Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 19 f- landi eða eigi. Bjami svaran „Þat er mitt ráð, at sigla í nánd við landit." Ok svá gera þeir ok sá þat brátt, at landit var ófjöllótt ok skógi vaxit, ok smár hæðir á landinu, ok létu landit á bakborða ok létu skaut horfa á land. Síðan sigla þeir tvau dægr, áðr þeir sá land annat. Þeir spyija, hvárt Bjami ætlaði þat enn Grænland. Hann kvazk eigi heldr ætla þetta Grænland en it fyrra, - „því at jöklar em mjök miklir sagð- ir á Grænlandi." Þeir nálguðusk brátt þetta land ok sá þat vera slétt land ok viði vaxit. Þá tók af byr fyrir þeim. Þá ræddu hásetar þat, at þeim þótti þat ráð, at taka þat land; en Bjami vill þat eigi. Þeir þóttusk bæði þurfa við ok vatn. „At engu em þér því óbirgir," segir Bjami; en þó fekk hann af því nokk- ut ámæli af hásetum sínum. Hann bað þá vinda segl, ok svá var gört, ok settu framstafn frá landi ok sigla í haf útsynnings byr þrjú dægr ok sá þá land it þriðja; en þat land var hátt ok fjöllótt ok jökull á; þeir spyija þá, ef Bjami vildi at landi láta þar, en hann kvazk eigi þat vilja, - „því at mér lízk þetta land ógagnvænligt." Nú lögðu þeir eigi segl sitt, halda með landinu fram ok sá, at þat var eyland; settu enn stafn við því landi ok heldu í haf inn sama byr.“ Bjami og hans menn fundu síðan Grænland eftir fjöggura dægra sigl- ingu. Settist Bjarni að í Heijólfsnesi á Grænlandi hjá föður sínum og hætti siglingum. I skýringum með Eyrbyggju í útgáfu þeirra Einars Ólafs Sveinssonar og Matthíasar Þórðarsonar segir svo: „Þótt menn vildu líta svo á, að fyrsta landið, sem þeir Bjami eiga að hafa séð, kunni að hafa verið t.a.m. Nýfundna-land og annað landið Markland verður ekki bent á neitt land, er þriðja landið hafí getað verið, - fjöllótt eyland og jök- ull á, fjögra daga sigling í útsynn- ingsbyr fyrir suðvestan Heijólfsnes, á suðurodda Grænlands. - Sé nokk- ur fótur fyrir þessari frásögn um þessa landafundi, er líklegast að þún sé sprottin af frásögn um landafundi Leifs að sumu leyti og 'Þorfinns karlsefnis að öðm leyti." STÓRHUGA NORÐMENN Aftur til nútímans. Á EPCOT-svæðinu í Disney-landi í Orlando standa Norðmenn í mikl- um framkvæmdum. Tíu þjóðir hafa þegar byggt mikil mannvirki til að kynna land sitt og þjóð. Eftirlíking- ar af gömlum eða frægum bygging- um em notuð til að kynna það bezta í menningu þjóðanna auk þess sem þau hýsa veitingastaði og verzlanir. Norðmenn verða eina Norðurlanda- þjóðin á þessu svæði og fengu úthlutað landi á milli Kína og Mexf- kó. Formlega hófust framkvæmdir síðastliðið vor, en byijað verður á byggingunum í janúar á næsta ári. í september 1988 er fyrirhugað að norska svæðið verði tilbúið og tekið í notkun. Noregur hefur 100 þúsund fer- metra til ráðstöfunar, en fyrst í stað verður byggt á sex þúsund fermetrum. Á skeifulaga svæðinu geta gestir skoðað eftirlíkingar af Akershus-höll, gömlu bryggjuhús- unum í Bergen, húsunum við höfnina í Álasundi, gömlu ráðhúsi frá Viktoríutímanum og stafkirkj- unni í Gol í Hallingdal. Þama verða veitingahús, bakarí, verzlanir, upp- lýsingaþjónusta um Noreg, mennta- og ráðstefnumiðstöð, hægt verður „að ferðast í gegnum sögu Noregs á víkingaskipi" og kvikmyndasalur er fyrirhugaður þama. Norðmenn kynna þennan sýningarglugga sinn sem leiðina til eða hliðið að Skand- inavíu - „Gateway to Scandinavia". Norðmenn spara hvergi við þess- ar framkvæmdir og er áætlað að kostnaður nemi um 40 milljónum dollara eða sem svarar til um 1,6 milljarða íslenzkra króna. Að fyrir- tækinu standa meðal annars bankar, útgerðarfyrirtæki, iðnfyrir- tæki, norska ríkið og fleiri. Þeir hafa reiknað út að af þeim 12 millj- ónum, sem heimsækja EPCOT árlega muni um helmingurinn fara í gegnum norska svæðið og stór hluti þeirra verzla þar. Búist er við að um 300 þúsund manns kaupi norskan mat í veitingastöðunum eða bakaríinu svo eftir nokkru er að slægjast. LEIFUR HEPPNI EFTIR 14 ÁR í 75 ár hefur „Nordmanns-For- bundet" starfað í Noregi. Fyrst í stað var tilgangurinn að koma á sambandi milli Noregs og Norð- manna sem flutzt höfðu til annarra landa. í seinni tíð hafa samtökin einkum reynt að styðja við norska listamenn erlendis og reynt að koma Noregi á framfæri úti í hinum stóra heimi. Samtökin tóku þátt í að fjár- magna smíði víkingaskipsins til minningar um Bjama Heijólfsson Ingstad-hjónin ásamt þremur „víkingum" úr áhöfninni. og siglinguna meðfram strönd Bandaríkjanna. Við athöfnina á EPCOT-svæðinu í Orlando var framkvæmdastjóri „Nordmanns- Forbundet", Johann Fr. Heyerdahl meðal viðstaddra. „í ár minnumst við Bjama Her- jólfssonar, en eftir aðeins 14 ár kemur að Leifí Eiríkssyni," sagði Johan Heyerdahl í samtali við Morgunblaðið. „Þess afmælis vilj- um við minnast með sérstökum og eftirminnilegum hætti. Okkur er mikið í mun, að íslendingar undirbúi þau tímamót með okkur ýg með það í huga fömm við til Islands í vetur til að ræða við for- seta ykkar og fleiri," sagði Johan Heyerdahl. Grein og myndir: Ágúst Ingi Jónsson ÁVEGI JAFNTSEM VEGLEYSUM LAND CRUISER Á vegi jafnt sem vegleysum og við öll veðurskil- yrði hefur Toyota Land Cruiser sýnt og sannað að hann stenst öðrum fremur íslenskar aðstæður. Toyota kynnir nú Land Cruiser með nútímalegra útlit, nýrri, léttari og aflmeiri vél, bættum fjöðrunar- búnaði og vandaðri innréttingu. Land Cruiser uppfyllir ströngustu kröfur um fullkomna tækni og vandaðan frágang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.