Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 21 Tillaga scm samþykkt var að skipulagi húsanna á horni Lækjargötu og Austurstraetis. Gótumynd- in heldur sér en á baklóðum rís bygging úr opnu burðarvirki, klædd spegilgleri í sömu hæð og nærliggjandi hús. Skipulagsnef nd: Deíliskípulag fyrir Kvosina samþykkt Deiliskipulag fyrir. Kvosina hefur verið sam- þykkt í Skipulagsnefnd. Ein breyting var gerð frá fyrri tillögu skipulagshöfunda á horni Aust- urstrætis og Lækjargötu. Var samþykkt að húsin stæðu óbreytt í meginformi í götumynd en á baklóð þeirra rísi bygging úr opnu burðarvirki, klædd spegilgleri. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið hefur verið að heildarskipulagi fyrir svæðið sem afmarkast af Geirsgötu að norðan, Lækjargötu að austan, lóðun- um vestan Aðalstrætis að vestan og Tjöminni að sunnan. I bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna afgreiðslu skipulagsins segir: .Markmiðið með skipu- lagsvinnunni er að treysta og efla miðbæ Reykjavík- ur sem miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, sérverslana, viðskipta og vettvangur fyrir ijölskrúðugt mannlíf. Ennfremur að skapa góð skilyrði fyrir alls kyns mannamót, menningarstarfsemi og skemmtanir." Þá segir ennfremur: „Forsenda öflugs uppbygg- ingar og endurreisnarstarfs í miðbænum er sam- þykkt og staðfest deiliskipulag af svæðinu. Á meðan nýir veslunar- og þjónustukjamar hafa byggst upp víða í borginni á síðustu áratugum hefur uppbygg- ingarstarf í miðbænum setið á hakanum vegna skorts á deiliskipulagi. Með nýju skipulagi skapast forsendur fyrir því, að borgaryfirvöld og hagsmuna- aðilar geti sameinast um að gera stórátak í því á næstu ámm að efla og endurnýja miðbæ Reykjavík- ur.“ Höfundar skipulagstillögunnar em arkitektarnir, Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson. Menntamálaráð- herra kominn úr opinberri heim- sókn til Svíþjóðar SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, og eigin- kona hans, Gréta Kristjánsdóttir, voru i opinberri heimsókn i Sviþjóð 9. og 10. þessa mánaðar í boði Lennarts Bodströmj menntamálaráðherra Svía. I samtali við Morgunblaðið sagði Sverrir að mjög vel hefði verið tekið á móti þeim hjónum í Svíþjóð og undravert hve Svíar hefðu mikinn og einlægan áhuga á íslenskri menningu. Sverrir átti viðræður við Lennart Bodström, menntamálaráðherra og Bengt Göranson, ráðherra menn- ingarmála, í sænska menntamála- ráðuneytinu. Var meðal annars skipst á upplýsingum um tilhögun yfirstjórnar fræðslu- og menningar- mála í Svíþjóð og á Islandi. Vikið var að málefnum EUREKA-sam- takanna og UNESCO og ráðagerð- um um norrænt samstarf í sjónvarpsmálum. Sverrir sagði að hann hefði einn- ig rætt um möguleika á að forn íslensk handrit í Svíþjóð yrðu ljós- mynduð með hliðstæðum hætti og ákveðið hefur verið að gera hvað varðar handrit sem eftir verða í Danmörku. í heimsókninni var farið til Upp- sala og nokkrar stofnanir Uppsala háskóla heimsóttar. I för með menntamálaráðherra og konu hans voru Knútur Hallsson, ráðuneytis- stjóri menntamálaráðuneytinu og Ámi Gunnarsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu. • • Okumaður gaf sig fram EINS og sagt var frá í Morgun- blaðinu á sunnudag var ekið á tvær stúlkur á Fríkirkjuvegi að- faranótt laugardagsins. Oku- maður ók af vettvangi án þess að skeyta um slysið, en hefur nú gefið sig fram við lögreglu. Lögreglan lýsti eftir ökumanni bifreiðarinnar á laugardag og gaf hann sig fram skömmu síðar. Hann mun litlar skýringar hafa gefið á því hvers vegna hann stöðvaði ekki, en grunur er um ölvunarakstur. Bifreið hans var nokkuð skemmd, brotin framrúða og loftnetið brotið af. Önnur stúlkan slasaðist lítið, en hin hálsbrotnaði og var flutt meðvit- undarlaus á sjúkrahús. Hún er nú á- batavegi. I 7JLEF7VI10 ARA AFMÆZJS OKK4R ídagbjóÖum við til afmœlisveislu íAusturveri í tilejhi af 10 ára afhueli okkar. Kaffiveitingar, sœlgœti og 10% afsláttur af öllum vörum í verslunum okkar. Veríð velkomin nsTunD e Blómabúöin vor SKÓVINNUSTOFA SIGURBJÖRNS Austurver Háaleitisbraut 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.