flutti á þinginu á þriðjudagsmorgun. Hann sagði, að Qárskortur stæði úthaldi rann- sóknarskipanna verulega fyrir þrifum. Að vísu mætti benda á nokkum spamað í rekstri þeirra vegna lækkandi olíuverðs, um 9%, sem stjómvöld reiknuðu stofnun- inni til tekna. Það breytti þó ekki þeirri staðreynd, að það væri fyrst og fremst viðhaldi skipanna, sem væri ábótavant. Hann sagði, að Ámi Friðriksson væri nú orðinn um 20 ára og Bjami Sæmundsson litlu yngri. Skipin þyrftu því mik- ið viðhald og til stórvandræða horfði á næsta ári, fengist engin úrlausn. Hann benti einnig á það, að verkefnum stofnunarinnar hefði fjölgað, en þrátt fyrir það hefði ekki fengizt leyfi til ráðning- ar starfsfólks í samræmi við það. Slíkt hlyti að standa nokkuð í vegi fyrir þróun. Þá mætti einnig benda á, að að fmmkvæði stjóm- valda hefði verið byijað á aðstöðu til rannsókna á fiskeldi í Grindavík, sem kallaði á framhald til að geta skilað árangri. Fé til þess hefði ekki fengizt og því væri það mál í biðstöðu. Auk Jakobs fjölluðu þingfull- trúar nokkuð um þessi mál og töldu að skömm væri að því hvem- ig búið væri að þessari mikilvægu stofnun. Rannsóknir á fiskistofn- um væm forsenda þess, að nýta mætti þá af nokkurri skynsemi, en því miður væm fjárveitingar ekki í samræmi við það. Karfastofninn fer minnkandi Dr. Jakob Magnússon, að- stoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar fjallaði á Fiskiþingi um ástand karfastofnsins og mögulega nýtingu ýmissra djúpsjávarfiska. Hann lýsti yfir áhyggjum með ástand karfa- stofnsins, sem hann sagði fara hægt minnkandi. Stofninn væri sameiginlegur íslendingum, Færeyingum og Grænlending- um og samkomulag um nýting- um stofnsins hefði ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Islendinga. Undanfarin ár hafa íslendingar veitt 65 til 80% úr þessum sameiginlega stofni. Samkvæmt reglugerð um afla- mark fyrir næsta ár verður leyfi- legt að veiða 95.000 lestir af karfa, en fiskifræðingar höfðu lagt til að aflinn yrði ekki meiri en 75.000 lestir. Leyfilegur afli á þessu ári var 100.000 lestir, en þá lögðu fiskifræðingar til 85.000 iesta afla. Dr. Jakob Magnússon sagði, að karfaaflinn hefði minnkað verulega við Austur-Grænland og ísland, en aukizt við Færeyjar, aðallega vegna aukinnar sóknar heimamanna í karfann. Svo virtist sem karfastofninn minnkaði hægt og bítandi en óvíst væri hvenær hann yrði komin í verulega lægð. Ástæðan virtist fyrst og fremst vera sú, að síðan 1975 hefðu kom- ið mörg léleg seiðaár og lítið hefði verið um smákarfa á landgrunn- inu við Austur-Grænland, en þar hefði áður verið mikið um hann. Menn yrðu að átta sig á því, að sveiflur í stofninum væru hægar vegna þess hve gamall fiskurinn yrði og hve seint hann yrði kyn- þroska. Þess vegna hefði í raun þurft að minnka sóknina í hann, þegar stofninn hefði verið í há- marki. NOKKRAR umræður hafa orðið um það á Fiskiþingi hver áhrif kvótakerfið hafi haft á þorskafla í einstökum landshlutum. Sam- kvæmt Útvegi, riti Fiskifélags Islands, virðist þorskafli hafa skerzt hlutfallslega mest á Suð- urlandi og Reykjanesi, en aukizt Heimild Útvegnr 1985. „Við eigum í vandræðum með stjórn á sókninni í stofninn vegna þess, að við sitjum ekki einir að honum,“ sagði Jakob. