Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.11.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1986 45 Minning: Baldvina M. Jóhanns dóttir, Siglufirði Fædd 12. september 1908 Dáin 23. október 1986 Baldvina frænka mín er dáin. Erf- itt var að trúa því að morgni 23. október. Kvöldið áður höfðum við átt svo langt og gott samtal. Eitt sam- talið af svo mörgum. Baldvina var fædd í Siglufirði 12. september 1908. Foreldrar hennar voru Marsibil Herdís Baldvinsdóttir, Jóhannssonar, útvegsbónda á Siglu- nesi og Jóhanns Jóhannssonar frá Engidal. Þau hjón eignuðust sjö böm: Jó- hann, Baldvinu, Kristrúnu, Mörtu, Höllu, Odd Guðmund (lést í æsku) og Gunndóru. Jóhann, Marta og Gunndóra em á lífi, búsett á Siglufirði. Móðir þeirra, Marsibil Herdís, átti við mikil veikindi að stríða og lést ung 1923, aðeins 39 ára gömul. Var bamahópnum komið í fóstur og Bald- vinu komið fyrir hjá þeim merkis- hjónum Þormóði Eyjólfssyni og Guðrúnu Bjömsdóttur frá Komsá. Baldvina var þá 11 ára. Var hún þeim hjónum ætíð þakklát fyrir hve vel þau reyndust henni. Baldvina eignaðist son, Þór Her- bertsson, og bjuggu þau saman að Norðurgötu 4. Baldvina giftist Friðvini Jóakims- syni, sem átti ættir að rekja í Fljótin. Bjuggu þau allan sinn dag á Siglu- firði. Friðvin átti við mikla vanheilsu að stríða og var rúmliggjandi síðustu árin. Annaðist þá Baldvina hann af einstakri alúð og umhyggju. T.d. man ég að oft vakti hún langt fram á nætur við saumaskap til að sjá þeim farborða. Friðvin andaðist í ágúst 1969. Baldvina var greind kona og fróð og kunni skil á mörgu og hún var með afbrigðum minnug. Hún tók þátt í ýmsum félagsstörf- um, var virkur félagi í Systrafélagi Sigluíjarðarkirkju, Félagi eldri borg- ara og ekki síst Sjálfstæðisfélaganna á Siglufirði. Fór áhugi hennar ekki dvínandi nema síður væri, og alltaf var hún tilbúin til starfa. Baldvina hafði mikla ánægju af að spila á spil og þótti henni góð skemmtun að taka í spil með kunn- ingjunum. Gestrisin var hún og höfðingi heim að sækja. Gekk ætíð heil og ötul að hveiju verki, jafnt innanhúss sem utan og má segja að sjaldan félli henni verk úr hendi. Dætur mínar kölluðu hana ömmu og mér var hún sem besta móðir. Til hennar gat ég leitað með mín vandamál. Elsku frænka mín. Ég man eftir mér sem lítilli stelpu heima hjá henni og Friðvini og hvemig þau léku við mig. Sú saga endurtók sig með mínar dætur og svo dótturböm. Allt þetta viljum við þakka og eins hvemig hún var foreldrum mínum í þeirra veikindastríði. Nú, þegar frænka mín er öll, em mér þakkir efstar í huga og óskir um góða heimkomu á landi lifenda. Þór, frænda mínum, og aðstand- endum öllum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Brynja Stefánsdóttir. • Baldvina Marsibil Jóhannsdóttir lést þann 23. október sl. á Siglufirði. Baldvina var fædd 12. september 1908 á Siglufirði, dóttir hjónanna Marsibilar Herdísar Baldvinsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar. Böm þeirra hjóna vom sjö og em þrjú þeirra enn á lífí, búsett á Siglufírði. Móðir Baldvinu lést árið 1923 frá bamahópnum sem þurfti þá að koma í fóstur. Baldvina ólst upp hjá þekkt- um merkishjónum, Guðrúnu Bjöms- dóttur og Þormóði Eyjólfssyni, búsettum á Siglufirði. Minntist Bald- vina þessara fósturforeldra með virðingu og hlýhug. Það var á haustdögum fyrir tæp- um 55 ámm að ég fór í mína fyrstu kaupstaðarferð til Siglufjarðar, þá á tíunda ári. Á Siglufirði áttu heima margir af mínum nánustu ættingjum þar á meðal amma og afi og föðursystk- ini. Það var í þessari ferð sem ég sá hana Baldvinu í fyrsta sinn, en þá var hún nýlega gift Friðvini Jóa- kimssyni, móðurbróður mínum. Þessi kaupstaðarferð er mér fersk í minni og yfir henni hvílir ævintýra- Ijómi bamsins sem ólst upp við fábreytileika sveitalífsins. Fyrsta stómndrið birtist þegar ég var staddur í Sigluijarðarskarði og við blasti ljósum prýdd byggðin í kvöldrökkrinu, líkt og allar stjömur himinsins hefðu safnast saman á þennan eina stað. