Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 Þrír af stofnendum Týs voru heiðursgestir á afmælishátíðinni. Þeir eru hér ásamt formanni félagsins Magnúsi Birgi Guðjóns- sjmi, Júlíus Snorrason, Friðrik Jesson og Karl Sigurhansson. Þeir Páli Scheving, Karl Guðmundsson og ísleifur Jónsson sáu sér ekki fært að mæta. Vestmannaeyjar: Margmenni á 65 ára afmælis hátíð Týs Vestmannaeyjum. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Týr í Vestmannaeyjum hélt nýlega með veglegum hætti uppá 65 ára afmæli félagsins. Félagið stóð fyrir fjölsóttri afmælishátíð í skreyttum sal Samkomuhússins. Knatt- spyrnufélagið Týr var stofnað 1. maí 1921 og eru nú eftirlifandi sex af stofnfélögum Týs. Voru þrír þeirra heiðursgestir á afmælis- hátíðinni. Félaginu bárust margar góðar gjaflr og ámaðaóskir í tilefni þess- ara merkistímamóta. Fjölmargir félagsmenn voru heiðraðir af félag- inu íyrir góð störf jafnt utan vallar sem innan. íþróttabandalag Vest- mannaeyja heiðraði tvo þekkta Týrara, þá Friðrik Jesson, einn stofnanda Týs og Guðjón Magnús- son en þeir hafa mjög svo komið við sögu í íþróttastarfi í Eyjum sem keppendur, þjálfarar og félags- Morgunblaðið/Sigurgcir. Friðrik Jesson og Guðjón Magnússon voru heiðraðir af ÍBV. Fjórir Týrarar voru sæmdir heiðursmerki KSÍ á afmælishátíð- inni. Frá vinstri Viktor Helgason, Hermann Kr. Jónson og Marteinn Guðjónsson. Aðalsteinn Sigurjónsson var fjarstaddur. Salur Samkomuhússins var fagurlega skreyttur á afmælishátíð Týs. A miðju dansgólfinu var pálmalundur með gosbrunni. málamenn. Knattspymusamband íslands veitti Qórum félögum í Tý heiðursmerki sambandsins, Her- manni Kr. Jónssyni gullmerki og Aðalsteini Siguijónssyni, Marteini Guðjónssyni og Viktor Helgasyni silfurmerki. Fjölbreytt skemmtidagskrá var fyrir hátíðargesti og var þar viða- mest sérstök minningardagskrá um Oddgeir Kristjánsson tónskáld, en hann hefði orðið 75 ára í þessum mánuði hefði hann ekki fallið frá langt um aldur fram. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja fluttu leiknar táknmyndir við nokkur laga Oddgeirs og tengdasonur Oddgeirs, Hafsteinn Guðfinnsson, lék undir á gítar og stjómaði flöldasöng gesta þar sem öll þekktustu og vinsæl- ustu lög tónskáldsins vom sungin við raust. Margt fleira var til skemmtunar og dansað var fram á nótt. Knattspymufélagið Týr hefur staðið fyrir öflugu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi hér í bæ og hjá félaginu hafa alist upp margir þekktustu íþróttamenn sem frá Eyjum hafa komið. Þeirra þekktastur er án vafa Asgeir Sigurvinson knattspymu- kappi en meðal góðra gjafa sem félaginu barst á afmælinu var gríðarstór litmynd af Ásgeiri með meistaraskjöld þýsku Bundesligun- ar. Mun myndin ásamt öðmm gjöfum prýða hið glæsilega félags- heimil Týs sem tekið var í notkun á síðasta ári. í haust hófust fram- kvæmdir við nýjan grsvöll félagsins við félagsheimilið. Formaður Týs er Magnús Birgir Gufflónsson og framkvæmdastjóri er Omar Jóhannsson. -hlg. ... náttúrulega Sætuefnið NutraSweet er byggt upp af eggjahvítuefnum, sem kölluð hafa verið „hornsteinaí háttúrunnar.“ NutraSweet er náttúrulegt, en hitaeiningarnar eru 99% færri en í sykri. Með NutraSweet er framtíðin náttúrulega sæt en án of margra hitaeininga. NutraSweet meltist náttúrulega, enda eru grunnefnin þau sömu og í mjólk og eggjum, svo dæmi séu tekin. Ef þér er annt um heilsuna, þá velur þú vörur með NutraSweet, náttúrulega. Þær vörur sem bera þetta merki, innihalda hið eina sanna NutraSweet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.