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sam- komulagi um nýtinguna, fyrst við verulega á Norðurlandi vestra. Hlutur Reyknesinga úr þorsk- aflanum árið 1985 er 34,2% minni en hann var að meðaltali á árun- um 1981 til 1983, en árið 1985 var þorskaflinn alls 14,8% minni en meðaltal áranna 1981 til 1983. Evrópubandalagið og síðan Græn- lendinga sjálfa, hefur þetta ekki gengið. Það er því eðlilegt að Is- lendingar sætti sig illa við það, að þurfa einir þessara þriggja þjóða að sætta sig við veiðitak- markanir," sagði Jakob. Jakob fjjallaði einnig um mögu- lega nýtingu á öðrum djúpsjávar- fískum. Hann nefndi meðal annars gulllax, langhala, háffiska og blálöngu, sem er að nokkru leyti veidd og nýtt hér við land. Jakob sagði, að um þessar mund- ir virtist vænlegasti kosturinn að veiða og vinna gulllax, en tilraun- ir til þess hefðu verið gerðar í sumar. Hins vegar þyrfti sérstak leyfi til þeirra veiða vegna nauð- synjar á smærri möskva í trollinu en annars væri leyfilegt. Möguleg leið væri að leyfa karfaskipum að vera með smærri möskva á svæð- um, þar sem ekki væri hætta á smáfiski, en talsvert væri af gull- laxi. Hann gæti þá orðið talsverð- ur búhnykkur við karfaveiðina. Ennfremur mætti vel gera út á gulllaxinn einan, en þá yrði jafn- framt að gera ráð fyrir öðrum afla með honum, sem einnig mætti nýta. Hafrannsóknastofn- un hefði mörg undanfarin ár lagt til að gulllaxstöfninn yrði rann- sakaður til að kanna veiðanlegt magn og skynsamlega nýtingu. Þar sem fé hefði verið af skomum skammti, hefðu rannsóknir þessar setið á hakanum fyrir öðrum, sem mikilvægari væru taldar. Skipting þorskafla meðal þorskafliþorskafli Breyting 1981-1983 1985 Tonn Tonn Tonn Hlutfall Suðurland 42.570 29.038 -13.532+31,7% Reykjanes 91.881 60.485 +31.396+34,2% Vesturland 42.248 37.391 + 4.857+11,5% Vestfírðir 55.161 44.073 +11.088 +20,1% Norðurl. V 20.744 26.529 + 5.785+27,9% Norðurl. E 65.920 59.674 + 6.246+ 9,5% Austfirðir 46.289 40.241 + 6.048+13,1% Erlendis 14.076 25.377 +11.031+80,3% 378.889 322.768 +56.351 +14,8% Skipting þorskafla eftir löndunarsvæðum Blönduvirkjun flýtt um ár ef samningar tak- ast um kísilmálmverksmidju á Reyðarfirði FRAMKVÆMDA- og rannsóknaáætlun Landsvirkjunar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 550 milljónum króna. Af þeirri upphæð eru fjár- festingar vegna Blönduvirkjunar 510 milljónir kr. og er þá miðað við að virkjunin verði gangsett árið 1991. Þyki hinsvegar sýnt áður en langt um líður að samningar takist um byggingu hinnar fyrir- huguðu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði þyrfti að flýta gangsetn- ingu Blönduvirkjunar um eitt ár miðað við að kísilmálmverksmiðjan taki til starfa 1989. Gangsetning Blönduvirkjunar 1990 mundi kalla á auknar framkvæmdir í þágu virkjunarinnar á næsta ári og fjár- þörfin á því ári þá aukast um 50 millj. kr. vegna þess. Þetta kom m.a. fram í máli Hall- dórs Jónatanssonar, forstjóra Landsvirkjunar, á fundi Sambands íslenskra rafveitna í síðustu viku. Hann sagði að rannsóknir vegna nýrra virkjanamöguleika yrðu á næsta ári í lágmarki en gert er ráð fyrir átta milljónum í rannsóknim- ar. í lánsQárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir þvf að Landsvirkjun taki lán á næsta ári vegna framkvæmda og rannsókna að fjárhæð 400 millj- ónir króna og að 150 millj. kr. af fjárfestingum ársins verði fjár- magnaðar með fé úr rekstri Landsvirkjunar. Þá standa yfir viðræður við Hita- veitu Suðumesja um samrekstrar- samning með tilliti til áhuga hitaveitunnar á að setja upp hinar svonefndu ORMAT vélar til aukinn- ar rafmagnsframleiðslu, en þær mundu jafnframt bæta gufunýt- ingu, draga úr mengun og tæringu vélbúnaðar. Landsvirkjun hefur einnig fallist á tilmæli