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá rafljós. Það var fleira framandi sem fyrir augu og eym bar þegar niður í byggðina kom. Baldvina og Friðvin bjuggu í lítilli íbúð á fyrstu hæð í stóm húsi. Fyrir mig sveitasnáðann var þetta litla heimili ævintýraheimur út af fyrir sig. Þar var allt fágað og fínt og margt að sjá sem ég hafði aldrei áður augum litið. Mér em ekki síður minnisstæðar móttökumar sem þessi unga, broshýra kona veitti mér er hún tók mig í faðm sér og bauð mig velkominn. En þetta var aðeins upphafið að okkar samskiptum sem hafa haldist, með nokkmm hléum þó eftir að ég fluttist til Reykjavíkur. Ég minnist þess hvað hún tók miklu ástfóstri við Guðnýju dóttur' mína eftir að hún hafði dvalist að sumri til hjá henni á Siglufirði þegar hún var smástelpa. Ég minnist einnig heimsókna hennar á okkar heimili því henni fylgdi ætíð ferskur andblær og gleði. Þessir skapgerðareiginleikar hafa komið sér vel í hennar lífi sem ekki var alltaf dans á rósum. Friðvin átti við langvarandi veikindi að stríða og lengst af rúmliggjandi á sínu heim- ili. Þá kom það í hlut hennar að vera fyrirvinna heimilis og jafhframt að veita sjúkum eiginmanni aðhlynn- ingu og hjúkmn. Þetta hlutverk rækti hún svo vel að undmn sætti og án þess að kvarta yfir sínu hlutskipti, ljósu hliðamar á lífinu var það sem hún beindi hugan- um að. Þau Friðvin og Baldvina áttu eng- in böm saman en Baldvina átti son áður en hún giftist, Þór Herbertsson, og bjuggu þau mæðginin saman á Siglufirði eftir að Friðvin dó í ágúst 1969. Þótt Baldvina væri lítil vexti staf- aði frá henni virðuleika. Hún var hvik í hreyfingum og létt á fæti, beinvaxin og kvenleg í útliti og fasi, þessum eðliseinkennum hélt hún til dauðadags. Hún var smekkleg og myndvirk um það vitnuðu öll hennar verk og þá ekki síst heimilið. Henni var lagið að framkalla feg- urðina án íburðar, það var hennar lífsstíll. Hún var félagslynd og lét að sér kveða á þeim vettvangi eftir því sem aðstæður leyfðu. Hún las mikið og hafði næman smekk fyrir bundnu máli. Ég og fjölskylda mín minnumst hennar Baldvinu með söknuði. Við vomm farin að hlakka til að fá hana í heimsókn næsta sumar. En það er lögmál lífsins að leiðir skiljast án fyrirvara. Ég og fjölskylda mín sendum nán- ustu ættingjum og vinum Baldvinu samúðarkveðjur. Hjálmar Jónsson Bróðir okkar. Í ÖLVER KRISTJÁNSSON, Heimahvammi, Blesugróf, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 19. nóvem- ber kl. 15.00 Systklni hins látna. t Útför eiginmanns míns, ÁGÚSTAR ÞORVALDSSONAR á Brúnastöðum, verður gerð frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 14.00. Ingveldur Ástgeirsdóttir. t Innilegustu þakkir viljum við færa öllum þeim sem sýndu okkur vinsemd og hlýhug við fráfall og útför GUÐRÚNAR ÍVARSDÓTTUR, Gerðavegi 18, Garði. Sérstakar þakkir færum við konum úr björgunarsveitinni Ægi fyr- ir ómetanlega hjálp. Halldór Þorvarðarson og synir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför GUÐJÓNS BJARNASONAR, frá Uxahrygg. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki á Borgarspítal- anum frábæra umönnun. Fyrir hönd vandamanna Kristfn Sveinsdóttir. Við færum öllum þeim bestu þakkir sem heiöruðu minningu móður okkar, RAGNHILDAR SIGBJÖRNSDÓTTUR, með kveðjum og gjöfum og nærveru við útför hennar þann 7. nóvember. Birna Kjartansdóttir, Arni Kjartansson, Anna Kjartansdóttir, Sigbjörn Kjartansson og fjölskyldur. ýja hillukerfíð okkar heitir Einn, tveir, þrír. Hönnunin er í grund- vallaratriðum mjög einföld en gefur samt ótæmandi möguleika í útliti og notagildi. Kannski vantar þig heilan vegg af hirslum Ef íborð- hrn veirf rír^ii bóndaherbergið. Þú mælir plássið og raðar svo einingunum saman eins og best hentar. Þú hefur hliðarnar, botninn og bakið í svörtu eða Ijósgráu, skúffur og hurðir úr beyki eða svartar og sökkulinn hefurðu eða hefur ekki, eftir aðstæðum. Svoviltubreyta. Pá gerir þú það bara einn, tveir og þrír. Svart, hvítt, beyki eða litir; ein, tvær eða þrjár hæðir; hillur, hurðir eða skúffur; margar eða fáar eininga/. Úrvals hönnun og framleiðsla. Ódýrt. Þetta er Einn, tveir, þrír. Lítið inn á Laugavegi 13 eða fáið sendan myndabækling. HÖNNUNt • GÆÐI • ÞJÓNUSTA KRISUÁN SIGGEIRSSON Verksmiðjan Hesthálsi 2-4, slmi 91-672110 Verslun Laugavegi 13. slmi 25870 Umboð: Örkin hans Nóa. Akureyri Verslunin Bjarg, Akranesi Valhúsgögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.