Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 27 * Ovænt bað Nemendur menntaskólans í Sac City í Iowaríki fengn óvænt bað á dögnnum, þegar brú, sem þeir fjölmenntu út á, lét undan þunganum. Taka átti mynd i árbók skólans af 48 nemendum, sem útskrifast í vor. Vart höfðu þeir stillt sér upp er brúin brast skyndilega svo að flestir þeirra féllu í vatnið. Engum varð meint af baðinu þó kalt væri. Noregur: Flóttamönn- um illa tekið Iraskar fjölskyldur flúðu dvalar- stað sinn vegna kulda 6sló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðains. TVÆR íraskar fjölskyldur, sem sótt hafa um hæli í Nor- egi, flúðu úr skólanum, sem þeim var fenginn sem dvalar- staður meðan fjallað væri um mál þeirra. Fannst þeim hann ekki vera mönnum bjóðandi vegna kulda. „Það var svo kalt, að við gát- um ekki sofíð á nóttunni. Mörg bamanna þurftu læknishjálp en fengu enga og við fengum enga kennslu í norsku eins og okkur hafði verið lofað,“ sögðu fjöl- skyldufeðumir. Þegar mennimir snem sér til flóttamannamiðstöðvarinnar vildi enginn við þá tala og þeim var ekki boðin önnur vist. Mú- hameðskur söfnuður í Ósló varð svo loks til að hjálpa þeim en fólkinu hafði verið komið fyrir í Gjövik. Norska flóttamannahjálpin hefur verið harðlega gagnrýnd að undanfömu innanlands sem utan enda hafa Norðmenn smám saman verið að loka landinu fyr- ir flóttamönnum. Fyrir hálfum mánuði var t.d. kúrda frá Tyrk- landi snúið aftur og sendur með feijunni til Danmerkur. Stökk hann þá fyrir borð en nærstadd- ur fískimaður bjargaði hopnum á síðustu stundu. Hefur hann nú fengið dvalarleyfí í Noregi. í síðustu viku var indverskur ritstjóri berháttaður og látinn dúsa í fangaklefa í marga klukkutíma þótt hann hefði vegabréfsáritun til Noregs, al- þjóðlegt blaðamannaskírteini og pantað viðtal við eiginmann Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra. Langflest norsku sveitarfélaganna, sem beðin em um að taka við flóttamönnum, neita því þverlega. PRAVDA EiiiiiriaiiLtMa Wh«l w»» «Kt>«r€f«r4 whoí w«* Mtrhiovod {----— -----—-------E—w ■ íwwftww í.**?) itogmt » w ' wwí ***** Á* íp. t. Forsíða nýjasta heftis hinnar ensku útgáfu Pravda. Pravda gef ið út á ensku HAFIN er útgáfa Pravda, málgagns sovéska kommún- istaflokksins, á ensku. Enska útgáfan kemur út einu sinni í mánuði og hefur hún að geyma valið efni úr málgagn- inu. í nýjasta heftinu er að fínna 14 blaðsíðna grein um Reykjavík- urfund þeirra Mikhails S. Gorb- achev og Ronalds Reagan. Litmynd af þeim félögum prýðir forsíðu blaðsins. Þá er einnig að fínna frétt um tengsl bandaríska blaðamannsins Nicholas Daniloff við bandarísku leyniþjónustuna, CLA, og ítarlega frásögn af hetjudáðum þriggja sovéskra hermanna „við alþjóðleg skyldustörf* í Afganistan. Enn- fremur er sagt frá fundi Gorb- achevs með verkamönnum í Stavropol og ber grein sú yfir- skriftina „Vandamálin gerð opinber." Auk þessa er að fínna greinar um landbúnaðarmál og nauðsyn „sósíalískrar enduskipu- lagningar." Þá eru í heftinu fastir dálkar svo sem „Ljósmyndasam- keppnin", „smáfréttir" og ýmis- legt „léttmeti". Keltnesk- ur bronz- skjöldur fundinn Lundúnum, AP. KELTNESKUR skjöldur, sem talinn er vera allt að 2.300 ára gamall, hefur fundizt í malarnámu í Chertsey í suð- vestuxjaðri Lundúna, að sögn talsmanns brezka náttúru- gripasafnsins. Hefur enginn skjöldur af þessu tagi fundizt í betra ásigkomulagi, að sögn talsmanna safnsins. „Slqoldurinn hefur líklega aldrei verið notaður í bardaga, heldur verið fleygt í Tempsá við helgiathöfn," sagði aðstoðar- minjavörður safnsins. Skjöldur- inn fannst í malamámu í fomum farvegi árinnar. Gröfustjóri tók eftir skildinum er hann var við jarðvegstekju í gryfjunni. Skjöldurinn er úr bronzi og hefur fundurinn að því leyti vak- ið mikla athygli þar sem fyrri skildir Kelta, sem fundizt hafa, vom úr tré en styrktir með málmplötum. Hann er spor- öskjulaga og 70 sentimetra breiður. Tókst að aldursgreina skjöldinn þar sem viðarbútur var í handföngunum. Reyndist hann milli 2.100 og 2.300 áragamall. HRINGDU og fáðu áakriftargjöldin skuldfærð á greiðslukorta immnmniifiínin-nirrf SÍMINN ER 691140 691141 JlsjiírgiMilfrítóifo KOSTA ÍBODA) \____I_/ Klingjandi kristall-kærkomin gjöf Bankastræti 10. Símar: 13122 — 621812 Garðatorgi, Garðabæ. Sími: 656812
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.