Áburðarverk- smiðju ríkisins um að taka raf- magnssamning fyrirtækjanna til endurskoðunar. Halldór sagði að athugun á upp- byggingu gjaldskrár Landsvirkjun- ar væri langt komin og hefðu átt sér stað gagnlegar umræður þar að lútandi milli fulltrúa Landsvirkj- unar og almenningsrafveitna. „Landsvirkjun hefur fengið sænsk- an ráðgjafa til aðstoðar í lokameð- ferð þessa máls og er þess að vænta að hann skili áliti og tillögum um viðfangsefnið snemma á næsta ári. Athugun og samanburður tilboða í tölvubúnað nýrrar stjómstöðvar fyrir allt raforkukerfi Landsvirkjun- ar er nú að verða lokið, en núverandi kerfí krefst orðið endumýjunar. Ákvörðunar má vænta upp úr ára- mótunum einnig." Að lokum minntist Halldór á _að hugmyndin um sæstreng milli Is- lands og Skotlands hefði aftur skotið upp kollinum og væri Lands- virkjun nú að gera það upp við sig hvort það gæti verið álitlegur kost- ur að hyggja þannig á rafmagnssölu til Skotlands í samkeppni við þar- lenda orkugjafa, einkum kol og kjamaorku. Fmmathuganir á þess- um möguleika em þegar hafnar og reynist þær gefa jákvæðar niður- stöður kemur vel til greina að halda athugunum áfram á breiðum gmndvelli, að sögn Halldórs. Hörður Þorgilsson Hörður Þor- gilsson doktor í sálfræði HÖRÐUR Þorgilsson varði dokt- orsritgerð sína við bandaríska háskólann „University of Connecticut“ 31. október sl. Rit- gerðin ber nafnið „Subjective and Objective Aspects of Emoti- ons in Social Competence“ og fjallar hún um hlutverk tilfinng- inga í félagshæfni. Hörður lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla íslands árið 1979. Hann lauk síðan kandidatsprófi árið 1984 frá University of Connecticut. Þá kom hann heim til Islands og hefur starfað á undanfömum tveim- ur ámm við Geðdeild Landspítalans auk þess sem hann rekur sálfræði- stofu í Lækninga- og sálfræðistof- unni að Skipholti 50c í Reykjavík. Hörður er 33 ára að aldri og em foreldrar hans Þorgils Stefánsson og Ingibjörg F. Hjartar, sem búsett em á Akranesi. Getum rakið símtöl hvenær sólarhrings sem er - segir Ágúst Geirs- son, símstjóri ÁGÚST Geirsson, símstjóri, hafði samband við Morgunblaðið vegna fréttar i blaðinu í gær um að símalínum lögreglu hefði ve- rið haldið uppteknum á laugar- dagskvöld og aðfaranótt sunnudags. í fréttinni er haft eftir varðstjóra á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar að Landssiminn hafi ekki vaktir til að rekja síma um helgar. Þess vegna hafi lögreglan tekið þá ák- vörðun að halda ekki einni símalín- unni til að láta rekja símtalið. Ágúst sagði, að frá kl. 8-17 virka daga væm við menn sem gætu rakið símtöl. „Jafnfvel þótt haft sé sam- band við okkur á öðmm tímum, þá getum við kallað út tæknimenn eft- ir þörfum. Þetta á lögreglan að vita og það hefði verið hægur vandi fyrir starfsmenn á fjarskiptastöð- inni að láta rekja simtölin," sagði Ágúst. „Þetta kvöld var hringt einu sinni í okkur frá lögreglunni, sem óskaði eftir að það væri kannað hvort vissar línur væm í sambandi. Svo reyndist ekki vera, en við heyrð- um ekki frá lögreglunni aftur." Ágúst sagði að það kæmi oft fyrir, utan venjulegs vinnutíma, að fólk hefði samband við símstöðina vegna þess að einhver væri að ón- áða það og slökkviliðið ætti stund- um í vanda vegna hringinga frá fólki sem væri með gabb. „Við sinn- um þessu ef þörf er á og lögreglan á að vita að þessi möguleiki er fyr- ir hendi, jafnvel þótt tæknimenn séu ekki við þá stundina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.